Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1952, Page 12

Fálkinn - 04.04.1952, Page 12
12 FÁLKINN ANTHONY MORTON: 10. Leikið á lögregluna Npennandi frainlialcls.sagfa um gflæpi ogr ástir — Nú? Hvað viljið þér? Atvinnu? urraði Grayson. — Eg kem frá Flick Leverson. Þér þekkið hann? spurði Mannering. Röddin var hrjúf og hás og eins og hann væri að ná sér eftir kvef. Grayson sat og pirði 'augunum á hann. Lík- lega var hann að reyna að koma sér niður á hvort hann hefði nokkurn tíma séð manninn áður. Úr því að hann kom frá Flick Leverson gatt ekki verið um nema eitt erindi að ræða. — Hvað vill Flick nú? spurði hann! — Æ, hann verður víst f jarverandi eitt eða tvö ár. Mannerink ók sér eins og honum væri órótt. — Heyrið þér herra Grayson, Lev- erson datt í hug að þér vilduð kannske gera ofurlitla verslun við mig. Þér skiljið? Grayson kinkaði kolli. — Hvað er um að ræða? — Er mér óhætt að treysta yður? — Það vitið þér sjálfsagt. Annars munduð þér ekki vera kominn hingað. Mannering dró smáböggul í silkipappír upp úr vasanum. Lagði hann á borðið fyrir fram- an Grayson, sem tók af honum umbúðirnar. Hann rak upp stór augu þegar hann sá hvað í bögglinum var. Það voru eyrnalokkar með perlum, sem fyrir hálfum mánuði höfðu dingl- að í eyrunum á lafði Dane Fullarth, stór demantur í platínuumgerð og hringur með safír, sem var eins stór og nöglin á litla fingr- inum á Grayson. — Hvar hafið þér náð í þetta? spurði hann. Mannering yppti öxlum. — Látið þér mig um það, meistari. Viljið þér kaupa þetta eða ekki. — Það er það sem ég vil vita. Grayson vóg djásnið í lofa sér. Hann mundi geta selt þetta fyrir tvö þúsund pund, kannske tvö þúsund og fimm hundruð. Þessi náungi, sem var þarna hjá honum, virtist vera tals- vert smeykur, og mundi hafa sára þörf á pen- ingum. — Eg get borgað tvö hundruð og fimmtíu, sagði hann. Mannering svaraði ekki. — Nú? — Heyrið þér, meistari, sagði Mannering og stóð upp og rétti fram höndina. — Ætli ég geti ekki fundið einhvern sem er fús til þess að taka við þessu sem gjöf. Grayson tók eftir að maðurinn var með hanska. Það mundi vera ástæða til þess. Og hann langaði ekkert til að missa af svona fal- legum gimsteinum. — Bíðið þér svolítið við, sagði hann. — Það er afar áhættusamt að versla með svona hluti, vitið þér. En ég skal nú samt borga yður f jög- ur hundruð. — Nei, ég vil heldur gefa þá, svaraði Mann- ering. — Fimmtán hundruð eða ekki neitt. — Eruð þér vitlaus, urraði Grayson. — Ekki svo vitlaus að ég viti ekki hvers virði þetta er. — Sjö hundruð og fimmtíu. Það er mitt síðasta boð. — Kannske. En ég ætla heldur að biða þar til Leverson kemur út aftur. Hann borgar með glöðu geði tvö þúsund pund. Mannering hafði tekið böggulinn til sín og Grayson sat þarna og gapti. Hann sá að hann hafði haldið þennan þjóf annan mann en hann var. — Við skulum segja tólf hundruð. Þér hittið aldrei neinn, sem býður yður svo mikið, og þér verðið að muna, að ég hefi alla áhættuna. Nú, hvað segið þér við því? Mannering virtist vera á báðum áttum. Svo rétti hann fram böggulinn aftur og kinkaði kolli. — I peningum — og smáum seðlum. — Þér skuluð fá þá peninga sem þér viljið. — Jæja, þá bíð ég á meðan. Þremur timum síðar lagði Mannering f jög- ur hundruð pund inn í City & Western Bank- útbúið í Leadenhall Street. Gjaldkerinn heils- aði hæversklega og í huganum dáðist hann að hve myndarlegur maður John Mannering var. Síðan fór Mannering í The National Bank og lagði þar inn álíka upphæð og loks hækkaði hann inneign sína í South-Eastern Piccadilly- útbúinu um þrjú hundruð pund. — Mér finnst ég eigi fyrir því að halda sið- ustu fimmtíu pundunum og nota þau sem vasa- peninga, hugsaði hann með sér á leiðinni á Ritz. — Grayson getur orðið mér að gagni í framtiðinni, en því minna sem ég sé til hans þvi betra. Svei! Svo spýtti hann út úr sér tuggugúmmiinu sem hann hafði haft uppi í sér til þess að verða holdugri í kinnunum. Meðan hann var inni hjá Grayson hafði hann líka haft gúmmí á tönnunum til þess að afmynda tanngarðinn, og verið með falskt yfirskegg, svo að Gray- son hlyti að vera glöggur maður ef hann gæti þekkt hann aftur núna. Klukkan var 16 þegar han kom aftur heim í ibúð sína í Elan Hotel. Hann opnaði dyrnar og átti sér einskis ills von, kveikti í sígarettu og leit kringum sig í stofunni. Og nú sá hann að þarna höfðu verið gestir á ferð. Innan skamms heyrði hann lágt hljóð innan úr baðklefanum, en hann lét það ekki á sig fá en hélt áfram að rannsaka stofuna. Skúffa í skrifborðinu hafði verið dregin út til hálfs og sófinn verið færður til. Á gólfdúknum lágu reikningar, sem legið höfðu í skrifborðsskúff- unni. Þarna hafði verið framið innbrot. Og undir eins datt honum Septimus Lee í hug. En hann æðraðist ekkert þó að hann sæi hver hætta gat verið á ferðum. Lee hafði vit- anlega sett hann í samband við Rosa-perlurn- ar og hann langaði mikið til þess að rannsaka skrifborðsskúffuna betur, því að þær voru með tvöföldum botni og þar hafði hann falið perlurnar. Hann stóðst samt freistinguna, vatt sér úr jakkanum og bretti upp skyrtuermarn- ar eins og hann ætlaði að fara að þvo sér um hendurnar. Svo gekk hann þungstígur að bað- klefadyrunum og hrinti upp hurðinni. Einhver rak upp hálfkæft vein og svo heyrðist einhver riða til upp að veggnum. Þá var hurðinn skellt til baka, en Mannering kom fætinum á milli og þrýsti henni upp aftur. Digur sláni stóð upp við þilið og hélt klút um nefið og var að reyna að stöðva blóðnasir. — Besta ráðið ti! þess að stöðva blóðnasir er að halda höfðinu aftur, sagði Mannering. Maðurinn sótbölvaði og sló hnefahögg og ætlaði að reyna að hitta hökuna á Mannering. En Mannering reyndist auðvelt að bera af sér höggið og barði manninn tvívegis svo að hann riðaði aftur yfir sig. — Eg skal kenna þér kurteisi, sagði hann. — Svona, nú er best að þú reynir að þvo fram- an úr þér! Hann tók steinbítstaki í svírann á honum og þrýsti andlitinu á honum ofan á þvottaskálina og skrúfaði frá krananum. Maðurinn másaði og stundi og vatnið í skálinni varð rautt. Mann ering þrýsti hausnum á manninum ofan í aft- ur, og nú stöðvaðist blóðið. — Jæja, nú getur þú þurrkað þér. Og gerðu það nú án þess að ég þurfi að dangla meira í Þig. Maðurinn gegndi án þess að malda í móinn. — Og svo skaltu segja mér hvað þú hefir viljað hingað! Maðurinn var líkur hnefakappa af gamla skólanum, hann var reiður enn þá, og það kom ekki annað en bölv og formælingar út úr honum. — Okkur getur ekki samið nema þér breytið um háttarlag, sagði Mannering. Hann átti bágt með að vera alvarlegur. Nefið á mannin- um hafði stokkbólgnað og svo fór að votta fyr- ir kúlu á enninu á honum, þar sem Mannering hafði hitt. — Eg segi ekkert, tautaði hann. — Ekki það? — Nei, og ég get bara .... Hann hætti í hálfu kafi þegar hann sá að Manering gekk að skrifborðinu, þangað sem síminn stóð. — Hvað ætlið þér að gera við mig? — Eg hefi hugsað mér að hringja til lög- reglunnar. — Það gerið þér ekki. Mannering stóð með höndina á talsmíman- um. Maðurinn var lafhræddur, hendurnar á honum skulfu, og hann sleikti þurrar varirn- ar. — Hvers vegna skyldi ég ekki gera það? — Húsbóndinn sagði .... — Nú, jú, — húsbóndinn. Svo að þér eruð þá ekki eiginn herra. Hver er húsbóndi yðar? — Sleppið þér símanum! — Eg spurði hver húsbóndi yðar væri? sagði Mannering. Hann tók símann og fékk svar: — Gefið þér mér .... — Nei, í guðs bænum, bað maðurinn. — Ekki lögregluna. Það var líkast og hann fyrst nú færi að verða hræddur um að Mannering mundi hringja. — Afsakið, ungfrú, sagði Mannering í sim- ann. — Vinur minn hefir breytt ákvörðun. — Þér vitið sjálfsagt hver húsbóndi minn er, sagði maðurinn. — Nei, þér haldið mig glöggari en ég er, maður minn. Hvernig ætti ég að vita það? Eg veit bara að ég hefi böggul með verðmætum steinum þarna í skrifborðinu, og að húsbóndi yðar hefir kannske haft í huga að ræna mig

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.