Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1952, Blaðsíða 10

Fálkinn - 20.06.1952, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Sir Walter Scott: ÓqceiuMtna jarUfrúiH 50. Leicester jarl reyndi að verða drottningunni til svo mikillar glcði sem hann mátti. Hann imyndaSi sér, aS þetta líf við hirðina svo nærri liinni fögru drottningu og í skini þeirrar aðdáunar, sem hún hafði á honum, væri orðið sér eilíf nautn. Já, hann fann meira að segja til af- brýðisemi, er hann sá drottninguna renna hýru auga til Walters riddara. 51. Á meðan þessu fór fram, ieit- aði Wayland Tres’silians. Hann var æstur í skapi og þóttist hafa séð doktor Demetríusi bregða fyrir í liallarglugga hjá jarlinum af Lei- cester. Var liann hræddur um, að lærimeistari sinn í svarta galdri mundi endurþekkja sig, og greip því fegins hendi, er Tressilian fékk hon- um það hlutverk að fara til Cummor og fylgjast með aðgerðum þeirra Varneys, Lamboures og Fosters, sem til alls var trúandi. Einkum skyldi hann gæta þess, ef Amy væri aðstoð- ar þurfi. 52. Strax þegar jarlinn af Leicester var aftur orðinn einn, lét Varney boða komu sína og reyndi með skjalli og fagurgala að sefa angist hans og harm, þar eð honum þótti sem hann hefði svikið konu sína í tryggðum. — Síður en svo, fullvissaði Varney. Því að allir við liirðina geta vitnað um það, að yður stendur nú opin leið til æðstu metorða í iandinu. .mrlinn brosti lireykinn af orðum stallarans, og Varney hafði náð til- gangi sínum. 53. Þegar Varney var farinn, opn- aði Leicester dyr, sem lágu til turns- ins og hrópaði: — Komið niður, Demetríus! Litlu síðar kom gamli, hvítskeggjaði stjörnuspámaðurinn nið- ur úr rannsóknarstöð sinni. — Jarl- inn af Sasse dó ekki, eins og þér liöfðu spáð, sagði hann um meðbiðil sinn. Gandi stjörnuspámaðurinn sagði að stjörnurnar hefðu ekki spáð öruggum dauða, heldur aðeins alvarlegum sjúk- dómi. Jarlinn varð að játa, að nefndur meðbiðill liefði veikst mjög þung- lega, en síðan jafnað sig furðanlega. Þessu næst stiljti gamli doktorinn hórósoóp jarlsins og komst þá að raun um, að vitneskja þess fór mjög 'Saman við það sem borið liafði við um daginn. Jarlinn lét síðan kalla á Varney og skipaði honum að fá gamla stjörnu- spámanninum eitthvað að borða. 54. Þegar Varney bar það blákalt á Demetríus, að Sussex jarl hefði ekki dáið af eiturblöndu hans, svaraði doktorinn og sagði, að hann hlyti að hafa fengið móteitur, sem dugað hefði og sá eini, sem fær hefði verið um að búa slíkt eitur væri gamall læri- sveinn hans, Wayland, sem nú væri dauður, hefði farist, er smiðja hans sprakk í loft upp, að því er hann best vissi. Varney spurði Demetríus, hvort hann hefði spáð um framtíð jarls- ins af Leicester, eins og um liafði verið talað, og kvað hann svo vera. Hann varaði doktorinn því næst við að sýna sig í höll jarlsins af VIIIB ÞÉR . . .? að það sem kallað er parahnet- ur, eru ekki sjálfstæður ávöxt- ur, heldur aðeins fræ í ávext- inum? Á teikningunni er sýnt hvernig para- hneta lítur út heil og hvernig fræin eru í ávextinum. ' ! ' . j að þótt heilmingur mannkyns- ins cigi heima í Asíu, aflar hann aðeins tíunda hluta þeirra lífs- gæða, sem jörðin gefur af sér. En Bandaríkin ein fá nær helm- ing alls afraksturs jarðar í áinn htut? Samkvæmt skýrslu frá S. þ. eru meðaltekjur á mann í iBandaríkjunum 1000 dollarar, í Ástralíu og Nýja Sjá- landi 500, i Evrópu 380, Rússlandi 310, Suður-Ameríku 170, Afriku 75 og í Asíu 50 dollarar. Sussex, því að jarlinn hefði heitið þeim manni, sem kom með hið eitr- aða grænmeti, öllu iltu, ef til hans næðist. Að lokum spurði Varney hann, hvort hann gæti blandað dauft eitur, sem slævaði dómgreind þess er drykki, án þess þó að skaða hann ferkar. Það taldi eiturblandarinn gamli auðvelt verk, og skipaði Varney honum að vera tilbúinn að fara til Cumnor Ptace. 55. Síðan lét hann kalla fyrir sig þjón sinn Lambourne, sem gekk inn aitvíndrukkinn. — Þú ert fullur, svinið þitt. — Auðvitað, herra. Þegar maður hefir drukkið daglangt til lieilla jarlinum og stallara lians, getur mað- ur ekki verið ófullur. — Láttu renna af þér og búðu þig til farar með gamla stjörnuspá- manninum til Cummer Place, og ef hann reynir að komast undan, skaltu skjóta hann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.