Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1952, Qupperneq 13

Fálkinn - 04.04.1952, Qupperneq 13
FÁLKINN 13 þeim. Það var gott að ég skyldi koma áður en þér laumuðust á burt með þá. — Steina? Ekki perlur? Það áttu að vera Rosa .... — Við nafn allra Gyðinga í Jerúsalem þá skal ég snúa svínið úr hálsliðnum! Svo að það er Lee sem hefir sent yður hingað! Hann heldur að ég hafi perlurnar sem var stolið frá honum í fyrrinótt. Hvar er Lee? — Heima, hugsa ég. En ég missi stöðuna ef þér minnist á að ég hafi perlurnar. — Finnst yður að ég hafi nokkra ástæðu til að hlífa yður við að ,Lee taki í lurginn á yður? spurði Mannering stuttur í spuna. Maðurinn svaraði engu. Hann var svo ræfils legur að hægt var að kenna í brjósti um hann. Mannering sat um stund, svo tók hann upp vindlingahylkið og bauð honum. Maðurinn var svo skjálfhentur að Mannering varð að hjálpa honum til að kveikja í. — Eg skal hlífa yður við Lee, sagði Mann- ering. — En þá ætlast ég til þess að þér segið mér alla söguna. Nú veit ég að þér komuð hingað til að stela, en ég veit ekki hverju þér hafið stolið. — En ég hefi ekki .... — Þér munið skilyrðið. Eg heimta að fá að vita allt. Maðurinn fékk tóbaksreykinn í hálsinn og hóstaði ákaft. Þegar hóstakastið var búið dró hann ofurlítinn böggul upp úr vasanum og rétti Mannering hann. Þetta voru tvær spari-. sjóðsbækur. Því hafði Mannering síst átt von á. — Jæja, sagði hann yður að sækja spari- sjóðsbækurnar mínar. — Já, ekkert annað. — Hafið þér litið í þær? — Nei, ég get svarið það. Eg hefi heldur ekki neitt vit á slíku. — Er það áreiðanlegt? — Já ...... — Þér hafið litið í þær, sé ég! Hugsið þér yður nú snöggvast um. Eg segi, að þér hafið fengið tíma til að líta í þær sem snöggvast, og þér sáuð að í annarri þeirra stóð tala með f jórum stöfum og í hinni tala með fjórum eða fimm stöfum. Meira sáuð þér ekki áður en ég kom að yður, skiljið þér mig? — Já ég .... — Þér segið Lee þetta. Eg skal bráðum ganga úr skugga um hvort þér hafið svikist um það eða ekki. Ef þér segið honum eitt- hvað annað þarf ég ekki annað en hvísla einu orði í eyrað á honum, og það er: „Rosa-perlurn ar.“ Þér skiljið þetta líka, er það ekki? — Jú, ég skil. — Það er gott. Og þá getið þér farið. Mig langar til að vera einn. Maðurinn læddist burt eins og sneyptur hundur og Mannering varð að viðurkenna með sjálfum sér að hann furðaði sig á slægð Lees. Gyðingurinn hafði ekki búist við að fá perlurn- ar aftur, en hann vildi komast að hvernig efnahagur Mannerings væri. Ennþá stóð Mannering með pálmann í hönd- unum að því er snerti viðskiptin við Lee, en honum var ljóst að þessi maður var hættu- legri en lögreglan. Það eina sem hann gat gert var að heimsækja Gyðinginn aftur. Hann varð að reyna að sannfæra hann um, að hann væri ekki við perluþjófnaðinn riðinn. Hann ætlaði ekki að segja að hnefakappin sem hinn hafði gert út hefði nefnt Rosa-perlurnar. Hon- um var nóg að segja, að hann hefði þekkt sendimanninn: bifreiðastjóra Lees. X. KALDHÆÐNI. Eg er fús til þess að biðja yður afsökunar, herra Mannering, sagði Septimus Lee. — Og ég er fús til þess að láta yður hafa sömu útreiðina og bölvaður bílstjórinn yðar fékk. Eg sá hann hérna fyrir utan, og nefið á honum er ekki beinlínis fallegt. — Ætlið þér að segja að yður gæti komið til hugar að leggja hendur á mann, sem er miklu eldri en þér, herra Mannering. Eg bið yður afsökunar, og ef þér hugsið yður vel um þá hlýtur yður að finnast það ofur eðlilegt að ég grunaði .... — Ekki nema því aðeins að þér væruð sjálf- ur .... Mannering þagnaði þegar hann sá glottið á vörum Gyðingsins. — Þér ætluðuð víst að segja þorpari, herra Mannering? Það er ljótt orð. En áhugi yðar fyrir Rosa-perlunum, sem þér sýnduð daginn áður en þeir hurfu, gætu gefið ástæðu til þess að láta sér detta ýmislegt í hug .... það er að segja, lögreglan, meina ég. Jæja, og vinum yðar enda líka. — Það kann að vera svo, sagði Mannering. Honum hafði tekist að látast vera æstur, og á mjög eðlilegan hátt. — En það er nú sama — þetta skal að minnsta kosti verða í fyrsta og síðasta skipti, sem ég á viðskipti við yður. — Það þykir mér afar leitt, svaraði Lee með tvíræðu brosi. Mannering þreif hattinn sinn og hanskana og strunsaði út án þess að kveðja. Hann þóttist viss um að sér hefði tekist að fá Lee til að halda að honum hefði skjátlast. Þá mundi af- leiðingin verða sá, að Gyðingurinn mundi ekki reyna að abbast upp á hann um sinn. En samt væri vissast að vara sig vel á þessum slæga skratta. Hann átti að hitta Lornu á Elan-gildaskál- anum klukkan 1, og hann hélt að hann hefði nægan tíma. En þegar hann kom inn úr vindu- dyrunum á veitingahúsinu var Lorna komin þar. — Kem ég of seint, eða ert þú kominn of snemma? spurði hún og tók í höndina á hon- um. — Við erum merkilega stundvís, bæði tvö — aldrei þessu vant. Eigum við að borða hérna, eða dettur þér annar staður í hug? — Við borðum hérna. Eg verð að vera kom- inn heim klukkan hálfþrjú, í síðasta lagi. Meðan hún var að rýna í matseðilinn sat hann og dáðist að grönnum, hvössum augna- brúnunum, fallega hörundinu og bogamynduð- um vörunum. Og enn tók hann eftir uppreisn- arhneigðinni í djúpum augum hennar. — Áttu alltaf jafn annríkt? spurði hann meðan þau biðu eftir matnum. — Nóg að gera, svaraði hún. — Og ég þykist enn eiga von á að ég fái að mála þig. — Og ég treysti ljósmyndaranum betur enn- þá. Hann leit kringum sig í salnum. Elan var um þessar mundir afar vinsæll staður. Þó að þetta væri stærsti gildaskálinn í London voru að- eins örfá borð laus. Meðal gestanna sá hann ýmsa úr ríkisstjórninni. — Að hverju ert þú að gá? — Mér varð litið á greifafrúna ásamt þrem- ur gestum við borð sem stóð skammt frá hljómsveitinni. — Það eru Ameríkanar með henni, bætti hún við. — Nýtt fólk? — Það er víst nýkomið til Englands. Og ég geri ráð fyrir að því hafi þegar verið boðið að hitta merkilegan mann, sem heitir John Mannering. Það líkast og skugga brygði fyrir á andliti hennar, en Mannering lést ekki taka eftir því. — Hvar? — Auðvitað á Langford Terrace. Eg geri ráð fyrir að hagur Fauntley-fólksins hafi hækkað mikið, síðan faðir minn innlimaði þig í gistivinahópinn. Lorna hló, en nú var svo greinilega beiskja í hlátrinum, að hann gat ekki varist að taka eftir þvi. — Lorna, sagði hann með hægð. — Hm! s— Finnst þér ekki að við ættum að tala um .... hjúskaparmál? Nú varð þögn um stund. Uppreisnin var horfin úr augum hennar og hiti kominn í þau í staðinn. En röddin var jafn róleg og áður er hún svaraði: — Góði, slepptu öllu tali um það. Það er ekkert vit í að tala um hjúskap við mig. Mannering horfði ígrundandi á hana. Hann fann að hann var gagntöfraður af henni, en gat ekki komið sér niður á hvers sinnis hún væri gagnvart honum. Hann kinkaði kolli og svo fóru þau að tala um annað. Morguninn eftir stóð Mannering í bað- klefanum og var að raka sig, þegar barið var létt á dyrnar að stofu hans fyrir framan. Hann opnaði hægt og hljóðlega. Hann beið með eftir

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.