Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1952, Page 10

Fálkinn - 10.10.1952, Page 10
10 FÁLKINN Liselotte Krefcld. „Litla stúlkan með eldspýturnar“. — Andersens-ævintýrið um litlu stúlk- una með eldspýturnar hefir nú verið kvikmyndað og er myndin ekki ætluð kvikmyndahúsum 'heldur til þess að sýna hana i sjónvarpi og er þess vegna ekki talmynd. Það eru danskir leikar- ar, sem leika í myndinni og danskt tón skáld hefir sett lag við hana. Annars er ætlast til þess að ævintýrið sjálft verði lesið upp um leið og myndin er sýnd. Hérna á myndinni sjáið’þið Liselotte Krefeld, sem leikur litlu stúlkuna. Hún er átta ára, Leikstjórinn var lengi að leita fyrir sér í skólunum og á leik- völlunum í Kaupmannahöfn, uns hann fann réttu telpuna. Hann reyndi 800 áður en hann fann þá réttu. Hún var i skóla, sem er rétt hjá kvikmynda- verinu. Það væri gaman að sjá hvernig henni tekst að lýsa litlu stúlkunni, sem varð úti á gamlaárskvöld. Ss í/ , *' , , — > ' -«8B Gunnulitlu þótti meira gaman í sveit- inni en í bænum. Þar á hún leikfélaga sem ekki sjást á götunum, og þessir félagar h*fa gaman af börnum. Litli bolakálfurinn amast ekkert við því, þó að Gunna setjist á bak honum og segi „ho-ho“. — Látill drengur spyr mömmu sína: — Er hárvatn í þessu glasi? — Nei, nei, það er lim. — Nú, þá skil ég hvers vegna ég get ekki náð af mér húfunni. Walt Disney er orðinn fimmtugur. — Maðurinn, sem hefir búið til teikni- myndirnar heimsfrægu um Mikka Mús, Andrés önd, Phitó og fleiri, varð fimmtugur nýlega. I barnæsku átti Walt Disney heima í smábæ i Missouri. Þar voru alls kon- ar skepnur, sem hann teiknaði. Síðar fluttist fjölskyldan til Kansas City, og var varð Walt blaðastrákur og vann sér inn peninga og keypti fyrir þá teiknipappír og blýanta. Eflir fyrri heimsstyrjöldina byrjaði hann að gera teiknikvikmyndir ásamt kunningjum sínum. Þeir höfðu allir einhverja fasta vinnu, en teiknuðu á kvöldin. Fyrstu myndirnar likuðu vel og allir hlógu dátt að þeim. En svo fór félagið, sem keypti þessar myndir á hausinn 1923. „Nú fór ég til Holly- wood,“ sagði Disney, en hann átti ekki fyrir fargjaldinu. Þess vegna fór hann að taka ljósmyndir af börnum, sem iéku sér á götunum. Og á eftir fór hann heim til mæðra þeirra og seldi myndirnar. iLoks átti hann fyrir far- miða til Hollywood — um miða til baka skeytti hann ckki, því að hann þóttist viss um að hann þyrfti ekki á honum að halda. Og svo fór liann til Hollywood með teiknipappírinn og alla blýantana. Það var aleigan. í þrjá mánuði arkaði hann milli kvikmyndakónganna uns hann fékk atvinnu lijá manni sem liét Winkler. Mortimer, sem varð Mickey Mouse. — Meðan Disney vann hjá Winkler datt honum í hug iítil tamin mús, sem hann hafði séð i Kansas City. Músin hét Mortimer og liún sat stundum á teikni- borðinu hans, þegar hann var að vinna. „Eg geri kvikmyndahetju úr Mortimer," iiugsaði hann með sér og svo byrjaði hann, og gerði fyrst mynd- ir með Mortimer i aðalhlutverkinu. Þær vöktu ekki sérstaka athygli. En um þessar mundir voru talmyndirnar að ryðja sér til rúms. Disney lét Morti- mer fá rödd og skírði hann upp og kallaði hann Mikka Mús, og nú var sigurinn unninn. Svo bættust fleiri við: Minni Mús, Plútó, grísirnar og Andrés önd, svo að fáeinar „persónur“ séu nefndar. Árið 1932 gerði hann fyrstu mynd- ina í heimi, sem bæði var litmynd og talmynd, og þegar Mikki og Andrés höfðu gert Disney ríkan stofnaði hann eigið félag og afréð að gera stærri teiknimyndir með söng og hljóðfæra- leik. Og nú kom „Mjáílhvit og dverg- arnir sjö“. Síðar kom „Nautið Ferdi- nand“, „Öskubuska“, „Lisa i Undra- landi“ og fleiri eiga sjálfsagt eftir að koma. Hraðskreiðasta farþegaskip í heimi. — Nýja ameriska skipið United States fór yfir Atlantshafið frá Ambrosavita fyrir utan New York til Bishop Rock í Ermarsundi á 3 sólarhringum 10 tím- um og 40 minútum. — eða á 10 tím- um og 2 mín. skemmri tíma en Queen Mary“, sem átti gamla metið. United States hefir með öðrum orð- um náð „bláa bandinu" frá „Queen Mary“. En í rauninni er ekki um neitt band að ræða. í gamla daga var bláa bandið flagg, sem fljótasta seglskipið í förum milli Englands og Ameríku mátti hafa á siglutoppinum. En 1935 kom bikar i staðinn. United States er mikið skip. Það get- ur flutt 2000 fanþega og áhöfnin er 1000 manns. Þilförin eru tólf, 19 lyft- ur, 20 setustofur og samkvæmissalir, 2 leikhús, bókasöfn, 10 barar, sund- höll og margt fleira. Þetta er sterkt skip og með svo mörgum vatnsheldum miiligerðum að tundurskeyti og liafísjaki getur ekki sökkt því. Og það getur ekki brunnið heldur. Það er úr stáli, alúminíum og öðrum efnum, sem ekki brenna. Glugga ljöld, dúkar og þess liáttar er úr plasti, sem ekki er eldfimt. Eitt af stórbiöðunum i New York gaf út aukablað, sem eingöngu fjallaði um „United States". Lýsingin á skipinu var tíu 8 dálka síður. — — — Það er mikill munur á United Statcs og Síríus, sem var fyrsta gufuskipið, sem sigldi yfir AtlantsliaL Síríus var G2 metra langt, United States cr 300 inetrar. Síríus fór frá Cork í írlandi 4. apríl 1838 og kom til New York 22. april, þrátt fyrir mikinn mótbyr. Meðalhraðinn var 6,7 hnútar. Meðalhraði United States var 35,7 linútar eða nærri þvi finnn sinn- um meiri en Síríusar. „Eg lofaði þér hálsfesti. Hérna kem- ur helmingurinn af henni, snúran. Svo skaltu fá perlurnar einhvern tíma seinna“. VflTIÐ ÞÉR . . .? að til þess að kaupa sér einn 20 stykkja pakka af 'sígarettum þarf Ðandaríkja- maðurinn að vinna 7 mínútur að með- altali, Svisslendingurinn 22 minútur, Englendingurinn 30 mínútur og Vest- ur^Þjóðverjinn 100 mínútur. að Alþjóðabankinn, sem einkum starf- ar að þvi að endurreisa og auka fram- leiðslukerfi þjóðanna, hefir til þessa veitt 1 milljard 231 milljón og 783 þúsund dollar lán — flest löng lán, til 25 ára eða meira? Frakkland er stærsti lantakandinn með 250 milljón dollara og Holland næst með 222 milljón dollara. ísland liefir fengið 3 milljónir 458 þúsund dollara og er lægst i röðinni, en mundi líklega vera hæst ef miðað væri við fólksfjölda. Fremur ótútlegur kvenmaður liafði gifst Skota, og eftir að athöfnin var gengin um garð vikur Skotinn sér feimnislega að prestinum, sem lika var Skoti, og spyr hann livað þetta kosti. — Hve mikils virði teljið þér yður það? segir prestur. Brúðguminn roðnar, gýtur liornauga til prestsins og lauinar einum shilling í lófann á honum. Presturinn litur á shillinginn, og hugsar sig um dálitla stund. Og svo rétti liann brúðguman- um átta pence til baka. — Hvort ég trúi á arfgengi! sagði ánægði faðirinn. — Eg hefi eignast þrjú frægustu og gáfuðustu börnin, sem til eru í landinu.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.