Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1952, Blaðsíða 8

Fálkinn - 26.09.1952, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN HVERNIG vék því við að Sveinn gat orðið svona? Ekki gat það komið til mála að það væri arfur — bæði faðir hans, Poulsen snikk- ari, og móðir hans voru heiðarlegt myndarfólk, sem ekki vildi vamm sitt vita. Nei, ólánið hlaut að stafa frá öllum glæpasögunum, sem hann las með áfergju, og öllum bófamyndunum, sem hann sá á kvikmyndahúsunum. Þetta byrjaði eitt rigningar- kvöld í október. Sveinn var á heimleið úr bíó — hafði séð spenn- andi mynd um bófana í Ameríku. Það var líkast og myndin hefði dá- leitt hann. Hann gekk með hönd- ina í vasanum og ímyndaði sér að hann héldi á skammbyssu. — Hann hafði kýtt hausnum niður á milli axlanna og gaut augunum útundan sér og hnyklaði brúnirn- ar. Hann var bófi á leið í ránsferð En svo sleppti hugmyndaflugið tökunum á honum. Hann nam staðar og varp öndinni. Nei, hann var ekki bófi — aðeins þrettán ára stráklingur, sem átti að fara í skólann á morgun. Engin skamm byssa var í vasa hans, og hann var alls ekki stadur í bófaborginni Chicago, heldur í meinlausum bæ, sem hét Osló. Uss! Hvers vegna var hann fæddur þarna í Osló, þar sem aldrei gerðist neitt, en sumir voru svo heppnir að vera fæddir í San Francisco, Shanghai og annars staðar, þar sem lífið var hættu- legt og spennandi. Þráin eftir stórræðunum og ævintýrum ágerðist í honum, varð ríkari og ríkari. Hann var kominn fram hjá söluturninum — nú nam hann staðar og gekk til baka. Stóð lengi og horfði á hlaða af súkku- laðiplötum, sem lágu fyrir innan rúðima. Honum þótti súkkulaði gott, víst var um þáð, en það var ekki aðalatriðið, heldur tilhugsunin um hve spennandi það væri að ræna söluturninn, verða „glæpamaður" og láta lögregluna leita að sér. Hann leit kringum sig. Ef ein- hver hefði verið riálægt mundi hann hafa haldið áfram, en gatan var alveg mannlaus. Undarleg til- finning fór um Svein, hendur hans fóru að titra og hann varð þurr í kverkunum. Hann skimaði kripgum sig enn einu sinni. Svo hljóp hann að sölu- turninum. Þarria voru margir steinar í hrúgu. Hann tók einn og barði á rúðuna. Fyrsta höggið var of veikt. — Hann gaut augunum aftur til hægri og vinstri. Nú sló hann fastar. Hann heyrði brothljóð í gleri. Sveinn fleygði steininum, stakk höndinni inn, fór að troða súkkulaði í jakkavasana. Langt uppi í götunni heyrði hann fóta- tak, sem nálgaðist. Sveinn tók til fótanna. Beygði fyrir horn og síðan fyrir annað, hljóp meðan hann gat náð and- anum. Mamma opnaði dyrnar, þegar hann hringdi. — Var gaman að myndinni? spurði hún alúðlega. — Já, svaraði hann og ætlaði að halda áfram inn í herbergið sitt. Honum var svo órótt enn þá að hann skalf. En svo kom faðir hans líka fram á ganginn. Pabbi var athugull — tók eftir öllu. — Ertu veikur, Sveinn litli? — Þú ert náfölur! Hann tók um axlirnar á hon- um. — Hvað ertu með í vösunum? sagði hann allt í einu. Stakk svo hendinni^niður í vasa Sveins og fór að taka upp súkkulaðiplötum- ar. — Hvar hefirðu fengið þetta? hrópaði hann skelfdur. Það var sorg og sársauki í röddinni. — Sveinn! Hvað hefirðu gert? hrópaði móðir hans með grátstaf- inn í kverkunum. Þá yfirbugaðist Sveinn. — Eg stal þeim! stundi hann upp. — Eg — mig — langaði svo í súkku- laði .... Eg braut rúðu í sölu- turninum. Svo fór hann að hágráta. Sveinn vissi ekki til hlítar hvernig faðir hans réð fram úr málinu. Hann sá bara að mamma hans bjó um súkkul^ðið í pappír og að faðir hans hafði böggulinn undir hendinni, þegar hann fór út morguninn eftir. Nú var dapurlegt heima — pabbi var alltaf svo raunalegur og mamma grét oft. Og hann hætti að fá vasapeninga og pabbi hans bannaði honum að fara í bíó og lesa giæpasögur. En eitrið var þegar komið í sál Sveins. — Tveim mánuðum síðar var það aðeins tvennt, sem hann skamm- aðist sín fyrir. Að hann hefði grátið eins og stelpukrakki og að hann skyldi hafa verið svo heimsk- ur að fara heim með súkkulaðið í vösunum. Vitanlega átti hann að geyma það á einhverjum góð- um felustað, hugsaði hann með sér. Veturinn var genginn um garð. Og nú skein sól í heiði og það var himneskt að lifa. Sveinn skildi við skólafélaga sína á horninu og beygði inn í sína götu. Maður gekk í hægðum sínum á undan honum. Sveinn þekkti hann. Það var hann gamli Símon heyrnarlausi, sem átti heima á næstu hæð fyrir ofan þau. Hann var fyrrverandi járnbraut- arstarfsmaður á eftirlaunurri. — Fólk sagði að hann væri ríkur, ætti kynstur af peningum heima hjá sér, en tímdi ekki að veita sér neitt — lifði eingöngu á brauði og mjólk. Sveinn gekk þarna i humátt á eftir Símoni og á leiðinni varð fyrirætlunin til í kollinum á hon- um. Vandinn var ekki annar en sá, að komast inn í íbúðina til Símonar. Þá mundi hann vafalaust finna peninga þar. Og karlfausk- urinn var heyrnarlaus — hann mundi ekki heyra neinn umgang. Sveinn fór heim til sín og nú sat hann uppi í herberginu sínu og brann í skinninu. Hann beið eftir tækifærinu. En hvað tíminn leið seint......Hvað eftir ann- að fór hann inn í stofuna til að líta á klukkuna. Tók bækurnar fram og reyndi að lesa lexíurnar sínar fyrir morgundaginn, en gat ekki fest hugann við það, sem hann las. Sat aðgerðariaus við borðið og beið og beið. Nú sló klukkan í stofunni átta. Nú hlaut Símon gamli að vera háttaður — allir í húsinu vissu að hann háttaði snemma. Pabbi og mamma sátu í stof- unni. Pabbi var að lesa í blaðinu og mamma var að stoppa í sokka. Sveinn læddist fram í eldhúsið. Ef þau heyrðu til hans og spyrðu hvert hann ætlaði, ætlaði hann svara að hann ætlaði á kamarinn. En þau heyrðu ekki til hans. Nú fór hjartað að sló fastar, hend- urnar að titra og hann varð þurr í kverkunum. En það var eins konar nautn í þessum óumræði- lega spenningi. Sveinn læddist upp stigann eins og köttur og stansaði við eldhús- dyrnar hjá Símoni. — Var það ekki sem hann hélt: Gamli maður- inn hafði gleymt að aflæsa. Sveinn læddist inn í eldhúsið. Hann heyrði hrotur innan úr stof- unni. Símon var sofnaður .... Ibúðin var ekki nema ein stofa og eldhús, og auðvitað voru pen- ingarnir í stofunni. Hann opnaði dyrnar varlega. Símon sneri and- liti til veggjar — hann gat ekki heyrt neitt, heyrnarlaus maður- inn. Sveinn gekk á tánum að komm- óðunni og dró efstu skúffuna út. Þar stóð lítill peningakistill. — Hann reyndi á lokið á kistlinum, en hann var læstur. Við hliðina á kistlinum var pappaaskja. Hann opnaði hana. Þar lágu þrír tíu króna seðlar. Hann flýtti sér að stinga henni í vasann. önnur askja lá þarna í skúffunni. Hann ætlaði að taka hana líka, en þá heyrði hann andfælur bak við sig. Hann leit við og sá að Símon var vak- andi. Hann hafði snúið sér í rúm- inu og starði nú beint frama.n í hann. Eitt augnablik, langt eins og eilífð, störðu þeir hvor á ann- an, lafhræddur strákurinn og gamli maðurinn, sem var um það bil eins hræddur. Svo hljóp Sveinn til dyra og út. Um leið og hann þaut niður stigann heyrði hann gamla manninn kalla: — Hjálp! Þjófur! — Hann hefir þekkt mig! — Hvað á ég að gera? Eg verð að komast burt — flýja! hugsaði Sveinn er hann hljóp niður stig- ann. Hann komst út á götu og beygði fyrir næsta horn. — Eg má ekki hlaupa svona, þá tekur fólk eftir mér, hugsaði hann með með sér og hægði á sér en gekk þó eins hratt fetið og hann komst, áleiðis að Vesturbrautarstöðinni. Það var liðið langt á kvöldið, er Sveinn fór úr lestinni á stöð- inni í Asker og labbaði út Dramm- ensveg. Hann hafði verið í útilegu á þes'sum slóðum með félögum sín- um í fyrra, og nú ætlaði hann sér NIK. HENRIKSEN: laglnn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.