Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1952, Blaðsíða 9

Fálkinn - 26.09.1952, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 að tjörninni, sem þeir höfðu tjald- að við þá. Padderud hét hún víst, tjörnin. Stutt maínóttin breyddist yfir skóginn. Nú varð kalt og tenn- urnar glömruðu í Sveini, þar sem hann sat undir einu grenitrénu. En hvað hér var hljótt í skóg- inum! Endrum og eins heyrði hann stokkönd busla í sefinu við tjam- arbakkann. hitt veifið heyrði hann einhver kynleg hljóð úti í tjörninni — líklega var það nyk- ur. Kyrrðin verkaði á hann eins og svefnmeðal. Sveinn sofnaði, en hann vaknaði von bráðar aftur og skalf úr kulda. — Eg hefði átt að kaupa mér eldspýtur, þá hefði ég getað gert mér bál hérna og ornað mér. Og banhungraður er ég líka . ... Á morgun kaupi ég mér eldspýtur og mat.........Allt í einu var sem hendi væri tekið um hjartað á honum, og þrýst fast að. Hvað var hann pabbi að gera núna? Og hún mamma? — Hvers vegna hafði hann verið það flón að stela þrjátíu krónum frá gamla mann- inum? — Og hvernig færi nú? Hann þorði ekki fyrir nokkurn mun að fara heim. Hann gat ekki afborið að sjá harm föður síns og heyra grát móður sinnar. — Eg verð að lifa á þessum þrjátíu krónum á meðan þær endast — og síðan verð ég að stela aftur. í svipinn var líkast og örvænt- ingunni létti af honum við tilhugs- unina um að hann væri „útlagi“, sem færi huldu höfði um skógana, en von bráðar var hann orðinn ístöðulítill stráklingur sem snökti og skalf af kulda. Sveinn sofnaði aftur og þegar hann vaknaði var sólin að rísa yfir trjánum í austri. Og nú varð allt í einu líf og fjör í skóginum. Fuglarnir hófu morgunhljómleika sína, og hlýja kom í loftið. Það var nýbúið að opna verslan- unina þegar Sveinn kom inn. — Einn eldspýtustokk, eitt brauð og eina sardínudós, sagði hann. Og þó hann hefði ætlað sér að fara spar- lega með peningana, gat hann ekki staðist freistinguna, og bað um eina súkkulaðiplötu. — Ert þú í útilegu hérna í ná- grenninu? spurði búðarstúlkan. — Já, með nokkrum félögum mínum, laug Sveinn. — Eruð þið lausir úr skólanum núna? — Við .... höfum mánaðar- leyfi í dag. Þegar hann kom að tjörninni aftur datt honum í hug að hann hefði átt að kaupa sér öngul og færi. Veiðistöng gat hann búið sér til sjálfur og svo gæti hann veitt í tjörninni. Sveinn týndi saman sprek til kvöldsins og fór víða um skóginn. Dagurinn var lengi að líða. Á morgun held ég áfram, hugsaði hann með sér. Eg get ekki verslað aftur þarna í þessari búð. Hver veit nema eitthvað standi um mig í blöðunum. Og digra stúlkan í búðinni var svo forvitin. Annað veifið varð hann svo dap- ur — það var þegar honum varð hugsað til pabba og mömmu — hann settist jafnvel niður og fór að hágráta. En svo harkaði hann af sér og fór að leggja á ráðin um hvað hann ætti að taka sér fyrir á morgun. Þessi maídagur varð langur, en þó fór svo að honum lauk. Þegar sólin gekk til viðar þá kveikti Sveinn upp eld og settist.. Borðaði síðasta brauðbitann og sat svo og horfði á eldinn. Allt í einu hrökk hann við. Hann heyrði brothljóð í grein fyrir aft- an sig — og nú í annarri....... Einhver var að koma niður að vatninu. Sveinn spratt upp og ætl- aði að leggja á flótta. En það var um seinan. Undarleg mannvera kom fram úr myrkrinu. Þó að á þessum tíma árs væri var maðurinn í þykkum, en fremur slitnum vetrarfrakka. Á höfðinu voru leifar af einhverju, sem einhvern tíma hafði verið hattur, og maðurinn hafði líklega fundið í einhverri öskutunnunni. Andlitið var óhreint og órakað, en vingjarnlegt. — Svo að þú nýtur lífsins hérna við eldinn, sagði maðurinn vin- gjarnlega og settist. Svein langaði mest til þess að hlaupa burt, en þorði það ekki. Hver veit nema maðurinn yrði reiður og veitti honum eftirför. Svo að hann sat kyrr og gaf mann- inum nánar gætur. — Eg er á leið til Drammen, sagði maðurinn og fór að leita að einhverju í bakpokanum sínum. — Og svo datt mér í hug að liggja hérna við Padderud í nótt. Það er svo vinalegt hérna. Og nú slepp ég við að gera eld sjálfur. Það verður bærilegt að fá sér kaffi- sopa. Hann fór með ketil niður að tjörninni og fyllti hann af vatni. Meðan hann beið eftir að syði á katlinum skar hann sér þykkar brauðsneiðar og smurði á þær smjörlíki. — Þú gónir á mig, sagði hann og brosti. — Kannske þig langi í matarbita líka? — Já, þakka þér fyrir, sagði Sveinn. Honum fór að falla betur og betur við umrenninginn. Þetta var viðfeldinn og góður maður, hugsaði hann með sér. Á meðan þeir voru að eta og drekka kaffið spurði Sveinn: — Ætlið þér til Drammen? — Já. — Má ég verða samferða? Maðurinn horfði lengi á hann. — Var það ekki það sem ég hélt, sagði hann. — Þú hefir strokið í burt að heiman .... eða úr einhverjum heimavistarskóla? — Nei, ég var ekki í heimavist- arskóla. Eg átti heima hjá pabba og mömmu. — Og þú straukst frá pabba og mömmu? Ertu alveg band- sjóð- andi vitlaus? Að hugsa sér þetta — strjúka að heiman frá foreldr- um sínum. Heldurðu að ég hefði nokkurn tíma orðið lúsugur og skítugur umrenningur eins og ég er núna, ef ég hefði átt pabba og mömmu? Þá hefði ég orðið heið- arlegur. maður .... En ég ólst upp hjá óviðkomandi fólki og leið alltaf illa. Eg hefi aldrei þekkt föður eða móður. Langar þig ef til vill til þess að verða umrenn- ingur, eins og ég? Betla og stela, sofa í hlöðum eða skotum og drep- ast loksins í einhverjum skurði! Ef ég væri ekki góðmenni mundi ég taka prik og lúberja þig og reka þig heim undir eins. — En ég stal peningum áður en ég strauk, tautaði Sveinn. — Stalstu peningum frá honum föður þínum? hváði umrenning- urinn alveg hissa. — Nei, hjá nágrannanum. — Jæja. Þú ert nú ekki nema hálfgerður óviti. Farðu og skilaðu peningunum aftur og beiddu fyr- irgefningar. Farðu undir eins til Asker, svo að þú náir í mofgun- lestina .... Sólin hækkaði á lofti, fuglarnir sungu. Og það söng í huga Sveins, er hann hljóp við fót til Asker. Hann langaði ekkert til þess að verða bófi eða útilegumaður. — Hann ætlaði að verða heiðarleg- ur maður, eins og pabbi hans var. Hann ætlaði að biðja þau fyrir- gefningar, bæði pabba og mömmu og Símon gamla. Sveinn hoppaði af gleði. Mockey heitir þessi sjimpansafrú, sem kvað vera útfarin í alls konar matar- gerð. Hér er hún að bragða á súpunni, sem hún hefir verið að malla.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.