Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1952, Blaðsíða 14

Fálkinn - 10.10.1952, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Frá iðnsýningunni Hentugur borðbúnaðarskápur. Fyrirtækið G. Skúlason & Hlíðberg h.f., Þóroddsstöðum í Reykjayík, sýn- ir borðbúnaðarskáp, skrifborð og þrjár gerðir af armstólum. Rorðbúnaðar- skápurinn er ljós og mjög smekklega gerður. Að framan er hann bogadreg- inn og liurðum rennt sinni til hvorrar hliðar. Á skápnum miðjum að framan- verðu eru skúffur, og i hverri skúffu eru litlar skúffur, þannig að þar er afar hentugt að geyma linífapör. Má fullyrða, að skápur iþessi er meðal þeirra gripa á sýningunni, sem mesta athygli hefir vakið. Skrifborðið er i dök'kum lit, en með léttum blæ engu að síður. Að framan eru skúffur, en lítil bókahilla með gleri fyrir að ofan. Þar eru og læstar hirslur sín til hvorr- ar handar við liilluna. • Skíðagerðin Fönn. Skiðagerðin Fönn, Sænsk-íslenska frystihúsinu i Reykjavík, sýnir skiði úr birki og hickory. Hickory-skíðin eru með plastbotnum og stálköntum. Þá getur þar að líta skíðastafi úr tonk- in og stáli, og einnig stóran boga og örvar og spjót til íþróttasiðkana. — Allt eru þetta fallegar vörur og vand- aðar, enda hafa þær lilotið bin bestu meðmæli iþróttamanna. — Ekkert er jafn óþægilegt fyrir ræðumann og að sjá áheyrendurna vera að líta á úrið sitt í laumi, sagði einn meðiimur franska akademisins. — Jú, annað er verra, sagði vinur hans. — Og það er að sjá áheyrend- urna bera úrið upp að eyranum til þess að heyra livort það sé hætt að tifa. Bónda í Texas varð það á að skjóta nágranna sinn, sem liann átti i erjum við. Hann símaði til málaflutnings- manns í Forth Worth og bauð honuin 5000 dali fyrir að flytja mál sitt. -— Svarið kom um liæl: „Kem með næstu lest. Hefi þrjá sjónarvotta með mér“. — Kíkið þér á, sagði gramur gestur við þjóninn, — hérna er fluga á smjör- inu. — Þetta er ekki fluga, svaraði þjónninn. — Það er fló. Og í öðru lagi er þetta ekki smjör lieldur er það margarín. Bátasmíðastöð Breiðfirðinga í Hafnarfirði ■■ 1 :i í ■' sýnir tvo báta á sýningarsvæðinu úti. Annar er 36 feta langur hringnóta- bátur, en hinn er 18 feta trillubátur. í trillubátnum hefir verið komið fyr- ir 8 hestafia STUART vél, og hefir hún verið 'höfð i gangi fyrir sýningargesti. Báðir þessir bátar hafa vakið ó- skipta athygli sýningargesta, enda eru þeir sérstaklega fallegir og vand- aðir og framleiðendum þeirra til mik- ils sóma. Ljósm.: P. Thomsen. Móðirin var að borða hádegisverð með dóttur sinni, og á borðinú voru sardínur. — Það kemur oft fyrir, seg- ir móðirin, að stórir fiskar éta þessa litlu fiska. — En hvernig fara þeir að opna dósirnar, spyr sú litla. — Það er aðeins eitt, sem er ergi- legra en kona, sem kann að búa til mat en nennir því ekki. — Og hvað er það? — Kona, sem kann ekki að búa til mat en nennir því. Hann 'hafði verið móðgaður i klúbbnum, einhver hafði kallað hann asna. — Eiginlega ætti ég að tala við málaflutningsmann um þetta, sagði sá móðgaði við vin sinn á eftir. — Ekki mundi ég gera það í þínum sporum. Eg mundi heldur tala við dýralækni. Kartöfluverð Verð á krtöflum er, frá og með 1. þ. m., ákveðið þannig: 1 heildsölu: I. flokkur kr. 196.00 hver 100 kg. Úrvalsflokkur — 221.00 — — — II. flokkur — 170.00 —------------ 1 smásölu: I. flokkur kr. 2,45 hvert kg. Úrvalsflokkur — 2.75 — — II. flokkur — 2.15 — — Reykjavík 5. október 1952 GRÆNMETISVERSLUN RlKISINS

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.