Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1952, Síða 7

Fálkinn - 20.06.1952, Síða 7
FÁLKINN 7 svörum: „Eg er alls ekki gefin fyrir veislur og gleðskap núna. Ertu búin að gleyma því, að pabbi dó fyrir nokkrum mánuðum?" „Nei, auðvitað er ég ekki búinn að gleyma þvi,“ svaraði Gerald snöggt. „En bvað stoðar að bera sorgarklæði að eilífu?“ Það var gegnum Judith Winscott, að Jane fékk fréttir af bróður sín- um. Sér til mikillar undrunar komst hún að þvi, að Gerald hringdi oft til Judith Winscott og stakk upp á þvi, að þau færu í skemmtiferðir og á ýmsa skemmtistaði. Hann hafði líka nokkrum sinnurn borðað hádegisverð og drukkið tc lieima hjá Judith. „En segðu mér,“ sagði Jane einu sinni við Judith. „Hvernig kemur föður yðar og Jerry saman?“ „í hreinskilni sagt, kæra Jane,“ sagði Juditli, „þá hafa þeir alls ekki hitst. Pabbi er að vísu umburðar- lyndur maður, en ég voit, að liann gefur lítið fyrir menn eins og Jerry!“ „En iivernig getur þú látið þér iynda við hann?“ spurði Jane. „Eg get ekki ímyndað mér, að þið eigið vel saman.“ Judith liló og svaraði dálítið bit- urt. „Eg er hrædd um, að ég liafi ver- ið helst til smámunasöm liingað til. Eg á við, að menn verða að fylgjast með tímanum og semja sig að hátt- um jæirra, sem þeir hafa samneyti við. En þú mátt ekki fara að gera þér rangar liugmyndir, Jane. Eg fer ekki á næturklúbba og slíka staði. Eg fer aðeins einstöku sinnum út að borða á kvöldin og dansa dálitið á eftir.“ • „Sérðu nokkurn tima liina fögru Elisabetu á þeim stöðum þar sem þú kemur?“ spurði Jane. , Nei, ég sé Elísabetu sjaldan um ]>essar mundir," sagði Judith eftir nokkra umluigsun. „Hún hefir svo mörgum að sinna, einkum eftir að þessi fallega og fjörlega greifaynja fór að búa hjá hcnni. Mér er nær að halda, að fólk hafi meiri áhuga á henni en Elisabetu. Annars finnst mér það undarlcgt, þvi að Elisabet er bæði yngri og laglegri — að því er mér finnst að minnsta kosti. — En meðal annarra orða, hvenær kem- ur þú í bongina, Jane?“ Og svipuð spurning var borin upp við Jane nokkru síðar af Michaei Panister. Hann var á heimleið frá ömmu sinni síðla dags i kulda og myrkri, er liann ók fram á Jane, ])ar sem hún var með hundana sína. Hann stöðvaði bifreiðina og stökk út. „Á ég ekki að aka yður?“ Jane liristi höfuðið. „Nei, þökk fyrir,“ sagði hún. „Eg er nýlögð af stað í gönguferð. Hvern- ig líður Lady Panister? Eg vona að hún sé skárri." „Nei, því miður. Henni iíður ekki betur,“ sagði Michaei. „Eg er mjög kvíðinn út af henni. Hún virðist líka sjálf vera farin að hafa á'hyggjur. Þér vitið, ungfrú Briggs, áð amma liefir verið svo einmana. Hún liefir alltaf verið sjálfri sér nóg, og það liefir haldið henni frá svo mörgu, sem aðrir taka þátt i.“ „Hún hefir þó haft yður,“ sagði Jane. Jane þótti vænt um Micliaci, og sú tillinning óx, eftir því sem hún sá hann oftar, en það var nú oft ekki langt á milli þess, því að hann fór alltaf öðru hvoru til önnnu sinnar og leiðin lá framhjá dvalarstað Jane. Hún harmaði það því æ pieira og Á myndinni sést dálítill hluti af þriggja kílómetra iangri, fjórsettri röð af bílum, sem eru í þann veginn að leggja út á brúna miklu ýfir höfnina í Sidney í Ástralíu. Að svo margir bílar söfnuðust þarna stafaði af því að strætisvagnabílstjórar gerðu eins dags verkfall til þess að mótmæla því, að hætt væri að hafa sérstaka menn til þess að selja farmiði í vögnunum. meira, að ekki skyldi hafa tekist vin- átta með bróður hennar og honum. „Já, auðvitað hefir hún mig,“ sagði Michael. „En ég er henni varla svo mikils virði. Eg vildi óska, að hún vildi vingast við móður mína. En hún hefir alltaf verið svo köld og grimm í garð mömmu. Hún gat ekki þolað hana, af þvi að hún var listakona, ég svo feiddist hún stórlega, þegar son- ur hennar giftist henni. Amma hefir aldrei þekkt mömrnu. En hún mamma er yndisiegasta veran, sem býr á jörð- inni, ungfrú Briggs. „Það veit ég, að hún er,“ sagði Janc. „Eg liefi lieyrt Judith Winscott segja svo margt gott um hana, og i þau fáu skipli, sem ég hefi séð frú 0‘Malley, þá hefir mér geðjast sér- staklega vel að henni. — En þér litið þreytulega út,“ sagði Jane allt í einu. „Vinnið þér mikið?“ Hann hristi höfuðið. „Nei — satt að segja er ég atvinnu- laus. Eg hefi sagt stöðu minni lausri, því að ég hafði í hyggju að fara ut- an. En svo breytti ég um ákvörðun. Eg komst að þvi, að móður minni mundi falla það þungt, ef ég færi af landi brott.“ Og livað ætluðuð þér fyrir yður?“ spurði Jane. Hann yppti öxlum. „Eg vissi ])að svei mér ekki. Eg hafði hugsað mér að leita ráða hjá sir Henry Winscott. En þegar amma varð veik og mömmu var það þvert um geð, að ég færi, hætti ég við allt saman. Og nú,“ bætti hann við, „flæk- ist ég um eins og rekald.“ Eftir stundarþögn hélt hann áfram eins og hann hefði fengið skyndileg- an innblástur: „Heyrið þér, ungfrú Briggs, munduð þér taka það illa upp fyrir mér, ef ég segði yður nokkuð? Það er varðandi bróður yðar. Judith vinkona yðar hefur sagt mér, að ])ér vilduð gjarna, að við gætum orðið vinir. Eg hefi reynt það, en herra Briggs hefir ekki virst hafa neinn hug á því. Eg held, að honum finn- ist ég vera þungur og leiðinlegur. FRÁ FANGABÚÐUNUM Á KOJE-EYJU. Mikil tíðindi hafa borist frá fangabúðum Sameinuðu þjóðanna á Koje- eyju við Kóreustrendur. Hefir oft komið þar til átaka milli fanganna inn- byrðis og milli fanganna og fangagæslusveitanna. Hafa nokkrir fangar látið lífið í þcssum viðureignum. Hefir yfirherstjórn samcinuðu þjóðanna í Kóreu því nú látið til skarar skriða gegn föngunum og skipt þeim niður í smærri fangabúðir til þess að koma í veg fyrir innbyrðis skærur af pólitískum toga og samtök gegn fangavörðunum. — Efri myndin er af kommúnistískum föngum, sem hafa klifrað upp á braggana með fána sína. Neðri myndin er af hermönnum úr her Sameinuðu þjóðanna. Þeir eru að styrkja gadda- vírsgirðingar umhverfis fangabúðirnar.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.