Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1952, Blaðsíða 4

Fálkinn - 04.04.1952, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Rannsóknir á tvíburum f Birmingham-háskóla hefir hópur vísindamanna starfað að rannsókn tvíbura síðustu þrjú árin, með aSstoð fimmtán hundruS tvíburasystkina víSs vegar aS, til þess aS komast aS hvort ýmsir sjúkdómar gangi í ættir. En fyrst og fremst hafa þeir orSiS aS rannsaka allt sem snertir tvíbura sér- staklega og hafa þegar komist aS niS- urstöSum, sem ekki voru kunnar áSur. Til dæmis: Ef barnshafandi kona innan viS þrítugt fæðir tvíbura, svein og mey, getur hún oftast gengið að því vísu að strákurinn fæðist fyrr. En þessi regla gildir ekki ef móðir- in er komin yfir þrítugt. Þá fæðist tctpan alveg eins oft á undan. Það er lika staðreynd að þegar tvíburarnir eru báðir strákar eða báðir stelpur, gengur fæðingin fljótar, en þegar sitt barnið er af hvoru kyni. Þegar svo er, líða oft margir klukkutimar, stundum dagar, milli fyrra barnsins og þess síðara. Frétt frá Louisiana hermdi fyrir nokkru að kona þar eignaðist barn þrjá daga í röð. ÞriSjudag fæddist strákur, miðvikudag stelpa og fimmtu- dag önnur stelpa til. Arfgengi. — En hvað koma tviburar arfgenginu við? Öll sú rannsókn byggist á einni einfaldri staðreynd: Tvenns konar tvíburar eru til. Eineggja tviburar verða tilá þann hátt, að eitt frjóvgað egg skiptist í tvennt skönnnu eftir að það fer aS þroskast. Þannig verða tvö börn úr einu eggi. Þau eru alltaf af sama kyni, oftast nær mjög lik, og það sem meira er: þau hafa alveg sama arfgengi. Þau eru eigi aðeins hérumbil alveg eins á hæð og líkamsvöxt, sama augna- lit, sömu eyrnalögun — jafnvel fingra- förin eru svipuð. Og andlegt atgerfi beggja er. mjög svipað. ÞaS getur kom- ið fyrir að eineggja tviburar hafa svar að fyrirspurnaeyðublöðum alveg eins. Og þau hafa erft sömu eiginleika að þvi er snertir sjúkdóma og heilsu, svo að ævi þeirra verður oft mjög svipuð. Ef annar tvíburinn fær ákveðinn arfgengan sjúkdóm þá er það jafn ör- ugt að hinn fær hann líka, og að báðir hafa sama augnalit. En ekkert af þessu gildir um hina tviburategundina, þá sem kallaðir eru tvieggja. — Þeir eru vaxnir upp af tveimur eggjum, sem hafa frjóvgast samtímis. Tvíeggja tvíburar geta verið hvor af sínu kyni og eru venju- lega ekki líkari en systkin yfirleitt eru. Og arfgengi þeirra er ekki eins. Setjum nú svo að tveir eineggja tvíburar fengju magasár, en aðeins annar af tvíeggja tviburunum. — Þetta væri bending um, að magasár gangi í ættir. Hugsum okkum ennfremur að 50 af 200 eineggja tvíburasystkinum fengi magasár, en aðeins einir- tvíburar af 100 tveggja eggja. Þetta væru mjög sterk rök fyrir því að magasárið gengi í ættir. Nú kemur vitanlega ýmislegt annað til greina, léleg fæða, mildar reyking- ar eða áfengisnotkun, geðshræringar o. s. frv. ÞaS má ekki ganga fram hjá því, að eineggja tvíburar, sem alast upp við sömu kjör og hafa sömu venj- Ganga völd STALINS i erföir? ur, gætu báðir tveir hafa fengið maga- sárið af þessari ástæðu. Umhverfið. — Þess vegna verður að gera samanburð við tvíeggja tví- bura. Þeir alast Hka upp i sama um- hverfi og við sömu kjör. Ef aðeins annar þeirra fær magasár en alltaf báðir tvíburarnir af hinni tegundinni, þá bendir þetta til j>ess að þá sé ann að en umhverfið, sem veldur magasár- inu. Hér kemur að merkilegri spurningu í rannsóknunum. ViS þurfum að ganga úr skugga um hvaða sjúkdómar það eru, sem fyrst og fremst eru um- hverfinu að kenna. Ef t. d. eineggja tvíburi fær sjúk- dóm, sem hinn tviburinn sleppur við, má telja að þetta sé ekki erfS heldur umhverfinu að kenna. HvaSa konur eru Hklegastar til þess að eignast tvíbura? ESa þribura, fjór- bura eða fimmbura? Konur á aldrinum 35—39 ára, sem hafa eignast ótta börn áSur, eru lik- legastar, næst konur á sama aldri, sem hafa átt sjö, o. s. frv. Þegar konan er orðin yfir 39 ára, minnka horfurnar á þvi að hún eignist fleirbura. Þessi niðurstaða liefir feng- ist með því að rannsaka ætterni 3000 tvibura á aldrinum tveggja mánaða til 83 ára. Það hefir komið í ljós að tilhneig- ingin til fleirburaeignar er eingöngu móðurinnar megin. FaSirinn virðist engu valda um þetta. Ef konan þin er tvíeggja tvíburi, er ekkert ósennilegt að hún eignist tvíeggja tvíbura. En þó að faðirin sé tvíeggja tvíburi þá er ekkert líkiegra að liann eignist sams konar tvíbura en liver annar. Hins vegar getur ]>essi arfur komið fram hjá dóttur mannsins. Hún er Hk- leg til þess að eignast tvibura eins og lnin föðuramma liennar. En eineggja tvíburafæðinaar eru alls ekki arfgengar, hvorki frá föður eða móður. Fólk spyr stundum hve oft tvibura-, þríbura og fjórburafæðingar komi fyrir. Samkvæmt reglu, sem allir lif- fræðingar þekkja (Hellins lögmálið) eiga einir tviburar að fæðast á mót hverjum 87 einburum, einir þriburar fyrir hverja 87 tvíbura, og fjórburar fyrir hverja 87 þribura. Rannsókn hefir farið fram á þessu og sýnir að ávalit er hlutfallslega fleira af tví- burum en þriburum. $Hæðuna til einseggja tvíbura telja sumir þá, að eggið hætti að þroskast skömmu eftir frjóvgunina. Eftir stutta stund skiptist það í tvennt og síðan fer hver helmingur að þroskast á ný, og börnin verða tvö í staðinn fyrir eitt. Stundum kemur þessi stöðvun í þró- uninni ekki fyrr en seint — of seint til þess að tvíburarnir geti fullþrosk- ast sem sjálfstæðir einstaklingar. Þá verða samvaxnir tviburar úr egginu. Sama gerist við þríbura- eða yfir- leitt við fleirburafæðingar. ÞaS er möguleiki á að sex börn verði til úr einu eggi. Eg þekki ekki áreiðanlegar skýrslur um fleiri. Stundum fréttist að sjö eða átta börn hafi fæðst sam- tímis, en oftast koma þær fréttir úr svo fjarlægum stöðum, að ekki er hægt aS ganga úr skugga um hvort þær séu sannar. Rannskónir hafa leitt í ljós að það er alveg rangt sem ýmsir halda, að stúlka sem fæðist tvíburi með svein- barni sé oft ófrjó. Þetta kemur fyrir lijá kúm en ekki fólki. Engin hefir getað gefið skýringu á því hvers vegna svo fáir tvíburar verða frægir menn. AS þvi er mér er Vasilij Stalin flngforingi tal- inn líklegastur til aö verða eftirmaöur fööur síns. T mörg ár hafa stjórnmálablaða- menn vesturveldanna verið að glíma við að svara spurningunni um hver verða muni eftirmaður Stalins og voldugasti maður í Rúss- landi þegar Josef Stalin fellur frá. Oftast nær hafa spárnar verið byggð- ar á því, hve mikil álirif viðkom- andi menn hafi i opinbcru lífi sovjet samveldisþjóðanna, eða hve mikið álit Stalin sjálfur hefði á þeim. Molotov og Malenkov hafa oft verið nefndir sem líklegir og enda marg- ir aðrir úr framkvæmdastjórn ráð- stjórnarríkjanna. En fyrir skömmu var farið aS tala um nýjan mögu- leika: að Vasilij Josefovitsj Djukaasj- vili-Stalin, flughershöfðingi og „hetja sovjetsamveldisins“ yrði eftirmað- ur föður síns. Á vesturlöndum hafa menn yfir- leitt lítið vitað um Vasilij Stalin. En nú hafa tveir flugforingjar, sem fyrir skömmu flýðu vestur fyrir járntjaldið gefið ýmsar upplýsing- ar um „hinn rauða zarsson", sem hann cr stundum kallaður í Rúss- landi. Þessir foringjar voru með Vasilij á flugskólanum í Sevastopol á sínum tíma. Vasilij er fæddur 1922 og er son- ur Stalins og annarrar konu hans Nadesjda Allineva, sem var ritari Stalins eftir októberbyltinguna. FaS- ir hennar var bolsjeviki, sem eitt sinn hafði bjargað lífi Stalins með þvi að leyna honum þegar lögregla kcisar- ans var að leita hann uppi. VASILIJ ólst upp innan múranna í Kreml og einu mcnnirnir sem liann umgekkst voru liðsforingjar í lif- verði föður hans og leynilögregl- unni (GPU). Helsta tilbreyting lians í bernsku var sú að liorfa á hinar glæsilegu liersýningar á RauSatorgi. Þar sá hann fólkið hylla „sinn elsk- aða leiðtoga“ — Stalin. Hann skildi fæst af því sem fram fór, en vissi að faðir hans var voldugur maður og að skylda hans var að gefa fyrirskip- anir, sem allir urðu að hlýða. Hinn 6. nóv. 1932 lifði Vasilij hræðilega nótt i Kreml. Moskva var skreytt þúsundum af flöggum, allt var búið undir að lialda hátið- legt Í5 ára afmæli byltingarinnar. En þessa nótt varð ógurlegur árekst- ur milli Stalins og konunnar lians. Nadesjda Allineva setti sig á rnóti þvi að hinni fyrirheitnu náðun stjórnmálafanga, sem frestað hafði verið einu sinni, yrði skotið á frest aftur. Við þetta tækifæri kvað kunnugt um hefir það ekki komið fyr- ir nema tvisvar til þrisvar sinnum. Þetta er gáfnafarinu alveg óviðkom- andi, því að enginn munur er á því og hjá einburum. Ef til vill HSa tvö til þrjú ár þangað til þessum rannsóknum er lokið, en tvímælalaust verða þær læknavísind- unum að miklu gagni. Ef takast á að fyrirbyggja eða lækna sjúkdóm, skiptir það afar miklu máli að þekkja öll atriðin, sem sjúkdómnum kunna að valda. Stalin hafa barið konu sína. Um morguninn fannst hún dauð á gólf- inu. Stalin var inni i sömu stofu og skammbyssa lá á gólfinu. Stalin vottaði að konan liefði framið sjálfs- morð. ENGINN veit með vissu livað gerð- ist i Kreml þessa nótt. Nema Vas- ilij, þvi að liann var viðstddur .... Eftir dauða móður sinnar var hann eins og vængbrotinn æður. Hann var fremur lélegur til náms i skól- anum og hafði ekki áhuga á neinu nema knattspyrnu. Þegar hann var 18 ára tók hann próf í Kremlskólanum „fyrir syni æðri starfsmanna“ og nú fór liann að fá áhuga ú flugi. FaSir hans sendi hann á flug- skólann í Sevastopol. Þar var farið með liann scm son síns volduga föður. Hann mataðist ekki i borS- salnum með hinuffi nemendunum; bjó i sérherbergi og hafði nokkra þjóna og hafði einkaflugvél til æf- inga. Lauk hann námi árið 1941. — Þá var Sovjetsamveldið komið i stríð við Þýskaland. Félagar Vasi- ilji frá Sevastopol tóku þátt i loftorr- ustnum yfir Moskva, en Vasilii ekki, og hafði hann þó verið gerð- ur að ofursta árið eftir að hann fór úr skólanum. Það var ekkert lcyndarmál að Vasilij lifði gleðilífi einmitt þegar verst horfði fyrir Rússum. En árið 1942 tók hann svo til starfa, því að Stalin mun ekki hafa viljað láta athafnaleysi sonar síns baka sér óvinsældir. Nú var farið að nefna nafn Vasilij í dagskipun og hann lilaut hæstu nafnbætur fyrir hreysti. En svo hvarf hann aftur úr opinberu lífi og var ekki nefndur fyrr en 1944, að hann er talinn „ágætur afreks- maður í hcrnaði“ í tilkynningu frá föður lians. Síðan fékk hann Suvor- ov-orðuna og var skipaður yfirmað- ur 1G. flugdeildarinnar. Hann sett- ist að við Dallgov-flugvöll og fékk þar hús með 30 herhergjum og bjó með Lelju, dóttur Timosjeskos marskálks. 1 mars 1940 var Vasilij skipaður „brigader-general“ og nú leyfði Stalin blöðunum i fyrsta sinn að birta mynd af Vasilij. Þar mátti sjá gamla sovjet-hershöfðingja standa bísperta með höndina upp að húf- unni til að sýna virðingu Vasilji Stalin, sem var aðeins 24 ára. Myndin vakti óánægju hjá fólki og skömmu síðar lækkaði Stalin son sinn í tigninni, líklega til að sýna lýðnum réttlætiskennd sína. Vasilij varS ofursti aftur. Ástæðan var talin sú að hann hefði barið flugmann með keyri. Þessi ráðstöfun Stalins bar til- ætlaðan árangur, og nú efaðist eng- inn um „hið fullkomna réttlæti“ valdhafans. En Vasilij var ekki lengi í ónáðinni. Skömniu síðar var hann skipaður hershöfðingi á ný og i dag er hann yfirmaður flugsetuliðsins i Moskva. Rússneskir flóltamenn segja margt af göllum Vasilij og viljaþrekleysi. En samt halda þeir margir, að liann sé líklegur til að taka við af föður sinum. Nafnið eitt er mikils virði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.