Fálkinn - 05.06.1953, Síða 11
FÁLKINN
11
T LskumyncÍLr
GÖNGUBÚNINGUR. — Hið flekkótta
skinn hlébarðans er nijög til þess
fallið að nota það á göngubúninga,
hvort sem þeir eru í grænum eða
brúnum lit. Á göngubúningi þeim, er
myndin sýnir er skinnið notað í
kraga, framan á ermar og niður jakk-
ann að framan. Auk þess fylgir bún-
ingnum hattur og handskjól einnig
úr hlébarðaskinni og gerir það bún-
inginn sérlega glæsilegan.
ÚTIKJÓLL. — Þessi útikjóll er teikn-
aður af hinum víðkunna tískuteiknara
Christian Dior. Hann er úr hárauðu
ullarefni, hár í hálsinn og Iinepptur
niður frá mitti.
Prá sjónarmiði konu.
Á eiginkonan
Við konurnar teljumst nú til „glat-
aða kynsins" ef leggja skal trúnað á
orð einnar kynsystur okkar, banda-
ríska geðlæknisins dr. Maryniu F.
Farnham. Við höfum nú öðlast ýms
dýrmæt réttindi, en þrátt 'fyrir það
kveður hún sér hljóðs og fullyrðir,
að ávinningur hinnar löngu baráttu
sé mjög hæpin. Þar sem svo sjaldan
er litið á kvenréttindamálin frá þess-
ari hlið væri ekki úr vegi að kynna
íslenskum konum sjónarmið hins
bandariska læknis.
Við höfum öðlast kosningarétt og
tækifæri til að mennta okkur, við
getum orðið þingmenn, og ættum að
geta orðið ráðherrar, og i sumum til-
fellum fáum við sömu laun fyrir sömu
vinnu. Þetta er auðvitað allt gott og
blessað. En, segir dr. Farnham, bar-
átta kvenþjóðarinnar fyrir réttindum
á ýmsum sviðum beindist um of að
ýmsum yfirborðsréttindum á kostnað
þess, sem við getum kallað „innra
frelsi“ .... og með því er átt við af-
stöðu konunnar til þess að ala börn
og annast þau. Móðurnafnið var ekki
baft i neinum ihávegum hjá elstu
brautryðjendum kvenréttindanna.
Enn þann dag í dag fer talsvert fyrir
því, að tengslum móður og barns sé
ekki nægur gaumur gefinn, og vilja
sálfræðingar álykta að vaxandi tauga-
veiklun barna sé af þeim toga spunnin.
Dr. Fornham er aðeins einn af
mörgum geðlæknum nútímans, sem
lierjast gegn hinum tvíþættu kröfum,
sem gerðar eru til nútimakonunnar,
þó skal tekið fram að hér er eingöngu
átt við konu, sem á ung börn. Það
er öllum ljóst, að liin auknu réttindi
eru til mikillar blessunar fyrir ein-
hleypar konur, sem áður fyrr áttu
tæpast kost á öðru en að setjast upp
lijá giftum ættingjum. Þeiin konum
er nú gert kleyft að skapa sér fram-
tíð á ýmsan hátt með arðbæru starfi.
Kona sem er fær um að vinna fulla
vinnu utan heimilis og annast jafn-
framt mann heimili og börn þarf að
vera yfirnáttúrulegum liæfileikum
gædd, sannkölluð yfirburða-kona
(super woman). Það fer ékki hjá því
að margar húsmæður, sem ekki vinna
utan heimilis, öfundi konur, sem eru
færar um að afkasta bæði vinnu utan
heimilis og húsmóðurstarfinu. En það
er aðeins örfáum konum gefið að geta
samræmt þessi tvö störf svo vel fari
— og hví skyldum við öfunda þær
þótt forsjónin hafi gefið þeim mikla
starfskrafta og góða heilsu? Og ef
við erum ekki gæddar ótrúlegum
hæfileikum og góðri heilsu getum við
ekki fetað i fótspor slíkrar konu án
þes að það bitni á einhverju — vinn-
unni utan heimilis, hjónabandinu,
heilsunni eða bÖrnunum.
Getum við sætt okkur við það, að
þúsundir barna, sem eru falin dag-
heimilunum, meðan mæðurnar vinna
úti, þjást af alls kyns „geðflækjum"
sem eiga rót sína að rekja til þess
sem kallast „ófullnægð bliðuþörf"?
Þvi að móðir, sem vinnur úti hefir
að vinna úti.
tæpast tíma til að sýna börnunum
blíðuatlot nema um helgar, en hinar
smáu mannverur hafa fullt eins þörf
fyrir kærleika á virku dögunum. Ein
af framförum nútimans er það, að
okkur er kennt af úllærðum hjúkrun-
arkonum að fóðra börnin á lýsi og
berjasaft, en það er ekki nóg. Það
atriði, að geðlæknar hafa ærin verk-
efni meðal barna, sýmir að heimilis-
lífinu virðist hætta búin.
Hugsið yður að þér séuð ein þess-
ara afburða kvenna! Hún þarf að
fara snemma að heiman. Hún má ekki
láta á neinu bera á vinnustað, þótt
hún hafi áhyggjur vegna litlu anganna
sem beima bíða, og ef til vill er einn
þeirra með hita. Stundum ér lif lienn-
ar viðburðaríkt, en stundum er hún
dauðuppgefin og óánægð með sjálfa
sig.
Dr. Farnham segir ennfremur, að
óánægjan gangi eins og flóðbylgja
yfir heiminn, og lnin nefnir tauga-
veiklun sem þann sjúkdóm er ein-
kenni mest inannkynið á vorum tnn-
um. Óánægjulilfinning þessi orsakast
ekki af fátækt heldur af óróleika og
skorti á jafnvægi i heimilislifinu, því
að flestar tegundir taugaveiklunar
eiga upptök sín á heimilunum.
Það liljóta ætíð að verða skiptar
skoðanir um vandamál sem þetta, þó
fer ekki hjá því, að allar konur finni
að þessi handaríski geðlæknir hefir
nokkuð til sins máls. Sé tekið tillit
til skoðana þessara yrði niðurstaðan
eittlivað á þessa leið: Við þurfum
að Vera hjá börnmn okkar meðan þau
eru ung, nema því aðeins að við sé-
um „afburða-konur“ eða heimilis-
fjárhagurinn útheimti vinnu okkar
utan heimilis. Konur, sem vinna úti
8 stundir á dag, ættu að gera það upp
við sig í fullri hreinskilni, livort þær
geri það vegna heimilisfjárhagsins
eða, hvort þær láta stjórnast af innri
þörf eða metorðagirnd. Þó er ekki
svo að skilja, að konur geti ekki sinnt
neinu öðru en heimilisstörfum heima
fyrir, heldur ættu allar konur að hafa
einhver áhugamál og gefa sér tíma til
að sinna þeim, því að sá tími kemur,
að börnin þurfa foreldranna ekki
lengur með, og þá er hollast að hafa
eitthvað að snúa sér að.
Þegar öllu er á botninn hvolft, er
það þá ekki þær konur sein eru 100%
húsmæður, sem eru öfundsverðar, því
að hugsið yður hvers þær eru megn-
ugar innan fjögurra veggja heimilis-
ins Þær einar geta gefið börnum sín-
um ást og umhyggju alla daga vik-
unnar, svo að þau þurfa ekki að gera
sér sunnudagskærleikann að góðu.
— Hvernig dettur þér i hug að vera
að hugsa um kostnaðinn núna, þegar
þú ert að gera þúsundir kvenna
hamingjusamar?
— Það er ekki nema ein sem ég
ætla að giftast.
—Nei, en hugsaðu til allra liinna,
sem þú giftist ekkil
Tíshm
09 dhril hennor
ó persónuleihonn.
Við viljum allar fylgja tiskunni i
klæðaburði og útliti, en kapp er best
með forsjá, og hverri stúlku er skylt
að taka fyrst og fremst tillit til livort
tískusniðin og nýjasta hárgreiðslan
fer þeim vel. Viðkvæði karlmannanna
er undantekningarlítið: „Okkur geðj-
ast ekki að mjög áberandi fatnaði, en
okkur líst vel, á stúlkur, sem skilja
hvað fer þeim vel og hafa vit á að
halda sér við það.“ Einn ungur maður
komst þannig að orði „Eg fór í sam-
kvæmi í gærkvöldi og þar var smá-
vaxin ung stúlka með liárið greitt
aftur og sett upp í linakkanum. Hún
talaði ekki mikið en karlmennirnir
sóttust mjög eftir henni — og það
var vegna þess, að hún var ekki eins
og allar hinar.
„Eg fullyrði það,“ sagði hann enn-
fremur „að karlmenn dást að hverri
konu sem ekki apar skilyrðislaust
eftir hverja þá tísku sem rikjandi er
i augnablikinu, hvort sem það er
stutta liárið, stífu lokkarnir eða ein-
hver önnur tiska í hárgreiðslu.“
Þessi maður hefir á réttu að standa.
Ungu stúlkunum nú á tímum liættir
um of við að apa hver eftir annarri
—- þær skortir liugmyndaflug til að
vinsa úr tiskunni það sem fer þeim
vel og setja svo á það svip sins eigin
persónuleika.
Stúlka sér vinkonu sína i nýrri
blússu sem er há í hálsinn og hún
þýtur samstundis út til að kaupa
samskonar flik, án tillits til hvort
það klæðir liana. Teygjubeltin, sem
mjög hafa verið i tisku utan yfir pils
og blússur, eru notuð af mörgum
stúlkum sem alls ekki hafa vöxt fyrir
þau, t. d. ættu stúlkur, sem eru mjög
lágvaxnar og stuttar í mittið að forð-
ast þau.
Karlmennirnir segjast auðvitað ekki
kæra sig um að. stúlkurnar gangi í
hnéstuttum kjólum þegar ökklasidd er
í tísku, en þeir segjast þó kjósa að
stúlkurnar líti ekki út eins og röð af
rjómakökum sem allar eru bakaðar í
sama móti og skreyttar á sama hátt.
Það er sagt að hinn umtalaði yndis-
þokki frönsku stúlknanna byggist
fyrst og fremst á því að þær leitast
alltaf við að vera öðru vísi en allar
hinar.
Úr afgöngum:
Appelsínuhrísgrjónabúðingur.
3—4 bollar soðin hrísgrjón.
2 appalsínur.
3 matskeiðar sykur.
2 dl. rjómi.
Rjóminn þeyttur og helmingur lians
blandaður hrisgrjónum sykri (eftir
smekk) og 1 matsk. af rifnum appel-
sínuberki. Þetta er siðan látið í liring-
mót, sem áður hefir verið vætt köldu
vatni, og látið standa nokkra klukku-
tíma á köldum stað. Appelsínunum
skipt í flísar, himnan tekin varlega
utan af þeim og sykri stráð á þær.
Búðingnum er siðan hvolft úr mótinu,
fallegustu flísunum raðað ofau á
hann en hinar látnar í miðju hrings-
ins, og það sem eftir er af rjóman-
um er einnig látið í miðjuna og rifn-
um appelsinuberki stráð ofan á hann.