Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1952, Blaðsíða 10

Fálkinn - 18.07.1952, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Sir Walter Scott: Ógœ^uAatna jatUfrúin 1111» ÞÉR . . .? hvers vegna peningar úr gulli og silfri eru með gárum á brúninni? 75. Ef.tir því sem nær dró Kenil- worth, var tæplega hægt að þverfóta fyrir fólki, sem var á leið til hátíð- arinnar. Vagnar, hlaðnir vistum og öðrum föngum, fylltu alla vegi. En því nær sem dró virtist móðurinn fara af jarlsfrúnni æ því meira. Þegar Wayland spurði, hvort hann ætti að ríða á undan og sækja Tressilian, vildi Amy alls ekki gera fyrrverandi biðli sínum neitt óhagræði. 7(i. Þegar nálgaðist höllina, læstist kviðinn um jarlsfrúna. Það gagnaði ckki, þótt hún reyndi að huglireysta sig með því, að það væri þó sjálfur eiginmaður hennar, sem væri eigandi Kenihvorth-kastalans og því væri hún húsmóðirin í raun og veru. Samt fannst henni luin litil og ósjálfbjarga og bar kvíðboga í brjósti um það, livað maður hennar mundi scgja, er luin hegðaði sér þannig gegn vilja hans og afhjúpaði lúð leynilega hjónaband. 77. Ríðandi lífvörður drottningar- innar hélt vörð um veginn til hall- arinnar, og Amy og Wayland tókst því aðeins að komast leiöar sinnar, að þau létust vera meðlimir trúða- hópsins. Þegar þau voru kontin inii i innsta hallargarðinn, bað Amy dyravörð einn að sækja jarlinn af Leicester. Hún liafði ekki niunað eft- ir, hvernig luin var klædd, og vakti þessi beiðni licnnar því megnan lvlátur allra viðstaddra, sem grun- aði sist, að hér væri á ferðinni sjálf hallarfrúin. 78. Með hjálp góðra drykkjupen- inga tókst Wayland þó að tryggja henni herbergi. Á meðan hann skrapp frá til þess að útvega henni mat, greip hún tækifærið til þess að skrifa fáeinar línur til jarlsins, því að hún vildi ekki láta á sér bera þarna, fyrr en henni hefði borist svar rnanns síns og leyfi hans til þess að ntega taka sér þann sess, sem henni bar við hlið hans. Þegar Wayland var kominn aftur, bað lnin hann flytja jarlinum bréfið, hann hlyti að vera einhvers staðar í föruneyti drottn- ingar annars staðar í kastalanum. 79. Á meðan Wayland reikaði um með bréfið, ha.fði Tressilian komið til Kenilworth. Honum var vísað til herbergis og varð því ekki lítið undr- andi, er hann sá, að þar sat kona inni, en mest hissa var hann, er hann komst að raun um að konan var engin önnur cn Amy. Þjónninn hafði í annríkinu visað honum á frátekið lierbergi, en ekki vitað, hve afleið- ingarík siík mistök gátu verið. Tressilian, sem séð hafði Varney í föruneyti Leicesters, hrópaði: — Eg 'bjóst ekki við að hitta konu Varneys hér! 80. Ilún þaut upp móðguð: — Konu Varneys! Vitið þér eiginlega hvers kona ég er? Hún ætlaði að fara að nefna nafnn jarlsins, en hætti við það og kastaði sér fyrir fætur Tressili- ans: — Tressilian, mælti hún biðj- andi, — ég veit, að þér liafið elskað mig, og ég veit, að þér þykist gera föður minum mikinn greiða með þvi Það cr gert til tryggingar því, að menn sverfi ekki brúnirnar til þess að stela málmi úr peningunum. að baráttan gegn eiturlyfjum gengur svo vel, að þau hækka í verði hjá smyglurunum? 1 baráttu tollþjóna og landamæra- lögreglu við smyglara veitir ýmsum betur. Þegar yfirvöldunum veitir bet- ur hækkar eðlilega verðið á eitur- lyfjunum á svartamarkaðinum, því að framboð vörunnar minnkar. í hvert skipti, sem lögreglan uppgötvar nýtt smyglarabragð breyta smyglararnir um aðferð. Þannig upgötvaði lögregl- an í Egyptalandi nýlega að með því að gegnumlýsa úlfálda, að þeir voru með málmhylki með eiturlyfjunum í magánum. En sdðan eru smyglararnir farnir að nota gúnrmíhylki utan um eitrið, sem þeir láta úlfaldana gleypa. TVÍFÆTTUR GUÍS. — Iljá Niels Næs- borg, bónda í Hurup í Danmörku, fæddist í liaust grís, sem báðar aftur- lappirnar vantar á. En hann kjagar á framlöppunum og er einna líkastur önd í göngulaginu. Dýralæknirinn hef- ir beðið bóndann um að láta grisinn lifa, svo að tækifæri sé 'til þeís að athuga hvað valda muni þessari van- sköpun. Telur dýralæknirinn líkleg- ast að það sé fjörefnaskortur hjá móð- urinni. — að leita að mér. Lof mér því engu síður að hafast ekki aðÉ|tiesta sól- arhring. Innan þess tíma*skuluð þér leiddir í allan sannleika, og þá get ég ef til vill lijálpað yður! Þessu lof- aði hann og gekk undrandi út úr herberginu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.