Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1952, Page 7

Fálkinn - 18.07.1952, Page 7
FÁLKINN 7 12 HÚS BRUNNU. Bresk sprengjuflugvél, sem er af nýrri og óreyndri gerð, hrapaði nýlega til jarðar á húsaþyrpingu. Brunnu 12 hús, 9 af íbúum þeirra særðust og flugmaðurinn og farþegi í vélinni fórust báðir. Myndin er frá slökkvi- starfinu. „MISS UNIVERSE“. Þessi unga finnska stúlka, Armi Kuusela, var nýlega kjörin „Miss Uni- verse“ við fegurðarsamkeppni, þar sem saman voru komnar fegurðar- drottningar hvaðanæva að úr heiminum. Armi hafnaði 7 ára samning við kvikmyndafélag í Hollywood. Hún vill heldur hverfa aftur til Finn- lands og fullnuma sig í leikfimiskennslu. — Hér sést leikkonan Piper Laurie krýna Armi Kuusela, er hún hafði verið kjörin „Miss Universe“. leið, án þess að hann heyrði nokkuð frá Jane, en síðla næstu nætur kom herbergisiþerna Lady Panister og vakti hann. Amma hans var að skilja við, og hún var dáin, áður en Micha- el komst inn til hennar, þó að hann flýtti sér eins og hann gat. Michael gerði allar nauðsyn'legar ráðstafanir fyrir greftrunina og fór ekki til borgarinnar fyrr en um kvöldið. Hélt hann beina leið til móður sinnar, og varð þar fyrir hin- um róandi áhrifum, sem móðir hans hafði ætíð á hann. „Hún fékk hægl andlát, guði sé lof.“ „Eg vildi óska, að ég hefði getað tal- að við hana,“ svaraði móðir hans. „Hún var ]>ó móðir Teds. Eg hefði átt að reyna að skilja liana betur.“ „Eg liefði gjarna viljað fara með þig til hennar. En síðustu dagana lá liún alltaf í einhverju móki, svo að það hefði verið þýðingarlitið.“ „Viltu nú ek'ki hvíla þig dálitið hjá mér?“ Michael liristi höfuðið. „Néi, elsku mamma. Eg þarf að tala við Hester. Eg lofaði að koma til hennar. Eg þrái líka að sjá Elísabctu. Eg hefi ekki séð hana í marga dnga.“ Það var eins og móðir iians ætlaði að segja eitthvað, en hún þagði og kyssti hann í kveðjuskyni. „Já, farðu til veslings Hester. Hún verður vafalaust hrygg, þegar hún heyrir um andlátið. Eg hringdi heim til hennar, strax og ég fékk að vita það, en mér var sagt, að hún hefði farið út.“ Ilún andvarpaði. „En látlu mig ekki tefja þig drengur minn. Reyndu bara að vera rólegur. Eg er svo kvíðin út af þér.“ Hann hló eins gáskalega og hann gat. „Já, þú ert alltaf svo áhvggjuíull út af mér. En það er algjörlega óþarfi. Eg bjarga mér sjálfur.“ XVIII. Jane Briggs ók beina leið til stór- hýsis þeirra systkinanna og hringdi þaðan í allar áttir til þess að spyrj- ast fyrir um bróður sinn. En Gerald fannst hvergi, svo að Jane varð að tala við lögfræðinginn ein, þegar hann kom. Hann hafði ýmislegt að segja henni. En meginástæðan til þess, að hann hafði gort boð eftir henni, var sú, að Gerald hafði komið upp á skrif- stofur þeirra og viljað fá heimild fil að taka út háa upphæð án þess að tilgreina, í livaða skyni það væri gert. „Þér vitið," sagði lögfræðingurinn, „að hann getur þetta ekki án sam- þykkis yðar. Hann er að vísu auðug- ur, ungur maður, en hann eyðir miklu, þó að tekjur hans séu enn þá meiri. Samt sem áður getum við ekki samþykkt, að hann skerði stofnféð án þess að gefa nokkra skýringu. Svo verðum við lika að hafa samþykki yðar.“ Jane Briggs var skynsöm og liyggin stúlka, þótt ung' væri. „Eg verð líka að fá að vita ýmislegt fleira, áður en ég veiti samþykki mitt. Við verðum að reyna að koma vitinu fyrir Jerry. Hann á að visu þessa peninga, og það er sjálfsagt, að hann fái að nota þá i eitthvað þarUcgt. En livað ætlar hann að gera við þessa upphæð, sem hann vill fá? Hefir hann ekkert sagt yður?“ Lögfræðingurinn hristi höfuðið. „Nei, hann er þver og illur viður- eignar. En ég geri ráð fyrir, að það standi kvenmaður á bak við þetta. Eg h'eld, að hann sé að hugsa um að kvænast og ætli að stofna bú með þessum peningum. Ef svo er, þá breytist viðhorfið töluvert." „Já, það er satt,“ sagði Jane hægt. „Hann er orðinn myndugur og getur kvænst, þegar liann vill. En —- hvað um það, við verðum að reyna að afla okkur öruggari heimilda. Eg verð að tala við hann. Annars hefi ég hringt i allar áttir án þess að ná sambandi við hann.“ , Eg hefi heyrt, að hann hafði ný- lcga tekið íbúð á leigu með ungum Ameríkumanni, Querita að nafni,“ sagði lögfræðingurinn. Hafið ]>ér hringt þangað?“ Jane hristi höfuðið. „Nei. Eg hefi ekki vitað það fyrr en núna, að hann eyðir fé sínu í að leigja íbúðir úti um bæinn. Hvilík fásinna! Það er gott, að liann faðir okkar skuli ekki vera á lífi til þess að þurfa að horfa upp á þetta!“ Siðan fór lögfræðingurinn og Jane hét því, að hún skyldi reyna að ná í bróður sinn. Þó að Elísabet hefði verið kaldr- analeg og kæruleysisleg í framkomu við Michael, þegar hún hitti liann óvænt í næturklúbbnum, var hún þó mjög óróleg. Það gekk ekki al 11 að óskum henn- ar þessa daga. Henni fannst að vísu ágsett að hafa Gerald Briggs fyrir fjárhagslegan bakhjarl, en hún var farin að hafa viðbjóð á honum. Hins vegar var hún hrifin af Querita. Hann var eiginlega fyrsti karlmaðurinn, sem lnin var vei'k fyrir. En hún varð að standa á verði gegn töfrum lians, því að luin mátti ekki loka öllum sundum fyrir sér, þar sem hún átti peninga von. Þegar Elísabet bar Michael saman við þessa tvo menn, sem hún skemmti sér með, sá hún fljótt, að hann var gjörólíkur þeim. Yfir svip Michaels og í framkomu hans var eitthvað lig- ið og höfðinglegt. Hann var ekki eins dökkur og fallegur og Querita, en samt laglegur og háttprúður og bauð af sér einkar góðan þokka. Sú vissa, að lnin ætti í honum hverja taug, fyllti Elisabetu stundum óljósri gleði. En þrátt fyrir þetta hélt hún á- fram á skemmtanabrautinni. Drottn- unarfikn sinni svalaði hún á Gerald Briggs, sem hún lét bókstaflega skríða fyrir sér, og svo lék hún sér einnig að eldinum með þvi að „kveikja í“ Benito Querita. En hvorugum þeirra vildi hún bindast. Sem kona Michaels Panister mundi hún sennilega fá þá stöðu í þjóðfélaginu, sem liún sóttist eftir. Ilann fengi áreiðanlega einhverja mikla nafnbót með tímanum. Hún var Michael mjög reið og móð- ur sinni enn reiðari fyrir að segja honum sannleilcann um samband þeirra. Henni hefði áreiðanlega ekki gengið gott til með þvi. Þegar Michacl var farinn af næt- urklúbbnum um kvöldið, þóttist Elísabet allt i einu verða þreytt og þurfa að fara heim. Hvorugur fékk að fylgja henni lieim, en hún fékk bifreið Geralds að láni. Á heimleið- inni fór hún að velta ýmsu fyrir sér, sem hún hafði látið sér í léttu rúmi liggja áður. Þegar heim kom, tók móð-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.