Fálkinn - 18.09.1953, Blaðsíða 3
FÁLKINN
3
Morðingi Trotzkis
kvíðir frelsinu
MEÐAL fanganna í Lecumberri fang-
elsinu, seni er nokkra kílónietra frá
Mexico City, er maður að nafni
Jacques Mornard-Jackson. Annars
veit í raun og veru enginn um iiið
rétta nafn Iians. Um þessar mundir
Mornard-Jackson
verður hann frjáls maður aftur. En
iiann fagnar ekki frelsinu -— öðru
nær. Hann veit, að frelsið kostar Iiann
lífið. í sumar hefir hann gengið eirð-
arlaus um fangaklefann og ekki notið
svel'ns nema éndrum ,og eins.
Hver er þessi undarlegi maður?
Það er morðingi Trotzkis, flugumað-
urinn, sem liefir í engu svipt burt
þeirri hulu, sem umvefur leyndar-
dómsfyllsta morð aldarinnar. Allir
þykjast vita, að hann hafi verið hand-
bendi annarra — aðeins verkfærið,
sem notað var til morðsins — og allir
þykjast vita, hvert þræðirnir liggja,
en ómögulegt hefir reynst að rekja
sporin, finna leyniþræðina. Morðið
var svo rækilega undirbúið, að eins-
dæmi mun vera. Morðinginn sjálfur
kastaði sér út i ástarævintýri með
systur einkaritara Trotzkis lil þess
eins að komast nær bústað hans í
Mexikó. Síðan lionum var varpað í
fangelsi liefir liann verið þögull, sem
gröfin. Samt veit hann það sjálftir,
að laun lians fyrir að þegja um yfir-
boðara sina, verða dauði lians sjáll's,
þegar út fyrir fangelsisdyrnar kem-
ur. Húsbændur lians munu ekkert
vilja eiga á liættu. Augnasvipur fang-
ans sýnir það greinilega, að hann
óttast um iíf sitt, þegar hann fær
‘frelsið.
f þessu sambandi er ekki úr vegi
að rifja lítillega upp söguna um
Trotzki.
Hún byrjar í afskekktu steppu-
þorpi í Suður-Rússlandi. í liálfhrund-
um kofa bjó þar bóndinn Bronstein.
Finnnta barnið lians, veikbyggður en
seigur drengur, Leib að nafni, varð
síðar einn þeirra manna, sem breytt
hafa sögu þessarar aldar hvað mest.
Hann er þekktur undir nafninu Leo
Trotzki.
Hlutverk Trotzkis í rússiiesku bylt-
ingunni er ölhnn kunnugt. Hann
skipulagði Rauða herinn og sigurinn
var talinn honum að þakka öðrum
frennir. Eftir dauða Lenins byrjaði
Leo Trotzky
valdatogstreitan milli Stalins og
Trotzkis. Stalin bar hærri hlut árið
1929. Trotzki fór í útlegð til Tyrk-
lands. Stalin sá það um seinan, að
hann hefði ekki átt að þyrma þessum
h'ættulegasta andstæðingi sínum. Um
árabil voru þúsundir konnnúnista-
leiðtoga teknir af lífi fyrir að vera
Trotzkisinnar. .Stalin vissi, að hann
yrði aldrei fastur í stjórnarsessi,
meðan hinn djöfullegi andstæðingur
hans lifði.
Trotzki var vísað úr landi i Tyrk-
landi og fékk þá hæli i Frakklandi. En
Stalin gaf ekki eftir. Með harðfylgi
sinu kom hann þvi til leiðar, að
Trotzki var flæmdur burt úr Frakk-
landi og síðan úr Noregi lika. Jörðin
var að verða of lítil fyrir Leo Trotzki.
Eina landið, sem bauðst til þess að
veita honum viðtökur, var Mexikó.
Árið 1937 fór Trotzki ásamt konu
sinni og tryggustu fylgismönnum
vestur um haf til Mexíkó. Hinn frægi
mexíkanski málari Diego Rivera
leigði honum hús sitt. Það var skraut-
hýsi í Coyacan, útborg Mexíkó. En
Stalin var ekki enn af baki dottinn.
„Heimurinn er of lítill fyrir Trotzki
og mig“, skrifaði hann einum flokks-
félaga sínum árið 1937. Hinn öflugi
komúnistaflokkur Mexíkó stofnaði til
mótmælafunda og blóðugra uppþota
til að mótmæla landvist Trotzkis.
Rússar hótuðu viðskiptabanni og slit-
um stjórnmálasambands, en Cardenas
forseti lét ekki Kúgast. Leo Trotzki
varð kyrr í Mexikó.
Bústaður Trotzkis varð miðstöð
fjórða alþjóðasambandsins (inter-
nationalsins). Margir kommúnista-
leiðtogar héldu sig þar að jafnaði, og
eftir leynigötum konmst rit Trotzkis
til Rússlands. Það var á allra vitorði,
að Trotzki vann að vægðarlausri lýs-
ingu á ævi Stalins. Honum mátti eng-
in grið gefa. Trotzki varð að deyja.
Og hann þagnaði fyrir fullt og allt
20. ágúst 1940.
Morðinginn náðist. En það er allt
og sumt. Mörgum hefir leikið hugur
á því að fá hann til að leysa frá skjóð-
unni um aðdraganda hins vel undir-
búna morðs, en Mornard-Jakson hefir
í 13 ár verið þögull sem gröfin. Nú
fær hann frelsið aftur. En fyrir hann
þýðir það sama og dauðadómur.
Arnbjörn Jónsson Hverfisgötu 58
verður 75 ára 17. september.
SfmfclísspÁ
fyrir vikuna 22.—29. ágúst.
Laugardagur 22. ágúst. —■ Á þessu
ári færð þú hið mikla tækifæri til þess
að breyta lífi þinu á þann veg, er
þú óskar. En þú mátt ekki liggja á
liði þinu. Þér er þörf á dugnaði og
samvinnulipurð.
Sunnudagur 23. ágúst. — Þetta
verður þér lærdómsrikt ár í starfi o«
lífsviðhorfi. Gættu skapstillingar, (tf
þú vilt komast hjá vandræðum.
Mánudagur 24. ágúst. — Þú ættir
að hafa möguleika til góðs árangurs
i viðskiptum. Ættingjar þinir munu
styðja þig ötullega í starfi, og á árinu
stofnar þú til þýðingarmikils kunn-
ingsskapar fyrir lif þitt.
Þriðjudagur 25. ágúst. — Mikils
verður af þér krafist i störfum, en
þú' ættir líka að uppskera ríkulega
fyrir það, sem þú leggur á þig. Vertu
þó ekki of bráðlátur i þeim efnum.
Vinir þínir munu hjálpa þér vel i
kröggum, sem þú átt í.
Miðvikudagur 26. ágúst. — Tekjur
þinar verða mikjar, en útgjöldin
verða það líka, ef þú gætir buddunnar
ekki Vel. Heimilið hefir vaxandi þýð-
ingu fyrir þig og flytur þér mikla
ánægju. Þú kemst naumast hjá því
að vinna þig upp í starfi.
Fimmtudagur 27. ágúst. — Starf
þitt verður betur launað í ár en hing-
að til. Þú ættir ekki að spara ákveðin
útgjöld, þótt þér vaxi þau i augum,
því að þau munu gera þér lifið marg-
falt ánægjulegra.
Föstudagur 28. ágúst. — Vinahópur-
inn mun stækka oðum, en það getur
skapað torleyst vandamál. Áhætta,
sem þú kannt að taka í sambandi við
starf ])itt, gæti bætt tekjur þínar, þeg-
ar fram líða stundir.
Að ósk margra lesenda verður hér
birt afmælisspá fyrir tímabilið 20.
júní—18. júlí, en hún féll niður í
sumar.
20. júní. — Fjárhagurinn batnar.
Varaðu þig á ákveðinni persónu, sem
reynir að koma illu af stað.
Framhald á bls. 14.
ÞIiENNIR FJÓRBURAR. — Fjórbur-
ar eru alls ekki á hverju strái. Samt
sem áður hittust þrennir fjórburar
á sýningu, sem haldin var í London
á vegúm breskra mæðra. Hérna sjást
þeir fyrir utan bygginguna, sem sýn-
ingin var haldin í. Talið frá vinstri
eru það Taylor-, Godd- og Coles-tví-
burarnir. Þeir síðastnefndu eru yngst-
ir og mest umtalaðir.