Fálkinn - 19.09.1952, Side 11
FÁLKINN
11
— Þú verður að spila eitthvað, sem
ekki er svona raunalegt. Nú er það
farið að gráta, fólkið uppi á loftinu.
Borðbæn.
Heima í sumarfriinu.
— Eg veit það er bjánalegt, en viltu
samt ekki fara eina ferð honum til
samlætis?
Sitt al hverju um öl
í mörg lmndruð ár hafa ölgerðir
víðsvegar um heim reynt að stæla hið
fræga öl, sem framleitt hefir verið í
tveimur ölgerðum í Pilsen öldum sam-
an og gengur undir nafni borgarinn-
ar. Vatnið, sem notað er þar hefir ver-
ið rannsakað, nákvæmlega sömu efni
notuð í ölið, sams konar bruggker not-
uð, hitastigin á gerjuninni hagað alveg
eins og bruggmeistarar fengnir að láni
frá Pilsen. En samt hefir engum öl-
gerðum annars staðar tekist að búa
til jafngott öl og það, sem brugghúsin
tvö i Pilsen framleiða.
í meðalárferði eru um 38000000000
lítrar af öii drukknir í veröldinni.
Samkvæmt lögum, sem sett voru ár-
ið 1694, hefir Englandsbanki leyfi til
þess að 'brugga öl og reka bjórstofur.
I margar aldir voru í London öl-
matsmenn, sem gengu á milli kránna
og litu eftir að ölið sem selt var væri
sæmileg vara. Til þess að ganga úr
skugga um hvort nægilega mikið væri
af sykri í ölinu skvettu þeir sopa á
stól og 'settust svo á hann í leðurbrók-
unum sínum. Ef brókin loddi við stól-
inn var ölið óaðfinnanlegt.
I Babylon við vötnin ströng var öl
drukkið fyrir 4000 árum og meira að
segja reknar bjórkrár. Um 2000 árum
f. Kr. voru sett lög um að bjórstofu-
eigendur væru skyldir til þess að sjá
um að gestirnir lentu ekki i áflogum,
og að þeir hefðu ekki hátt.
Mr. Hague Johnson i Hollywood,
sem sjálfur er stakur bindindismað-
ur hefir safnað miðum af ölflöskum og
á um 3000 mismunandi tegundir frá
ýmsuin löndum. Sjálfur hefir liann
aldrei bragðað öl..
Á bjórstofu í Joliet í Bandaríkjun-
um gerðu gestirnir „þaulsetuverkfall“,
vegna þess að eigandinn hækkaði verð-
ið á ölinu. Þeir komu á stofuna eins
og áður og átu saltar möndlur en báðu
ekki um öl né aðra drykki. Loks lét
gestgjafinn undan og lækkaði verðið.
Þá hafði drykkjustöðvunin staðið í
hálfan mánuð.
Háskóli einn í Berlín hafði um skeið
sérsaka kennsludeild i ölbruggunar-
fræðum og útskrifaði „kandídata“ það-
an. Námið tók þrjú ár og bruggmeist-
arar úr ýmsum löndum sóttil skólann.
Hermenn, sem tóku þátt í styrjöld-
inni í eyðimörk Norður-Afríku fundu
ráð til þess að kæla ölið áður en þeir
drukku það. Þeir skvettu bensíni á
flöskurnar, en það gufar liratt upp og
kólnaði þá innihaldið í flöskunum.
Fyrir nokkrum árum tók bjórkrár-
eigandi í Texas upp nýja greiðsluað-
ferð hjá viðskiptavinum sinum. Þeir
fengu aðgöngumiða, sem gaf heimild
til þess að $itja ákveðinn tíma í kránni
og á þessum tíma máttu gestirnir
drekka ein's mikið og þeir gátu. Eig-
andinn segist ekki hafa tapað á þessu
fyrirkomulagi utan nokkur kvöld, sem
þýskt söngfélag var i borginni og kom
á krána milli þess að það hafði æfing-
ar.
í Bayern var stofnað félag með yfir
hálfri milljón meðlima til þess að
vinna á móti bjórstofum, sem seldu
öl með of mikilli froðu. Sektaði félag-
ið ýmsa bjórstofueigendur fyrir þetta.
Meðlimirnir báru merki með mynd af
fullu ölglasi og enginn þorði að bjóða
þeim glas, sem var freyðandi niður
undir iniðju.
Langt fram eftir miðöldum var það
eingöngu kveiifólk, sem fékkst við öl-
bruggun. Hún var alls ekki talin karl-
mannsvinna heldur eldhúsverk.
LITLA SAGAN
„Stflrfsfcrœöur“
pjAÐ VAR drepið á búningsklefa-
dyrnar hjá dr. Bano Radini og
þegar hann sagði ,jkom inn“ sást
ljómandi falleg og afar prúðbúin dama
í dyrunum. Hún var á að giska um
fertugt.
Það fór sjálfsánægjubros um hroka-
fullt andlitið á Radini. Þetta var í
ekki i fyrsta skipti, sem heilluð frú
úr áhorfendahópnum gerði sér ferð
upp til lians að lokinni sýningu.
— Gerið svo vel og fáið yður sæti,
frú mín góð,'sagði hann og benti á stól.
Hún kinkaði kolli og brosti ofur-
lítið. Hann horfði á hana og hugsaði
með sér: „Ekki sem verst .... full
þroskuð, en ekki sem verst....“
— Jæja, voruð þér ánægð með sýn-
inguna, frú?
— Já, Ijónin voru fyrirtak og mað-
ur stóð á öndinni meðan maður horfði
á trapes-fimleikana. Og leiktrúðarnir!
Það er orðið langt síðan ég hefi
skemmt mér jafn vel.
Radini laut fram til liennar og aug-
un voru full af losta.
— Og .hvaða atriði þótti yður best?
— Eg veit svei mér ekki. Þau voru
öll góð, hvert upp á sinn hátt, — ég
meina. En skiljið þér, dr. Radini. Eg
kem til yðar vegna þess að maðurinn
roinn var einn af þeim, sem þér Jékiið
listir yðar á.
— Jæja. Og hefir hann yfir ein-
hverju að kvarta?
— Já, hann hefir það.
Radini sótroðnaði.
— Hvernig á ég að skilja það? Ætlar
liann kannske að halda því fram að
hann hafi ekki fengið úrið sitt aftur,
eða vasabókina — eða hvað það nú
er sem ég hefi nælt í úr vösum lians?
— Alls ekki. Hann fékk auðvitað
úrið sitt aftur. En nú skal ég segja
yður — maðurinn minn hafði heyrt
svo mikið talað um þetta sýningar-
atriði yðar, að hann vildi endilega
fara og sjá yður. En hann var ekki
ánægður með frammistöðu yðar. Hann
'sagðist hafa fundið þegar þér tókuð
af honum úrið.
— Svo-o? Því á ég bágt með að trúa!
Enginn maður í öllum heiminum leik-
ur þessa list eins vel og ég. Og hvers
vegna tók hann ekki fram fyrir hend-
urnar á mér, úr því að hann fann að
ég var að taka af honum úrið?
— 'Hann vildi ekki eyðileggja fyrir
yður skemmtunina .... það var starfs-
bróðurhugurinn sem réð því.
— Hvað segið þér? Starfsbróður-
liugurinn?
— Já, að vissu leyti. Maðurinn minn
stundar lieiðarlega atvinnu núna, en
.... það var hérna einu sinni .... e-
e .... nú jæja. En í kvöld gat hann
ekki staðist freistinguna. Gerið þér
svo vel!
Radini 'starði á úrið, sem hún lagði
i lófa hans. Svo þuklaði hann á hvita
vestinu sinu og gapti af undrun.
— Úrið mitt! Aldrei hefi ég vitað
meiri ósvifni! Eg kæri þetta fyrir lög-
reglunni!
— Haldið þér að það yrði hentug
auglýsing fyrir dr. Radini? Eg er
hrædd um ekki. Þakka yður fyrir lán-
ið — og þökk fyrir i kvöld.
TÍSKUMYNDIR
Þetta er enskur kjóll, einfaldur í sniði
og látlaus. Hann er fleginn í hálsinn
og fallega rykktur á brjóstinu. Pilsið
er slétt að framan en fellur í mjúkum
smáfellingum niður um mjaðmirnar.
Mjótt svart belti um mittið svarar til
slaufunnar á barminum. —
Það er þægilegt að hafa þennan létta
jakka meðferðis í ferðatöskunni þegar
farið cr í ferðalag. Hann er frá Mont-
aigne, úr marenbláu bómullar astra-
kan. Hann er opinn og ermarnar, sem
sniðnar eru upp í háls eru pokaerm-
ar með þröngum líningum sem hneppt
er framan við olnbogann. —
Hún stóð upp og gekk til dyra.
— Maðurinn yðar hefir vist orðið
gramur þegar þér neydduð hann til
að láta þetta dýra úr af hendi við
yður? sagði Radini.
— Neyddi hann? sagði liún og brosti
aftur. Eg neyddi hann ekki. Hann
vissi ekkert þegar ég náði því úr
vasa hans.