Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1952, Blaðsíða 7

Fálkinn - 26.09.1952, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 ungur, háttsettur innfœddur maður, sem hét Mohammed Ahmed heimsótt þorpin við Hvítu-Níl og flutt þann boðskap að tyrkneskur lausnari væri væntanlegur innan Bkamms. Örvænt- andi fórnarlöm’b hinna tyrknesku skattheimtumanna höfðu gefið orð- um hans gaum og þau flugu um allt eins og eldur í sinu. Þá liafði Mo- liammed lýst yfir þvi, að það væri hann sem kjörinn væri til að verða lausnari þjóðarinnar, og að hann hefði þegar unnið marga sigra á Tyrkjum. — Vafalaust fer allt í bál og brand, sagði Trencli. Þrír af þess- um fjórum ræddu stjórnmálahorfurn- ar af kappi, en Harry Feversham vildi helst tala um eitthvað annað. — Mér þcVtti vænt um að þið skyld- uð geta komið í kvöld, sagði hann. — Eg 'SÍniaði til Castleton líka — hann er i herdeildinni okkar, sagði hann við Durrance, til skýringar — en hann átti að eta miðdegisverð með ein- liverjum höfðingja í hervarnarráðu- neytinu og fara til Skotlands á eftir, Svo að hann gat ekki komið. Eg hefi nefnilega fréttir að segja ykkur. Þeir litu allir á liann, en það voru ekki stríðshorfur, sem Harry Fevers- ham ætlaði að tala um. — Eg kom ekki til London fyrr en í morgun, sagði hann hálf ólundar- lega. — Eg hefi verið í Dublin í nokkrar vikur. Durrance leit upp af borðdúknum og horfði rólega á vin sinn. — Nú? sagði hann bara. — Eg er trúlofaður! Durrance lyfti glasinu. — Skál, Harry! Til hamingju! sagði hann. Það var fremur stutt heillaósk, en Fevers- han mat hana mikils. Þeir höfðu á- vallt verið svo góðir vinir, að þeir þurftu ekki mörg orð til að lýsa til- finningum sínum. Það var óþarfi. Ein- mitt vegna þess að þeir vissu hve góð- ir vinir þeir voru, voru þeir fremur fálátir á yfirborðinu þegar jceir töl- uðu saman. — Þökk fyrir, Jack, svaraði Fevers- ham. — Það varst þú, sem kynntir mig fyrir Ethne. Eg gleymi þvi aldrei. Durrance setti frá sér glasið og fór sér hægt. — Já, sagði hann rólega, — ég gerði þér góðan greiða þá. Það var svo að sjá sem liann ætlaði að segja eitthvað meira, en væri í vand- ræðum með að koma orðum að því. Og nú heyrðist Trencli taka fram í, rómsterkur. — Breytir þetta nokkuð áformum þinum? spurði hann hraðmæltur. Feversham tuggði vildilinn. — Áttu við hvort ég fari úr hernum? sagði hann með semingi. — Eg veit svei mér ekki. Durrance notaði tæki- færið til að standa upp frá borðinu og ganga út að glugganum, og þar stóð hann um stund og sneri baki að liinum. Feversham skildi þetta sem ásökun af hans hálfu og talaði frem- ur til baksins á Durrance en til Trench er hann svaraði. — Eg veit ekki, sagði hann aftur. — Eg verð að íhuga það rækilega. Annars vegar verð ég að taka tillit til föður mins og framtíðar minnar, hins vegar til föður liennar, Dermond Eustace. Hann er gamall, eignir hans raiinalega úr sér gengnar, og þarna kemur fleira til greina. Þér er kunn- ugt um það, Jack, er ekki svo? Spurningin krafðist svars og Dur- rance kinkaði kolli, en þó utangátta. — Jú, þvi er svo varið. Ef þig langar í whisky er vandinn ekki annar en að berja tvisvar í' borðið. 'Þjónninn skilur það. — Einmitt, sagði Feversham. — Og svo er það Ethne sjálf. Dermond hitti aldrei þessu vant á það rétta þegar hann gaf henni þetta nafn. Landið hennar á liana með lnið og hári, hún elskar allt sem er irskt. Eg licld varla að hún mundi kunna við sig í Tnd- landi eða neinum öðrum stað, sem ekki er nærri Donegal. Það er líka atriði, sem ekki verður gengið fram- hjá. Hann beið eftir svari en það kom ekki, svo að hann hélt áfram. Það liafði ekki hvarflað að Durrance að álasa vini sínum. Hann heyrði að Feversham sagði eitthvað — lang- aði til að hann héldi áfram að tala um stund, en heyrði ekki hvað sagt var. Hann stóð og starði á alla Ijósa- dýrðina og hlustaði á þysinn frá um- ferðinni i milljónaborginni. Hann hafði fengið úrslitakosti, en mátti umfram allt ekki láta á því bera. Feversham hélt áfram að tala, og Trench að minnsta kosti lilustaði á hann með athyigli. Það var svo að sjá sem hann tæki ástæður Feversham gildar. — Skál! Feversham! sagði hann glaðlega. — Við óskum þér alls góðs! — Má ég óska til hamingju líka? sagði Willoughby. Þeir drukku skál félaga sins og í sömu svifum sem þeir settu tóm glös- in frá sér á borðið, var drepið á dyrnar. — Kom inn! kallaði Feversham. Þetta var þjónninn, með símskeyti. Feversham reif upp umslagið án þess að líta á það og las skeytið. Allt í einu varð hann alvarlegur og stóð um stund þögull og hugsandi. Það varð hljótt í stofunni. Gestir hans litu und- an. Durrance sneri sér á ný út að glugganum, Willougliby góndi upp í loftið, og Trench höfuðsmaður liafði snúið stólnum sínum svo að hann horfði nú á eldinn á arninum. Þeim var öllum meira eða minna órótt. Alvaran hafði barið að dyrum einmitt á sömu stund sem Feversham var að fagna gæfu sinni. — Það er ekkert isvar, sagði Harry við þjóninn og þagði svo aftur. Hon- um varð snöggvast litið til Trench, •eins og hann ætlaði að segja eitthvað, en svo hætti hann við það. Hann bögglaði símskeytinu sarnan og fleygði því i eldinn, hallaði sér svo upp að arinhillunni og sagði: — Eg veit svei inér ekki, eins og liann hefði vísað efni símskeytsins á bug en væri horfinn aftur að því, sem hann var að 'tala um áður. Loks var þessi þögla, óhugnanlega stund liðin hjá. En eldurinn sleikti símskeytið og við hitann réttist úr því, svo að það Tá útbreitt áður en það brann. Nokkur orð war hægt að Tesa áður en það brann og varð að ösku. Trench höfuðsmaður hafði setið og liorft í eldinn. — Þú ferð sjálfsagt til Dublin aft- ur? spurði Durrance um leið og liann leit við. Honum hafði létt eins og hinum gestunum. — Til Dublin? Nei, ég fer til Donegal eftir þrjár vikur. Það stend- ur til að halda dansleik þar. Þau vonuðu að þú gætir komið líka. — Eg á bágt með að svara því núna. Ef óeirðir skyldu verða i Egyptalandi er ekki óliugsandi að ég verði kvaddur til herþjónustu strax. Svona gekk samtalið áfram, um stríð og frið á víxl þangað til klukkan i Westminster sló ellefu. Þegar sið- asti ómurinn hljóðnaði stóð Trench höfuðsmaður upp úr sæti sínu, og hinir tveir gestirnir líka. — Eg sé þig á morgun, sagði Dur- rance við Fevensham. — Á venjulegum stað og stund, svaraði Harry. Gestirnir þrír urðu samferða gegn- um garðinn, en skildu á horninu á Pall Mall. Durance fór einn en hinir tveir urðu samferða. Allt í einu hnippti Trench í handlegginn á fé- laga sínum og Willoughby varð hissa, því að Trench var ekki slíku vanur. — Þekkirðu lieimilisfang Castle- tons? spurði hann. — Albermarle Street, svaraði Willougliby og nefndi númerið. — Hann fer klukkan tólf í kvöld. Nú er hún tiu mínútur yfir ellefu. Ertu forvitinn, Willoughby? Eg verð að játa að ég er það. Þegar maður fær simskeyti þar sem segtr að liann eigi að skila einhverju til Trench, og hann gerir það ekki, þá er mér sannarlega forvitni á að vita hvað það er. Castleton er eini liðsforing- inn í okkar deild, sem er staddur hér I London, auk okkar. Hann átti að eta miðdegisverð í kvöld með ein- hverjum stórlaxi úr liervarnarráðu- neytinu. Ef við náum okkur í vagn er ég viss um að við náum í hann áður en hann fer. Willoughby botnaði lítið i þvi sem Trench var að segja, en eigi að síður féllst hann á þetta. — Eg held það sé heillaráð, sagði hann og náði í vagn sem ók hjá. f sumum járntjaldslöndunum hefir yfirvöldunum gengið illa að kúga presta til hlýðni og hafa ýmsir þeirra verið dæmdir í langa fangelsisvist. En aðr- ir. kjósa fremur að beygja sig undir vilja stjórnendanna, svo sem þessir ung- versku biskupar og prestar, sem hér sjást vera að vinna stjórninni hollustu- eið. f þessum hópi er einn erkibiskup og átta biskupar, — Námuslys og kafbátaslys þykja jafnan með hryllilegri slysum, því að vitað er að menn geta lifað lengi í lokaðri námu eða sokknum kafbáti, án þess að hægt sé að bjarga í tæka tíð. í námuslysum særast menn oft af sprenging- um og grjóthruni, en eiturloft myndast bæði í námum og kafbátum. Mynd- in sýnir særðan mann, sem bjargast hefir úr kolanámuslysi í Englandi. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.