Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1952, Síða 13

Fálkinn - 20.06.1952, Síða 13
FÁLKINN 13 nú vitið þér vist hvorki hvað þér segið eða gerið. — 1 uppnámi! Bristow saup hveljur. — Ætlið þér að telja mér trú um, að þarna hafi ekki verið nein kúla? — Eg skil ekki hvað þér eruð að tala um, sagði Mannering. — Skilur þú það, Lorna? — Eg skil ekki baun. Maðurinn hlýtur að vera ruglaður. Ef hann er einn af sérfræð- ingum Scotland Yard, þá er mér nær að verða greifafrúnni af Kenton sammála. Þetta fór að verða óþægileg aðstaða hjá Bristow. Hann vissi að Lorna var með kúluna í hendinni, en vogaði ekki að beita valdi. Að leita á konu vildi hann ekki leggja upp. Ilann yrði að síma til stúlku frá Scotland Yard til að gera það. Og þá mundu þau geta komið kúlunni fyrir á meðan. — Nú, það er svona sem þið ætlið að hafa það, sagði hann. Nú hafði hann jafnað sig aftur. Hann var þaulæfðari lögreglumaður en svo, að hann léti kylfu ráða kasti. — En þið komist ekki langt með þetta. Þér eruð Bar- óninn, Mannering! Kúlan mun sanna það. Hvar hafið þér símann? Mannering benti á skrifborðið, en þar stóð síminn. Það var tilgangslaust að meina lög- reglumanninum að nota hann. Bristow gekk aftur á bak að skrifborðinu. Hann dró skamm- byssu upp úr vasanum. — Jæja, ég veit að þetta er á móti reglu- gerðinni, sagði hann. — En undir svona kring- umstæðum hlýt ég að geta forsvarað það. Farið þið þarna út í hornið, bæði tvö. Og ef þið reynið á nokkurn hátt að hindra mig í að gera skyldu mína, þá fáið þið aðra kúlu. Svo tók hann símann, hringdi til Scotland Yard og bað um að fá að tala við Tring lög- regluþjón. — Heyrið þér, Tring, takið þér með yður tvo menn og eina af stúlkunum og komið heim til Mannerings í Brook Street. En þessu liggur á! Hann lagði frá sér simtólið, hróðugur á svipinn. — Nú skal bráðlega verða úti um ykkur. Mér kom þetta ekki lítið á óvart, Mannering. En hvað sem því líður þá er ég glaður yfir þvi að ég gat gómað yður áður en lauk. Eg sagði yður víst einu sinni, að við næðum allt- af í bófana, fyrr eða síðar. Mannering reyndi líka að brosa, en hon- um tókst það ekki. Bristow hafði rétt fyrir sér, það var úti um hann núna. Enginn verj- andi, ekki einu sinni Tobby Plender, þótt dug- legur væri, mundi geta bjargað honum. — Eg geri ráð fyrir að yður langi ekkert til að segja mér hvar þér geymið allt þýfið, hélt Bristow áfram. — En það mundi spara mér taísverðan tíma ef þér vilduð gera það. Mannering yppti öxlum. — Hvað þýfi? spurði hann. Lorna þrýsti sér upp að honum. Nú var ekkert eftir af stærilæti hennar, hún var ang- istin uppmáluð og gat ekki leynt því. — Þeir mega ekki taka þig, John . . þeir viega ekki gera það! Mannering tók rólega í höndina á henni. — Það er engin ástæða til að tapa sér, Lorna. Bristow hefir bitið sig í þessa fáránlegu hug- mynd, að ég sé Baróninn, og hann verður að hafa þá skoðun þangað til það gagnstæða er sannað. Hann laut niður að henni og myndaði sig til að kyssa á henni hárið. — Engin apalæti hér! sagði Bristow og ógnaði skammbyssunni. — Reyndu að koma kúlunni ofan í vasa minn, hvíslaði Mannering að henni. En upp- hátt sagði hann við Bristow: — Gætum við ekki fengið að setjast? — Það er ekki hægt að leyfa það. Þið verð- ið að standa nokkrar mínútur ennþá. Hún læddi hendinni að jakkavasa hans og sleppti kúlunni. En hún fór ekki í vasann held- ur datt hún á gólfið. Og þegar Bristow sá það gerði hann fyrstu skyssuna. Hann gekk hægt til þeirra og beygði sig niður til að taka upp kúluna, sem lá við fæt- ur Mannareings, en hélt skammbyssunni á- fram miðaðri á hann. Hann var með kúluna í hendinni og rétti úr sér aftur, er vinstri hnefi Mannerings hitti hann ómjúkt undir hökuna. Lögreglumaðurinn tók öndina á lofti, rang- hvolfdi augunum og hneig meðvitundarlaus á gólfið. Þetta hafði gerst svo fljótt að Lorna áttaði sig varla á því. Hún gerði sér ekki ljóst hvað orðið var, fyrr en Mannering stóð við sím- ann og sneri töluskífunni. — Halló! Gæti ég fengið að tala við Gerry Long. Helst fljótt, þökk fyrir. Það mun hafa verið ofurstinn sjálfur, sem svaraði. — Halló, eruð það þér, Long? Mannering hér. Heyrið þér, Long, gætuð þér gert mér dálítinn greiða? Komið til mín eins fljótt og þér getið, farið inn bakdyramegin — þér vit- ið hvar það er. Bíðið í portinu og takið á móti smáhlut, sem ég fleygi gegnum gluggann til yðar. Skiljið þér? Og svo verðið þér að losa yður við hann með einhverju móti. Fleygja honum í Thames, til dæmis. En þér verðið að vera kominn hingað innan fimm mínútna. — Eg hugsa að þetta takist, sagði Manner- ing og sneri sér að Lornu. — Eg hefði viljað gefa mikið til þess að þú værir ekki hérna núna, en úr því að út í það er komið, þá er best að þú verðir kyrr. — En hvers vegna get ég ekki tekið við kúlunni? spurði hún. — Eg get látið hana hverfa, ekki síður en Long. — Nei, þú mundir hljóta margs konar ó- þægindi af þvi og sífeldar lögregluyfirheyrslur ■og þess konar. Engum kemur til hugar að Long hafi komið henni á burt. — Hvað eigum við að gera við hann? spurði hún og benti á lögreglumanninn, sem lá eins og skata á gólfinu. Mannering gekk að honum og tók undir hökuna á honum. — Hann verður meðvitundarlaus í nokkr- ar mínútur ennþá, og það er nóg. Spurningin er aðeins hvorir koma fyrr lögreglumennirnir eða Gerry Long. Þungt fótatak heyrðist í stiganum. Manner- ing rétti henni kúluna. — Taktu við henni og farðu inn í svefn- herbergið. Þegar Gerry kemur þá láttu hana í vasaklútinn þinn og kastaðu henni niður til hans. Hann hafði læst dyrunum og nú var barið. I sama augnabliki kallaði Lorna innan úr svefn herberginu: — Þarna kemur hann! Mannering hljóp inn til hennar og fór út í gluggann við hliðina á henni. í portinu stóð Long með vasaklútinn í hendinni. — Af stað með yður! kallaði Mannering. Og Long tók til fótanna. Mannering fann að gripið var fast í öxlina á honum og leit við. Bristow stóð bak við hann, og það var enginn vafi á að hann skyldi hvað gerst hafði. Lögreglumaðurin sá aðeins j bak- ið á Long, er hann hvarf fyrir hornið með sönnunargagnið gegn Baróninum. Þó að hann hlypi strax niður stigann, þá yrði hann of seinn. Hann mundi koma niður í Crown Street um leið og maðurinn væri í næstu götu til hlið- ar. Eini möguleikinn var að komast út um gluggann. Mannering bjó á þriðju hæð í horníbuð. Þar var enginn brunastigi, en þakrenna var rétt við gluggann. Bristow hugsaði sig um í svo sem eina sekúndu. Hann klofaði út um glugg- ann, náði taki á þakrennunni með hægri hendi, en hélt með þeirri vinstri í gluggakarminn. Mannering gleymdi hættunni, sem hann sjálf- ur var staddur í, þegar hann sá hvað Bristow ætlaðist fyrir. Ef hann hrapaði þá þýddi það limlestingu eða dauða. Hann hélt niðri í sér andanum og horfði á er Bristow leitaði fyrir sér til þess að reyna að ná taki. — Varlega nú, Bristow! kallaði hann ósjálf- rátt. I sömu svifum brotnaði þakrennan og Brist- ow hékk á annarri hendi í gluggakarminum. Mannering beygði sig út og náði um úlnliðinn á honum. En hann hafði engan mátt í særða handleggnum, hann gat ekki haldið manninum ADAMSON Tlskukvendin eru ekk- ert fyrir mig! — Nei, en í garnla daga — Draumsjón frá fornri tíö. — Nei, fá er nú- tíöin skárri.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.