Fálkinn


Fálkinn - 05.06.1953, Qupperneq 5

Fálkinn - 05.06.1953, Qupperneq 5
FÁLKINN 5 hluta af Iran í fyrri styrjöldinni og varð það vatn á myllu þjóðernissinna. Landið var illa statt er stríðinu lauk og vel búið í haginn fyrir byltingu. Reza Pahlevi og þjóðernissinnar tóku völdin 1925 og Reza varð sjah — kon- ungur. Þessi fyrrverandi undirforingi var harðstjóri, en ýmsum kostum búinn. Hann lagði t. d. áherslu á að bæta samgöngurnar og efla iðnaðinn. Vest- urveldin töldu hann liollan nasistum og árið 1941 fór enskur her inn í Iran að sunnanverðu og rússneskur að norðanverðu, til að „neutralisera" áhrif þeirra mörg hundruð þýsku „skemmtiferðamanna“, sem héldu uppi áróðri fyrir nazismann. Frægastur liinna þýsku áróðurs- manna var Meyer nokkur. Hann ætl- aði að gera það sama sem Lawrence hinn enski hafði gert meðal Araba i fyrri heimsstyrjöldinni, að eggja þjóðernissinna til vopna. En Meyer náðist og þegar leyniútvarp trúarleið- togans Kashani fannst, fluttu banda- menn Kashani úr landi. Þetta vakti mikið umtal og efldi útlendingahatur Persa. Og ekki bætti það úr skák er banda- menn neyddu Rezja sjah til að afsala sér völdum til sonar síns, sem enn er sjah í Iran. Nýja stjórnin taldi sig vera á lýðræðisgrundvelli og nú voru stofnaðir ýmsir stjórnmálaflokkar, sem allir lögðu áherslu á persneskt ])jóðerni og „Iran fyrir Persa“, en það var ekki auðvelt að starfa á lýðræðis- grundvelli meðan erlendur her var í landinu. Ameríkumenn fóru á burt með her sinn 1. jan. 1946, Bretar 2. mars sama ár, en Rússar neituðu fyrst í stað að fara burt. Þeir höfðu skipað heimastjórn í Azerbadjan og skeyttu ekki hót fyrirmælum og orðsending- um Teheransstjórnarinnar. En eftir ítrekuð tilmæli vesturveldanna og Sameinuðu þjóðanna iiypjuðu þeir sig á burt. Skömmu eftir að þessari Azerbadjan- deilu lauk komst Iran á dagskrá i annað sinn, og nú voru það ekki Rússar sem þófið stóð um heldur Bretar. Deilan var út af oliusérleyf- um Breta og hreinsúnarstöðinni i Abadan. Og nú kynntist veröldin nafninu dr. Mossadeq. Hver er Mossadeq? Þessi maður sem býður bæði Rúss- um og Bretum byrginn er vitanlega sá maður í Iran, sem útlendir blaða- menn vilja helst tala við í Iran. Eftir ýmiss konar undirbúning fengum við viðtal við hann og var fylgt inn um hliðið að stórri hvítri höll, sem hann býr í. Einkaritari dr. Mossadeqs fylgdi okkur inn dinnnan gang, svo var hurð lokið upp og við stóðum and- spænis — rúmi. í rúminu sat sköllóttur maður, föl- grár í andliti með brún augu og stórt, bogið nef. Hann var í úlpu úr úlfalda- hári, og undan yfirsænginni kom vis- in hönd. Þetta var dr. Mossadeq og fyrstu spurningum okkar svaraði liann lágt og rólega, en þegar fram í sótti og hann fór að gera grein fyrir stefnu sinni gleymdi hann að leika þennan gamla, góða afa, sem allur heimurinn vorkennir, og sem ofbeidismenn vilja ekki eyða kúlu á vegna þess að hann sé dauðans matur. Hann líktist meira og meira þeim Mossadeq sem getur tryllt múginn og getur vakið hatur í hverri sál og talið öllum trú um að þeir séu verðugir afkomendur hinna fornfrægu Persa. Liktist meira og meira þeim Mossadeq seem grætur og hlær og knýr fjöldann tii að gráta og hlæja með sér. Kannske er hann sjálfur betri nú- tíðarsaga Irans en nokkur bók, sem út hefir verið gefin. Sjálfur sagðist iiann vera 69 ára, en það er sannan- legt að hann varð 76 á árinu 1952. Skröksagan er til komin vegna þess að þingmenn mega ekki vera yfir sjötugt. Móðir lians var prinsessa og frænka sjahins, og Muhammed Mossadeq óist þess vegna upp að rikra manna hætti. Móðir hans hafði áhuga á félags- máium og henni var það að þakka að Muhannned gerði sér ljóst hve kjör almennings voru afar bág. Allir spáðu honum mikils frama. Hann lagði stund á fjármálafræði og komst í mikilsverða stöðu, og sjahinn gaf honum nafnið Mossadeq, en það þýðir: sá verður reyndur og veginn og verðugur fundinn. Eftir að hann hafði verið fjármála- ráðunautur í Rhurasanfylki og séð spillingu og réttleysið uppmálað, sagði hann skiiið við marga af sínum fyrri vinum og gerðist áhangandi bylt- ingaflokks. En byltingabruggið komst upp og Mossadeq varð að flýja iand, en skildi eftir konu sína og tvö börn í Teheran. Hann stundaði nú náin í Paris en kvaldist alitaf af heimþrá, og. svo varð hann veikur — maginn og taugarnar í ólagi — og þá gaf sjahinn leyfi til að hann fengi að koma heim. Þrátt fyrir allar aðvaranir hélt Mossadeq áfram baráttu sinni gegn embættismannavaldinu. 1919 var hann gerður landrækur aftur, eftir að hafa ráðist á stjórnina fyrir að hafa gert samning við Breta. En þremur árum síðar var hann orðinn fjármálaráðherra í Teheran, og hann hélt áfram baráttunni gegn embættismannaveldinu. M. a. lækkaði hann laun allra æðri embættismanna, m. a. sjálfs sin. Árið 1925 varð viðburðarríkt i Iran. Reza Pahlevi hrifsaði völdin og Mossadeq var einn þeirra fáu, sem þorði að mótmæla. Það gerði hann líka 1928, þegar fram fóru þingkosn- ingar, sem ekki voru annað en skrípa- leikur. Síðan dró haiin sig í hlé og settist að á ættarleifð sinni í Ahmabad. En hann liélt áfram að starfa bak við tjöldin og leynilögregla sjahins hafði jafnan gát á honum. Árið 1940 var hann handtekinn lieima í garð- inum sínum, að dóttur sinni ásjáandi. Hún fékk taugaáfall og er enn á hæli í Sviss. Mossadeq sat í fangaklefa í fjóra mánuði og þegar hann var orðinn aumingi, andlega og líkamlega. Hann var iengi að ná sér aftur, en það tókst. Og árið 1943 var hann kominn á þing aftur. Átta árum síðar hafði hann komið mestu af stefnuskrá sinni fram. Einn liitadag i september sigldu Bretar nið- ur græna fljótið Shat-el Arab, eftir að Mossadeq hafði þjóðnýtt oliulind- ir írans. Bretar svöruðu með hafn- banni, sem hefir reynst nokkurn veg- inn öruggt, og í Abadan urðu olíu- geymarnir fyllri og fyllri en magarnir tómari og tómari. Það er eftirtektarvert um aðstöðu Mossadeqs í Iran í dag, að andstaðan gegn honum kemur frá íhaldsmönn- um en ekki hinum frjálslyndu. Ástæð- an til þessa er fyrst og fremst hin nýja landbúnaðarlöggjöf Mossadeqs. Óðalsherrarnir, sem eiga um 70% af landeignum í Iran og 40.000 af 41.000 þorpum i landinu, eiga nú að greiða LISA LOUGHLIN. Þetta er stúlkan, sem hefir verið kjörin „Queen of the National Swim“ í Hollywood. — Mér fannst ég yrði að hafa daga- mun á afmæli kjólsins míns — hann ■éerður sex ára í dag. 20% meira af gróða sinum en áður. Helmingurinn af þessu á að ganga beinleiðis til verkafólksins en hinn helmingurinn á að mynda sjóð, til styrktar samvinnufélaga smábænda. En ekki er ennþá séð hvort Mossa- deq tekst að koma þessu áformi fram, því að það er engu minni vandi en að reka Breta úr landinu. „Æsingamaðurinn", „afturhalds- seggurinn“ og kommúnistavinurinn Mossadeq á mikið eftir óegrt. Það er óvíst hvort honum endist lif og heilsa til að koma þvi fram, en livort heldur verður hefir hann skráð nafn sitt i sögu írans. í meira en þrjátiu ár lief- ir hann unnið að því að rumska við sofandi þjóð og gefa henni nýjan svip. Svip, sem kannske er ógeðfelld- ur þeim, sem helst vilja að Persar verði framvegis eftirleguþjóð. BOGART í LONDON. — Kvikmynda- leikarinn Humphrey Bogart er nýlega kominn til Englands til þess að leika í mynd sem á að heita „Beat the Devil“. Vitanlega sótti að honum sæg- ur blaðaljósmyndara, sem eltu hann alla leið heim í gistihúsið hans. MAURINN SÁRALÆKNIR. — Á Honduras er maurategund sem er svo sterk í kjaftinum, að ef maurinn bít- ur mann þá er ómögulegt að ná hon- um burt. Þetta hafa menn notað sér til að loka sárum i staðinn fyrir að sauma þau saman eins og læknarnir gera. Indíánarnir i Honduras ná sér í maur ef þeir fá lilæðandi skeinu, þrýsta börmunum saman og láta maurinn skella kjaftinum yfir sam- skeytin. Það gerir ekkert til þó að maurinn drepist, kjafturinn er eins og klemma fyrir því. VIRGINIA MAYO. Hérna sjáið þið Virginiu Mayo i hlutverki Madame Dubarry í kvik- mynd, sem á að vera nýtísku útgáfa af óperettunni Madame Dubarry. Á ensku lieitir myndin: „She is working her way Shrough college“.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.