Fálkinn - 07.03.1952, Síða 7
FÁLKINN
7
„Eg liaga mér eins og mér sýnist
hvar og hvenær sem er,“ var svar
hans.
Hann haföi greinilega drukkið
einum of mikið og taldi sig færan í
flestan sjó eins og ástatt var.
„Þér hafið mikið sjálfstraust og
reynið að gera yður breiða,‘‘ sagði
hann branalega. „Þér kunnið að
vera ættstærri en ég, en peningana
mína hafið þér ekki, um það þori
ég að veðja.“
„Eg er að vísu peningasnauð,“
sagði Elisabet kuldalega, „en ég kæri
mig heldur ekki um peninga —
ekki peninga, sem þér eigið. Og þér
gerið yður sekan um mikla óhæfu
í framkomu gagnvart kvenmanni.
Þér kunnið greinilega ékki að vera
samvistum vi ðsiðmenntað fólk.“
„Bull,“ hélt ungi maðurinn áfram
með sömu grófu röddinni. „Faðir
minn er að visu réttur og sléttur
kaupsýslumaður, en hann er heið-
arlegur og hefir efnast vel. Eg fæ
allt, sem ég vil — og nú ætla ég að
segja yður það hreinskilnislega, að
ég vil fá yður. Eg skal gefa yður
allt sem ég á. Eg vil giftast yður,
ég vil ......“
Hann hætti snögglega, því að El-
isabet hló köldum tilfinningasnauð-
um hlátri, sem var þó dálitið ill-
kvittnislegur.
„Þér eruð svei mér skemmtilegur!
Nú veit ég að ég liefi gert eina
yfirsjón og lnin er sú, að hafa nokk-
urn tíma talað við yður. Þér eruð
greinilega einn úr hópi þeirra, sem
télja allt falt fyrir peninga. En þar
skjátlast yður hrapalega, kæri herra
Briggs. Vinátta mín verður ekki með
peninguin keypt. Beynið þér nú að
vera svo skynsamur að skilja að liéð-
an í frá munum við ekkert hafa
saman að sælda!“
Hún sneri sér við og gekk hratt
i burtu, en hann elti hana jafnliratt.
Og nú var ruddamennskan horfin
úr rödd hans. Það var líkara þvi
að hann grátbændi hana.
„Eg sé, að ég hefi hagað mér
kjánalega. Eg hefði átt að vita, að
þér eruð ekki ein þeirra kvenna,
sem menn vinna með sjálfhælni og
gorti. Ó, Elísabet — Elísabet — far-
ið' ekki frá mér. Verið ekki reiðar
við mig. Eg elska yður, tilbið yður.“
Elísabet sneri sér leiftursnöggt við
og sleit sig lausa, þvi að hann hafði
gripið um handlegg hennar aftur.
„Snertið mig ekki og vogið yður
ekki að koma nálægt mér framar.
Annars sný ég mér til gistihúseig-
andans og bið um vernd. Þér eruð
ekki annað en illa upp alinn strák-
ur, sem þarf að læra góða siði og
skilja stöðu sina i lifinu.
Að svo mæltu gekk hún burt.
Hann stóð og glápti á eftir henni,
en settist siðan á bekk og grúfði
andlitið í höndum sér og grét. Það
voru ekki aðeins orðin, sem hún
sagði, heldur einnig og iniklu frem-
ur það, hvernig hún sagði þau.
Rödd hennar liafði skorið hann eins
og hárbeittur bnífur. Hann fann til
meðaumkunar með sjálfum sér og
jafnvel auðmýktar. En svo varð hann
allt í einu gripinn ákafri heift.
„Illa upp alinn strákur — sagði
hún! Hún skal fá að skipta um skoð-
un að mér hcilum og lifandi!“ Hann
stóð upp og gekk rösklega, en þó
eins og í leiðslu út á gangstíginn
fyrir utan.
Titrandi af reiði og með særða
sómakennd fór Elísabet upp á her-
bergi sitt og það tók hana nokkurn
Herbert Hatko, sem er flóttamaður frá Slesíu og á nú heima í Bay-
ern, hefir haft sér til dundurs að búa til líkan af dómkirkjunni í
Bamberg — úr eintómum vindlingaöskjum. Þurfti liann 3.200 öskj-
ur í kirkjuna sina, en tíminn sem fór í þetta var sex tímar á dag
í níu mánuði. Líkanið kvað vera mjög nákvæm eftirmynd — þó
ekki að efni til.
KJÖTKVEÐJUIIÁTÍÐ í NIZZA.
Kjötlweðjuhátíðirnar á Riveraströndinni, sem frægar eru um
heim allan, hófust venju seinna í ár vegna dauða enska kon-
ungsins. Hér sjást þrír gamansamir náungar, sem skopstæla
blaðaljósmyndara við liátíðahöldin í Nizza fyrir stuttu síðan.
tima að jafna sig. Hún reykti marga
vindlinga og gekk eirðarleysislega
fram og aftur um herbergið. Siðan
staðnæmdist bún við gluggann og
horfði út á hafið. Hún óskaði þess
að geta farið til Englands undir eins.
Hún svaf ekki vel um nóttina.
Hún fann að hún hafði leikið hættu-
legan leik. Ameríkumenn voru yf-
irleitt heimsmenn, en þetta var ó-
reyndur unglingur, sem hafði verið
alinn upp við allt of mikið frjáls-
ræði og látinn fá of háar hugmynd-
ir um sjálfan sig. Hann var greini-
lega eftirlæti foreldra sinna og van-
ur að fá allt, sem hann vildi. Þess
vegna fyndist lionum sjálfsagt, að
hann fengi þá stúlku fyrir konu,
scm hann girntist.
Elisabetu leið illa, þangað til liún
var komin í vagninn, sem ók henni
niður að skipi. Og jafnvel þegar
hún var komin um borð og horfði
inn yfir sólgylltan bæinn með allt
hið iðandi lif við höfnina, þá var
hún við þvi búin að sjá allt i einu
binn unga tilbiðjanda sinn meðal
farþeganna á skipinu. En í þetta
skipti reyndist hugboð hennar rangt.
Skipið fór á réttum tíma, en hvergi
sást neitt til Geralds Briggs. Elísa-
bet yppti öxlum og hætti að bugsa
um binn unga mann, meðan skipið
skreið bægt út úr höfninni.
Elisabet var ekkert smeyk um, að
hún yrði sjóveik, en henni fannst
ráðlcgt að leigja sér klefa til þess
að gera sig meiri í augum farþeg-
anna. Kvöldið áður hafði hún sent
Miss Martingate boð um, að hún
kæmi með gufuskipinu næsta dag,
og luin vonaði, að einhver þjónanna
mundi koma á móti sér á Victoríu-
stöðinni.
En þegar hún kom út á stöðvar-
pallinn og farangur liennar var tek-
inn til slcoðunar, var greinilega eng-
inn kominn til að taka á móti henni.
Elísabetu gramdist þetta mjög. Henni
lét illa að þurfa að annast allt um-
stang sjálf og þótti þetta ills fyrir-
boði.
En það var samt einn Sem beið
hennar. Það var Michael Panister.
Að uppástundu hans leigði Hester
vagn, og nú nam hann staðar á stöð-
inni. Michael fór út og svipaðist
um eftir þeirri sjúlku, se mhann áttti
að taka á móti og fylgja til gamla
hússins.
Ilann hafði þegar tekið eftir Elísa-
bet Charlbury. Þó að hún væri lát-
laust klædd — i einfaldri ferða-
dragt — þá stafaði frá henni yndis-
þokka og fegurð, og Micliael gat ekki
látið sér til hugar koma, að þetta
væri stúlkan, sem hann ætti að taka
á móti. Eftir þvi sem Hester hafði
sagt lionum, bjóst liann við, að þetta
væri ung og blásnauð stúlka, sem
bæri þess öll merki að liún væri
hjálpar þurfi. Hann gerði ekki ráð
fyrir því, að stúlka, sem hefði skrif-
að Sophie heitinni frænku hans bón-
arbréf, væri svona þokkalega til fara.
En þá kom hann auga á stóra ferða
tösku og Ias nafnið á merkispjald-
inu. Taskan var alveg við liliðina á
Elísabetu. Þegar tollvörðurinn kom
og spurði, hvort hún hefði nokkuð,
sem þyrfti að fara gegnum tollskoð-
un, benti hún á töskuna, en sagði
um leið, að luin hefði ekkert með
sér, sem tollleggja þyrfti.
Michael hleypti fyrst brúnum í-
bugull á svipinn, en síðan blistraði
bann lágt, gkk til hennar og tók
ofan.
„Ungfrú Charlbury?“ spurði hann.
Eliísabet sneri sér við. Hún sá
mjög laglegan, ungan mann fyrir
framan sig. Hann var vel klæddur
og snyrtilegur. Algjör andstæða Ger-
alds Briggs. Yfir Michael hvildi svip-
ur liins siðfágaða og snyrtilega Eng-
lendings, sem er svo geðþekkur og
aðlaðandi.
Hún brosti til lians, og liann
kipptist næstum því við, er hann sá,
hve undurfögur liún var.
„Já, ég er Elísabet Charlbury. Og
þér?“
„Eg er kominn til að taka á móti
yður,“ sagði Micliael. „Eg er einn
af ættinni og heiti Panister. Ef þér
eruð tilbúnar, þá látum við burðar-
mann bera farangurinn að vagnin-
um.“