Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1952, Blaðsíða 5

Fálkinn - 26.09.1952, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 upp bylting, sem verði til að afmá hvítu kynslóðina í Suður-Afríku. Tvístruð stjórnarandstaða. Malan hefir dirfst að fara fram með offorsi vegna þess að andstæðingar lians — Sameiningarfiokkurinn og verkamannaflokkurinn og „hlysbera- sveitin“ (flokkur fyrrverandi her- manna) sem báðir eru smáflokkar hafa verið sjálfum sér sundurþykkir og fella sig yfirleitt ekki við að hafa samvinnu við hina stóru, réttlitlu flókka svertingja og kynblendinga — afríkanska og indverska „nationál- kongressinn“. Malan veit ofurvel að ef minnihlutaflokkarnir hvitu gerðu bandalag við lituðu flokkana gætu þeir steypt stjórninni. Síðan Smuts hershöfðingi dó hefir Sameiningarflokkinn vantað for- ingja og jákvæða stefnuskrá til þess að hamla á móti þjóðernissinnunum. Sameiningarflokkurinn þorir ekki að taka upp samvinnu við þá „mislitu“. í þessum flokki eru námueigendurnir og afkoma þeirra byggist á þvi að þeir fái ódýrt vinnufólk. Aðeins litill minni hluti flokksins vill samvinnu við svertingjana. En flokkurinn liefir neyðst til að láta hendur standa fram úr ermum og hefir nú samvinnu við Blysbera- sveitina. Foringi liennar er „Sailor“ Maian, frændi forsætisráðherrans. I Blysberasveitinni eru margir þjóðern- issinnar en samt hefir hún snúist gegn stjórninni utan þings. Hún hefir blysfarir og heldur opinbera mót- mælafundi gegn stjórninni og getur orðið henni óþægur ljár í þúfu. — Lárétt: 1. nár, 4. friðeiskandi, 10. trjá- úrgangur, 13. skollar, 15. söngflokkar, 16. afhending gegn borgun, 17. frávita, 19. iyktarill, 20. áform, 21. skrifa, 22. orka, 23. óþverri, 25. bita, 27. sáðland, 29. upphafsstafir, 31. grobbnar, 34. klafi, 35. þekkja leið, 37. isl. Grænlands far, 38. úrgangur, 40. í hálsi, 41. skst., 42. hæð, 43. dálitið blautt, 44. sérgrein, 45. villimenn, 49. hola i gegn, 49. ör- smæð, 50. kaun, 51. haf, 53. goð, 54. listi, 55. 'forar út, 57. tímabil, 58. hug- deigir, 60. stök, 61. æða, 63. aular, 65. girðingu, 66. taka leyfislaust, 68. söngl, 69. siða, 70. skrikaði fótur, 71. þrír samhljóðar. En það er dálítið skrítið að þessi flokkur, sem í fyrstu var stofnaður af blökkum uppgjafahermönnum og nú er undir stjórn livítra, skuli beita sér fyrir einangrun kynstofnanna! í>egar sigursins við E1 Alamein var minnst í fyrra fengu blökkumenn- irnir sem áttu þátt i honum, ekki að taka þátt í skrúðgöngunni, og í vor gaf flokkurinn yfirlýsingu um að hann vildi engan þátt eiga i óvirku andstöðinni gegn kynkvíslalögunum. Malan gegn verkamannasamböndum. I vor hóf Malan baráttu gegn verka- mannasamböndum blökkumanna og kynhlendinga og vildi þagga niður í foringjum liennar, sem ráðist höfðu á stjórnina. Meðal annars lét hann handtaka aðalritara tóvinnumanna- sambandsins, Emil Solomon Saclis. Skömmu síðar skipaði dómsmálaráð- herrann formanni indverska sam- bandsins, sem Dadoo heitir, að láta af starfi innan 30 daga og verða á Frh. á bls. Í4. Kvæntist tveimur í einu. Kínverskur vagnstjóri, 26 ára, kvæntist nýlega tveim stúlkum í einu. Lét hann þess getið að þetta væri alls ekki af ást. Hann hefði kvænst „nr. 1“, sem hann kallaði, vegna þess að faðir hans, sem var nýlátinn, hafði óskað þess. En nr. 2 hafði verið trú- lofuð bróður hans en trúlofunin far- ið út um þúfur, svo að honum fannst hann liafa 'siðferðilega skyldu til að taika hana að sér. Lóðrétt: 1. ekki liávaxin, 2. Evrópu- þjóð, 3. frostbitin, 5. ísl. pianósnilling- ur (fangamark), 6. refur, 7. trygg, 8. bylla, 9. tímamælir, 10. stór stofa, 11. handverkfæri, 12. an, 14. skrifarar, 16. stöplar, 18. bíta, 20. dýrmætt æviskeið, 24. róin, 26. svipeinkenni, 27. snjak- illar, 28. álögur, 30. bor, 32. húsagarð- ur, 33. Sbr. 55 lárétt, 34. eignarfornafn, 36. tíu (þf), 39. sbr. 10 lárétt, 45. augn- vökvinn, 46. ísl. kaupstaður, 47. sbr. 63 lárétt, 50. mataráhald, 52. blauður, 54. sneiða niður, 56. skrifar, 57. dánar- orsök, 59. málæði, 60. siða, 61. óhreinka 62. fæða, 64. þrír samhljóðar, 66. titill (skst), 67. nafnháttarmerki. STJORNULESTUR Eftir Jón Árnason, prentara. Nýtt tungl 19. sept. 1952. Alþjóðayfirlit. Jarðarmerkin eru yfirgnæfandi í áhrifum og bendir það á hyggindi nokkur i alþjóðaviðskiptum og stjórn- málalegum aðgerðum. En með þvi að breytilegu merkin eru áhrifarík, má búast við breytingum nokkrum i af- stöðum til verkefnanna frekar en annars hefði átt sér stað. Sól og Tungl afstöðurnar eru fremur góðar og ættu því aðstöðurnar að breytast nokkuð frá þvi sem verið hefir, að minnsta kosti ofan á. Aðalútkomutala dagsins er þó 8-talan, tala Satúrns, sem bend- ir á tafir nokkrar og seinlæti í með- ferð málanna og dráttur er því sýni- legur í þeim efnum og aðgætni. Lundúnir. — Nýja tunglið er í 6. húsi, ásamt Merkúr í Mey. Hafa allar afstöður góðar. Verkamenn og að- staða þeirra mun mjög á dagskrá og vinna þeir á i ýmsu tilliti, — Satúrn, Venus og Neptún i 7. húsi. Utanrikis- málin nninu mjög á dagskrá og veltur á ýmsu. Tafir ýmiss konar koma til greina d utanrikisviðskiptunum og óvænt atvik sem koma í ljós og bera í sér saknæma verknaði. — Júpíter í 1. húsi. Ilefir heillavænleg áhrif á almenning og vinna mun i sæmilegu lagi og framleiðsla og heilbrigði ætti að vera góð. — Úran i 4. húsi. Slæm afstaða fyrir stjórnina og andstaða hennar færist í aukana. Sprenging eða ikveikja gæti átt sér stað í opin- berri byggingu. Örðugleikar meðal landeigenda og bænda. — Mars í 8. húsi. Bendir á dauðdaga vegna í- kveikju og voveifleg dauðsföll meðal háttsettra manna. Berlín. — Nýja tunglið í 5. húsi, ásamt Merkúr og Plútó. Hér eru margvísleg áhrif ú ferð, jafnvel and- stæð. Leikhús og leikarar munu mjög á dagskrá og líklegt að þeim verði veitt veruleg athygli. Mun ganga vel að sumu leyti, en saknæmir verknaðir koma þó í ljós í stjórn þess- ara stofnana. — Satúrn, Venus og Neptún í 6. 'húsi. Þetta er slæm afstaða fyrir verkalýðinn, tafir og vandkvæði ýms munu koma í ljós í málum sem verkalýðinn varða og heilsufarið at- liugavert. Mars i 7. húsi. Slæm afstaða fyrir utanríkismálin, ágreiningur við önnur ríki og vandkvæði ýms út af þeim viðskiptum. — Úran í 3. húsi. Slæm afstaða fyrir flutninga, póst og 'síma og útvarp. — Sprenging í opinberri byggingu eða flutninga- tæki. Moskóva. — Nýja tunglið er i 5. 'húsi. Leikhús og leikarar mjög á dag- skrá og veitt veruleg athygli. Starf- semi þessi ætti að ganga sæmilega og gefa góðan árangur. Merkúr, Ven- us, Satúrn og Neptún í húsi þessu, eru breytilegar afstöður og gætu tafir nokkrar og óvænt atvik komið til greina og hindrað framför. — Úranas í 1. liúsi. Bendir á óróa meðal al- niennings, þverúð gegn ráðendum og saknæma verknaði. — Mars i 6. húsi. Örðugleikar meðal verkamanna munu gcra vart við sig, heilsufarið slæmt, hitasóttir, bólgur o. s. frv. — Júpíter i 2. liúsi. Ætti að boða endurbætur á vinnustöðum hins opinbera og rýmk- un í þrælavinnu. Tokýo. — Nýja tunglið i 1. ln'isi. Merkúr er einnig i húsi þessu. Þetta ætti að verg góð afstaða og mun því bera á ýmsu til bóta og kemur það einkum frá 'þingi, utanlandssigling- um og viðskiptum. — Venus, Satúrn og Neptún i 2. húsi, Fjárhagsafkom- an ekki góð, tafir ýmsar koma til greina og saknæmir verknaðir koma í ljós. — Mars i 4. húsi. Slæm afstaða fyrir stjórnina og andstaða hennar mun færast i aukana. — Úran í 11. húsi. Óvænt, truflandi atvik munu 'koma í ljós i þinginu. Stjórnin verð- ur að 'hafa nánar gætur á hlutunum. Washington. — Nýja tunglið í 8. húsi. Hið opinbera mun erfa fjár- muni vegna dauðsfalla. Bendir á hagnað i utanríkisviðskiptum og i gegnum landbúnaðinn. — Venus, Satúrn og Neptún í 9. húsi. Athuga- verð afstaða með tilliti til utanrikis- siglinga. — Úran i 7. húsi. Mun draga úr aðstöðunni í utanríkismálum. Svik gætu komið til greina i þeim efnum. — Júpíter í 4. liúsi. Góð afstaða fyrir landbúnaðinn og gott veður. Jarð- hræring gæti átt sér stað i austur- hluta Bandarí'kjanna. fsland. 7. hús. — Nýja tunglið er i húsi þessu, — ásamt Merkúr, Venusi, Satúrn og Neptún. — Utanríkismálin verða mjög á dagskrá og verður þeim veitt óvenjuleg eftirtekt. Fjárhags- málin koma nokkuð til greina og munu a'fstöður ef til vill batna eitt- hvað, en að mun minna en við mætti búast vegna þess að Venus og Júpíter eru í slæmri afstöðu og mun Satúrn og Neptún styrkja þau áhrif eða draga úr. 1. hús. — Júpiter ræður húsi þessu. — Þetta ætti að styðja að friði i land- inu, en þó gætu utanríkismálin tafið þetta að nokkru. 2. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Viðskipti ættu lieldur að lagast eitt- hvað, þó er það helst í sambandi við utanrikismál. og voveifleg dauðsföll gætu átt sér 3. hús. —Merkúr ræður einnig húsi þessu. — Flutningar og samgöngur ættu að vera undir fremur góðum áhrifum og i betra lagi. Póstur, sími, fréttir, bækur og blöð mjög á dag- skrá. 4. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Ætti að vera sæmileg afstaða fyrir bændur og landbúnaðinn. 5. hús. — Tungl ræður húsi þessu. — Leikhús, skemmtanalíf undir frek- ar góðum áhrifum og slik fyrirtæki ættu frekar að auka tekjur sínar. 6. hús. — Úran er i húsi þessu. — Sprenging gæti átt sér stað i skipum og vofeiifleg dauðsföll gætu átt sér stað og saknæmir verknaðir koma i ljós i sambandi við vinnustaði. 8. hús. — Júpíter ræður húsi þessu. — Hið opinbera ætti að eignast fé eða verðmæti að erfðum. 9. hús. — Mars er i húsi þessu. — Ágreiningur gæti átt sér stað á trú- málasviðinu og i lögfræðilegum við- fangsefnum. Eldur gæti komið upp í skipi og útlend viðskipti og siglingar undir örðugum áhrifum. 10. hús. — Júpíter ræður húsi þessu. — Þetta ætti að bæta aðstöðu stjórn- arinnar að nokkru, en með því að áihri'f Satúrns gætu einnig komið til greina, er líklegt að truflanir og hindr- anir verði með í spilinu að einhverju leyti. 11. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. — Er athugaverð afstaða fyrir þing- ið og framgangur þingmála gæti truflast og hindranir komið i ljós vegna áhrifa sem eigi er unnt að varast. 12. hús. — Engin pláneta i húsi- þessu og þvi munu áhrif þess eigi verulega áberandi. Ritað 4. sept. 1952. KR0SSGÁTA NR. 876

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.