Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1952, Qupperneq 9

Fálkinn - 04.04.1952, Qupperneq 9
FÁLKINN 9 Myndin er tekin í kennslustund i frönskum skóla í Indókina. Það er líklega af því að telpurnar hafa vitað að taka átti mynd af þeim, sem þær eru allar eins klœddar, En það eru strákarnir ekki. — Og Olsen sat og var súr á svipinn. Illjónisveitin lék nýtt lag, fólkið raulaði undir, og hvert parið eftir annað sveit út á dans- góffið. — Eigum við ekki að dansa? Það var Olsen sem spurði, hann var auðsjáanlega hálfgramur er hann leit til Ester. Hún hristi hara höfuðið án þess að svara. Hann liorfði á hana rannsak- andi og óánægður. — Hvað gekk eiginlega að lienni? Hún hafði verið svo undarleg síð- ustu dagana fannst honum. Tvær domur sátu við borð, nokkru innar. Þær sátu sín með hvort glasið og reyktu sígarettu. Þær brostu og kinkuðu kunn- uglega kolli til Olsens, þegar liann leit snöggvast til þeirra. Hann heilsaði og hrosti aftur og horfði til þeirra. — Hvað gengur eiginlega að þér? Olsen var myrstur. En þeg- ar Ester svaraði ekki var eins og lxann stirnaði í andlitinu. Hann stóð höstugt upp frá horð- inu og stefndi beint til dam- anna tveggja. Og að vörmu spori leið hann um gólfið með aðra þeirra í fanginu. Ester sat eftir við borðið. Það var likast og hún tæki ekki eftir að Olsen var farinn. Hún var að hugsa um Herhrand og heimilið þeirra norður í daln- um. Allt var svart núna, fannst henni. Var það Iiugsanlegt að liann vildi taka á inóti lienni ef hún færi aftur heim til lians? Að liún skyldi hafa fengið af sér að gera nokkuð jafn hræðilegt og þetta! Aldrei hafði hún skilið hvers virði Herbrand ur var henni, fyrr en núna. Henni lá við að örvílnast er liún hugsaði til þess live miklu hún Iiafði fórnað, er hún fór með Olsen. Hugsum okkur ef Herbrand- ur vildi elcki skilja hana og fyrirgefa henni, skilja að það var einveran og iðjuleysið sem hafði valdið því að hún hafði yfirgefið hann á jafn svívirði- legan hátt og raun bar vitni um. Hún skildi ekki sjálfa sig, er hún hugsaði til þess, sem hún hafði gert. Hún leit á klukkuna. Hún hrökk við. Enn var timi til að komast heim á gistihús- ið og ná í síðustu lestina norð- ur. Ester fékk allt í einu nóg að liugsa. Hún bæði grét og hló með sjálfri sér. Ennþá liafði liún von um að vinna Herbrand aftur ef hún fengi tækifæri til að segja honum allt. Og einskis skyldi ófreistað af rennar liálfu — það fullvissaði hún sjálfa sig um. Það var langt liðið á nótt þegar Ester stóð lieima við dyrn ar hjá sér eftir langa og stranga ferð. Sveitin var hljóð og köld. Máninn skein, og Ester fannst hún aldrei liafa séð neitt jafn fallegt. Allt var liljótt á hænum. Það var ekki svo mikið sem að ref- irnir ýlfruðu. Allir voru í fasta svefni. — Skyldu þau sofa, eða liggja vakandi og hugsa illt um mig, hugsaði Ester með sér. — Að ég skyldi ekki lieldur skrifa honum Herhrandi og hiðja hann fyrirgefningar, hugs aði hún með sér. En svo sá hún Ijós í svefnherberginu þeirra. Það lá við að hjartað hætti að slá. Herbrandur mundi áreið- anlega vera vakandi. Hún lædd- ist að glugganum og gægðist inn. Stóð þar milli vonar og ótta, með sára samvisku. Maðurinn hennar gekk um gólf og virtist svo hryggur. Átti hún að voga að drepa á rúðuna? Smánin og iðrunin komu henni til að skjálfa, eins og hún stæði nakin þarna í vetrarnóttinni. Hún drap létt á rúðuna. „Herbrandur!“ livíslaði hún Alda óendanlegrar gleði fór um hana alla. Augun fylltust af tárum. Hún grét af gleði þegar Herbrandur lyfti lienni inn um gluggann. — Eg vissi að þú mundir koma aftur, sagði hann glaður. — Og ég fer aldrei frá þér framar, livíslaði Ester. HREINLEGT REIÐHJÓL. Austurrískur flóttamaður í Ber- lín hefir búið þetta reiðhjól til handa konunni sinni, til þess að hún sleppi við að óhreikna sig þegar hún hjólar í misjafnri færð. Henni líkar bráðvel við ferðatækið, ekki síst af því að hún getur haft hundinn sinn með sér. NEGRAR Á SPÁNI. Fornminjarannsóknir í Sebadcll á Spáni hafa leitt í ijós, að áður en sögur hófust hafi svcrtingpar átt heima á Spáni. RANNSÓKNARFERÐ. í Dayton i Ameriku lcigði frú ein sér flugvél og tók með sér sterkan kíki og sveimaði lengi yfir flugvellin- um, sem maðurinn hennar starfaði við. Hún vildi komast að því hvað maðurinn hafði fyri rstafni eftir vinnutíma á kvöldin, og kunni ekki annað ráð bctra en þetta. Sagan liermir ekki hvað lnin uppgötvaði. EITURBYRLARINN BESNARD. Þann 20. nóvember hófust i Poit- tiérs í Frakklandi réttarhöld í mesta morðmáli, sem verið hefir á döf- inni í Frakklandi i áratugi. Það cr 58 ára gömul kona, sem stcndur fyrir réttinum, og hún heitir Marie Besnard. Ilún er sökuð um að hafa myrt tólf nána ættingja sina og vini, til þess að komast yfir eign- ir þeirra, og að hafa notað arsenik til að stytta þeim aldur. Tuttugu og tvö ár eru síðan fyrsta dularfulla morðið var framið. Segir i ákærunni að með morð- unum hafi hún komist yfir kring- um 10 milljón franka í peningum (nær 500.000 kr.), tvær hújarðir, rúmlega 50 hektara lands, þrjú gisti- hús og niu hús i bænum. Er hún sökuð um að hafa myrt tvo eigin- menn sína, eina frænku, eina tengda móður, éinn mág, eina mágkonu, föður sinn, móður sina, tvo frænd- ur og tvo nágranna sína. Hún cr einnig sökuð um skjala fals, gert i þeim tilgangi að auðga sig um 9.750 franka. í málinu hafa verið kölluð fyrir 140 vitni, af þeim eru 50 tilkvödd af verjandanum. Og 140 blaðamenn víðsvegar frá Frakkladi og úr öðr- um löndum eru viðstaddir réttar- höldin. — Frú Marie Besnard var handtekin 21. júli 1949, en við all- ar yfiheyrslur hefir hún þverneit- að sökun’um. En böndin hafa bor- ist svo að henni, að litlar liorfur eru á að liún sleppi. Líkin af öllum þeim, sem talið er að liún hafi myrt hafa verið grafin upp í kirkjugarð- inum i Poitiers og hefir fundist arsenik i þeim öllum. En Iiins vegar hefir fundist vottur af arseniki i jarðveginúm á þessum slóðum. Það mun verjandinn nota sér til að visa á bug ákærunum, og lialda þvi fram að arsenik hafi komist í líkin úr moldinni.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.