Fálkinn


Fálkinn - 05.06.1953, Qupperneq 3

Fálkinn - 05.06.1953, Qupperneq 3
3 < FÁLKINN Klemens, Valur, Róbert. (Tamis), (Panikov), (Topaz). Topdi sýndur út um M i snmnr. Ii>róttamót og samsœti til heiðurs tÍ.P. sextugum. Erlendur Ó. Péturs.son, forstjóri í Reykjavík átti sextugsafmæli laugar- daginn 30. maí, og í því tilefni var um síðustu lielgi efnt til frjálsíþróttamóts á Iþróttavellinum, en ineðal keppenda á þessu móti var Evrópumeistarinn í stangarstökki, Svíinn Ragnar Lund- berg, er háði stangarstökkseinvigi við Torfa Bryngeirsson, og bar sigur af hólmi. Auk þessa iþróttamóts, sem lielgað var afrnæli Erlendar, var honum margvíslegur annar sómi sýndur. Á afmælisdaginn lieimsótti hann fjöldi manns, en á sunnudagskvöldið var honum haldið samsæti í Sjáifstæðis- lu'isinu, Iþar sem KR-ingar og fjöl- margir aðrir vinir og velunnarar Er- lendar voru saman kómnir. Yar af- mælisbarnið ákaft liyllt í hófi þessu, og því þökkuð ómetanlegt og fórn- fúst starf í þágu iþróttahreyfingar- innar. Erlendur Ó. Pétursson er einn þeirra manna, sem sett hefir svip á bæinn undanfarna áratugi, en kunn- astur er hann, sem iþróttaleiðtogi, enda hefir hann fórnað miklum tima fyrir íþrottamálin, og unnið af eld- legum áhuga að eflingu íþróttahreyf- ingarinnar í bænum, og þá sérstak- Ragnar Lundberg. lega KR, sem hann hefir verið for- maður fyrir ifjölda ára. Á afmælismóti Erlendar mættu tii keppni íþróttamenn úr 10 félögum auk hins erienda gests, Ragnars Lundbergs, og voru mörg góð íþrótta- Hinn geysivinsæli ádeilu- og gam- anleikur Pagnoi’s náði 35 sýningum i vetur í Þjóðleikhúsinu. Var hann sýndur þar í allan vetur frá því í nóv. og fram í maí við mikla og óvenjulega hrifningu ieikhúsgesta. Nú er ákveðið að leikendur Þjóðleikhússins fari með Topaz út á land. Er ráðið að sýna liann fyrst 13. júni á Sauðárkrók (2 sýn.) á Siglufirði 14. og 15. júní (3 sýn.), á Akureyri 17.—18. og 19. júni, á Húsavík 20. og 21. júni, á Aknreyri aftur 22.—23. og 24. júní. Síðasta sýn- ing norðanlands verður á Blönduósi fimmtudaginn 25. júni. Á Vestfjörðum verða sýningar á ísafirði, Bolungavík, Flateyri, Þing- eyri, Bíldudal og Patreksfirði. Ráð- gert er að síðasta sýning leikflokks- ins verði í Stykkishólmi snemma í júlí. afrek unnin. Einvígi þeirra Lund- bergs og Torfa í stangarstökkinu fór fram tvo daga i röð. Fyrri daginn stökk Lundberg 4,20 m., en Torfi 4,10 m., en siðari daginn stökk Lundberg 4,15 m. og Torfi 4 metra. — Á mótinu Léikendur verða: Haraldur Björns- son, Róbert Arnfinnsson, Erna Sig- urleifsdóttir, Valur Giislason, Jón Að- ils, Klemens Jónsson, Baldvin Hall- dórsson, Þorgrimur Einarsson, Hild- ur Kalman, Þóra Borg, Margrét Ót- afsdóttir, Hetgi Skúlason o. fl. Leik- stjóri er Indriði Waage. Haraldur Björnsson er fararstjóri. Þetta er í 3 sinn að Þjóðleikhúsið efnir til leiksýninga úti um land. I fyrrasumar sýndi það Brúðuheimilið, með Thore Segelcke á Akureyri og i vetur Rekkjuna víðs vegar um land hvorttveggja við mikla aðsókn og hrifningu leikhússgesta. Leikferðir þessar, eru sjálfsagður þáttur í menningarstaiifi ríkisleikliússins okk- ar. — Leikhúsið er eign allrar isl. þjóðarinnar og því eðlilegt og sjálf- sagt að fleiri njóti góðs af starfsemi þess. keppti einnig Gunnar Huseby, Ev- rópumeistarinn í kúluvarpi, og kast- aði liann 15,46 m. að þessu sinni. — Alls var keppt í 17 eða 18 íþrótta- greinum á mótinu. VERÐLAUNAÞRAUT: )> Kínverska dœgradvölin« VerÖlaun kr. 500.00 og kr. 200.00 Hér eru 2 myndir nr. 19 og 20 í Kínversku dægradvölinni sem skýrð yar í 13. tbl. Fálkans. - 19. 20. Fáið ykkur kassa af myndskreyttu aluminiumplötunum, sem fást í mörg- um verstunum og glímið við verð- launaþrautirnar með því að gera úr þeim myndir þær, sem Fálkinn birtir. Verslunum og öðrum úti á landi, er bent á að liægt er að panla Kín- verslui dægradvölina hjá Leikfanga- gerðinni Langholtsvegi 104 og Heildv. Vilhehns Jónssonar, Miðtúni 50 simi 82170. Sent verður í póstkröfu út á land ef óskað er. Takið þátt í keppninni. Látið ekki ráðningu á neinni mynd falla niður. 9fm«(isspá fyrir vikuna 2. til 9. maí. Laugardagur 2. maí. — J’etta ár verður ár mikilla möguleika, en þú skalt gæta að þér að taka ekki að þér fleiri verk en þú getur lokið við, án þess að ofbjóða þér. í einkalífi þinu mun gæta bjartsýni og heimilislíf þitt mun þrungið ró og öryggi. Sunnudagur 3. maí. — Þetta ár mun veita þér tækifæri til þess að sigrast á þeim erfiðleikum sem hingað til hafa angrað þig daglega. Þú ættir að adiuga það vel að það er hægt að yfirstíga erfíðleikana skref fyrir skref, og án þann hátt mun fjárhag þiniim best borgið. Staúf ])itt niun krefjast mikils dugnaðar al' þér, en þú ættir að varast að taka á þinar herðar fleiri og nýjar skyldur. Mánudagur 4. maí. — Á þessu ári munu útgjöld þín aukast, og þvi er þér nauðsynlegt að gæta fyllstu var- kárni í fjármálum. Þú mátt ekki vænta þér skjóts frama og þú munt verða fyrir vonbrigðum ef þú gerir miklar kröfur til vina þinna. En þrátt fyrir allt mun þó þetta ár færa þér aukinn þroska og frama, og það er ekki hvað síst að þakka hinum rólegu yfirveg- unum þinum og staðfestu. Framhald á bls. 11. imukGppi íslands ’B Fertugasta og þriðja fs- landsglíman var háð að Há- iogalandi í Reykjavík síðast- liðinn sunnudag. Áttust þar við 9 glimúmenn frá Glímu- félaginu Ármanni og Ung- mennafélagi R.víkur. Rúnar Guðmundsson, Ármanni bar sigur af hólmi og hlaut lilil- inn „Glimukappi íslands" 1953. Lagði hann alla keppi- nauta sina, þar á meðal glímu- kappann frá þvi i fyrra, en það var Ármann J. Lárusson. Annar í glímunni varð Ár- mann Lárusson UMFR, tagði alla keppinauta sina, nema Rúnar, og þriðji var Gísli Guðmundsson bróðir Rúnars, og er liann aðeins 18 ára gamall. Að glimunni lokinni afhenti Óiafur Davíðsson, er fyrstur vann Íslandsglímuna árið 1926 sigurvegaranum verðlaun.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.