Fálkinn - 07.03.1952, Page 13
FÁLKINN
13
Gyðingurinn stóð og hélt á nálinni í hend-
inni. Það glóði á grænu steinana, svo að lík-
ast var og bjartara yrði í stofunni. Bristow
tók við gripnum, vafði pappír utan um hann
og stakk honum í vasann.
— Það var nú það, sagði hann. — Jæja,
hvers konar maður var þetta? Þekktuð þér
hann?
— Eg hefi aldrei séð hann áður.
— Hvernig leit hann út?
— Það var fremur slæm birta hérna í búð-
inni, herra fulltrúi. En hann var hár, dökk-
hærður og fjörlegur. Og hann gekk með
frakkakragann uppbrettann.
— Var hann þá í frakka en ekki jakkanum
einum?
— Nei, í frakka. Og það á þessum tíma árs.
Það er dálítið óvenjulegt, finnst yður það
ekki?
— Hvers vegna símuðuð þér ekki áður
en maðurinn fór frá yður? spurði Bristow.
— Mein Gott! sagði Levy og yppti öxlum.
— Hvað getur gamall maður eins og ég gert?
• Reyna að ná í nálina, hugsaði ég með mér, —
það er fyrir mestu. Og svo símaði ég strax til
yðar.
Það var ómögulegt að sjá eða heyra á Levy
að hann vissi meira en hann hafði sagt. Hann
hafði ekki getað gefið nákvæma lýsingu á
manninum. En hann hafði heldur ekki neitt
sérstakt dálæti á lögreglunni. Hins vegar
hefði hann getað selt sál sína fyrir dýrgripi
á borð við Kenton-næluna. Maðurinn með
næluna og hann höfðu skipst á nokkrum orð-
um, sem Bristow hefði viljað gefa mikið fyrir
að heyra.
— Eg er ekki að áfellast yður fyrir þetta,
sagði Bristow. Hann vissi að hann varð að fara
vel að Levy, ef hann átti að hafa nokkurn
möguleika á að toga eitthvað út úr honum. —
Hvers konar málróm hafði maðurinn?
— Það var alls ekki viðfeldin rödd, eiginlega
hörð, sagði Gyðingurinn.
Ekki var mikið á þessari upplýsingu að
byggja, en Bristow lét'sér detta í hug, að það
væri ekki Lundúnabúi, sem hér væri um að
ræða. Annars mundi Levy líklega hafa þekkt
hann. Og líklega var maðurinn fremur félítill.
Annars hefði hann víst ekki látið sér nægja
þessi þrjú pund, eftir að hann hafði farið fram
á tíu. Og vitanlega mundi hann ekki koma
aftur.
— Gaf hann yður nokkra kvittun?
— Já, það var rétt, herra fulltrúi, því
gleymdi ég. Augnablik!
Levy rölti fram í búðina, og Bristow 'heyrði
að hann dró út skúffu og tautaði eitthvað um
leið.
— Hérna er hún, sagði hann, er hann kom
inn í stofuna aftur. — Þetta er skrítið nafn,
herra fulltrúi.
Bristow tók við miðanum og leit á undir-
skriftina. Hann renndi ekki grun í hve oft
hann ætti eftir að sjá þessa undirskrift á næst-
unni. Nafnið var teiknað með upphafsstöfum.
— Hm .... T. Baron. Hvað finnst yður
skrítið við það?
— Finnst yður það ekki? T. Baron.........
Augnablik, herra fulltrúi.
Dyrabjallan hringdi og Gyðingurinn fór
fram til þess að taka á móti gestinum. Bristow
gat ekki heyrt hvað þeir töluðu saman frammi.
Gyðingurinn hvíslaði en gesturinn talaði
harkalega, það var svo að heyra sem þeim
kæmi ekki saman um eitthvað, og Bristow
beið og var þolinmóður. Svo heyrðist gestur-
inn segja.
— Nei, það getið þér ekki! Þér verðið kyrr
hérna!
Bristow færði sig nær dyrunum og þuklaði
á handjárnunum, sem hann gekk með í vasan-
um. Gat það hugsast að maðurinn með næluna
væri kominn þarna aftur? Hann læddist upp
þrepin og þrýsti sér upp að snögunum með
fötunum, svo að hann sæist ekki framan úr
búðinni. Hann kom auga á manninn. Lýsing
Levys hafði verið stutt en laggóð. Þetta var
hár, dökkhærður maður, hattbarðið slútti nið-
ur yfir augun og frakkakraginn brettur svo
vel upp, að ekki var hægt að sjá niðurandlitið.
— Þér heyrið, hvíslaði Gyðingurinn, — að
— Haldið þér kjafti! hreytti hann út úr sér.
Og án þess að breyta róm hélt hann áfram:
— Bristow, komið þér hérna!
Nú varð svo hljótt í búðinni að heyrt hefði
mátt mús anda. Bristow fannst líkast og hann
hefði fengið hnefahögg fyrir brjóstið, hann
varð allt í einu máttlaus í hnjánum. Hann
heyrði að Gyðingurinn andaði stutt og títt, og
svo tifið í fjölda af klukkum.
— Levy, hélt maðurinn áf ram. — Nú er nóg
komið. Eruð þér trúaður?
Gyðingurinn tautaði eitthvað og Bristow
fannst allt í einu sem kaldan gust legði fram-
an úr búðinni. Það fór hrollur um hann.
— Ef Bristow kemur ekki undir eins þá
verðið þér að undirbúa yður undir langt ferða-
lag, sagði gesturinn.
Bristow steig eitt skref fram og stóð í dyr-
unum. Levy hnipraði sig skjálfandi upp að þil-
inu fyrir innan búðarborðið. Maðurinn fyrir
utan hélt á einhverju í hægri hendi og miðaði
þvá á Bristöw. Hann virtist ekki skipta sér
neitt af Gyðingnum.
— Þér bakið yður miklu þyngri refsingu en
ella með þessu, gat Bristow loksins sagt. —
Kastið þér skammbyssunni og . ...
Maðurinn lyfti skammbyssunni. Augnablik
lá við að lögreglufulltrúinn tapaði sér. En
þetta gerðist allt svo fljótt. Hann fann sætu-
blandna eter-lykt, og eins og í þoku sá hann að
Gyðingurinn riðaði og datt á gólfið og teygði
upp höndina um leið. Svo varð allt svart fyrir
augunum á honum.
Maðurinn með skammbyssuna leitaði í
snatri í vösum lögreglufulltrúans, náði í Ken-
ton-næluna og hljóp út. Og augnabliki síðar
var hann orðinn John Mannering.
Nokkru síðar fékk Bristow að heyra það hjá
stallbróður sínum að Bristow og Gyðingurinn
mundu líkalega hafa legið þarna tímunum
saman í öngviti ef ekki hefði viljað svo til að
gömul kona kom inn í búðina til að veðsetja
stígvél. Hún hljóp út á götuna og hrópaði .Lög-
regluþjónn kom svo og náði í lækni. Og eftir
dálítla stund voru þeir meðvitundarlausu bún-
ir að ná sér aftur. Þetta var ekki alvarleg eitr-
un.
— Baron, tautaði Bristow þar sem hann sat
á ný á skrifstofunni sinni. — Það nafn skal
ég muna meðan ég lifi. Funduð þér nokkuð,
Þanki?
Jakob Tring, undirlögreglumaður, sem gekk
undir nafninu Þanki, vegna þess hve vel hann
ihugaði allt sem hann gerði, leit áhyggjufullur
framan í fölt andlitið á yfirmanni sínum.
— Ekki nokkra vitund.
— Æ, hvert í sjóðandi! En dálítið vitum við
þó. Sendið þér lýsingu af þessum T. Baron á
allar lögreglustöðvar. Og rannsakið hvort
nokkur fingraför voru á kvittuninni, sem hann
skildi eftir.
— Hann skildi ekki eftir neina kvittun.
Hann fór með hana með sér, sagði Þanki.
Bristow rak upp tröllahlátur og Þanki stóð
og góndi út um gluggann. Hann gat ekki skilið
hvað hinum fannst hlægilegt.
— Levy sagði að þér hefðuð verið með næl-
una í vasanum og við höfum leitað að fingra-
förum þar. En árangurslaust.
Bristow rumdi. — Næsta skipti sem þið
leitið í vösum mínum ætla ég að biðja ykkur
að biða með það þangað til ég vakna. Hefir
greifafrúin af Kenton símað í dag?
— Tvívegis.
— Á hvað eruð þér að góna, maður? Reyn-
ið þér nú að senda þessa lýsingu af stað.
Þanki fór út og Bristow sat hugsi um stund,
en fór svo til Lynch yfirmanns síns og gaf hon-
um munnlega skýrslu. Lynch rak upp skelli-
hlátur.
— Skrambi voruð þér óheppinn, Bristow,
sagði hann. — En hvers vegna haldið þér að
maðurinn hafi leikið þennan leik?
— Ja, bara að maður vissi það.
— Hvað sögðuð þér að hann hefði kallað
sig?
— Baron. T. Baron. Og svo gaf Bristow lýs-
ingu á manninum.
— Þetta er mjög einkennilegt, sagði Lynch.
— En mér dettur nokkuð í hug. Gengur nokk-
uð að yður?