Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1952, Qupperneq 13

Fálkinn - 18.07.1952, Qupperneq 13
FÁLKINN 13 Þegar þangað kom sá hann Micky læðast út úr einum skúrnum. Um leið heyrðist ferlegt glamur innan úr húsinu, eins og tíu vinnukonur hefðu misst tíu bollabakka niður á steingólf. En það var málmhljóð í glamrinu en ekki glerhljóð. Richard og Micky litu hvor á annan. IV. Mr. Puddephcitt. Richard sá að Mike brá jafn mikið og hon- um sjálfum, er hann heyrði gauraganginn inni í húsinu. En þessi írski þúsund þjala smiður var fljótur að jafna sig. — Dómsdagur hlýtur að vera kominn án þess að gera boð á undan sór sagði hann og drap tittlinga. Ilvað var þetta? spurði Richard. — Frú Bridget hefir sjálfsagt velt eldhús- skápnum ofan á sig, sagði Mike. — Eða skrúðganga af bollum og diskum hefir verið á leiðinni niður kjallarastigann og skrikað fótur. Þrátt fyrir gamansemina í orðunum fannst Richard hann lesa alvöru úr andliti manns- ins. Honum datt í hug að írinn mundi hafa getið sér til um réttu ástæðuna fyrir gaura- ganginum og væri að reyna að leyna henni fyrir gestinum. — Þið farið snemma á fætur hérna, sagði Richard og lét sem hann væri hættur að hugsa um glymjandann. — Eg sef illa, sjáið þér, og þegar ég get ekki sofið fer ég á fætur til að njóta náttúru- fegurðarinnar alveg eins og þér, hr. Redgrave. Maðurinn var fjörlegur, eins og hann hefði sofið ágætlega alla nóttina. — Langar yður til að sjá hestana? bætti hann við. — Já, þökk fyrir, svaraði Redgrave, og elti Mike út í hesthúsið, sem var í öðrum enda úti- hússins, næst íbúðarhúsinu. Þar stóðu tvær írskar hryssur hvor á sínum bás, ljómandi fall- egar skepnur, með fallega fætur og þráðbeina hálsa. En Richard hafði ekki vit á hestum og eftir að hann hafði lýst aðdáun sinni með nokkrum algengum lofsyrðum, fór hann inn í reiðtygjaskúrinn og þaðan út á hlaðið. — Þið rekið engan búskap hérna núna, sagði hann. — Nei, sagði Mike og fór úr jakkanum og fór að kemba hestunum. — Bifreiðar og bú- skapur eiga ekki saman. Það eru mörg ár síð- an hæna hefir gaggað á hlaðinu hérna. Richard fór inn í fleiri skúrana. í einum þeirra stóð Panhardbifreið, sama gerð og sú sem Dolmer lávarður átti. Hann leit á hana og sá að hún var ökufær. Svo náði hann sér í skrúfujárn og losaði skrúfu úr hemilborðan- um á framhjóli. Hann stakk skrúfunni i vas- ann og hélt áfram. I næsta skúrnum stóðu hin- ar bifreiðarnar tvær, og inn af þeim skúr var FELUMYND Hvar er eigandi hundsins? verkstæði með alls konar tækjum og varahlut- um. Þar svarf hann innan úr skrúfunni, sem hann hafði tekið og fór svo aftur inn í fyrri ■skúrinn og stakk skrúfunni lausri á sinn stað. 1 horninu á skúrnum voru læstar dyr, þær einu þarna í úthúsunum, sem voru aflæstar. Hann margreyndi að opna þær en gafst svo upp við það. Mike stóð í opnu dyrunum og horfði á hann á meðan. — Eg hefi verið í könnunarferð! kallaði hann til hans. — Þér munuð ekki hafa fundið Ameríku? kallaði Mike á móti. — Nei, sagði Richard og hló. — En ég held að ég verði að reyna að finna þorpið. Hvaða leið á maður að fara þangað? — Niður trjágöngin og svo upp brekkuna og niður næstu brekku, og svo haldið þér bara áfram þangað til þér komið þangað. Það er tveggja kílómetra leið á daginn og f jögurra á nóttunni. Richard kom aftur að íbúðarhúsinu stund- víslega klukkan sjö. Teresa var úti í garðinum að tína blóm. Þau töluðu eitthvað um hve skemmtilegt væri að fara snemma á fætur og hve það væri hollt að hreyfa sig fyrir morgun- verð, um hve veðrið væri dásamlegt, og svo heyrðist hringing. — Morgunverðurinn, sagði Teresa og hljóp inn. Aftur hafði verið borið á borð í forsalnum. Richard furðaði sig á hve afarmikil stundvísi væri þarna á heimilinu, en þegar hann sá and- litið á gömlu konunni, sem kölluð var Bridget hætti hann að vera hissa. Því að Bridget var auðsjáanlega ótæmandi uppspretta reglusemi og nákvæmni. Hvað sem hitt fólkið hafðist að gat það treyst því að gamla konan gieymdi ekki tímanum. Raphael Craig kom út úr herberginu, sem hann hafði horfið inn í sex timum áður. Hann kyssti Teresu og tók fast í höndina á Richard. I skærri morgunbirtunni fannst Richard and- ht hans beinlínis vera göfugmannlegt. Honum fannst nær að álíta að hann væri skáld eða mikill vísindamaður, fremur en bankastjóri. Hann virtist í sífellu vera niðursokkinn í djúp- ar hugleiðingar um alheiminn. En hann át morgunverðinn með mikilli lyst. Raphael Craig innbyrti ótrúlega margar sneið- ar af fleski með eggjum. — Hvernig kemstu í borgina í dag, pabbi? sagði Teresa. — Það er laugardagur í dag, þú manst það? — Eg tek Panhardinn. Þú eyðilagðir hinn bílinn í nótt, og ég kæri mig ekki um að glíma við rafmagnsbílinn svona snemma morguns. Nei, þú ferð nú ekki lagt á Panhardinum, hugsaði Richard með sér. Eg hefi séð fyrir því. — Kannske þér viljið gera mér þá ánægju að aka með mér, herra Redgrave? sagði gamli maðurinn svo. — Já, þakka yður fyrir, því tek ég fegins hendi, sagði Richard. — Yður er ekki illa við að aka hratt? spurði Craig. — Við förum eftir kortér og ég verð að vera kominn til Kilburn fyrir klukkan hálf- tíu. — Því hraðar því betra, sagði Richard. — Afsakið þér, herra Craig, en það er eitt- hvað að Panhardbílnum. Skrúfa á framhjóls- hemlinum slitin. Það var Micky sem sagði þetta. Hann hafði opnað forstofudyrnar í hálfa gátt og stakk hausnum inn. Skuggi fór um andlitið á Raphael Craig. — Jæja, er eitthvað að? spurði hann. — Já, herra Craig, En herra Redgrave hefir vit á bilum, svo að hann getur kannske lag- fært það, sagði Mike. Richard fannst einhver hæðnishreimur vera í rödd hans. Nú fóru allir út til þess að líta á Panhardinn. Sem bílfróður maður varð Richard vitanlega að taka að sér að lita á bilunina. Hann tók burt „slitnu“ skrúfuna en var svo óheppinn að missa hana og hún datt niður í sprungu milli flórhellnanna. — Jæja, það verður þá að hafa það, sagði Raphael Craig og yppti öxlupi ergilegur. —

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.