Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1952, Side 15

Fálkinn - 20.06.1952, Side 15
FÁLKINN 15 | Þér ættuð að reyna hina lokkandi John j Moir ábæta: Fruit Pudding — með j sykruðum kirsuberjum og öðrum á- vöxtum. — Bitterkoekjes — með muld- um makkarónum. — Butterscotch — með sterku bragði. — Vanillekoekjes — smáar vanillu kökur. — Creme de Cacao — ljúiiengt súkkulaði. — Aman- deltjes — ekta möndlur. saxaðar. 6 tegundir sælgætis! Allar vel sykraðar. Arður til hluthafa Á aðalfundi H.f. Eimskipafélags Islands 7. júní 1952, var samþykkt að greiða 4 prósent — fjóra af hundraði — í arð til hluthafa fyrir árið 1951. Arðmiðar verða innleystir í aðalskrifstofu félags- ins í Reykjavík og hjá afgreiðslumönnum félags- ins um land allt. H.f. Eimskipafélag íslands •fa Mlt meö íslenskum skipum! "f» Tjöld Sólskýli Svefnpokar Bakpokar Ferðaprímusar Sportfatnaður allsk. og fleira til útilegu. Geysir h.f. veiöarfœradettdin. Hættulegt starf. Eftir styrjöldina var krökkt af jarð- sprengjum víðsvegar um Frakkland. Enginn vissi tölu á þeim, en undir eins var hafist handa um að grafa þær upp og ónýta þær, og því er ekki lokið enn. Á þessum fimm árum hafa verið ónýttar 18.120.000 jarð- sprengjur. Væru þær lagðar í beina röð mundi hún ná frá Paris til New York, og þyngd þeirra er samtals fimm sinnum meiri en Eiffelturnsins. En það hefir eigi verið neinn leikur að ónýtia sprengjurnar, þvi að 510 af mönnunum sem við það fengust, hafa beðið bana, en 850 særst. Og ennþá er verkinu ekki nærri lokið. AÐALBORIN TÍSKUBRÚÐA. Hvað nefnist á íslensku máli ,,mannequin“. Þetta eru ýmist brúð- ur úr tré eða plasti, sem standa ó- hræranlegar úti í gluggum tískuvöru- verslananna, eða þá að það eru lif- andi manneskjur, sem verða að vera Ijómandi fallegar í vexti — eða í lag- inu, sem kallað var stundum — og hafa atvinnu af því að vera mjög fallegar innan í síðustu tískukjólun- um, sem þetta eða hitt kventískuhús í París, lætur sér detta í hug að sníða og sauma. Má kalla þær tískubrúð- ur, í samræmi við það, að einu sinni var til hér á landi leikfang, sem kall- að var dúkka. Það orð er nú horfið úr málinu, og allir segja brúða. Þess vegna mætti leggja það til, að þeir, sem ekki vilja segja mannequin, vegna ræktarsemi sinnar við íslensk mál, segðu tískubrúða í staðinn. Þeir sömu geta haldið áfram að segja „allright, very-well og rætjtuare" fyrir því. — En hérna að ofanverðu er sú aðals- borna mær, greifadóttirin Marcella de Cleves, itölsk, en talar fjögur mál sem innborin væri, lagði stund á heimspeki og ætlaði að verða dokt- or, og hætti við allt saman og gerð- ist „mannequin" — tískubrúða. . .. «4 FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Afgreiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. — Herbertsprent. « < < < < < <<<->HHHK<-<<-<<<<<^<<< <« < « < < <<«<<<<<<<<<<<<<<<« Fyrir bíla: STRAUMLOKUR (Cutouts) HÁSPENNUKEFLI fyrir ýmsar teg. bíla LJÓSASKIPTARAR (fótskiptar) STARTHNAPPAR LYKILSVISSAR ROFAR f. inniljós AMPEREMÆLAR, 2 geröir VIFTUREIMAR fyrir ýmsa bíla. Ennfremur startarar og dynamóar í ýmsar tegundir bíla. RAFTÆKJAVERZIM HALLDÓRS ÓLALSS0NAR Rauðarárstíg 20. — Sími 4775. >-».».» >■>■>■>■>■>■>.>■> > > > >->->-»»»»»->->->■>->->->->>->->-v>-vv>-vv>-vv>->-»

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.