Fálkinn - 19.09.1952, Síða 12
12
FÁLKINN
ARNOLD BENNETT:
Silfurpeningarnir
£pema\\4i leijnilcífrecfluAaya 11.
— Þér haldið þá að þér hafið átt afabróð-
ur, sem arfleiddi föður yðar að öllu þessu
silfri?
— Auðvitað. Eg man að faðir minn fékk
mörg skjöl, sem hann átti að undirskrifa, og
að hann sótti peninga í köggum í bílnum sín-
um.
— 'Hvert sótti hann þá?
— Það man ég ekki. Það var á einhvern
stað skammt frá London, en ég hefi.gleymt
hvar.
— Hvað munduð þér segja ef ég segði yð-
ur til dæmis, að þér hefðuð aldrei átt neinn
afabróður, sem hét Andrew, eða ef sú persóna
hefði verið til þá hefði hann aldrei arfleitt
föður yðar að neinu?
— En við gengum sorgarklædd? sagði
Teresa barnalega.
— Það getur vel verið, sagði Richard.
— Með allri virðingu fyrir föður yðar, ung-
frú Craig, þá hefi ég grun um, að það hafi
hann einmitt gert. Eg veit það ekki með vissu,
en mig grunar það. Hefir yður ekki grunað
sitt af hverju líka? Svarið því í fullri ein-
lægni.
Teresa hikaði.
— Jú, sagði hún lágt. — En ég sver að ég
hefi trúað föður mínum.
Þau óku gegnum þorpið Chalk Hill og sam-
tal þeirra féll niður. Nokkru ofar sáu þau opið
hlið og breiðan stíg niður að kalknámunni.
Það var á þessum stíg sem Richard hafði séð
fílinn draga bílinn fyrir tveimur kvöldum.
Richard ók varlega að hliðinu og nam stað-
ar. Þau stigu út úr bílnum og gengu út á flöt-
ina.
— Ef allt væri með felldu viðvíkjandi
þessu silfri — hvers vegna skyldi faðir yðar
þá þurfa að fara svona laumulega með það?
spurði Richard. — Hverju bar hann við þeg-
ar hann bað yður um að hjálpa sér?
— Hann bar ekki neinu við, sagði Teresa
stutt. — Eg gerði það sem hann bað mig
um. Eg er dóttir hans. Það er ekki mitt að
heimta skýringar af honum. Auk þess þótti
mér afar gaman að þessu. — Þér verðið að
muna, herra Redgrave að ég er ekki orðin
gömul enn.
Þegar þau komu upp á bala á hæðinni sáu
þau rafmagnsbílinn á flötinni.
Þau læddust varlega þangað en urðu ekki
vör við Raphael Craig. Vöruðust að fara
nærri krókastígnum niður í námuna en lædd-
ust fram á brún, þar sem kalkstálið var lóð-
rétt niður. Richard lagðist á magann og gægð-
ist fram af brúninni. Tíu metrum fyrir neð-
an sig sá hann Raphael Craig standa, að því
er virtist sigri hrósandi, yfir líki Mickys, eða
öðru nafni Nolans lögreglumanns. Craig hélt
á ljóskeri í hendinni svo að hægt var að grilla
í stirðnað andlit mannsins frá Scotland Yard.
Áður en Richard gat hindrað það hafði
Teresa einnig gægst fram af brúninni.
— Guð hjálpi mér! veinaði hún — Er fað-
ir minn ....
Hún þagnaði fljótt. Gamli maðurinn leit
vinalega upp til hennar.
Teresa og Richard hlupu eftir brúninni og
niður krókastíginn. Þau námu staðar fyrir
framan Raphael Craig og líkið lá milli hans
og þeirra.
— Hvað á' þetta að þýða? spurði gamli
maðurinn kuldalega og strauk hvítt hárið frá
enninu. — Eruð þér nú farinn að njósna
aftur?
Hann einblíndi á Richard. Það var eins og
hann sæi ekki líkið við fæturna á sér.
— Pabbi! hrópaði Teresa. — Ef þú hefir
drepið hann þá flý þú sem fljótast. Taktu bíl-
inn og komdu þér undan eins fljótt og þú
getur .... og eins langt og þú getur. Herra
Redgrave og ég ....
— Drepið hann? sagði Craig. — Því skyldi
ég hafa drepið hann. Eg fann hann liggjandi
hérna .... þegar ég kom hingað til að leita
að honum. Hann hlýtur að hafa hrapað fram
af brúninni.
— Hann er ekki dauður! hrópaði Teresa.
Hún hafði lagst á kné hjá lögreglumannin-
um.
— Eg bjóst heldur ekki við þvi. En þó hann
hefði drepið sig þá hefði það ekki verið nema
rétt á hann.
— Er ekki best að við flytjum hann heim
á Queens Farm? sagði Richard rólega.
*— Eins og þér viljið sagði Craig. — Það
er svo að sjá sem þér hafið tekið okkar mál-
efni að yður.
— Herra Redgrave er hér vegna þess að
ég grátbændi hann um að koma, pabbi, sagði
Teresa.
— Þú! Raphael Craig starði á hana. — Þú!
Á ég nú að neyðast til að formæla.þér líka,
eins og ég formælti henni systur þinni?
Eigi að síður hjálpaði hann Richard til að
bera lögreglumanninn upp krókstíginn, upp
á flötina, og það var erfitt verk. Þeir lögðu
Nolan inn í aftursætið á rafmagnsbílnum.
— Farið þér með hann, sagði Craig rudda-
lega. — Komið þér honum burt.
— Og þér? spurði Richard.
— Eg kem á eftir.
Richard og Teresa settust í rafmagnsbíl-
inn og óku upp að hliðinu. Hvorugt sagði orð.
Þegar þau komu til Queens Farm báru stúlk-
urnar Nolan upp á loft og háttuðu hann ofan
í rúm. Nú hafði verið kveikt aftur. Lögreglu-
maðurinn hafði fengið meðvitundina aftur,
en hann var máttfamari en svo að hann gæti
gefið nokkra skýrslu. Hann benti bara á höf-
uðið á sér og þar var stór kúla, en það var
ekki að sjá að hann hefði hlotið hættuleg
meiðsli. Hann hafði fengið heilahristing en
hvernig hann hafði fengið hann gátu þau að-
eins gert sér getgátur um. Hann drakk dá-
lítið koníak og vatn og lá endilangur í rúm-
inu og virtist ekki langa að reyna svo mikið
á sig að anda.
Nú heyrðist suðið í litla bílnum fyrir utan.
Teresa hljóp út að glugganum.
— Þarna kemur pabbi, Juana, sagði hún
kvíðandi. — Ef hann skyldi koma upp á loft
— Farðu út og stöðvaðu hann áður en hann
kemur upp, sagði Juana. Við Bridget skulum
hugsa um Micky.
— Það var samúð í röddinni er hún leit
á litla manninn í rúminu. Þegar hann heyrði
nafnið Micky nefnt opnaði hann augun.
— Eg hrapaði fram af brúninni ofan í
námuna, muldraði hann. — Það var svo
skreipt á grasinu eftir rigninguna .... Það
heyrðist enginn írskuhreimur á mæli hans
núna.
Svo lagði hann augun aftur.
Það var eins og fargi væri létt af Teresu.
Hún gekk út úr herberginu. Faðir hennar var
þá ekki morðingi og hafði ekki einu sinni dott-
ið í hug að verða það.
Þegar hún kom niður stigann í forsalinn
komu Richard og faðir hennar inn úr dyr-
unum. Þeir höfðu sett bílana inn í skúrinn.
— Hvar er hann? spurði Raphael Craig
dóttur sína.
— 1 gestaherberginu baka til, pabbi. Hann
er ekki alvarlega slasaður?
— Eg fer upp og sé hvernig honum líður,
sagði Craig.
— Æ, nei, gerðu það ekki, pabbi, sagði
Teresa. — Bridget hugsar um hann, og ég
held að hann sé að sofna.
Raphael Craig yppti öxlum. — Og nú
langar mig til að tala dálítið við yður, sagði
hann við Richard og opnaði stofudyrnar.
Þeir fóru báðir inn í stofuna. Craig ætlaði
að loka á eftir þeim þegar Teresa kom.
— Eg þarf líka að segja nokkur orð við
ykkur, sagði hún fast.
— Þá geturðu gert það á eftir, svaraði
faðir hennar stutt.
— Nei, ég þarf að segja dálítið núna.
Raphael Craig settist í Hesterfieldstólinn en
Richard og Teresa stóðu. Richard var fyrir
sitt leyti staðráðinn í að nú skyldi öllum felu-
leik lokið. Hann ætlaði alls ekki að láta
gamla manninn komast upp með að blekkja
hann með torráðnum spurningum. Þess vegna
tók hann sjálfur til máls strax, og einblíndi
á ljósgrænt dagblað sem stóð upp úr jakka-
vasa Craigs.
— Hr. Craig, sagði hann. — Eg skal ekki
tala langt mál. Eg kom hingað fyrir tveim-
ur dögum til að afhenda rafmagnsbíl frá
Williamson & Co. Að vísu var ég í raun réttri
starfsmaður Williamsons þá, en ég hafði ann-
an tilgang með heimsókninni en að skila bíln-
um. Eg get vel sagt yður að ég er einkaspæj-
ari, og sem slíkur kom ég.
Aha! sagði Craig. — Svo að þér voruð þá
snuðrari. Eg átti þá kollgátuna!
— Eg hefi verið kallaður líkum nöfnum
áður, sagði Richard. Hann leit á Teresu, og
hún leit ekki undan. — Hins vegar hefi ég hætt
eftirgrennslunum mínum núna. Nánar tiltek-
ið hætti ég þeim í morgun. Og í þetta skipti
er ég ekki kominn hingað sem njósnari.
— Hvað knúði yður til að afrækja erind-
ið, herra einkanjósnari? spurði Craig og
strauk hvítt skeggið.
— Eg hafnaði því vegna dóttur yðar!
glopraðist út úr Richard.