Fálkinn - 05.06.1953, Side 13
FÁLKINN
13
Hún hallaði höfðinu á honum upp að hnénu
á sér og dró brennivínspela upp úr pilsvasa
sinum. Don Juan opnaði augun og starði for-
viða á hana og lagði þau svo aftur eins og
syfjað barn. 'Hún þrýsti stútnum að bláum
vörunum á honum, en þegar hann fann
brennivínsbragðið hristi hann höfuðið og beit
saman tönnunum.
—Hefir herra Webster ley-ft þetta? hvíslaði
hann. — Eg gaf honum drengskaparorð um
.... að drekka .... ekki .... nema 'hann
.... leyfði það .... Hann var .... svo
góður ....
Kjálkarnir löfðu máttlausir og höfuðið rann
niður af hnénu á Mömmu Jenks. En áður en
don Juan gaf upp öndina 'hafði hann sýnt trú-
mennsku sína við húsbóndann. Hann hafði
haldið loforðið sitt.
Mamma Jenks brölti á fætur og nú fyrst
sá’hún að Dolores var að reisa upp manninn,
sem don Juan hafði legið ofan á. Jenks hjálp-
aði henni því að hún sá að þetta var hvítur
maður líka. Hún þurrkaði af andlitinu á hon-
um með vasaklútnum sínum .... og þekkti
hann aftur. Og Dolores þekkti hann lika!
—Ó, kalífi, veslings, góði pilturinn minn!
Hún grét.
Hún gat komið handleggnum undir höfuðið
á thonum og reisti hann upp þannig að hann
sat. Og Dolores dró 'höfuð hans inn að sér,
lagði kinn við kinn og hvíslaði viðkvæm ástar-
orð í eyra 'honum. Hún grátbændi hann um
að opna augun, um að segja að hann væri
lifandi.
Hún tók ekki eftir neinu sem gerðist kring-
um hana fyrr en sterkar 'hendur tóku 'hann
frá henni. Hann var lagður á sjúkrabörur,
sem höfðu verið gerðar úr fjórum rifflum og
hún elti inn um hallahhliðið, en þar var hann
lagður undir pálma í garðinum. Hár ungur
maður, íturvaxinn kom og leit á hann. Það
komu tár í augu hans þegar hann laut niður
að Webster og klappaði honum á kinnina.
— Vinur minn, sagði hann. — Göfugi, eðal-
lyndi vinur, John Webster! Þú gerðir mér
kleift að hitta þig hérna í kvöld — og svo
þurftu samfundir okkar að verða svona.
MEÐAN don Riohardo stóð þarna yfir
• Webster meðvitundarlausum, höfðu
nokkrir af mönnum hans riðið upp að sjúkra-
húsinu til að sækja sjúkrabörur. Webster og
don Juan voru lagðir á þær og bornir upp í
hinn skrautlega móttökusal í höliinni, en þar
hafði Sarros Ihaldið dýrðlega veislu fyrir höfð-
ingjana í Buenaventura kvöldið áður. Mömmu
Jenks hafði tekist að róa Dolores ofurlítið.
Þær eltu báðar sjúkrabörurnar en í salardyr-
unum stöðvaði varðmaður þær.
— Sá rauðhærði er dáinn, sagði varðmað-
urinn. — Ef þið viljið fá líkið þá er það víst
FELUMYND
Hvar er eigandi bátsins?
hægt. Það liggur þarna, sagði hann og benti
á þær börurnar, sem höfðu verið settar út
við vegginn.
—En hvað er um hinn manninn? spurði
Mamma JenkS.
— Hann er ekki almennilega dauður enn-
þá, en hann á víst ekki langt eftir. Læknarn-
ir eru að eiga við hann. Eruð þið kunningjar
hans, kannske?
Dolores kinkaði kolli.
— Því miður má ég ekki hleypa yður inn,
ungfrú, sagði vörðurinn, kurteislega. —
Hers'höfðinginn hefir bannað að nokkrum
manni sé hleypt inn hingað fyrr en læknarnir
hafa lokið skoðuninni. Þið getið beðið hérna
í hliðarstofunni, og svo skal ég gera ykkur
orð undir eins og hægt er.
Don Richardo stóð eins og milli heims og
helju við skurðborðið sem Webster hafði ver-
ið lagður á, en doktor Pacheco og sobrantina-
læknir voru að klippa fötin af særða mann-
inum.
—Hann dregur að minnsta kosti andann,
sagði don Richardo. — Er nokkur von?
Doktor Pacheco yppti öxlum. — Eg er
hræddur um að hún sé lítil. Byssus'tingssárið
til vinstri hefir að vísu ekki snert hjartað, en
hlýtur að hafa farið gegnum lungað.
— En það virðist ekki 'hafa blætt mikið úr
sárinu?
—Blæðingin er innvortis. Og jafnvel þó að
ekki sé bein hætta að blóðsöfnun í lunganu
í svipinn, þá lifir hann þetta naumast af, jafn
máttfai’inn og hann er. Ha . . . . er byssusting-
urinn brotinn í sárinu? Hér er stál .... en
það er ekki byssustingur! Það er skammbyssa!
Hann bretti jakkanum frá og fann leður-
reim um brjóstið, með hylki undir vinstri
handlegg. Læknirinn skar á ólina og hélt leð-
urhylkinu á lofti. I því var ein af skammbyss-
um Websters. Don Richardo tók hylkið og sá
lítið þrístrent gat á því. Hann tók skamm-
byssuna úr. Á henni var löng rispa eftir hvass-
an odd.
Nú kom glampi í augun á doktor Pacheco.
— Eg hefi gert mér óþarfar áhyggjur,
hershcfðingi, sagði hann. — Vinur okkar hef-
ir verið Iheppinn í allri óheppninni.
— Hann er hundaheppinn, það er hann,
Pacheco sæll! sagði don Richardo. Hann
beygði sig niður að Webster og skoðaði
byssustingssárið vinstra megin á brjóstinu. —
Leðurhylkið og skammbyssan hafa dregið úr
laginu, byssustingurinn hefir ekki farið gegn-
um rifið en aðeins sært holdið.
Doktor Pacheco kinkaði kolli. — Og önn-
ur kúlan hefir aðeins snert öxlina á honum,
en hin hefir farið gegnum höndina án þess
að skemma 'hana tilfinnanlega. Stungan í
mjöðmina er alvarlegasti áverkinn.
Þeir klipptu öll fötin utan af Webster og
rannsökuðu hann grandgæfilega. Á hnakk-
anum Ihafði blætt allmikið úr sári og þar var
líka stór kúla. Doktor Pacheco létti.
— Hann er þá alls ekki alvarlega særður?
spurði don Riehardo.
—Eftir mánuð verður hann orðinn gall-
hraustur, svaraði doktor Pacheco. — Líttu
á brjóstið, hershöfðingi .... og á magann.
Maðurinn er afar hraustbyggður. Það er
höggið á hnakkanum, sem hefir rænt hann
meðvitundinni, en ekki blóðmissirinn.
Eins og til að sanna ummæli læknisins dró
Webster andann djúpt í þessum svifum, bar
höndina upp að andlitinu og hreyfði höfuðið
hægt. I næstu tíu mínútur gaf hann ekki frek-
ari lífsmerki frá sér. Læknirinn þvoði og
sótthreinsaði sárin og batt um þau. Og nú
sagði Webster á góðri ensku: — En hvað mér
þótti vænt um að þér skylduð koma hingað,
doktor. Eg meiddi mig svo skrambi illa.
— Jack Webster, þér eruð fantur að vera
að gera okkur lafhrædda, kallaði don Ric-
hardo og þreif óiþyrmilega í hann. — Þér ætt-
uð að vita hve hræddir við vorum um að þér
væruð dauður!
— Gleður mig að heyra að þér skulið bera
svona mikla umhyggju fyrir mér, vinur minn,
tautaði Webster. — En ég er svo þreyttur.
Hver eruð 'þér annars?
— Eg er Richardo.
AOAMSON
Adamson ferðast til
Suðurhafseyja — í
huganum.