Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1952, Blaðsíða 12

Fálkinn - 07.03.1952, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN ANTHONY MORTON: 6. Leikið á lögregluna \ Npennandi framhaldssagfa nm gflæpi og: ástir en hann skyldi svei mér vara sig betur fram- vegis. Svo minntist hann ekki meira á mót- lætið, en spurði Mannering hvort hann hefði verið heppinn í veðreiðaveðmálum undanfarið. — Eg var á Tanamount í gær, sagði Mann- ering. — Eg tvöfaldaði á Portiu. En eigin- lega kom ég til þess að tala við yður um gim- steinana, lávarður. Fyrir þrjátíu árum hafði þáverandi Hugo Fauntley verið skrifari hjá veðreiðamangara í Greenwich, en veltan hjá honum fór aldrei fram úr hundrað pundum. Með einstakri at- orku og framtaki hafði hann mjakast upp á við i kaupsýsluheiminum, en hann hafði ekki gleymt æskuárunum og gat ekki skilið hvernig Mannering gat látið sér standa á sama um hvort hann tapaði eða vann. Það var þetta, sem hann dáðist mest af honum fyrir og þreyttist aldrei á að minnast á það. — Þekk- ið þér Mannering? hafði hann fyrir sið að spyrja kunningja sína. — Þér ættuð að kynn- ast honum. Komið þér á grímudansleikinn hennar dóttur minnar í næstu viku. Hann Mannering verður þar. Og Mannering sagði oft við sjálfan sig, að betri auglýsingastjóra en Fauntley lávarð gæti hann ekki hugsað sér. — Gimsteina? spurði lávarðurinn. Mannering kinkaði kolli og bauð honum sigarettu. — Já, ég hefi heyrt að Lubitz-demantarnir verði boðnir til sölu eftir eina eða tvær vikur. — Lúbitz-demantarnir? Augun ljómuðu í lávarðinum. — Heyrið þér, Mannering. Það væri einstakt að Lubitz-demantarnir og Gab- riennesteinarnir væru á sömu hendi! Eruð þér viss um þetta? — Svo viss að ég hefi afráðið að kaupa þá, sagði Mannering. Það var auðséð að lávarðinum þótti miður. — Já, auðvitað, sagði hann. — Eg gleymdi alveg að þér eruð safnari sjálfur. Jæja, en ef þér náið í Lubitz-demantana þá eruð þér hepp- inn, það verð ég að segja. — En, sagði Mannering og dró seiminn, — mig langar meira að eignast Gembolt-safir- ana, og mér datt í hug .... Hann þagnaði þegar hann sá svip lávarð- arins. Fauntley vissi að Gembolt-safírarnir voru til sölu á uppboði, sem átti að halda hjá Garton daginn eftir. Hann var kaupandi að þeim og hafði þóttst viss um að ná í þessa steina — fannst eins og hann væri með þá í vasanum. Hann taldi að hann mundi geta náð í þá fyrir fimm eða sex þúsund, en ef fleiri yrðu um boðið var öðru máli að gegna. — Mér datt í hug, hélt Mannering áfram, — að ef þér vilduð láta vera að bjóða í Gem- bolt-safírana, þá skyldi ég aftur á móti út- vega yður Lubitz-demantana. — Eruð þér fáanlegur til þess? Það er á- gætt, Mannering, ágætt! Eg skal ekki hugsa um Gembolt-safírana. Þér skuluð fá þá. Mannering tók hatt sinn og hanska af skrif- borði lávarðsins og tók brosandi í höndina á honum. Ef lávarðinn hefði grunað hvað fólst bak við þetta bros, hefði hann tæplega verið eins alúðlegur og hann var. Jimmy Randall hélt sig mest í Somerset, og þegar hann kom til London við og við, var erindið venjulega að tala við Tobby Plender. Og í þetta skipti var það John Mannering, sem þeir töluðu um, en andinn í samtalinu var ekki eins mæddur og venjulega. Þetta var að morgni dags þann 9. júlí, sama daginn sem grímudansleikur Fauntley lávarðar átti að verða í Five Arts Hall í Kensington. — Hann hlýtur að hafa verið heppinn upp á síðkastið og nú eltir hann heppnina í blindni, sagði Plender. — Það er ekki eingöngu í veð- reiðunum, sem hann er heppinn. Hann kvað hafa grætt talsvert í spilum, í Denverklúbbn- um og ýmsum einkaklúbbum. Og svo kvað hann líka vera farinn að braska með hlutabréf og hafa grætt á Klobber-demantabréfunum. — Hann getur með öðrum orðum hafa auk- ið þessi fimm þúsund sín upp í fimmtíu, og þá ætti hann ekki að vera í hættu, sagði Randall. — Það er ekki ómögulegt, sagði Plender og hló. — Ef þú þarft lán, Jimmy, þá reynum við John Mannering. — Við skulum fá okkur glas og skála fyrir honum, sagði Randall. — Eg hugsa að ef Maríu Overndon byðist hann núna mundi hún ekki hugsa sig um tvisvar. Einn af þeim fyrstu sem þeir hittu er þeir komu í Carltonklúbbinn var John Mannei’ing. Hann kom til þeirra, í besta skapi að vanda og bauð þeim að borðinu til sín. Og brátt voru allir í besta skapi. Um þessar mundir var Mannering talinn mjög ríkur maður. Inneign hans í ákveðnum banka var að vísu ekki mikil, en allir vissu að hann skipti við marga banka. Enginn sér- stakur miðlari hafði stórfeld viðskipti með höndum fyrir hann, en hann verslaði við marga miðlara. Sama var að segja um gim- steinakaup hans, hann verslaði við ýmsa, þar á meðal Fauntley lávarð, sagði fólk. 1 raun réttri var eign Mannerings aðeins eitt þúsund og fimmtíu pund. Aðrar eignir átti hann ekki, aðrar en vonina um að Lorna Fauntley mundi taka honum ef hann bæði hennar. Enginn vissi eða dreymdi um, að bráðum mundi Baróninn koma fram á sjónarsviðið. Og enn síður renndi nokkurn grun í, að Barón- inn var enginn annar en John Mannering. VI. FYRSTA BRÁÐIN. William Bristow sakamálafulltrúi, útlima- stór maður í meðallagi hár, á besta aldri. — Hann hafði gengt starfinu í tuttugu og fimm ár, að undanteknum fjórum árum, sem hann var í Flandern, og var farinn að hærast. Gráu hárin yfir gagnaugunum ollu því að hann sýndist eldri en hann var. En hann var tein- réttur í bakið og handleggjavöðvarnir stinnir eins og stál, og það var glettni í augunum á honum. Bristow var talsverður heimspeking- ur, ekkert gat raskað ró hans. Ihyglin var besta einkenni hans og hennar vegna var hann alltaf fenginn til þess að eiga við erfið- ustu og flóknustu viðfangsefnin. Nú var það eiginlega ekki flókið, þetta við- fangsefni, sem hann var að eiga við í dag, fyrri hluta dags í ágúst 1936. En hann var ergilegur yfir þvi, vegna þess að hann hafði engan frið fyrir ekkjugreifafrúnni af Kenton. Einu sinni á hverjum klukkutíma, að undan- skildum þessum átta tímum sem hún mun hafa sofið, hafði hún símað til Scotland Yard og spurt eftir smargaðanálinni sinni, sem var talin sjö hundruð og fimmtíu sterlingspunda virði. Hún skyldi hætta að masa ef lögreglan gæti haft upp á nálinni í dag, sagði hún. Og þess vegna var Bristow nú á leiðinni niður í Mile End Road í Limehouse. Þessi þjófnaður hafði verið sniðuglega framinn. Greifafrúin hafði haldið dansleik fyr- ir dóttur sína, sem var komin á giftingar- aldur, en í miðjum dansi slokknaði ljósið. — Þegar kveikt var aftur saknaði greifafrúin smaragðanálarinnar sinnar. Hún haf ði hrópað upp og allt samkvæmið komst í uppnám. Stigi hafði verið reistur upp að glugga í íbúð greifafrúarinnar á Portland Square 7. Þetta benti á innbrot. Þjónn sem hafði staðið nálægt aðalstraumrofanum fyrir íbúðina, hafði verið sleginn í rot. En við yfirheyrsluna sem fram fór yfir öllu heimafólki og gestun- um, kom það á daginn, að enginn kannaðist við að hafa kveikt á ljósunum aftur. Þjófur- inn hlaut því að hafa gert það sjálfur. Og það sýndi að hann var maður, sem hafði sterkar taugar. Nú voru þrír dagar liðnir síðan þjófnaður- inn var framinn, en þá simaði Levy Schmidt, veðlánari í Mile End Road, og sagði að maður nokkur hefði reynt að veðsetja smargðanál hjá honum þá um morguninn. Veðlánastofa Levy Schmidts var eins og venjulega gerist um þess háttar stofnanir í þeim borgarhluta. — Bristow kom inn í skuggalega daunilla kompu, fulla af hálfslitnum fatnaði, klukkum, mál- verkum og öðru slíku, sem fólk getur verið án þegar á liggur. — Ó, mister Bristow, þér verðið að afsaka. Hvers vegna komið þér ekki inn í stofuna mína, mister Bristow. Þessa leið, gerið þér svo vel. Og varið þér yður á þrepinu þarna, mister Bristow .... Gamli Gyðiingurinn gráskeggjaði baðaði út öllum öngum til að vera sem kurteisastur, og benti honum inn í stofuna. — Þrjú þrep niður, farið þér varlega, fyrir alla muni. Mister Bristow, viljið þér ekki fá yður sæti. Svo að þér komið þá sjálfur . . ? — Jú, þetta er allt í lagi, Levy, sagði Bris- tow. — Komið þér nú með þessa Kenton-nál! — Ja, afsakið þér herra fulltrúi, það er nú einmitt það, sem við þurfum áð tala um. Gyðingurinn brokkaði að peningaskápnum í horninu á stofunni. — Hann vildi fá tíu pund fyrir hana, en ég hafði ekki svo mikið í pen- ingum, og sagði honum að hann yrði að koma aftur seinna, þegar meira væri komið í kass- ann hjá mér. Eg sagði honum að hann skyldi koma eftir svo sem tvo tíma, sagði Gyðingur- inn. Maðurinn 'hafði fengið þrjú pund strax og skilið nálina eftir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.