Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1952, Blaðsíða 14

Fálkinn - 26.09.1952, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Erna Sigurleifsdóttir. Gísli Halldórsson GUÐMUNDUR KAMBAN: JS/év motrdingjnr Gunnar R. Hansen bætir við afrek sín í þágu íslenskrar leiklistar. Leikflokkur Gunnars Hansen hefir i sumar iarið i leikför um landið og sýnt leikritið „Oss morðingja" eftir Guðmund Kamban. Hefir það hlotið mjög góðar viðtökur. 1 siðustu viku Erna Sigurleifsdóttir og Einar Pálsson var það svo sýnt í Iðnó hér í Reykja- vík. Eftir viðtökunum, sem það fékk þá, ætti að verða góð aðsókn að því. Hér verður ekki farið út í að rekja efni leiksins. Það er í senn stórbrotið og hversdagslegt og þannig við það skilið, að leikhúsgesturinn hlýtur að halda áfram hugleiðingum sínum um eðli persónanna og þau mannlegu vandamál, sem brugðið er upp mynd af, lengi eftir að tjaldið fellur. Ernst og Norma Mclntyre eru aðalpersónur leikritsins, báðar mjög vel ‘gerðar frá liendi höfundar. Leikstjórn annast Gunnar R. Han- sen, sem liefir nú bætt einu afrekinu við í þágu íslenskra leikhúsmála. Sá skerfur, sem jiessi gagnmcnntaði leik- húsmaður hefir lagt til leiklistarlífs hér á landi, er góðrar viðurkenning- ar verður. Þeirri alúð, sem hann Tiefir lagt i að kynna Guðmund Kamban og verka hans meðal ísjendinga sjálfra, mun vafalaust að mestu lcyti að þakka, að Guðmundur Kamban hefir nú hlot- ið veglegan sess meðal íslenskra leik- ritahöfunda í huguni fólksins — sess, sem hann fyrr hefði mátt skipa. „Vér morðingjar“ er í þrem þáttum og gerist leikurinn á vorum dögum. Aðalpersónurnar eru Ernest Mclntyre, uppfinningamaður og kona hans Norma. Þau hjónin eru leikin af Gisla Halldórssyni og Ernu Sigurleifsdótt- ur af mikilli innlifun, þótt ýmislegt megi að vísu setja út á meðferð iilut- verkanna. Önnur hlutverk eru frem- Kynkvíslaofsóknir. Framhald af bls. 5. burt úr Transvaal í tvö ár. Og söniu útreið fékk svertingjasambandið. Malan réttlæti þessar aðgerðir með því að hann væri að „berjast gegn komm- únismanum“, en sú hreyfing er engu ráðandi í landinu. í Suður-Afriku deila ekki aðeins hvítir gegn svörtum heldur líka hvit- ir gegn hvitum. Þeir eru klofnir bæði að því er snertir tungu og fram- kvæmdastjórn. í rauninni eru höfuð- borgirnar tvær, Pretoria sem er að- setur framkvæmdavaldsins og Cape- town, en þár situr þingið. Og allstað- ar er rifrildi um hvaða mál skuli kennt í barnaskólunum — enska eða „afríkanska“. Væringarnar, seni ollu Búastriðinu eru ekki gleymdar enn í utanríkismálum. Allar þjóðernishreyfingar hafa sitt markmið og markmið Malans er að ríkið segi sig úr lögum við enska rikjasambandið. Þá er það og á stefnu- skrá hans að innlima Suðvestur-Af- riku, sem UNÖ virðist liafa mesta umsjá með. Malan hefir gert kröfu til þriggja landa þar, sem eru bresk verndarriki. Þannig hefir Malan ó- vingasí við Breta, UNO og svo við Indland vegna kúgunarinnar á Ind- En hann hefur stefnt sjálfu sam- bandinu 'í hættu líka. Natalbúar, sem eru ensksinnaðir, liafa hótað að segja sig úr sambandinu ef stjórnin haldi áfram að limlesta stjórnarskrána. í síðari heimsstyrjöldinni vann Malansflokkurinn að því öllum ár- uin að Suður-Afríka sæti hjá. Flokk- urinn sýndi það berlega að hugur hans var allur Þjóðverja megin. Slcylt er s'kcggið hökunni. Malan hefir sýnt það í verki að hann hefir ekki lítið af „Hitlershugsjónum" í sér. Það eru fingraför einræðisins sem hann hefir sett á stj<\rnarskrána. Hann hefir slofnað ríkinu í hættu og spillt málstað þess bæði inn á við og út á við. LAUSN Á KROSSG. NR. 874 Lárétt: 1. fasteignasala. 12. saur. 13. fláar, 14. nóta. 16. kló. 18. lim. 20. gaf. 21. aa. 22. aka, 24. arm. 26. rt. 27. snauð. 29. sneið. 30. tá. 32. auðvaldið. 34. ók. 35. att. 37. TL. 38. sð. 39. ala. 40. fias. 41. æð. 42. æt. 43. ólæs. 44. ráð. 45. sr. 47. æa. 49. att. 50. an. 51. baðstaður. 55. io. 56. rakur. 57. gular. 58. TÞ. 60. kar. 62. rak. 63. km. 64. ára, 66. róa. 68. ólu. 69. laus. 71. kitla. 73. flár. 74. skst. — Lóðrétt: 1. fala. 2. auó. 3. sr. 4. ef. 5. ill. 6. gáir. 7. nam. 8. ar. 9. an. 10. lös. 11. atar. 12. skattframtal. 15. aftakastorm- ur. 17. skaut. 19. breið. 22. ana. 23. auð- lærður. 24. andstæður. 25. mið. 28. ðv. 29. sl. 31. átián. 33. at. 34. ólæti. 36. tað. 39. ala. 45. sakar. 46. át, 48. aular. 51. bak. 52. sr. 53. AG, 54. rak. 59. bras. 61. sótt. 63. klár. 65. auk. 66. ris. 67. ata. 68. Óli. 70. SA. 71. km. 72. af. 73. fn. — Erna Sigurleifsdóttir og Gísli Halldórsson. ur lítil, svo að leikurinn stendur og fellur með þvi, að leikendurnir valdi þeim hlutverkum, sem bæði eru mjög erfið. Aðrir leikendur eru Abróra Halldórsdóttir, sem leikur Lilian Dale, móðir Normu, Edda Kvaran, sem leik- ur Susan Dale, syslur Normu, Einar Pálsson, sem leikur Francis McLean, vin Ernests, og Einar Þ. Einarsson, er fer með hlutverk Edwards Itattigan, „þriðja mannsins“ i lífi Normu. Ljósm.: Þórarinn, Austurstræti. Erna Sigurleifsdóttir, Einar Einarsson og Gísli Halldórsson. Auróra Halldórsdóttir, Erna Sigurleifsdóttir og Edda Kvaran.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.