Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1952, Blaðsíða 3

Fálkinn - 26.09.1952, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Frá iðnsyningimni ASsóknin að iSnsýningunni liefir veriS geysilega mikil, einkum um helgar. Um síSustu helgi höfSu rúm- lega 25. þús. manns skoSaS sýning- una. FariS er aS selja aSgangskort, sem gilcla oftar en einu sinni, og cr þaS til mikilla þæginda, því aS ein ferS nægir fæstum til þess aS skoða þessa viSamiklu sýningu. Þvi betur scm fólk skoSar þessa sýningu því fleira rekst þaS á, scm þaS hefir ekki haft hugmynd um, aS framleitt væri af islenskum iSnaSar- mönnum. Margir haglega gerSir hlut- ir fara líka framhjá mönnum viö fyrstu yfirferS, svo aS sanna og full- komna mynd fær enginn af sýningu þessari nema sá, er grandskoSar livern sýningarklefa og skáp. Hins vegar ber því ekki aS leyna, aS viSa sakna gestir fyrirtækja og jafnvel iSnaSargreina, sem æskilegt hefSi ver- iS, aS hefSu einnig séS sér fært aS taka þátt í sýningunni. Sumar grein- ar sýna og varla nema aS nafninu til. Bókaskápur, hægindastóll, sófi og sófaborð úr hinni smekklegu sýningar- stofu Kristjáns Siggeirssonar h.f. Neðri hluti bókaskápsins er Iokaður og þar eru hillur. Slík gerð bókaskápa er mjög hentug. — Ivristján Siggeirsson li.f. sýnir einkar snotur húsgögn, scm hafa vakið mikla athygli. Meðal sýningar- gripa eru t. d. sérstaklega falleg borð- stofuhúsgögn í þægilega brúnum lit, bókaskápur í sama lit, sófi, nokkrir hægindastólar, barnarúm, náttborS og sérstaklega athyglisvert rúm, sem er hentugt í einstaklingsherbergi. Frá- gangurinn á sýningarklcfanum er til fyrirmyndar. Sýning Amantis. Snotur ljósaútbúnað ur setur marglitan blæ á hornið. — Einkar snotur blær hvílir yfir sýn- ingarsvæði fyrirtækisins Amanti h.f., en það liggur að svæði Hreins. Ljósa- útbúnaður er mjög skemmtiiegur og setur marglitan blæ á sýningarvörurn- ar. Amanti framleiðir ýmiss konar snyrtivörur. Það var stofnað árið 1934 af M. L. Mogensen lyfsala. SöluumboS á framleiSsluvörum fyrirtækisins hefir H. Óiafsson & Bernhöft. Sýningarsvæði Hreins, Síríusar og Nóa. Hreinn (t. h.) sýnir hreinlætisvörur, kerti o. f 1., Síríus (í miðið) súkkulaði vörur, m. a. geysisíórt páskaegg, sem dregur að sér mikla athygli, og Nói (t. v.) konfekt og brjóstsykursvörur. — Mörgum — og þá ekki síst börn- unum — verður dvalgjarnt i stofun- um, þar sem sælgæti er til sýnis, enda er hægt að segja sælgætisverksmiðj- unum það til verðugs hróss, að fram- leiðslu þeirra er snoturlega fyrir komið. ÞaS eru ekki einungis sæl- kerar, sem fá vatn í munninn, er þeir virða fyrir sér konfektið frá Nóa svo að eitthvað sé nefnt. Og ckki er vert að gleyma brjóstsykursmyndunum sem Nói hefir látið gera. ÞaS er lík 'iugkvæmni og sú, er ber uppi sýn- ingarsvæði Nóa, sem gerir gestunum dvölina á iðnsýningunni ánægjulega og eftirminnilega. í söniu stofu og Nói cru líka fram- leiðsluvörur Hreins og Síríusar. Súkkulaðivörur frá Síríusi og hrein- lætisvörur o. fl. frá Hreini. Bæði fyr- irtækin hafa komið vörum sinum mjög smekklega fyrir, svo að stofu- horn Nóa, Síriusar og Hreins er minnistætt hverjum gesti, er leggur leið sína á iðnsýninguna. í sýningarstofu reiðhjólaverksmiðjun nar Fálkans furða margir sig á því, hve falleg og góð reiðhjól eru framleidd hér á landi. Sjúkrastóllinn hefir og vakið mikla og verðuga athygli. — Einn af athyglisverðustu sýningar- klefunum er frá reiðhjólaverksmiðj- unni Fálkanum, sem sýnir þarna reiðhjól af ýmsum gerðum, barna- hjól og mjög athyglisverðan sjúkra- stól. ReiðhjólaframleiSsla Fálkans er tiltölulega ungur iSnaður, þótt fyrsti visirinn væri lagður fyrir röskum áratug. Þess vegna verða menn 'þess varir á sýningunni, að ýmsir, sem þangað koma, trúa þvi varla, að hjól- in séu islensk framlciðsla. En það er sannast mála, að reiðhjólin frá Fálk- anum standast fyllilega samanburð við erlend reiðhjól, bæði að útliti og gæðum, og auk þess eru þau ódýrari. Mikla eftirtekt vekur sjúkrastólíinn, sem er gerður eftir amerískri fyrir- mynd. Hringir eru utan á hjólunum, svo að sjúklingurinn geti drifið sig áfram nieð höndunum, aðallega inn- anhúss. Þá hefir Fálkinn látið gera framhjól með drifsveif, sem festa má við sjúkrastólinn, þannig að hann sé einnig hentugur til notkunár ut- anliúss. Stólinn má brjóta saman, svo að lítið fer fyrir honum í geymslu. Ljósm.: P. Thomsen. Endurskírn. Sótararnir i Ástralíu hafa komist að þeirri niðurstöSu að sótaranafniS sé orðið fast að því skammaryrði jjar i eyjaálfunni og sé notað um skituga 'sóða. Þess vegna reynist þeim svo erfitt að fá unga menn lil að lærá iðnina. Og nú hafa þeir afráðið að breyta um nafn til að sjá hvort ekki gengur betur á eftir. Þeir ætla fram- vegis að kalla sig „reykháfa-eftir- litsmenn". )

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.