Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1952, Blaðsíða 4

Fálkinn - 10.10.1952, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN % Frá vinstri: Fallegur búhundur. — Nýfætt folald. — Hver segir að þessi hundur og köttur „lifi saman eins og hundur og köttur“? Vtirir okluir - húsdýrio ‘C’1 YRIR nokkru sögðu blöðin frá hundaeiganda einum í Hollandi sem hafði orðið talsvert hissa. Árið 1943 hafði hann átt 9 mánaða gamlan fuglahund. Þýskur liðsforingi settist upp hjá Hollendingnum og tók ástfóstri við hvolpinn, og er hann fór til Þýskalands missiri síðar stal hann honum. Tíminn leið, stríðinu lauk og Hollendingurinn var orð- inn vonlaus um að sjá hundinn sinn framar. En einn dag árið 1949 heyrði hann klórað í dyrn- ar og þegar hann lauk upp stóð horaður og skyninn fuglahundur fyrir utan. Hollendingurinn trúði varla sínum eigin augum þegar hundurinn flaðraði upp um hann. Og hann gegndi nafni. Þetta var sami hundurinn sem þjóðverjinn hafði stolið sex árum áður. Hann hafði ratað heim! Hundurinn hjarnaði fljótt við og lifði við bestu heilsu þangað til hann hrökk upp af fyrir nokkrum mánuðum. Því miður gat hann ekki talað og sagt ferðasögu sína, en ein- mitt þetta, að hann skyldi rata heim eftir svona langan tíma er einstætt dæmi um eiginleika sem hundavinir meta mest: tryggð, ratvísi, þrek og fórnfýsi. Það er áreiðanlegt að hundurinn hefir orðið að iíða mikið áður en hann komst til „föðurhúsanna". Þær eru margar til sönnu sög- urnar af tryggð hundanna og vitsmunum sem þeir beita til að þóknast húsbændum sínum. En stundum nota þeir vitið í eigin þágu. Þessi saga er til dæmis sögð og fullyrt að hún sé sönn: Hundseigandi sem átti heima við fjölfarna götu var ekki lítið eitt forviða einu sinni er hann var að koma heim. Hundurinn hans kom hlaupandi og kátur út og stansaði á gangstéttarbrúninni. Gatan var full af bílum á ferð eins og vant var. Allt i einu lyfti hundurinn framlöppinni og varð afar vesældarlegur. Svo haltraði hann út á akbrautina á þremur löppum. Bifreiðastjórarnir hægðu á sér og hleyptu aumingja halta hundinum framhjá. Undir eins og hann var kominn yfir götuna stakk hann niður veiku fram- löppinni og hljóp áfram á spretti. önnur hundasaga gekk í Eng- landi á stríðsárunum, en það er líklega best að lesa hana með fyrirvara. Eins og allir vita var tóbaksskortur í Englandi þá, og tveir hermenn sem voru heima í leyfi voru orðnir vindlingalaus- ir. Þeir voru á gangi á götunni, en allt í einu hnippir Bill, svo hét annar, í vin sinn Fred og bendir og segir: „Sérðu hundinn þarna! Hann er að reykja vindling!" Fred leit upp. Alveg rétt. Á gangstéttarbrúninni , sat lítill hundur og var að reykja. „Merki- legt,“' sagði Fred. „Hvar skyldi hann fá keypta vindlinga?“ En hvort það eru sannar sög- ur eða lognar, sem ganga um hundinn, þá sýna þær samt að hann er vinsælasta húsdýrið. 1 Noregi kemur einn hundur á hverja þrjá íbúa, og 65 mismun- andi hundakyn hafa sést þar á sýningum. — Kötturinn er líka vinsæl skepna, en á þó ekki nærri eins miklum vinsældum að fagna og hundurinn, enda hefir hann eigi þá kosti til að bera sem gera hund- inn vinsælan. Þó halda margir kattavinir því fram að kötturinn sé bæði gáfaður og ýmsum góð- um kostum gæddir. Til dæmis hefir kona ein sagt mér að kött- urinn hennar sé bráðglöggur mannþekkjari. Þegar ættingi hennar, sem var lítið um ketti gefið, kom í heimsókn reis kött- urinn upp á afturlappirnar og danglaði í hana með framlöppun- um eins og hnefakappi. Þetta skeði ekki aðeins einu sinni held- ur í hvert skipti sem hún kom. Loks fór kötturinn að hvæsa á hana líka, svo að hún varð svo hrædd að hún hætti alveg að koma. Dyntir og duttlungar mannanna koma fram í húsdýrahaldi þeirra eins og fleiru. Látum það vera að fólk ali skjaldbökur og mar- svín sér til dægrastyttingar og að krakkar hafi gaman af hvít- um músum. Litlir apar geta ver- ið skemmtilegir líka, þó að allar þessar skepnur geri oft ógagn. En þegar kvenfólk fer að ganga með hlébarða og tígrisunga í bandi til að láta taka eftir sér, fer skör- in að færast svo langt upp i bekkinn að ástæða er til að taka í taumana. Hitt er skiljanlegra að margir hafi gaman af fuglum — kanarí- fuglum, páfagaukum og þess hátt- ar. Þeir geta verið ljómandi fal- legir og gaman að heyra þá kvaka og syngja — og herma eftir. Hefurðu heyrt söguna af mann- inum sem fór á uppboð og keypti páfagauk? Hann hafði tekið það í sig að vilja eiga þennan fugl og bauð og bauð þrátt fyrir öll yfirboð, þangað til fuglinn var sleginn honum. „Hann mun geta talað?“ spurði maðurinn uppboðshaldar- ann um leið og hann borgaði fúlguna, sem hann hafði boðið í gaukinn. „Hvort hann getur talað! Heyrðuð þér það ekki? Það var Hafa dýrin ekki sál. Lítið á hvolpana í körfunni. Það eru ekki allir menn,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.