Fálkinn - 07.03.1952, Page 9
FÁLKINN
9
Svo sátu þeir áfram á steininum
og biðu. Hinir verkamennirnir voru
í livarfi hinú megin við veginn. Allt
mundi hafa gengið vel — hjá öllum
nema kannske Corrigan — ef Tony
hefði ekki farið að signa samsærið
eitthvað með likum hætti og menn
drekka bræðraskál. Úr skyrtuháls-
málinu dró hann langan, svartan
dýrðlegan vindil og rétti Burney.
„Heyrðu .... fáðu þér reyk með-
an við biðum!“
Burney greip vindiiinn með áfergju
og þeit af honum, svona hér um bil
eins og grimmur hundur bitur rottu.
Hann lagði hann að vörum sér eins
og langþráða og heittelskaða unn-
ustu. Þegar reykurinn birtist dró
hann djúpt andann og burstirnar á
grárauða yfirskeggiinu lögðust niður
að vindlinum eins og vængir á erni.
Hægt og hægt liurfu rauðu gárarnir
úr hvítunni í augunum á honum.
Hann beindi dreymandi augnaráð-
inu að ásnum hinu megin við ána.
Hvar var hann? í Paradis? Hann
var að minnsta kosti ekki á jörð-
inni. Mínúturnar komu og fóru.
„Nú er mál að fara,“ sagði Tony.
„Komdu, við skulum láta þennan
bölvaðan Corrigan fara veg allrar
veraldar."
Burney vaknaði af draumi, urr-
andi. Hann leit við og liorfði undr-
andi á félaga sinn. Tók vindilinn
hálfa leið út úr munninum, en stakk
honum undir eins upp í sig aftur,
smjattaði á honum og talaði út um
annað munnvikið meðan liannn tott-
aði vindilinn:
„Hvað ertu að segja, bröndóttur
heiðinginn? Ertu með launráð gegn
manni, sem telst til liins upplýsta
og ráðandi kynflokks jarðarinnar?
Reyndu að telja hann Martin Burney
á að taka þátt í fúlmannlegu ráða-
bruggi skitins dagós? Þú ert að
hugsa um að drepa foringjann, sem
gefur þér bæði mat og peninga!
Þetta skaltu fá frá mér, samvisku-
lausi launmorðingi!“
Og maðurinn sem ætlaði að skera
á landfestarnar fékk ónotalegt spark
og lirökk af steininum.
Tony stóð upp og flýði. Hann
hljóp eins og fætur toguðu fram hjá
skipinu, þorði ekki að hægja á sér
— þorði ekki einu sinni að'líta við.
Burney þandi út bringuna og
liorfði á samsærismann sinn hverfa.
Svo stóð hann upp og ranglaði af
stað .... i áttina til Bronx. Hann
gekk i skýi af eitruðum, kæfandi
reyk, sem fæhði hjarta hans frið og
sælu og rak fugla og flugur af veg-
inum og lengst inn í skógarþykknið.
VILJA EKKI GIFTAST.
Umsetnustu piparsveinarnir i New
York hafa stofnað félagsskap til þess
að verjast áleitni kvenna, sem vilja
ná i þá. Hafa þeir samið „svartan
lista“ yfir kvenfólk, sem einkum
þarf að vara sig á. Líka hafa þeir
samið „öruggan lista“ yfir kven-
fólk, sem óhætt er að bjóða lieim
og umgangast án þess að eiga á
hættu að þær verði of áleitnar.
Formaður félagsins er ríkur pipar-
sveinn sem heitir Jack Blatt. „Við
erum alls ekki neinir kvenhatarar,"
segir hann. „En við viljum ráða því
sjálfir hverri við giftumst og hve-
nær. En í New York er sægur af
kvenfólki, sem er alltaf reiðubúið
til að giftast og tekur öllu sem að
kjafti kemur.“
STJÖRNULESTUR
Eftir Jón Árnason, prentara.
Sólmyrkvi 25. febr. 1952.
ALÞ JÓÐA YFIRLIT.
Sagt er að afleiðing þessa sól-
myrkva sé að ár þorni upp og sjáv-
arstrendur verði hættulegar umferð-
ar. — Maður, sem hefir á hendi
stjórn sjúkrahúsa, betrunarhúsa,
vinnuhæla og góðgerðastofnana mun
deyja. myrkvinn sterkur um mitt
Atlantsliaf og er þar i austursjón-
deildarhring. Mars í Sporðdreka er
mjög sterk jarðskjálftaafstaða eða
goss. Mætti búast við að áhrif þessi
gerðu vart við sig fyrir vestan
Tokyó eða á þeirri lengdarlinu.
Lundúnir. — Sólmyrkvinn i 11.
liúsi. — Þingvinna og þingmál munu
mjög á dagskrá og veitt almenn at-
hygli. Koma hér margs konar áhrif
til greina. Óvænt snurða i utanrikis-
málum, en annars eru áhrifin i
mörgum greinum fremur góð. -—
Júpiter í 1. húsi hefir slæmar af-
stöður. Athugaverð afstaða meðal
almennings. Á hún rót sína í utan-
ríkismálum og meðferð þeirra og
samgöngumálum. ■— Venus í 10.
húsi. Sæmileg afstaða stjórnarinnar,
en eigi þróttmikil. — Neptún í 7.
húsi. Utanríkismálin undir m>' g at-
hugaverðum og óvæntum ai^töðum
sem gætu orðið afdrifarikar. — Úran
í 3. liúsi. Sprenging gæti átt sér
stað í flutningatæki eða í flugvél.
Berlín. — Sólmyrkvinn i 11. liúsi.
Þingmál undir mjög náinni athug-
un og þeim veitt eftirtekt. Ætti heill
að vera með framgangi þeirra. -—
Venus í 10. húsi. Giftingar meðal
háttsettra manna og opinber hátíða-
höld. — Mars, Satúrn og Neptún í
6. húsi. Barátta, urgur og tafir með-
al vinnandi lýðs og heilsufarið mjög
slæmt. — Úran i 3. húsi. Slæm af-
staða fyrir samgöngur og sprenging
gæti átt sér stað i samgöngutæki. —
Júpíter í 12. húsi. Slæm afstaða í
sjúkrahúsmálum og góðgerðastarf-
semi. Útgjöld aukast.
Moskóva. —- Sólmyrkvinn í 10.
húsi. Allt sem stendur i sambandi
við ráðstjórnina og gerðir hennar
mun veitt mjög mikil eftirtekt. —
Júpiter í 11. húsi. Slæm afstaða fyr-
ir störf æðsta ráðsins og trúarlegar
deilur gætu komið til greina. •— Úr-
an i 1. húsi. Hætt er við undangrefti
og leynilegum áróðri meðal almenn-
ings. ■— Satúrn ræður 5. húsi. Slæm
afstaða fyrir leikhús og leiklistar-
störf og tafir gætu átt sér stað í
lramkvæmdum i þeim greinum. —
Venus i 9. lnisi. Utanlandssiglingar
ættu að gefa góðan arð og viðskipti
góð.
Tokyó. — Sólmyrkvinn er í 6.
húsi. Verkamenn og málefni þeirra
munu mjög á dagskrá og vcitt at-
hygli. ■— Ættu áhrif þessi að vera
að ýmsu leyti góð og vinnandi lýð
hagstæð. — Satúrn í 2. húsi. Þetta
er slæm afstaða til fjárhagsmála,
tekjur minnka og verðbréfa- og pen-
ingaverslun dregst saman. Neptún
hefir mjög óábyggileg áhrif á með-
ferð þessara mála. — Mars i 3. húsi.
Hefir slæm álirif á flutninga, sér-
staklega járnbrautarstarfsemi og
rekstur þeirra, og eldur gæti komið
upp í flutningatæki og valdið tjóni.
Óánægja meðal járnbrautarstarfs-
manna. Úran í 11. húsi. Slæm á-
hrif á gang þingmála og meðferð
þeirra og óþægileg atvik gætu átt
sér stað gagnvart stjórninni og að-
stæðum hennar.
Washinyton. — Sólmyrkvinn er i
2. liúsi. Fjárhagsmálin eru mjög á
dagskrá og veitt mikil athygli. Ættu
þau að vera undir sæmilegum áhrif-
um og tekjur aukast. —. Venus í 1.
húsi. Bendir á friðsælt tímabil meðal
almennings og framtak i þágu kven-
þjóðarinnar. Satúrn og Neptún i 9.
húsi. Tafir og örðugleikar i utan-
landssiglingum, slys, dauðdagar og
verkföll. Ágreiningur milli trúar-
legra leiðtoga. Mars í 10. liúsi.
Stjórnin á i örðugleikum ýmsum og
gæti átt við verulega styrjaldarhættu
að etja. — Júpíter í 3. húsi. Hefir
slæmar afstöður og er því hætt við
auknum kostnaði við flutningakerf-
ið og kemur það frá auknum kröf-
um verkamanna í ýmsum greinum.
— Úran í 6. húsi. Slæm afstaða fyr-
ir verkamenn og þjóna, undirróður
og æsingar geta átt sér stað.
ÍSLAND.
12. hns. —■ Nýja tunglið er í húsi
þessu. — Betrunarhús og vinnuhæli,
sjúlu-ahús og góðgerðastarfsemi veitt
yfirgnæfandi athygli og lagfæring-
ar gætu át sér stað i þessum grein-
um.
1. hús. — Júpiter i húsi þessu.
— Hefir slæmar afstöður sem benda
á örðugleika vegna viðskipta við
önnur ríki og er afstaða þessi veru-
lega sterk og áberandi, einnig örðug-
leikar nokkrir í sambandi við leik-
hús og skemmtanalíf og því líka
starfsemi.
2. hús. — Merluir ræður húsi
þessu. — Fjárhagsmálin, bankastarf-
semi og aðstaða þess opinbera und-
ir breýtilegum áhrifum og lagfær-
ingar gætu ef til vill átt sér stað og
umræður um slik mál í aðsigi.
3. hús. — Merkúr ræður hýsi
þessu. — Samgöngur og fréttaflutn-
ingur undir breytilegum áhrifum og
umræður gætu átt sér stað um bók-
menntir og barnafræðslu.
4. hús. — Tungl ræður húsi
þessu. — Æ tti að vera sæmileg af-
staða fyrir bændur, en mun ef til
vill benda á breytilegt veðurfar.
5. hús. Úran er i húsi þessu. •—
Sprenging gæti átt sér stað í leik-
húsi eða skemmtistað. Óvænt atvik
gætu komið til greina i þeim grein-
um.
6. hús. — Plútó er í húsi þessu.
Misgerðir gætu komið i Ijós í sam-
bandi við málefnameðferð verka-
manna sem nú eru hulin almenn-
ingi og hjartasjúkleikar áberandi.
7. hús. — Satúrn í húsi þessu. —
Þetta er mjög örðug afstaða íil utan-
rikisviðskipta og mála. Langvarandi
tafir og örðugleikar koma í Ijós i
meðferð utanrikismála.
8. hús. — Júpiter ræður húsi
þessu. — Bendir á dánardægur
kunns fjármálamanns eða banka-
stióra.
9. hús. — Júpíter ræður húsi
þessu. — Bendir á ágreining i trúar-
legum málefnum og mjög aukin út-
gjöld i utanlandsviðskiptum og op-
inberum rekstri.
10. hús. — Satúrn ræður Iiúsi
Þessu. — Stjórnin á í miklum örð-
ugleikum og tafir og takmarkanir
verða mjög á vegi hennar og koma
áhrif þessi úr ýmsum áttum: Frá al-
mcnningi og afstöðu hans, frá
— Öll undanbrögð eru gild.
.... má ég trufla skipstjórann
rétt sem snöggvast.
— Hvers vegna eruð þér á miðri
c.kbrautinni. Gangstéttin er þarnal
—• Fyrirgefið þér — en ég er á
reiðhjóli.
— Þú þarft ekki að flýta þér
mín vegna.
skemmtanalífi og skemmtanastarf-
semi og óvæntar misgerðir birtast
frá utanríkisviðfangsefnum.
11. hús. — Satúrn ræður húsi
þcssu. — Tafir á framkvæmd þing-
mála og ákvæðum þingsins. Stjórn-
in má hafa gætur á sér, ef vel á að
fara.
Ritað 24. febr. 1952.