Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1952, Blaðsíða 5

Fálkinn - 10.10.1952, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 hann sem var alltaf að bjóða á móti yður!“ svaraði uppboðs- haldarinn. En það eru fleiri fuglar en páfagaukurinn sem geta lært að tala. Meðal annars er til tegund af stara á Kyrrahafseyjum, sem er honum miklu fremri. Amerísk hjón höfðu þennan fugl með sér til Bandaríkjanna og hann varð svo mælskur og söng svo vel að hann varð frægur um alla Ameríku og kom fram í útvarpi, leiksviði, sjónvarpi og kvikmynd- um. Hjónin græddu drjúgum á fuglinum, en nú er hann dauður. Annar maður sem hefir grætt á fuglum er Hollendingurinn uðu á sem dægradvöl. En hér hef- ir ekki enn verið minnst á þau húsdýrin sem mest er af, og gegna því hlutverki að vinna raunveru- lega fyrir eigendum sínum. Þau geta verið skemmtileg líka. Það getur verið gaman að horfa á nokkurra daga gamalt folald „æfa sig í víðavangshlaupi“; fegurri skepnur eru varla til. Eða sjá lömb leika sér við stekk- inn — eða kálfinn koma í fyrsta skipti út á vorin. Ýmsir hafa á móti því að fólk haldi húsdýr sér til gamans ein- göngu. En þeim sést yfir það hve mikil vinátta getur orðið milli manns og skepnu og hve mikil Hvíti Síamskötturinn með svartan haus og lappir er afar sjald- gæfur og þess vegna í miklum mctum hafður. En fríður getur hann varla tal- ist, og „ekki eins og kettir gerast". Vanden Brink. Hann hafði stofn- að tískuverslun og orðið ríkur á henni. Fyrir nokkru fór hann að safna að sér fuglum og hafði svo gaman af því að hann vildi ekki öðru sinna. Hann seldi tískuverslunina og helgaði sig allan fuglunum sínum. Fólk hristi höfuðið og vor- kenndi þessum mikla kaupsýslu- manni sem hafði fengið fugla á heilann. En það segir annað í dag. Vanden Brink hefir opnað stærsta fuglagarð veraldar í Hollandi. Avifauna heitir hann og var opnaður 1950. Fyrsta ár- ið sótti meira en milljón manna fuglagarðinn og hver borgaði gyllini fyrir innganginn. Garður- inn er um fjórir hektarar, hefir veitingaskála sem rúmar 1500 manns, 48 manna hljómsveit, fal- legan blómagarð, skrautlýsingu á kvöldin og — nærri því 10.000 fugla af 400 mismunandi tegund- um! Fráa kolibrífugla og upp í strúta. 'Fuglagarðurinn gefur af sér stórtekjur. Svo að sumir hafa lag á að gera sér fé úr því sem þeir byrj- dægradvöl fólki, ekki síst ein- stæðingum, getur verið að því að hafa hjá sér hund eða kött. Lítið á myndirnar. Er það nokkur furða þó að fólki þyki gaman að svona skepnum? Og ætli þær séu jafn „skynlausar“ og þær eru kallaðar? „The Royal Turnament" er riddara- liðssýning ein, sem árlega fer fram í London. Einn þátttakandinn í þetta sinn er Barnfather yfirsersjant, sem sést hér vera að æfa eitt „númerið“. KROSSGÁTA NR. 878 Lárétt: 1. rabb, 6. fiskur, 11. koddi, 16. þrælabyrði þf., 17. jötnar, 18. /eittu viðtöku bh. 19. auðug, 20. lít- ill, 22. siglingar- bætta, 24. kveik- ur, 25. án nokk- urs vafa, 27. blíð- skaparveður, 29. genginn á braut, 30. embætti, 31. vöntun, 32. straumkast, 33. ökutæki, 34. óá- kveðni, 35. kven- mannsnafn, 37. menntastofnun, 38. fallegt, 41. fúa mýri, 42. týna, 43. villikynþátt- ur, 44. nafnhátt- armerki 45. slark ari, 46. myrkra- forsetinn, 47. tveir sérliljóðar, 48. tæp- ara, 50. notandi, 51. skógardýr, 52. hinna, 53. rúniin, 54. mjög, 55. fæða, 56. svalir, 57. stjórnmálasamtök, skst. 58. tignaða, 60. stólpi, 61. kunna, 64. 365 daga jarðabætur, 66. handverks- menn, 67. iheimsfrægt stórfljót, 68. lag- leg, 69. kukla, 70. flog, 71. Suðurlanda- búi, 73. verkfælnir, 75. lengjan, 77. huglausir, 78. stig, 79. áframhalds- samur. — Lóðrétt: 1. fótmál, 2. ganga á brekku, 3. handverksmaðurinn, 4. forsetning, 5. fuglana, 6. lostæti, 7. málmtegund, 8. íslands forni fjandi, 9. hallmælt, 10. þrammaði, 11. gras, 12. umdæmis- bókstafir, 13. líkami, 14. aumlegur lestur, 15. viðbætta, 21. skal, 23. trúa varla, 26. fella í bylgjur, 27. taka í óleyfi, 28. endurgjaldið 30. trassi, 33. grenja, 34. leggur fæð á, 35. áana, 36. gangstætt: ofan, 37. slæpast, 38. ílát- ið, 39. gorta, 40. efast ekki, 42. ansa, 43. dvalin, 45. fjárgæslumenn, 46. ham- ingjusamar, 49. d,ýrðarhljómar, 50. ógnun, 51. skripi, 53. ragar, 54. bæta við, 56. fornfrægur Mongólakóngur, 57. brotlegri, 58. Norðurlandamenn, 59. skrifa utan á, 60. þrír samhljóðar, 61. húshluti, 62. gripafóðrið, 63. eld- ■stæði, 65. ofsareiðir, 66. alda, 69. ung- viði, 72. fimmtíu og einn, 74. á fæti, 76. leiðsla. LAIISN A KROSSfi. NR. 877 Lárétt: 1. lcisa, 3. hnykk, 7. ásar, 9. púla 11. Úral, 13. rita, 15. aðla, 17. spá, 19. iðulega, 22. möl, 24. aða, 26. anaði, 27. fet, 28. ósatt, 30. aga, 31. minus, 33. SS, 34. ýn, 36. böl, 37. LV, 38. siðir, 39. ær- leg, 40. al, 42. Níl, 44. afl, 45. ha, 46. róinn, 48. tkp, 50. aflar, 52. ana, 53. sárar, 55. dæl, 56. önn, 57. sprakan, 59. rit, 61. auli, 63. móka, 65. róla, 67. Vmir 68. leir, 69. aftri, 70. Árni. — Lóðrétt: 1. koss, 2. api, 3. hlaða, 5. kú, 6. kragi, 7. áll, 8. ræll, 10. úti, 12. aða, 13. ráða, 14. klaga, 16. amen, 18. pass, 20. Una, 21. eða, 23. ötul, 25. atvinna, 27. fílefld, 28. Óskar, 29. tíðin, 31. mölva, 32. Svíar, 35. Níl, 36. brá, 41. lóan, 43. skran, 45. liali, 47. inna, 48. tár, 49. þak, 51. læra, 53. spila, 54. rammi, 56. ötul, 57. sló, 58. Nói, 60. tæki, 62. urr, 64. krá, 66. af, 67. ýr. — BÖRN ÞOLA EKKI SJÓNVARP. — Anveriski augnlæknirinn doktor Wendel L. Hughes heldur því fram að börnin þar vestra séu að fá „sjón- varpsaugu". Vegna þess hve foreldr- ar þeirra leyfa þeim að horfa lengi í einu á sjónvarpið, ágerist það mjög að þau ofreyni augun. Þau fá höfuð- verk, verða rauðeygð og taugarnar veikjast og krakkarnir verða enn meiri óhemjur en þau voru áður. Dr. Hughes færir rök að því, að það sé mjög skaðlegt að leyfa börnum að horfa á sjónvarpið meira en hálftíma i einu. ÞESSI CHURCHILL ! Winston Churchill er ekki aðeins forsætisráðherra heldur bóndi lika. Eignarjörð hans heitir Chartwell. Þar var uppi fótur og fit nýlega, þvi að Churchill var að 'selja hvorki meir né minna en 79 kýr, af ensku stut'thornakyni. Þær fóru fyrir kring- um 250.000 ísl. krónur samtals. Best seldist kýrin „Clanville Sweetbriar 1X“ — liún fór á kringum 15.000 krónur. Churchill bóndi ætlar að nota peningana til að kaupa sér nýj- ar ikýr, af Jersey-kyni, sem hann hef- ir betri trú á. Hann fékk sér nokkrar kvígur og tarf — allt kynbótaskeþnur — af þessu kyni eftir striðið og likar vel. — Soames tengdiasonur Churchill stjórnaði uppboðinu og kona hans og krakkar hjálpuðu til. — Fyrir nokkru var bréf frá Randolph Churchill, föð- ur Winstons Spencer, selt á uppboði fyrir rúmar 2000 krónur. Bréfið var til James, sem þá var að kenna Winston litla. Randolph slcýrir i bréfinu frá því í hverju drengnum sé helst ábótavant og hvað helst þurfi að 'kenma honum til þess að hann geti komist inn í sjóliðaskólann. — Churchill varð að taka þetta próf þrisvar áður en hann náði því. — Rétt fyrir kosningarnar í fyrra hitti Churchill Shinwell þáverandi her- varnarráðherra. Þeir eru litlir vinir. Engu að siður bað Shinwell Churcliill um að láwa sér tvo penny-hlunka, hann þurfti að fara í síma. „Það er eins gott að ég láni yður fjóra,“ sagði Churchill. „Þá getið þér simað til allra vina yðar.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.