Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1952, Blaðsíða 4

Fálkinn - 20.06.1952, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Hugvitsamur BandaríkjamaSur hefir gert þessa mynd af vœntanlegri mót- tökustöS á tunglinu, sem yröi tekin til notkunar þegar jaröbúar færu aö fljúga þangaö. llussel S. Bendix: Það er líf ]%/FARS liefir löngum verið sá hnött- ur í sólkerfi okkar, sem stjarn- fræðingarnir liafa talið líklegastan mannabústað. Fyrir mörgum árum þóttust þeir geta greint mannvirki á þessari stjörnu — skurði með svo beinni stefnu, að ólíklegt þótti að nátt- úran sjálf hefði gert þá. Og H. G. Wells skrifaði á sínum tima bók um Marsbúa. Síðustu áratugi er talað meira um líf á Venus en á Mars. Venus er sá linött- urinn, sem næstur er jörðinni — að undanteknu tunglinu, og aðstaðan að mörgu leyti góð til að rannsaka lífs- skilyrðin þar. Enda þykjast menn verða margs visari um Venus þessi árin, og ef allt reynist satt, sem vís- indamennirnir geta sér til, má innan skannns vænta stórtíðinda, sem eigi eiga sinn lika í veraldarsögunni. Nýlega hefir sannast að í loftslaginu um Venus er efnið formaldehyd, sem er lífrænt efnasamband og gefur skil- yrði fyrir lífþróun. Vísindamaðurinn IUipert Wildt telur þetta fullvíst, með J)ví að vatn, ljós og útfjólublá geislun sé ]>að sama sein formaidehyd og súr- efni. Þessi kenning var lögð fyrir fund í Chicago-háskóla 194!) af G. P. Knieper prófessor, en síðan hafa kom- ið fram ýmsar athuganir sem styðja hana. Venus er eini linötturinn í sólkerfi okkar, sem sí og æ er umvafinn ó- gagnsæjum þokukenndum lofthjúpi. Fyrir löngu sannaðist að kolsýra væri i þessum lofthjúpi, og vegna þess hve Venus er nærri sólinni töldu menn víst að þar væri mikill jurtagróður — ef til vill citthvað í líkingu við það, sem er í hitabeltinu hér á jörðu. í mikilli hæð i lofthjúpi jarðarinnar hafa verið mæld 55 kuldastig, en í sömu hæð frá Venus er kuldinn ekki nema 25 stig. Af J)ví hefir verið ráð- ið að meðalliitinn á Venus sé urn ])að bil tvöfaldur á móts við það, sem er hér á jörðinni. Venus er á stærð við jörðina, og ef menn eru þar þykir líklegt, að þeir séu álika stórir og við, á Venusi og séu háðir liku þyngdarlögmáli og við. Það er alls ekki út í bláinn að sumir visindamenn og herfræðingar halda því fram að hin mikla gáta — fljúg- andi diskar — komi frá Venusi. Ef þeir koma frá annarri stjörnu, þá er Venus eina stjarnan, sem getur kom- ið til mála! Á Mars er súrefni varla til, og lofthjúpur liinna reikistjarn- anna er að inestu leyti mýragas og vatnsefni og ammoníak. Alltaf eru að koma nýjar og nýj- ar fréttir um fljúgandi diska. Þær síðustu eru frá Kóreu. Þar segjast Amerikumenn hafa séð græna „víga- hnetti“, sem þutu áfram með geysi- hraða. Fjöldi af þessum „flugdisk- um“ hefir sést í Ameríku og í Afríku voru teknar myndir af einum þeirra úr farþegaflugvél, sem var nærstödd. Allir farþegar og áhöfn vélarinnar sáu þetta fyrirbrigði. Nú mun eng- inn neita þvi lengur að þessir „flug- diskar" séu til, og að þeir séu ekki njósnarflugvélar ncinnar þjóðar á þessurri hnetti. Svo margar frásagn- ir eru fyrir hendi um þetta frá mönnum sem ómögulegt er að rengja og ekki láta hafa sig til að búa til lygasögur. Ef háþroskaðir menn eru á Venus er ekkert líklegra en að þeir geri sér far um að kynnast jörðinni. En hvers vegna lenda ekki þessir flug- diskar? spyr fólk. Þar kemur ýmis- legt til greina. Andrúmsloftið á Ven- us er miklu „ríkara" og sérstaklega kolsýrumeira en hjá okkur og hit- inn miklu meiri. Það getur tafið heim- sókn þeirra Venusbúa. Efasemdarmennirnir halda þvi fram, að cnginn maður geti þolað jafn snögga hraðaaukningu og er á flugdiskunum. En var ]>að ekki svo um forfeðtir okkar að þeir þverneit- uðu að maður þyldi að fara eins hratt og nú er farið i bíl og flugvél. En það má líka venjast hraðanum eins og flestu öðru. Það er líklegt að ein finimtíu ár liði áður en fyrsta millihnatta-flug- tækið verður smíðað og kannske 500 ár þangað til jarðarbúar eignast flug- tæki á borð við flugdiskana! Séu þeir mannaverk standa Venusbúar okkur langt framar á þroskabraut- inni. Líklega einum þúsund árum. Immanuel Velikovski prófessor hef- ir komið fram með eftirtektarvcrða tilgátu um uppruna Venusar. Hann heldur ])vi fram að þessi stjarna hafi ekki talist til sólkerfis okkar í öndverðu. Á þetta bendir meðal ann- ars það, að á gömlu stjörnuuppdrátt- unum, sem Babyloníumenn gerðu, sjást allar reikstjörnurnar nema Ven- us, og sáiria er að segja um stjörnu- kort sem Azteskar og fleiri fornar menningarþjóðir hafa gert. Veli- kovski lieldur þvi fram að Venus hafi vcrið á slangri um himingeyminn og lent í sólkerfi okkar og að sólin liafi knúð liana inn á hringbraut þá, sem hún fylgir aú. En áður en hún komst á rétta braut olli hún ýmsum trufl- unum í sólkerfinu, segir Velinkovski. Meðal annars kom hún svo nærri jörðinni, að hún dró hana góðan spöi til sin og liafði endaskipti á lienni, svo að nú er suðurpóllinn þar sem norðurpóllinn var áður, og öfugt. Og svo skekktist jörðin enn, þannig að hitabeltislöndin lentu fyrir norðan heimskautsbaug. Þess vegna finnast steingervingar af hitabeltisgróðri alla leið norður á Spitzbergen og þess vegna finnast mammútfílar í Norður- Siberíu. Og þeir hafa drepist á stutt- um tíma — ísöldin hefir með öðrum orðum komið skyndilega. Fílarnir frusu í hel og þeir liafa fundist svo að segja heilir, ketið er enn á bein- unum, því að það hefir verið frosið alla tíð síðan þessar fornskepnur drápust. í einum stóra pýramídanum í Egyptalandi er inýnd af stjörnu- himninum. En hún stendur á höfði — er eins og norðurpóllinn hefði verið suðurpóll þegar myndin var gerð. Venus er líka kennt um Nóaflóðið og uni það að Rauðahafið þornaði á kafla ])egar Móses fór i'yrir það. LÆKNIR MEÐ MISTILTEIN. Franski læknirinn Lucien Francois notar mistiltein til þess að komast að run um hvaða sjúkdómur gangi að fólki. Og síðan læknar hann sjúkl- inginn með því að blessa hann. — Hér sést dr. Francois vera að upp- götva að sjúklingurinn hafa astma! — Þetta gengur allt vel ef fólk trúir á skottulæknirinn. Keisarinn sem hvarf Dó Alexander I. Rússakeisari 1825 eða 1864? Eða var hann „látinn deyja“ 39 árum áður en hann dó? Fyrsti' Rússakeisari, sem hét nafn- inu Alexander fæddist 1777 og tók ríki árið 1801, eftir að Páll fyrsti, faðir hans hafði verið myrtur. Hann var einkennilegur að ýmsu leyti, frjáls- lyndur umbótamaður í aðra röndina, en trúði samt á hlutverk einveldisins, og að það væri guðdómleg stjórnar- tilhögun. Alexander kom allmikið við stjórn- málasöguna. Hann var samtíðarmaður Napoleons og í viðskiptum sínum við hann sýndi liann hyggindi og enda slægð. Moskvaför Napoleons varð í raun réttri hans banabiti. Það er opinberlega skrásett að Alex- ander hafi dáið 1. desember 1825. En um sannleikann í því máli er allt á huldu og ýmislegt grunsamlegt. Keis- arinn var þá í Taganrog við Svarta- haf og hafði samsæri verið gert gegn honum. Ýmislegt bendir á að keisar- inn hafi komist þaðan á laun, með skipi sem þar tá, og vinur hans, enski sendilierrann Cathcart lávarður átti. Dánarvottorð læknanna þykja grun- samleg, m .a. vegna þess að þau eru gefin út fjórum dögum áður en keis- arinn var talinn deyja. Nokkru síðar skaut upp förumunki einum, sem hét Fjodor Kusmitsj. Hann hafðist lengstum við í Siberiu, gekk illa til fara og lifði við þröngan kost. En hann var svo nauðalíkur Alexander keisara í andliti, að eigi varð þess langt að biða að sagan komst á kreik um að Alexander væri alls ekki látinn, heldur væri hann og föruinunkurinn Fjodor Kusmitsj cin og sama persón- an. Og það var ekki aðeins almenn- ingur, sem trúði þessu, heldur einnig ýmsir úr keisaraættinni. Alexander stórfursti, sem hefir ritað bókina „Fyrrverandi stórfurstar" hallast til dæmis eindregið að 'þessu. Og þegar Nikulás II. liinn síðasti rússakeisari fór til Síberíu á yngri árum, gerðí hann sér ferð að gröf Fjodors Kus- mitsj. Loks bætist það við, að þegar kista Alexanders I. var opnuð árið 1926, þá reyndist hún vera tóm! Árið 1925 ætlaði rússneskur land- flótta fursti, Bariatinskij, að gefa út bók, sem hann hafði ritað um Alex- ander, og leitaði þá til hinnar ensku lávarðarfjölskyldu, Cathcart, um að fá lánuð ýms skjöl úr ættarsafni fjöl- skyldunnar. Þessu var neitað þá. En hins vegar þykir liklegt að leyft verði að birta plöggin í skjalasafninu árið 1964, þegar 100 ár eru liðin frá dauða Fjodors. Þá fæst að minnsta kosti vitneskja um hvort keisarinn hefir flúið frá Taganrog með skipi Cath- cart lávarðar, og ef svo reynist, þá liggur nær að halda að sagan um að keisarinn og Fjodor séu einn og sanii maðurinn sé sönn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.