Fálkinn


Fálkinn - 19.09.1952, Blaðsíða 10

Fálkinn - 19.09.1952, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Sir Walter Scott: *■ Ogœjfuáattta jatbfi 118. Þegar Lambo'urne hafði náð fundi Varneys, stakk sá síðastnefndi upp á því, að hann (Lambourne) tryggði sér hylli jarlsins og dræpi jarlsfrúna. En Lambourne var ekki forhert illmenni þótt stigamaður væri og auk þess hreykinn af þeirri ábyrgð, sem jarlinn hafði lagt á hann. Hann krafði Varney því um innsiglið og sagði frá bréfinu, sem vissulega hefði kollvarpað öllum ráðagerðum Varneys. 119. Varney varð það smám saman Ijóst, að liann mundi engu tauti geta komið við Lambourne. Þegar Foster og Amy höfðu riðið góðan spöl á undan, svo að engin vitni voru ná- læg, losaði Varney sig við liinn hættulega sökunaut með einu skamm- hyssuskoti. Hijóðalaust féll Lamb- ourne af hestinum. Varney tók bréf jarlsins og tæmdi vasa mannsins, svo að ódæðið liti út sem ránmorð. B. Box 6 CopenhoQrn 120. Þegar þau komu til Cumnor Place, var drottningin flutt í fjarlæga hallaráimu og dyrum vandlega læst að baki henni. Foster sýndi Varney, hvernig hægt var að nota brú nokkra, sem lá yfir djúpa gjá að dyrum þeim, er jarlsfrúin gat gengið um, — sem gildru, með þvi að hagræða henni þannig að hún lægi sem tæpast á brúninni, svo að hþn sviki, þegar á hana væri stigið. Þeir ákvaðu siðan að lokka ]arls- frúna fram á brúna, jafnskjótt og þeir hefðu hagrætt öllu sem vendilegast. 121. En um nótitina fékk Foster samúð með hinni ógæfusömu jarlsfrú og þegar þeir Varney fóru upp til þess að útbúa gildruna gerði hann sér erindi til frúarinnar að spyrja hana, hvort hana vanhagaði ekki um neitt. Jafnframt lagði hann rikt á við hana að sýna þolinmæði og láta ekki undir neinum eftir sér að yfir- gefa lienbergið, fyrr en maður henn- ar, jarlinn af Leicester, væri kominn, og þangað til mundi skammt að biða. Hann fór síðan út úr herberginu með betri samvisku, en lét þó, — eins og þ'eir Varney höfðu talað um, — dyrn- ar vera ólæstar. 122. Litlu síðar kváðu við hófa- skellir í kastalagarðinum. Jarlsfrúin hugði, að þetta mundi vera maður sinn og hljóp glöð og eftirvæntingar- full út um dyrnar. í sama bili brast brúin. Það heyrðist niðandi hljóð, — þungt fall, — veik stuna .... þögn. Heppnaðist mér bragðið, hrópaði Varney um leið og hann varpaði sér af baki, þvi að það var hann sem hafði blekkt jarlsfrúna með því að koma þeysandi í hlaðið. 123. Þeir skriðu hægt fram á brún- ina og gægðust niður í gjána hyl- djúpa. Þar sást eitthvað, sem líktist lítilli, hvítri snjódyngju. Það var lík jarls- frúarinnar. Varney vildi, að þeir byggju svo urn hnútana, að svo mætti virðast sem jarlsfrúna hefði einungis hent ó- viljandi slys. En ráðagerðirnar urðu aldrei veruleiki, því að allt í einu var Tressilian riðinn í hlað ásamt mönnum sínum. ¥ITIÐ ÞÉR . . .? að hraði fótboltans getur orð- ið allt að 100 km. þegar hon- um er sparkað? Þó að knötturinn hægi fljótt á sér, er hann þó ekki nema fáein augna- blik að markinu, t. d. þegar sparkað er vítaspyrna, svo að vörnin eða mark- vörðurinn verður að vera viðbragðs- fljótur, ef hann á að verja markið. — hvernig amerískir hermenn tæma napalm-slöngurnar? Napalm er eins konar bensínkvoða, sem er notað sem íkveikja í sprengj- um í Kóreustriðinu. Eru slöngur not- aðar til að dæla eldsneytinu í sprengj- urnar, en á eftir þótti seinlegt að tæma slöngurnar þangað til einhver hugvitsamur maður tók upp á því að aka bílhjóli eftir endilangri slöngunni. Þá þrýstist napalmkvoðan úr. að kolkrabbar geta flogið eins og þrýstiloftsflugvélar? Allir vita að kolkrabbar synda á þann hátt að þeir spýta vatnsgusu úr sér, sem hrindir þeim áfram á líkan hátt og loftið knýr áfram hina nýju þrýstiloftsflugvélar. Hitt er ekki eins kunnugt, að sumir kolkrabbar geta skotið sér upp úr sjónum eins og flug- fiskar og svifið talsverðan spöl í loft- inu. Á Kontiki-ferð Tlior Heyerdals sáu þeir félagar kolkrabba gera þetta-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.