Fálkinn - 07.03.1952, Side 1
Morgunn við Reykjavíkurhöfn
Nú stöðvast íslensku togararnir Iwer af öðrum, og þeim fer fjölgandi, sem liggja bundnir í höfn vegna verkfalls þess, sem
nýlega er skollið á. Það er von íslensku þjóðarinnar og bráð nauðsyn fyrir þjóðarbúið, að verkfall þetta verði leyst sem fyrst, því
að íslendingum er fátt nauðsynlegra en að sækja afla á miðin og flytja út fiskafurðir. íslensk framleiðsla er ennþá tiltölulega
fábreytt og lítil líkindi til stökkbreytinga á því sviði á næstunni. Margl þarf því að flytja inn, ef við viljum reyna að halda lífs-
venjum okkar óskertum. íslenska þjóðin á meira komið undir utanlandsviðskiptum sínum en flestar aðrar þjóðir og minni
fiskafli,þýðir að jafnaði minni útflulningur og rýrari lífskjör. Langvinnt togarverkfall rýrir því lífskjörin ekld einungis
hjá þeim mönnum, sem missa atvinnuna og fyrirtækjunum sem rekstur raskast hjá, heldur óbeint lxjá allri þjóðinni vegna
minni innflutnings sem er venjulega óhjákvæmileg afleiðing Islenska þjóðin á því þá ósk heitasta að togaraverkfallið leys-
ist hið bráðasta. Ljósm. Þorst. Jósepsson.