Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1952, Blaðsíða 12

Fálkinn - 10.10.1952, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN ARNOLD BENNETT: Silfurpeningarnir £pema\\4i leifhilcgregluáa$a 13. Klukkan sló átta. Þjónninn kom inn, hljóð- lega eins og hjúkrunarkona, og Napoleon vorrar aldar fór inn í marmarahellulagðan baðklefann. Þegar hér var komið sögu vissi allt heimilisfólkið .... þetta heimilisfólk sem snerist kringum einræðisherrann eins og plá- neturnar kringum sólina .... að húsbóndinn var vaknaður og í talsvert hættulegu skapi og að búast mátti við þrumuveðri. Og ailir, frá hlaupastráknum til einkaritarans, hins mikla manns Oakley, skildu þetta sem nýja sönnun fyrir því að fjármálaferill húsherr- ans hefði orðið fyrir áfalli. Húsherrann át morgunverð stundvíslega klúkkan átta .... enskan árbit: svínsket og egg, steikt 'brauð, kaffi og marmelaði .... í árbítsstofunni, fyrir framan bókasalinn. Hann át einn, því að hann þoldi ekki að vita þjóna nærri sér svona snemma dags, og hvorki átti hann konu eða böm. Hann hellti sjálfur í kaffibollann sinn, alveg eins og einhver af skrifurum hans mundi hafa gert. Hann leit á úrið um leið og hann drakk út úr bollan- um. Ef Oakley væri ekki kominn ætti einka- ritarinn von á góðu. En Oakley var kom- inn, hann sat í ró og næði og var að skera upp umslög með litlum pappírshníf úr fíla- beini. Það var aðallega vegna þess að Oakley var alltaf „kominn“, að hann hafði sex hundr- uð punda kaup á ári. Farið þér í Cannon Street fyrripartinn í dag? spurði Oakley, sem var maður um fimmtugt og jafn sviplaus ásýndum og þjónn í stórum gildaskála. — Hvers vegna spyrjið þér? — Sir Charles Custer simaði og spurði að því. — Nei. — 'Eg bjóst við því, og sagði honum það. — Humm! sagði húsherrann þumbara- lega, en þorði ekki að segja meira. Hann hafði talsverðan beyg af hinum ó- viðjafnanlega einkaritara sinum, eins og fyrirmyndin hans, Napoleon mikli. Oakley átti auðvelt með að útvega sér annan hús- bónda, en það var vafasamt hvort húsbónd- inn gæti náð í annan eins einkaritara og Oakley var. — Það var lítill póstur í morgun, sagði Oakley. — Humm, sagði húsherrann aftur. — Skrifið þetta bréf og sendið það þegar í stað: „Herra Richard Redgrave, Adelphi Terrace 4. Kæri herra Redgrave. Eg væri yður mjög þakklátur ef þér gætuð litið inn til mín fyrri partinn í dag, eins fljótt og hægt er. Eg verð heima. Bréfberinn gæti komið með yður til baka í vagninum. Yðar með virðingu .... “ Bréfið var skrifað, undirskrifað og sent. — Hefir nokkur komið frá Gaunt & Griffiths? spurði Napoleon. — Já. Oakley tók upp bréf, skrifað á þykkan, fín- an pappir. Bréfhausinn á skrifpappír hins kunna miðlarafirma var ærið tignarlegur, enda mun þetta hafa verið stærsta miðlara- stofan í London, eða að minnsta kosti var hún í mestum metum í Kauphöllinni. — Þeir skrifa: „Vér höfum meðtekið heiðrað bréf yðar dags. í dag. Getum vér boðið yður takmarkaðan fjölda af La Princ- essehlutabréfum fyrir tuttugu og fimm pund, og yrðum yður þakklátir fyrir að taka eða hafna boðinu fyrir klukkan tólf á hádegi á morgun. Erum ávallt til þjónustu. Virðingar- fylist Gaunt & Griffiths. — Tuttugu og fimm! hrópaði hann. — Þeir hljóta að meina fimm. Þetta er víst ritvilla. — Þetta er skrifað í tölum og endurtekið í bókstöfum. — Það er ritvilla samt. — Já. Vafalaust. Ennþá fékkst Napoleon ekki til að trúa því að ólánið eða kannske gjaidþrotið væri að berja á dyr hjá honum. Hann barði höfðinu við steininn og neitaði að horfast í augu við sannleikann. Það virtist svo ótrúlegt, svo ó- hugsanlegt að nokkuð gæti bjátað á fyrir honum. Þannig hugsum við allir þangað til skriðan fellur. — Nú fór hann að sinna hin- um minni háttar bréfum og lét sem hann væri hinn rólegasti. En hann gat ekki blekkt Oakley. Klukkan 5 mínútur fyrir 9 var drepið var- lega á dymar. Það var sendillinn, sem hafði farið í Adelphi Terrace. Redgrave var ekki heima. Hann hafði farið út kvöldið áður og var ekki kominn aftur. Húsmóðirin vissi ekki hvar hann var. — 'Sendið þangað aftur um hádegið, Oakley, sagði Napoleon. Eftir augnablik var 'drepið á dyrnar aftur. — Kom inn! kallaði Napoleon byrstur. Þjónn kom og kynnti að sir Charles Custer væri kominn. — Sir Charles Custer! sagði húsbóndinn. — Þér verðið að flytja yður út, Oakley. Eg þarf að tala við hann. Oakley fór út og sir Charles var vísað inn. Sir Charles leit efablandinn á Napoleon, og svo lokaði hann dyrunum varlega. — Eg held að við séum í bölvaðri klípu, Lock, sagði hann og lagði pípuhattinn sinn á borðið. — Jæja? sagði Simon Lock varlega. — Já, sagði Charles. — Og ég er hárviss um að þegar þér spurðuð mig rnn hvort ég vildi taka þátt í þessum Princessehlutabréfa- kaupum .... — Afsakið þér, sir Charles, tók Lock fram í mjög kurteislega og formlega. — Eg bað yður ekki um að taka þátt í þeim. Það vor- uð þér sem stunguð upp á því. — Nú .... humm .... jæja, sagði sir Charles óákveðnari. — Við skulum ekki deila um það. En ég skildi yður að minnsta kosti svo að þetta væri hundrað prósent öruggt fyrirtæki. — Það er nú svo, svaraði Lock. — En fáið þér yður sæti, sir Charles og reynið að líta rólega á málið. — Er ég ekki rólegur? spurði þingmað- urinn, sem ekki var vanur því að vera ávarp- aður svona. — Jú, víst eruð þér rólegur. Eg á við að þér ættuð að halda áfram að vera það. Við skulum tala um þetta mál. Eins og þér minn- ið mig á sagði ég að þetta væri mjög gott fyrirtæki. Og það var það lika. En það er svo að sjá sem einhver leynileg öfl séu að verki gegn okkur. Ef ég gæti komist að hver !þessi öfl væru, mundi allt fara vel, því að þá gæti ég gert þvingunarráðstafanir sem bæru ár- angur .... þér skiljið mig? — Hvaðan svo sem þessi leyndu öfl kæmu? — Já, hvaðan svo sem þau kæmu. Og ég skal grafa þetta upp sir Charles, sagði Simon Lock með áherslu. — Eg skal komast að því. Simon Lock hefir aldrei verið svínbeygður hingað til og hann skal aldrei verða það held- ur. Eg byrjaði ævina með tveggja shillinga kaupi á viku. Þá unnu líka öfl á móti mér en ég bugaði þau. Nú er ég fimmtíu og fimm, en ég hugsa að ég geti leikið sömu brögðin sem ég lék í æsku — og í stærri mælikvarða. — En meðan á þessu stendur? — Eg verð því miður að játa, sir Charles, að við höfum selt fleiri Princesse-hlutabréf en við getum látið af hendi. Og meira að segja er ég hræddur um að við höfum selt fleiri bréf, en til eru í félaginu. Við seldum og seld- um, í von um verðfatl. Eg vissi líka að hluta- bréfin mundu falla bráðlega. Og það gerðu þau. En nú hafa þau stigið aftur með mjög dularfullum hætti. — Og þau halda áfram að stiga, sagði sir Charles og strauk óstyrkri hendinni um langt og gisið skeggið. — Já, ég sé að við höfum selt yfir tvö hundruð þúsund hlutabréf með þriggja punda gengi. Svo féllu þau, eins og þér vitið, nið- ur í tuttugu og fimm shillinga. Svo fóru þau að þjóta upp eins og loftbelgur og eftirspurn- in varð mikil. Við vorum ginntir í gildru, sir Charles. Aldrei þessu vant hefir einhver snú- ið á Simon Lock . . . . í bili, aðeins í bili. Miðl- ararnir mínir héldu að þeir væru að selja Pétri og Páli þessi hlutabréf, en þeir seldu ýmsum umboðsmönnum, sem sami kaupand- inn hefir gert út. Það er greinilegt. — Og hvernig er þá ástatt núna? — Við eigum að afhenda hlutabréfin eftir viku. Við eigum kringum áttatíu þúsund hlutabréf, sem við höfum keypt með mismun- andi gengi, allt upp í fimm pund. Við mund- um verða borgunarmenn fyrir því. En svo verðum við að kaupa yfir hundrað og tuttugu þúsund hlutabréf í viðbót. — Með lægsta verði sem hægt er að fá? — Já. — Og hvað er lægsta verð í dag? Simon Loek horfði i augun á sir Charles. — Mér hafa í dag verið boðin hlutabréf fyrir tuttugu og fimm pxmd. Sir Charles svaraði með því að vinda sér að skenknum og hella koníaki í glas. Hann var fremur huglítill maður, þótt mikill væri hann á velli.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.