Fálkinn - 04.04.1952, Blaðsíða 7
FÁLKINN
7
„En hvers vegna bjóst hún viS
að fá þá? Hún hefir ekki haft þörf
fyrir meiri peninga. Hún á meira
en nóg af þeim.“
„Fólk, sem á peninga, er að jafn-
aði sólgnara í að eignast meiri pen-
inga en aðrir,“ sagði frú O’Malley.
„Ef ég -œtti nóg fyrir þörfum min-
um, þá væri ég ánægð, Mickey.“
Michael gekk tii móður sinnar og
tók utan um hana.
„Og ég er svo mikill bölvaður
amlóði!“ sagði hann. „Eg vinn varla
fyrir tóbakinu, sem ég nota. Eg vildi
óska, að ég hefði lært eitthvað rétt,
mamma, ög að ég hefði verið alinn
upp i þvi skyni að gera eitthvað
þarflegt.“
„Já, en þú færð þó alltaf ákveðna
peningaupphæð á ári frá henni
ömmu þinni, góði minn?“
„Jú, en það kvelur mig. Eg hefi
andstyggð á þvi að vera þannig upp
á aðra kominn. Eg vil standa á
eigin fótum. Stundum langar mig
til þess að hverfa frá þessu öllu og
fara til ókunnugs lands.“
„Nei, það er ég viss um að þú
meinar ekki i alvöru,“ sagði móðir
hans bliðlega. „Þú verður að vera
hér kyrr mín vegna. Þú veist að ég
mundi missa allt yndi og rótfestu
hér, ef þú færir. — En hvað er það,
sem þú vilt láta mig gera? Er það
eitthvað fyrir Hestcr Slayde? Hvað
er það, sem þú óttast, Micky?“
Þau leiddust um vinnustofuna.
Það var ilangt, rúmgott herbergi.
Michael trúði móður sinni fyrir þvi,
að liann væri sannfærður um, að
Elísabet Charlbury mundi aldrci
finna yndi í gamla húsinu við Kenn-
ington.
„Hún reynir að láta sem sér geðj-
ist að öllu eins og stendur,“ hélt hann
áfram, „og hún leikur það hlutverk
af hyggindum. En þess er ekki að
vænta, að svona ung, fjörug og lífs-
glöð stúlka sætti sig við að húa til
langfr’ama á svo dauflegum stað
með Hester Slayde. Hún er öðru
umhverfi vön. Eg skal segja þér,
hvað ég hefi hugsað mér. IJefir þú
mikið að gera um þessar mundir.
Eg hefi hugsað mér að fá Hester til
þess að biðja þig um að mála mynd
af Elísabet Charlbury. Hvað segir
þú um það? Og þú skalt heimta
góða horgun. Annars er það ekki
ómaksins vert að gera það. Eg vildi
nefnilega mjög gjarna, að hin unga
stúlka kæmi hingað endrum og eins
og þú kynntist henni. Þá átt þú lika
betra með að gefa Hester góðar ráð-
leggingar.“
„Eg vildi gjarnan mála Hester
sjálfa,“ sagði frú O’Malley. „Það
gæti orðið rcglulega falleg mynd.
En eins og þú vilt, Micky. Ætlar þú
þá að annast þetta, eða á ég að
skrifa Hester Slayde?“
„Það er best að ég sjái um þetta,“
sagði Michael. „Það verður að gera
það á mjög smekklegan hátt. Og þú
veist, að eg get verið einkar háttvís
þegar þvi er að skipta, mamma.“
„Þú ert alltaf svo tillögugóður og
indæll,“ sagði frú O’Malley og liall-
aði höfðinu að brjósti hans. Hann
kyssti enni hennar og hár. „Eg liefi
heldur ekkert ,að gera eins og stend-
ur, svo að ég vildi gjarna mála
þessa mynd núna.“
„Láttu mig annast þetta,“ sagði
Michael.
Svo kyssti hann hana aftur og
kvaddi litlu siðar.
VIII.
Það gekk greiðlega fyrir Michael
að fá samþykki Ilester til þess, að
Elísabet Charlbury sæti fyrir hjá
Marcellu Brodie — hún notaði gamla
eftirnafnið sein málaraheiti. Hester
varð meira að segja glöð við upp-
ástungu lians.
En þegar Michael bað hana að
semja um það við móður sína, roðn-
aði hún og varð vandræðaleg.
„Nei, Michael, viljið þér ekki gera
það fyrir mig? Og segið móður
yðar, að það skipti ekki máli hvað
málverkið kosti.“
„Já, en það er aðeins ein hlið
málsins," sagði Michael. Svo greip
hann tækifærið til þess að ræða
það, sem honum lá á hjarta. „Skilj-
ið þér hvað ég á-við? Eg held
nefnilega að þetta ætti að geta ver-
ið beggja hagur. Ungfrú Charlbury
liefir ekkert fyrir stafni, svo að það
væri gott fyrir hana að komast í
samband við móður mina, og ég held
að það yrði léttir fyrir yður, kæra
Hester, þvi að er liún ekki dálitið
erfið?“
Það vildi Hester ekki viðurkenna.
Hún hristi höfuðið.
„Það er ég, sem er erfið, Micha-
el,“ sagði luin. „En ég er viss um,
að þér getið ráðið best fram úr
þessu máli.“
„Jæja, þá ætla ég að fara þannig
að því: Eg ætla að segja ungfrú
Charlbury, að hún sé einmitt þess
konar fyrirmynd, sem mönnnu vanti.
Eg ætla að stinga upp á þvi að þær
byrji sem fyrst. Hvar er ungfrú
Charlbury annars?“
„Hún fór út. Hún ætlar að drekka
te með ungfrú Winscott, sem var
svo væn að koma á bílnum sinum.
Hún vildi líka fá mig með, en þér
vitið nú, hve erfitt er að fá mig til
þess að fara nokkuð út. Mér liður
best hérna. Eg er ekki hæf til þess
að sitja á gildaskálum og í sam-
kvæmissölum. Eg hefi annars hugs-
að mér að selja þetta gamla hús, og
það mun skapa mér ærið verkefni.
því að þær eru ekki svo fáar kist-
urnar og ekki svo fáir skáparnir,
sem taka þarf úr.
Michael kipptist dálitið við, er
hann hcyrði siðustu orð Hester, en
hann lét ekki á neinu bera og svar-
aði með gáska:
„Það er góð hugmynd, Hester!
Þér ættuð að flytja nær borginni.
Þegar þér hafið tckið að yður unga
og lífsglaða stúlku, þá getið þér ekki
haldið henni innilokaðri hér alla
tíð. Kennington var ágætur staður
fyrir Sophie frænku, en ég hugsa
að ungfrú Charlbury vildi gjarnan
komast nær borginni.“
„Hún hefir ekki minnst á það
við mig, Michael,“ sagði Hester all-
áköf. „Eg hefi aðeins tekið þessa
ákvörðun upp á eigin spýtur. Eg
hefi fengið góð tilboð i húsið. Það
eru nolckrir, sem vilja fá það fyrir
matsöluhús, enda er það sagt hent-
ugt til slíkrar starfsemi. Hér er svo
rúmgott og svo mörg stór herbergi.
Og svo,“ bætti Hester við jafnáköf
og áður, „yrði dálítið einmanalegt
fyrir okkur tvær að búa hér. Vilduð
þér ekki lijálpa mér, Micliael? Eg
vildi, að þér reynduð að finna stað,
sem væri heppilegt framtíðarheimili
fyrir ungfrú Charlbury og mig, því
að“ — augu Hesters fylltust af tár-
um og hún lagði liöndina á hand-
legg Michaels — „ég skal segja yð-
ur, livers vegna ég vildi gjarna gera
allt fyrir liana, sem ég get. Dag
VALENTINO-AÐDÁENDUR
Þó að 25 ár séu liðin síðan kvik-
myndateikarinn Valentino fór í
gröfina lifir minningin um hann
enn góðu lífi og hefir föst tök á
öllum þeim sem þekktu hann
persónulega og mörgum þeirra,
sem aðeins sáu hann í kvikmynd
nm. Meðal hinna mörgu aðdá-
enda hans er Parísarfrúin Je-
anne-Marguerite de Becqeville,
sem hefir kannað ævisögu Val-
entinos og heldur fyrirlestra
um hann. Hér sést hún ásamt
dóttur sinni vera að dást að
mynd af Valentino á kvikmynda
auglýsingu.
SPRENGIR HÚN BANKANN ?
Bankahaldarinn í Monte Carlo
óskar þess vitanlega ekki að
einhver spilarinn sprengi bank-
ann, en ef illt á að ske þá vill
hann helst að þessi stúlka geri
það, og hefir hann þegar farið
að kalla hana „Miss ungu stúlk-
una, sem við viljum að helst
éprengi bankann“. Hún er am-
erísk kvikmyndaleikkona og
heitir Clara Williams. Er hún
að leika í kvikmynd í Monte
Carlo, og venur komur sínar í
spilavitið og leggur mildð undir
og er heppin.
nokkurn fann ég leðuröskju fulla
af bréfum, og ég sá, að þau höfðu
að geyma ævisögu húsmóður minn-
ar.“
STJÖRNUHEIMSÓKN IIJÁ UNO
Oft koma frægar persónur í
heimsókn á fundi UNO í París
og er þá tekið miklu meira eftir
þeim á áheyrendapöllunum en
sjálfum höfuðpaurunum í saln-
um. Hérna hafa Ijósmyndar-
arnir uppgötvað hina frægu
frönsku stjörnu Simone Simon,
sem hefir komið á kvöldfund í
Chaillot-höllinm.
SÉRÞEKKING.
Flotamálasýning er um þessar
mundir haldin i París. Hér sést
franskur sjóliði vera að athuga
líkan af gömlu herskipi frá
seglski paöldinni.
Soldáninn í Marokko hefir ný-
lega haldið hátiðlegt 2h ára rík-
isstjórnarafmæli sitt. Hér situr
hann í hásætinu í höll sinni í
Casablanca, en elsti sonur hans
les upp heillaóskaskeytin, sem
hann hefir fengið.