Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1952, Side 6

Fálkinn - 18.07.1952, Side 6
6 FÁLKINN 24. UÓS og SKUGGAR Framhaldssaga eftir Adelaide Rowlands. f Englandsferð dönsku konungshjón- anna nú nýverið fór Priðrik konung- ur til Kantaraborgar og vígði þar minningarreit fyrir fallna menn úr hersveitinni „The Buffs“, en konung- urinn er heiðursofursti í þessari her- sveit. Dr. Hewlett Johnson, hinn frægi „rauði dómprófastur“ tók á móti hon- um í Kantaraborg og sjást þeir sam- an hér á myndinni. — Það getur rignt í Kaliforníu líka, þrátt fyrir allar sólarsögurnar þaðan. En kvikmyndaleikkonan Debbie Reyn- olds lætur það ekki á sig fá, og gerir gaman úr því öllu. — AFMÆLISDAGUR KEISARANS. — Hirohito Japanskeisari varð nýlega 51 árs. Er afmælisdagurinn haldinn hátíðlegur sem þjóðhátíðardagur í Japan nú á ný, eftir að landið er frjálst orðið aftur. — Hér sést keisar- inn lesa dagblað á afmælisdaginn sinn. PYRIR 25 ÁRUM. — í maí voru liðin 25 ár síðan frönsku flugmennirnir Charles Nungesser og Coli létu í loft frá Le Bourget-flugvellinum í París, til þess að fljúga fyrstir manna vestur um haf til New York. Hefir ekki til þeirra spurst síðan. — Hér á mynd- inni sést frændi Ningessers leggja krans á minnisvarða þeirra flugmann- anna við Le Bourget-flugvöllinn. — Eisenhower hershöfðingi hefir nú lok- ið kveðjuheimsóknum sínum í Evrópu- löndum og er kominn til Bandaríkj- anna og kominn á kaf í kosninga- undirbúninginn. Hér sést hann vera að kveðja London og er brosandi eins og hann er vanur, enda tók drottn- ingin vel á móti honum og Churchill gaf honum miðdegisverð. — PÝIIAMÝDI Á MÓTORHJÓLI. Þetta eru ekki sirkus-fimleikamenn heldur herskyldir menn í boðsveit- um enska hersins, sem eru hér níu saman á mótorhjóli, að sýna sig á heræfingasýningu í Earls Court í London. Hún ávítaði liann og sagði, að hann ætti að fara út i heiminn og freista gæfunnar. Með því móti fengi hann kannske fastan lífsgrundvöll. „Eg töl það au'kaatriði, hvort þér verðið fjáður. Eg hata peninga! Sjá- ið, hvað þeir hafa gert úr bróður mínum!“ Michael þagnaði augnablik og leit á 'hana með undarlegum svip. „Nú, þar sem þér sjáið, að bróðir yðar kann ekki að fara með peninga, þá hafið þér vafalaust ráðstafað yð- ar á betri hátt.“ Jane roðnaði. „Nei, ég nota þá vafalaust ekki cins hyggilega og skyldi. S'tundum óska ég þess, að pabbi hefði ekki átt alla l>essa peninga. Bernska okkar var svo skemmtileg og áhyggjulaus. Mér er það að vísu mikil ánægja að geta gert einhverjum lítils háttar gott, en ég vildi gjarna gera miklu meira en ég get.“ Það var fagur vordagur, er þau sátu saman í litla húsinu og spjöll- uðu saman. Prímúlurnar í garði Jane voru að springa út og fjóluangan fyllti loftið. Það var næstum þvi orð- ið svo hlýtt, að hægt væri að sitja úti. Gluggarnir voru galopnir og hund- arnir lilupu um i garðinum. Þá kom þjónustustúlkan hennar með simskeyti. Hún opnaði það, en það leið nokk- ur stund, þangað til hún sagði, hvað stæði i því. Hún hafði fölnað upp og Michael starði á liana. „Það er frá lögfræðingunum mín- um. Þeir vilja hafa tal af mér und- ir eins. Eg hefi dregið að fara á fund þeirra eins lengi og ég liefi getað, en þetta er svo ákveðið, að ég verð lík- lega að fara.“ „Get ég ekki farið með yður?“ spurði Michael. Hann gerði henni þetta boð ósjálf- rátt, því að hann sá tár blika í hvörmum hennar. Hún þakkaði honum fyrir. „Það er varla rétt fyrir yður að fara héðan. Lady Panister gæti orð- ið óróleg." Michael kinkaði kolli. „Já, þér hafið rétt að mæla. Hún þarfnast mín einmitt þessa dagana. En ef ég gæti orðið að einhverju liði i borginni, þá skuluð þér hringja til mín.“ Jane gekk eirðarleysislega um, meðan verið var að taka bifreiðina hennar út úr skúrnum. „Hvað á ég að gera við Jane?“ sagði hún, en bætti síðan við: „Það er dá- lítið, sem þér gætuð hjálpað mér með, herra Panister.“ „Hvað er það?“ spurði Michael. „Eg fékk nýlega bréf frá dóttur annars lögfræðingsins okkair. Hún er allgóð vinkona mín. Hún sækir næt- urklúbba og aðra skemmtistaði eins og Jerry, og hún telur hann haga sér á mjög léttúðugan hátt. Það sé ekki einungis, að hann sói fé í hugs- unarleysi, lieldur sé hann hrifinn af -----ég veit ekki hvort ég á að segja yður það. Ef til vill særir það yður, herra Panister,“ sagði Jane. „Eg veit, livað þér ætlið að segja,“ sagði Michael. „Hann er hrifinn af Elisabetu Charlbury.“ Jane kinkaði kolli. „Eftir því sem Esmé Langton, vin- kona min segir, kemur hún illa fram gagnvart honum. Hún hefir 'hann að fífli, en samt eltir hann hana eins og rakki. Hann eyðir líka miklu fé i hana og kaupir meðal annars tals- vert af gimsteinum. -— — Ó, Michael — ég kalla yður bara Michael. Gæt- uð þér ekki talað við ungfrú Gharl- bury? Eg er viss um, að hún kærir sig ekki um hann! Auk þess“ — Jane snerist á hæli um leið og hún sagði þetta „þá hefi ég — og Judith Win- scott lika — alltaf haldið, að þið Elisa- bet væruð trúlofuð." „Það erum við eiginlega,“ sagði Michael alvarlegur á svipinn. „En ég hefi þó eiginlega aldrei unnið liana. Hvað gæti ég líka boðið lienni? Ekkert! Haldið þér' kannske, að ég treysti á það, sem amma kann að láta mér eftir? Nei, þér hafið alveg rétt fyrir yður. Peningar eru viður- styggilegir! Eg h'efi alveg misst Elísabetu. Hún er aldrei heima, þeg- ar ég kem i heimsókn til Hester. Eg skil hana ekki, en vil ekki dæma liana of hart. Ef til vill er það bróð- ur yðar að kenna, hvernig hún leikur hann. Hann er kannske dagdrauma- gefinn og lnin er það falleg stMka, að karhnenn hrífast auðveldlega af lienni. En það jiarf ekki að vera henn- ar sök, þó að þeir 'fái liugarvil út af því að bera ástarhug til hennar, sem ekki er svarað af gagnkvæmum til- finningum.“ Jane leit snöggt á hann. Hún fann, hve tryggur og vel hugsandi hann var, svo að hún vildi ekki tala frekar um þetta við hann að sinni. „Mér þykir ieitt, að þér skuluð ekki geta komið með mér, en anima yðar þarfnast yðar, svo að þér verðið að vera kyrrir.“ Þegar Michael kvaddi hana úti í garðinum, þar sem bifreiðin beið liennar við Iiliðið, tók hann fast ’í hönd hennar. „Lofið mér nú að láta mig vita, hvernig yður gengur og livað ég get gert fyrir yður. Eg vona, að áhyggjunum verði létt af yður.“ Aflt kvöldið beið Michael eftir símahringingu, en árangurslaust. Ilann fór seint að hátta og hugsaði miikið um það, hvað hann ætti að laka sér fyrir hcndur í framtíðinni. Hann var nú orðinn sannfærður um, að það liefði ekki verið af ást, að Elísabeth hafði heitið að giftast honum. Aðrar hvatir hefðu legið þar að baki, hverjar svo sem þær voru. En töfrar Elísabetar höfðu ennþá sterk áhrif á Michael, þó að þeir væru nokkuð breyltir. Hann varð að við- urkenna, að bæði móðir hans og greifaynjan liöfðu rétt fyrir sér í skoðunum sínum á Elísabetu. Morguninn eftir vonaðist hann eft- ir bréfi frá Jane, en það kom ekki, heldur bréf frá móður lians, sem vildi fá fréttir frá honum. Næsti dagur

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.