Fálkinn


Fálkinn - 05.06.1953, Side 12

Fálkinn - 05.06.1953, Side 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA: Karl í krapinu Nú heyrðist ferlegur hávaði við norður- hliðið á hallargarðinum. — Hérna koma þeir! Stöðvið þá! Stöðvið þá! Þeir eru að brjótast út! var hrópað og kallað og svo heyrðust mörg byssuskot. Leiguhermennirnir hlupu út á götuna án þess að bíða skipunar, og mynduðu þar skot- linu. Á næsta augnabliki kom riddarahópur með brugðnum sverðum á fleygiferð og réðust á skotmennina. — Sarros er að reyna að ryðjast í gegn, sagði don Juan rólegur. — Þeir hafa opnað stóra 'hliðið og nú á lífvörðurinn sjálfsagt að halda opinni braut fyrir hann niður að höfn- inni. ,En vélbyssur don Richardos vildu líka leggja orð í belg. Um leið og varðliðsriddar- arnir þeystu út var gerð áköf skothríð að þeim, og féllu margir þeirra undir eins áður en þeir komu út úr hliðinu. En iþegar kom fyrir hornið voru ekki nema fjórtán—fimmtán leiguhermenn til að taka á móti þeim. En þeir tóku mannlega á móti, jþó þeir væru ekki fleiri. Margir hestarnir féllu undir riddurunum, en aðrir prjónuðu og settu riddarana af sér. — Stattu hérna undir múrnum, bjálfi! skipaði Wébster þegar hann sá að don Juan ætlaði að skerast í leikinn. —Það verða drepnir nógu margir hérna samt! Og það fór líka svo. Leigudátarnir voru brytjaðir niður, og þeir fáu riddarar, sem sluppu lifandi frá leiknum, iþeystu niður göt- una. Eitt augnablik voru Webster og don Juan þeir einu lifandi, eða að minnsta kosti einu ósærðu mennirnir á götunni. En svo kom stór bifreið, með tjöldin dregin fyrir gluggana, þjótandi fyrir hornið, sveigði á tveimur hjól- unum, rakst á dauðan hest og valt á miðri götu. — Sarros! hrópaði don Juan og hljóp að bifreiðinni. Bílstjórinn hafði slengst út og það kom á daginn að enginn farþegi var í bílnum. — Hann er sniðugur, þessi Sarros, sagði Webster og hló. — Þetta var klókindabragð. Hann sendir lífvörðinn til að ryðja braut mannlausri bifreið. Hann ætlar með öðrum orðum að ginna umsátursmennina frá hinum hallarhliðunum. En don Juan heyrði ekki hvað hann sagði. Hann hljóp sem fætur toguðu að suðurhliðinu, og Webster elti hann. Jú, alveg rétt. Þar voru aðeins dauðir eða særðir hermenn. Það var opin leið fyrir Sarros þarna út og um leið niður að höfninni og um borð í „La Estrellita“. Um leið og þeir komu að hliðinu var það opnað upp á gátt og óeinkennisbúinn maður kom út, ríðandi á spretti á rauðum hesti. Það er hann! Stöðvum djöfsann! hrópaði don Juan. — Við verðum að reyna að ná hon- um lifandi! — Það er synd að drepa svona fallegan hest, sagði Webster, en samt skaut hann. Hesturinn prjónaði og datt svo en don Juan hljóp að ihinum fallna einræðisherra. Sarros tók skammbyssuna, en áður en hann gat kom- ið henni við hafði don Juan barið hann í haus- inn með byssuskepti sínu svo að hann féll í rot við íhliðina á hestinum. Don Juan sneri sér að Webster og það sem hann sá lamaði hann í svip. Webster stóð við 'hliðið og skaut á heila tylft af stjórnarher- mönnum, sem komu vaðandi út úr húsi fyrir handan götuna, en þar höfðu þeir falið sig. Þeir voru skotfæralausir og höfðu verið að bíða tækifæris til að geta laumast út. Og þeir héldu að tækifærið væri komið þegar þeir sáu forsetann ríða út um hliðið. Þegar þeir komu auga á Webster, sem stóð þarna með skammbyssu í hendinni, námu þeir staðar og biðu skipunar frá foringja sínum. Og Webster þekkti þennan foringja. Það var eng- inn annar en Benevides höfuðsmaður, forn- vinur hans. Og Benevides duldist ekki hverj- um hann hafði mætt þarna. Þetta var óhugnanlegur fundur. Webster skildi að ef hann vildi komast lífs á burt varð hann að drepa andstæðing sinn áður en hann jafnaði sig eftir ákomuna. En hann 'hafði öbeit á að vega menn og kaus því heldur að leggja í hættuspil. Hann ætlaði að reyna að láta höfuðsmanninn skilja að þeim væri báð- um fyrir bestu að skilja án þess að skiptast á skotum. — Benevides höfuðsmaður, sagði hann ró- lega. — Málefni yðar er tapað. Ef þér komist um borð í „La Estrellita“, skal ég sjá um að yður verði ekki grandað þar þangað til skipið fer. Ef þér gefist upp fyrir mér skal ég gefa yður drengskaparheit um að lífi yðar verði þyrmt. .Benevides höfuðsmaður var að vísu galla- gripur, en bleyða var hann ekki. Og hann átti gamansemi til. Það fór bros um andlitið. —Við höfum nóg af skotum til að gera út af við yður. Og auk þess byssustingina, sagði hann. — Og þó þykist þér ætla að gerast verndari minn! — Eg vil það fremur en drepa yður, svaraði Webster. — Verið þér nú ekki flón. Snáfið þér í burtu og takið bófana yðar með yður. Benevides brá skammbyssunni á loft og skaut. Kúlan fór gegnum hægri handlegginn á Webster og hann missti skammbyssuna sína. Hann beygði sig ti'l að taka hana upp með vinstri 'hendi, og Benevides skaut aftur. Þetta skot hitti Webster í vinstri öxl. Höfuðsmað- urinn hleypti af í þriðja sinn en þá klikkaði byssan og við það fékk Webster sekúndurnar sem 'hann þurfti. Fyrsta skotið lenti í mag- anum á Benevides og annað hrærði í heiianum á honum. Svo miðaði hann á hermennina, sem bjuggust ti-1 að taka hefndir fyrir foringja sinn. Webster stóð fast við múrvegginn og skaut í sifellu, en vegna sáranna var hann ekki eins hittinn og hann átti að sér. Hann særði þrjá af andstæðingum sínum, en gat ekki stöðvað byssustingjaárás þeirra. Eftir fáeinar sekúnd- ur mundu þeir reka hann i gegn með stingj- unum. En nú kom don Juan á sjónarsviðið. Hann kom hlaupandi, öskraði, hélt um hlaup- ið á rifli sínum og sveiflaði honum yfir höfð- inu á sér. Webster sá bregða fyrir byssusting sem var míðað á hann. .Hann sparkaði byssunni úr höndum árásarmannsins og drap hann með siðasta skotinu i skammbyssunni sinni. Næsti ársáarmaðurinn fékk högg undir vinstri hand- legg og þann þriðja hitti 'hann í mjöðmina. Svo riðaði Webster aftur á bak, rak höfuðið fast í múrvegginn og hneig niður. En áður en árásarmennirnir gátu rekið í hann byssu- stingina aftur, hafði don Juan molað hausinn á tveim þeirra með byssuskeftinu sínu. Don Juan stóð eins og vitstola yfir hús- bónda sínum, augun skutu neistum, munnur- inn glottandi og hálfopinn, og hann blés upp og niður af mæði. Þarna stóð hann nokkrar sekúndur og sveiflaði byssunni kringum sig. En þá var byssusting lagt í brjóstið á honum. Og það urðu ævilok hans. Hann datt þversum yfir manninn, sem hafði orðið drykkjuræfl- inum svo tryggur vinur. Þetta hafði verið langur dagur hjá don Juan Cafetéro og þorstinn 'hafði kvalið hann mikið. En nú var ævi hans á enda. 1 HÁLFTlMA eftir að Webster hafði • yfirgefið Dolores, var hún svo önn- um kafin við ’hjúkrunarstörfin að hún tók ekki eftir hvað tímanum leið. En svo heyrði hún skothríðina og ólætin þegar lífvörðurinn réðist til útgöngu úr 'hallargarðinum, og þá mundi hún að Webster hafði sagst ætla að koma aftur eftir kortér. Nú bjóst hún við öllu því versta og hjúfraði sig upp að frú Jenks. — Þetta er annað hvort einhver sem er að brjótast út eða einhver að brjótast inn, sagði gamla konan rólega. — Við skulum skreppa út á 'hornið og sjá hvað gengur á. Hún hálfdró Dolores á eftir sér út á hornið og þaðan gátu þær séð hvað var að gerast. — Rotturnar eru að flýja sökkvandi skipið, hrópaði Jenks. — Komdu nú og sjáðu hvern- ig iþeir fara með djöflana sem drápu hann Henry sáluga! Hún sleppti takinu, sem hún hafði á handleggnum á Dolores og hljóp niður götuna. Dolores hikaði um stund en svo fór hún á eftir. Skot'hríðin var hætt iþegar hún náði í mömmu Jenks aftur, hún stóð á götu- horni nærri höllinni. Þær stóðu þarna arm í arm og biðu þess hvað korha skyldi. Og svo var forsetaflaggið dregið upp á hallarburstinni og rauði fáninn undir, til merkis um að þjóðin hefði fengið frelsið aftur. — Unginn minn, sagði Mamma Jenks hrærð. — Stríðið er á enda. Ættum við ekki að fara inn um suðurhliðið og bíða þar þangað til nýi forsetinn kemur? Ef við drögum það þá verða settir verðir við hliðin og þeir fara að spyrja hverjar við séum og hvað við vilj- um. — En Webster kemur aftur til að gá að mér. Eg verð að bíða eftir honum þar sem ég skildi við hann. — Hvaða 'bull, sagði Mamma Jenks. — Webster er áreiðanlega kominn inn í höllina. Komdu nú! Og hún dró hana með sér að suð- urhliðinu. — Vertu ekki að horfa kringum þig hérna, sagði hún þegar hún sá alla manna- búkana, sem lágu við hliðið. — Annars eru þetta vist eintómir dagóar. Nei, þarna er ein- hver með rauðan koll. Hver skyldi það geta verið? Drottinn minn! Þetta er Juan Cafetéro! Frú Jenks klofaði yfir alla skrokkana sem lágu kringum don Juan, og lagðist á hnén við hliðina á honum. — Don Juan! hrópaði hún. — Svei mér ef ég held ekki að svínin hafi gert út af við hann!

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.