Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1952, Blaðsíða 8

Fálkinn - 10.10.1952, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN „JÆJA-ÞÁ, góða nótt, vinur minn, eða réttara sagt, góðan daginn!" sagði Senor Blasco d’Almeida og stakk 5000 franka seðli í hönd Parísar-leiðsögu- mannsins síns. „Mikið skolli skemmtum við okkur dásamlega, Monsieur, gerið svo vel, hér eru ómakslaun yðar; nú er bara um að gera að komast inn á hótelið án þess að konan mín uppgötvi að ég hafi verið úti.“ • Senor d’Almeida veifaði til M. Glacemont og hvarf inn um vængjahurð Hotel Meurices í París. Hann var hátt á sextugs- aldri og hafði þunnan krans af gráu hári í kringum beran skall- ann, sem var á litinn eins og guln- aður tómat. Senor d’Almeida var lágvaxinn og magi hans ljóstr- aði upp um marga rikulega mið- degisverði. Ásamt eiginkonu sinni og ungri dóttur bjó nú þessi argentinski námaeigandi í höf- uðborg Frakklands. Fjölskyldan hafði komið frá Sviss, þar sem hún hafði ástundað vetraríþrótt- ir, til Signu-borgarinnar, þar sem meiningin var að lyfta sér upp á ýmsan annan hátt. Þetta var ár- ið 1938, drungalegan febrúar- dag, klukkan var hálf-tíu fyrir hádegi. Námueigandinn fór upp með lyftunni og nálgaðist dymar að svefnherbergi sínu á tánum. D’Almeida-hjónin höfðu fimm herbergja íbúð til umráða ásamt baðherbergi á þriðju hæð. Kvöld- ið áður hafði argentínski herra- maðurinn, eftir að hafa látið í veðri vaka við eiginkonu sína að hann væri að fara í háttinn, læðst hljóðlaust niður í barinn, þar sem hann, að nokkrum kokkteilum hraustlega innbyrtum, hafði lát- ið hringja á leiðsögumanninn, sem vínfangastjórinn hafði mælt með sem „manni, er þekkti alla leyndardóma Parísarborgar". Og að vörmu spori var Monsieur Jean Glacemont kominn í bíl til fundar við hinn nýja atvinnuveit- anda sinn. Leiðsögumaðurinn hafði umsvifalaust fylgt Senor d’Almeida á Monicos Dancing, þar sem tvær líflegar, ungar feg- urðargyðjur höfðu samstundis tjáð sig reiðubúnar til að skemmta og dansa við hina fínu herra, auk þess sem þær virðingarfyllst drukku hverja kampavínsflösk- una á fætur annarri Argentínu- greifanum til heilla. Senor d’Almeida opnaði dyrn- ar, sem lágu beint inn í lítinn for- sal inn af aðalganginum. Þarna stóð hann lengi og hlustaði. Nei, það heyrðist hvorki stuna né hósti úr herbergjunum fimm. Sennilega, hugsaði hann með sjálfum sér, sefur Donna Elvira, hin dygga eiginkona mín ennþá, j5enor!Btasco „Genúa 702038. — Kem Par- ísar morgun 19.35 stop Ný- kominn hingað frá Buenos Aires stop Yndislegt ferðálag stop Vona Bianca sé nú gift hinum unga Glacemont stop Kveðja til allra — Þinn pabbi.“ skemmtir sér í París svo og einkadóttirin, hin 19 ára gamia Bianca. Guði sé lof og dýrð! „Eg verð fyrst að fara fram í baðherbergið til þess að losna við ilmvatnsanganina úr samkvæmis- fötunum mínum,“ hugsaði náma- eigandinn með sér. Hann burst- aði ljóst kvenmannshár af jakka- erminni sinni, og opnaði svo dyrnar gætilega. „Ö, þessar ynd- islegu, silkimjúku Parísar-verur,“ hugsaði hann. En maður ætti sannarlega ekki að taka eigin- ir bara brugðið þér á svall! Að þú skulir ekki skammast þín, Blasco.“ Hún rauk á fætur, greip í jakka- kragann hans og dreif hann inn í svefnherbergið. „Eg — ég hitti — viðskipta- vin,“ stamaði námaeigandinn. „Það er lygi,“ þrumaði Senora d’Almeida og tuskaði hann dug- lega til. „Til þess að hitta við- skiptavini sína, þarf maður ekki á neinum guide að halda, og allra síst „guide de plaisir“. konuna sína með sér, þegar mað- ur ferðaðist til borgar borganna. Því næst rak hann nefið inn úr gættinni. Og hopaði þegar í stað á hæl. Donna Elvira sat á stól í miðju herberginu. Hún var í náttkjól, hafði pappírsvafninga i hárinu og — það sem var allra- verst — hún var með galopin augun. „Nú, ert það þú, óþokkinn þinn,“ hvæsti hún um leið og hún kom auga á Senor d’Almeida. „Reyndu bara ekki að leggja á flótta! Eg hefi verið á fótum og beðið eftir þér, alveg síðan klukk- an þrjú í nótt. Eg hélt fyrst að þú hefðir orðið fyrir slysi — en svo skildist mér brátt að þú hafð- „Eg fullvissa þig, elskan mín u „Eg er ekki elskan þín — ó- þokki! Þú hefir verið úti með kvenfólki — berðu bara ekki á móti því! Eg hefi grennslast fyrir hér á hótelinu — og fyrir nokkra seðla sagði einn þjónninn mér, að þú hefðir í gærkvöldi læðst niður í barinn og hringt þaðan eftir leiðsögumanni. Hvar hefirðu verið, Blasco? Svaraðu mér!“ Á þessu óheppilega augnabliki, fyrir Senor d'Almeida, var barið að dyrum, og þjónn einn afhenti símskeyti. Það var addresserað til „Madame Elvira d’Almeida, Hotel Meurice, París“, og var svohljóðandi: „Guð hjálpi mér!“ hrópaði Donna Elvira um leið og hún hafði lesið símskeytið. „Pabbi í Evrópu — hann -kemur hingað. Hvað eigum við að gera?“ Stirðn- uð af hræðslu einblíndi hún á eiginmann sinn, og nú hugsaði hún ekki lengur um útstáelsi hans. Senor d’Almeida klóraði sér á bak við eyrað. „Þetta var nú verra,“ muldr- aði hann. „Mér er óskiljanlegt hvað hefir komið yfir gamla manninn, að hann skuli svona skyndilega — án þess að gera okkur aðvart — skjóta upp koll- inum í Evrópu. Við hefðum átt að setja föður þinn fastan, eins og ég eindregið vildi, áður en við fórum frá Argentínu. Nú kemur hann bara hingað og gerir allt vitlaust. Þessi hugdetta, sem hann fékk, og gengur út á það, að dótt- ir okkar skuli giftast sonarsyni æskuvinar hans — já, þessum Glacemont — það sannar ekki annað en það að sá gamli er með lausa skrúfu.“ „Já,“ mælti Donna Elvira og púðraði nefbroddinn utan við sig af undrun. „Bianca hló bara að þessum litla, strokna og fág- aða Frakka, þessum unga Char- les Glacemont, þegar hann heim- sótti okkur hingað á hótelið á fimmtudaginn. Við buðum honum til hádegisverðar, guð sé mitt vitni, en leiðinlegri þurradrumb- ur en ungi Glacemont fyrirfinnst ábyggilega hvergi — í því hefir Bianca sannarlega rétt fyrir sér. Það versta er auðvitað,“ hélt Senora d’Almeida áfram, „að pabbi, í því skapi, sem hann er nú í, gerir Bianca arflausa ef hún giftist ekki sonarsyni vinar hans.“ „Já,“ ansaði eiginmaður henn- ar og hrukkaði ennið, „og ég get líka átt von á því að hann inn- kalli allt það kapítal, sem hann hefir lagt í námurnar mínar. Það yrði hræðilegt — en við verðum að finna einhver úrræði.“ „Bara að það hefði ekki legið svona voðamikið á,“ andvarpaði frúin. „Pabbi kemur, jú, þegar annað kvöld. Hann sviðsetur nátt- úrulega eitt af þessum æðisgengnu köstum sínum, þegar hann kemst að raun um að Bianca er ekki gift Monsieur Glacemont ennþá. Það besta væri annars að við þegar í dag yfirgæfum Paris — og létum eins og við hefðum aldrei fengið símskeyti föður míns.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.