Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1952, Síða 12

Fálkinn - 20.06.1952, Síða 12
12 FÁLKINN ANTHONY MORTON: 29 Leikið á lögregluna Npennand! framlial «1 sssigfa nm gflæpi ogr áitir að sem þú ætlaðir að segja. Hvað var það? Brosið hvarf af vörum Lornu þegar hann leit í augu hennar. Hún var hrædd — það var enginn vafi á því. — Var það ekki neitt annað? hélt hann áfram. Hún drap höfði. Hún reyndi að tala, en kom ekki upp orðunum. — Gefðu þér tóm til að hugsa þig um, sagði hann. — Það er svo erfitt, sagði Lorna. 1 sama bili var drepið á dyrnar. Eitt stutt hvellt högg — það var líkast skammbyssu- skoti. Ösjálfrátt litu þau bæði á dagblaðið og stóru fyrirsagnirnar virtust glotta framan í þau. Það var barið aftur. — Eg fer fram og opna, sagði Mannering. — Feldu þig í svefnherberginu. Hann fór til dyra og lét særða handlegg- inn lafa. Hann reyndi að manna sig upp. Þetta gat svo sem verið einhver meinlaus gestur, götusali eða kunningi. Hann tók fast í lásinn og opnaði. Og fyrir utan stóð Bristow lögregluþjónn. XXII. BRISTOW GERIR UPPGÖTVUN. Mannering sá þegar að Bistow var öðruvísi en hann var vanur í þetta sinn. Það var ekki sama alúðlega brosið á honum. En hann rétti honum þó höndina, og Mannering neydd- ist til að taka í hana þó hann yrði að bíta á jaxlinn til þess að æpa ekki af kvölum. Lögreglumaðurinn gekk formálalaust inn í salinn og settist í hægindastól, sem Manner- ing ýtti fram handa honum, og blés svo gild- um reykjarstrók upp í loftið. — Viljið þér geta hvers vegna ég er kom- inn hingað núna? spurði hann. — Eg veit ekki, svaraði Mannering og settist á borðshornið. — Nema ef það væri út af þessu, sagði hann svo og benti á grein- ina í blaðinu. Bristow kinkaði kolli, og Mannering datt nú í hug að hann hlyti að taka eftir, að lagt hafði verið á borðið fyrir tvo. Flónska að ekki skyldi hafa verið tekið af borðinu. Hann vildi ekki fyrir nokkurn mun að nafn Lornu yrði bendlað við þetta. — Haldið þér að það sé Baróninn, sem. hefir verið á ferðinni þarna? spurði hann. — Það getur varla verið vafi á því, sagði Bristow. Hann krosslagði fæturna og horfði hugsandi á Mannering. — Maðurinn var að minnsta kosti með bláa grímu .... — Bláu grímuna? Eg man ekki að . . . . — Eg hefi kannske ekki minnst á það áð- ur. En Baróninn er alltaf með bláa grímu, eða réttara sagt klút. Einn af lögregluþjón- unum tók eftir þessu í nótt. Veslings mað- urinn — hann fékk nú ekki að sjá mikið meira áður en hann fékk eiturgasið í nefið. Jú, ég hefi smakkað á því sjálfur. Það var í eina skiptið, sem ég hefi staðið augliti til aug- lits við Baróninn. Mannering hvarf hræðslan og það lá við að hann fengi hláturkast. — Jæja, hafið þér hitt dónann. Og það haf- ið þér aldrei sagt mér? Þér eruð ekki allur þar sem þér eruð séður, Bristow. — Eg mundi ekki þekkja hann aftur, sagði Bristow og það var eins og hann þykktist við. — En nóg um það. Eg kom nefnilega til að tala svolítið við yður. Húsbóndinn er farinn að verða í vondu skapi aftur. Þér hafið auð- vitað lesið um þennan atburð í nótt? — Já, svaraði Mannering. — Það kom varðmaður að honum. Og svo var skotið, var ekki svo? — Aðeins einu skoti, Mannering, sagði Bristow með áherslu. — Með Webley-skamm- byssu, hlaupvídd 32. Og nú erum við að leita að kúlunni. Hún mun hafa lent í búknum á Baróninum. Ja, það álit ég, úr því að hana var hvergi að finna í herberginu. Bristow sat og starði á matborðið. Hann hlaut að taka eftir að þarna var borið á borð fyrir tvo. Eða var hann svo kurteis að láta sem hann tæki ekki eftir því? Nei, svo kurt- eis var hann varla. En hvers vegna minntist hann þá ekki á það? Hvers vegna? Mannering flutti sig af borðshorninu og í einn hægindastólinn. Honum varð á að vinda sig eitthvað til svo kvalstingur kom i sárið, og ósjálfrátt tók hann vinstri hendinni upp að öxlinni. — Eruð þér særður? spurði lögregluþjónn- inn. Það var eins og rödd hans kæmi úr margra mílna fjarlægð. — Eg datt og sneri mig í axlarliðnum á Ramon-dansleiknum í gærkvöldi, svaraði Mannering og reyndi að hlæja. — Jæja þá? Á Ramon-dansleiknum? Hm .... það var víst ekki þessi, sem særði yður? — Hver? Hann sneri sér í flýti að lögreglumannin- um. Og nú skildi hann fyrst, að það var ekki diskur Lornu, sem Bristow hafði alltaf ver- ið að horfa á. Það var skammbyssukúlan, sem lá við hliðina á dagblaðinu. — Það lítur út fyrir að hún sé fyrir hlaup- vídd 32, sagði Bristow. — Lofið þér mér að líta svolítið betur á hana, Mannering. Dyrnar að svefnherberginu höfðu ekki verið lokaðar, og Lorna hafði heyrt á tal mannanna tvegga. Hún hafði ekki vitað um það áður að Mannering hafði haft samvinnu við lögregluna um að ljóstra upp Baróns-mál- unum, og hún hafði gaman af þvf. En svo heyrði hún að tónninn í samtalinu varð allur annar, og hún skildi að Bristow hafði fundið kúluna. Þessa óhappa-kúlu! Mannering hafði beðið hana um að fá sér hana, og hún hafði sótt hana fram í baðklef- ann meðan hann var í svefnherberginu. En svo hafði hún komið auga á greinina í blað- inu og sökkt sér svo niður í hana að hún gleymdi kúlunni. Hún hafði lagt hana frá sér á borðið, og þar lá hún áfram. Vitanlega var kúlan besta sönnunargagnið sem lögreglan gat kosið sér. Það var hægt að sanna að hún væri úr skammbyssu varð- mannsins. Og Mannering var í gildrunni. Hon- um var engin björgunarvon framar. Það var í rauninni alveg eins og fangelsishliðið hefði þegar lokast að baki honum. En hún hlaut að geta gert eitthvað, hér varð að finna ráð. Bara að hún gæti náð í kúluna. Án hennar hefði lögreglan enga sönn- un, því að bæði hún og margir aðrir gátu unnið eið að því að Mannering var í New Arts Hall þegar innbrotið var framið. Hún varð að hætta á það. Með glaðlegt bros á vörunum opnaði hún dyrnar og kom inn í stofuna. Hún stóð kyrr eitt augnablik, eins og hún væri forviða á að sjá Bristow. Mannering hlaut að dást að hve góður leikari hún var. — Eg vissi ekki að við höfðum fengið gest, sagði hún. — Hefir þú boðið honum te, John? Mannering skildi að hún bjó yfir einhverj- um launráðum, en hver þau voru gat hann ekki giskað á. Hann varð aðeins að reyna að taka þátt í leiknum. — Te? sagði hann. — Nei, því gleymdi ég alveg. Þér drekkið vonandi bolla af tei, Bristow? Lögreglumaðurinn strauk yfirskeggið. Hann vissi ekki hvað hann átti að segja við þessu, en honum mun hafa fundist að ekki hlýddi að þjarma frekar að Mannering með- an kona væri viðstödd. Lorna sótti bolla og hellti í hann. Hún rétti honum hann og Bristow tók hálf klaufalega á móti, því að hann var með kúluna í hend- inni. Þá skildi Mannering. Hann sá hvernig Lorna ýtti bollanum að hendinni á honum, svo að sjóðheitt teið rann yfr höndina á hon- um og fingurna á henni. Lorna missti boll- ann og Bristow kúluna. — Æ, afsakið þér klaufaskapinn, sagði Lorna. — Nú skal ég. taka hann upp. Og hún beygði sig eftir bollanum, sem hafði ekki brotnað. En nú skildi Bristow líka að hann hafði látið snúa á sig. — Látið þér vera! sagði hann höstugur. Lorna rétti úr sér með bollann í hendinni* og horfði forviða á lögreglumanninn. — Eg skil ekki .... byrjaði hún. — En ég skil, tók Bristow fram í. — Engar töfralistir hér! Hvar er kúlan? — Hvaða kúla? Augnaráð hennar, rödd- in og allt, var svo sakleysislegt sem hugsast gat. Og nú var Mannering líka með á nótun- um. Hann rýndi niður á gólfið og leit svo á Bristow. — Mér heyrðist þér vera að tala um kúlu ....? Bristow hafði sprottið upp, hann var æf- ur af reiði. Hann hafði verið sleginn út af laginu, en aðeins um sinn. Kúlan var ennþá í stofunni, hugsaði hann með sér. Unga stúlkan mundi vera með hana í hendinni. — Eg vara yður við svona klækjabrögð- um, Mannering, sagði hann. — Þér bjargið yður ekki með þessu. Mannering hló. — Þér talið af yður, maður! Þér voruð allur í uppnámi þegar þér komuð hingað, og '

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.