Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1953, Blaðsíða 7

Fálkinn - 18.09.1953, Blaðsíða 7
FALKINN 7 Jarlinn af Dalkeith og kona hans í brúðkaupsferð á Korsíku. Fcgunta briiður krýningardrsjm ‘Janc JHcHeill farls(rú a( Valkeiih ROD bjóst við því, að liún vilcli flytja upp að vatni um næstu helgi, en það vildi hún ekki. Hins vegar fóru ])au í ferðalag um þá helgi. Þegar þau komu heim aftur, voru ljós i kofan- um. Þau voru flutt þangað. Á miðvikudeginum var Marcella að koma frá þvi að hafa borðað há- degisverð hjá foreldrum sínum. Þeg- ar luin ók inn um liliðið sá hún, að Hazel gekk letilega á akveginum framundan. Hún vék ekki fyrr en Marcella hafði flautað á hana. Þá færði hún sig aðeins utar á veginn, en ekki meira en svo, að Marcella þurfti á öllum bílstjórahæfileikum sínum að halda til að komast fram hjá hcnni. Marcella var ævareið. Þetta mundi hún verða að þola. Og Guy og Hazel mundu alltaf vera að heimsækja þau. Hún gæti ekki rekið þau út, þvi að herra Sturtevard réð húsinu. Hann mundi aldrei vísa þeim á dyr. Þær væru báðar tengdadætur, sem hann yrði að sýna jafna kurteisi. Hún hafði enga vernd. Þau voru öll á móti henni, nema Rod, en í honum 'væri engin stoð. Þegar hún var eitt sinn að koma heim frá Rauða krossinum, þá ók hún fram á Guy, sem veifaði henni. Hún þóttist ekki sjá það. Henni var illa við það, hversu Guy tók þessu öllu létt. Eftir hádegisverð þurfti hún að fara út aftur. Hún ók gengum hliðið. Trén byrgðu útsýnið til húss Lovats. Henni létti við það. Engin manneskja var sjáanleg. Allt í einu skaust einhver fyrir horn á limgerðinu. Marcella var sein að átta sig, því að hún var annars hugar. Það var Hazel, sem hljóp út á götuna og varð fyrir bifreiðinni. Það ískraði í hemlum og bifreiðin snar- stansaði. Marcella stökk út. Hazel lá stynjandi á götunni. „HAZEL“, sagði hún og kraup við hliðina á henni. „Hazel, ertu mikið meidd?“ Ilazel stundi aðeins. „Hvar ertu meidd?“ Hún áttaði sig smátt og snvátt. Hún hafði misst meðvitund eitt augna- blik, en nú rankaði»hún við sér og virtist ekki mikið mcidd. Aðeins skrámur á höndum og fótum. „Hjálpaðu mér á fætur!“ sagði liún, og Marcella gerði það. „Þú hefðir getað drépið mig!“ sagði lnin. „Eg var hrædd um, að ég hefði gert það,“ sagði Marcella. „Það var gott, að ég var ekki á mikilli ferð.“ Hazel hafði nú náð sér, að því er virtist. Hún varð hávær. „Það ætti að setja þig í fangelsi fyrir þetta! Skárri er það ná aðgæslan við akst- urinn." „Eg hafði fulla gát á öllu,“ sagði Marcella. „Þú gelckst á undan mér á götunni." „Þú átt að gefa hljóðmerki." „Eg gerði það.“ „Þú gerðir það ekki. Réttast væri að svipta þig ökuréttindum fyrir þetta. Það er engu likara en þú sért að reyna að drepa þá, sem um veginn ganga.“ Hún var áreiðanlega ekki mikið meidd, fyrst hún gat staðið þarna og þrefað um þetta. „Þú ættir að leyfa mér að aka þér til læknisins." „Það verður ekki af því,“ svaraði Hazel. „Þú getur sent liann heim til min á eftir! Líttu á hnén á mér. Eg gæti fengið blóðeitrun í ]>etta.“ Og hún bætti við í öllu illskulegri tón: „Sjáðu sokkana! Og líttu á nýju kápuna mina. Eg ætti að kæra þig fyrir þetta!“ „Geturðu gengið heim?“ spurði Marcella. „Eg skal koma með þér.“ „Nei, þakka þér fyrir. Eg kæri mig ekki um fylgd.“ Hún þaut af stað. Marcella stóð þarna eins og illa gerð- ur lilutur og vissi ekki hvað hún ætti að gera. Áreksturinn, sem hún hafði alltaf óttast, milli hennar og Hazel, var nú orðinn að veruleika, en með öðru móti en liún hafði ætlað. Hún vissi ekki, hvers vegna hún skyldi finna til slíkrar sektarmeðvitundar. Hún var ekki ábyrg fyrir slysinu. Hún hafði dregið úr ferðinni og gefið hljóðmerki. Hún var alltaf gætin við akstur. Fætur hennar skulfu. Hún gat ekki skilið bifreiðina eftir þarna. Þess vegna ók hún henni aftur heim á hlað. Hún hitti Coru og bað liana að hringja á lækninn fyrir Hazel. Marcella var öll í uppnámi. Hún þorði ekki út aftur. laugarnar höfðu farið úr lagi. Hún heyrði Bill gráta og þaut af stað til hans. Hana sundlaði á leið- inni. Hún sá fyrir sér bifreiðina og Hazel. Hafði hún gefið hljóðmerki? Eða hafði hún skrökvað því. Hún gat ckki munað það. Ekki hafði það ver- ið ætlunin að gera Hazel mein. Þó að hún væri lienni þyrnir í augum, |)á yrði lifið ekki betra, þótt hún stytti licnni aldur eða gerða liana að örkumlamanneskju. En hvaða ástæðu liafði hún til 'að hundelta Hazel eins og hún hafði gert? Að visu liafði hún alltaf talið hana ómerkilega persónu. Hver skyldi hafa trúað því á skólaárum þeirra, að Hazel Brosv- nalt ætti eftir að giftast inn i merk- ustu og auðugustu ætt borgarinnar? En hvað hugsaði fólk um hana — Marcellu? Fyndist fólkinu ekki, að hún hefði krækt sér í feitan bita án þe-.s að verðskulda það. Sjálfsörygg- ið var þotið út í veður og vind. Hún yrði nð reyna að blíðka Hazel og hætta öllu drcmbilæti gagnvart henni. Hún yrði að fá Rod og Fliss til að hjálpa sér við það. Ilún yrði að auð- mýkja sig ti! þess að fá frið i sálu sinni. Hún rankaði við sér. Þetta atvik liafði breytt henni mikið. Hún hafði endurfæðst. Auðmýking og niðurlæg- ing var nýtt fyrir liana. Hún hafði aldrei talið það ti! dygða, en ef til vill var það dygð. Og ef til vill var þetta upphaf betra lífs og bætts sam- komulags við nágrannana. E N D I R . í lítilli kirkju fyrir utan París stendur þessi aðvörun: „Það eru ekki eintómir englar sem liingað koma. Gætið vel að veskinu yðar og liand- töskunni!“ # Enn eru sjö stór seglskip í förum um héimshöfin. Og eigendur þeirra segja að það borgi sig betur að gera þau út en eimskip. # Austurrískir húsameistarar ætla að byggja vetraríþróttagistihús, sem snýst með sólinni. Þetta er þó ekki ný hugmynd því að í Kaliforníu er til kringlótt hús, sem snýst á grunn- inum einu sinni á sólarliring. JARLTNN af Dalkeith ætlar að gift- ast Jane McNeill. Fréttin barst eins og eldur í sinu um allt Bretland. Sér- staka atliygli vakti það meðal breska aðalsins. Annars vegar var „eftirsótt- asti ógifti maðurinn í brcska heims- veldinu“, erfingi hertogans af Bucc- leuch, auðugasta manns Skotlands, en hins vegar óþekkt tískusýningar- stúlka, sem i augum heldra fólksins í Mayfair var ekkert — venjuiegur óbreyttur borgari. Nú hafa þau verið gefin saman i beilagt hjónaband, og Elísal)et drottn- ing og Philip hertogi af Edinborg voru ípeðal gesta í brúðkaupinu. Jane McNcill, nú jarisfrú af Dal- keith, er fædd i Hong-Kong, dóttir lögfræðings þar í borginni. Fjöiskyld- an er nú flutt til London, og þar hefir Jane verið tiskusýningardama. Feg- urð hennar er viðbrugðið, en margir voru kvíðnir út af því, að lnin nmndi ekki njóta sin innan um breska aðal- inn. En reyndin hefir orðið önnur. Hún hefir unnið liug og lijarta allra. Henni liefir verið jafn vel tekið meðal ungra sem gamalla meðal skoska og enska aðalsins, alþýðunnar í borgum Skotlands og bændanna í hálöndun- um. Hún er aðlaðandi og blátt áfram í framkomu og töfrar beinlínis alla þá, sem kynnast henni. Nú er hún i raun og veru hin ókrýnda drottning Skotlands. Brúðkaup jarlsins af Dalkeith og Jane McNeill var talið merkasta brúðkaup krýningarársins. Þau voru gefin saman í St. Giles dómkirkjunni i Edinborg, sem margir íslendingar kannast við. Þar voru saman komnir 1600 gestir á 700 bifreiðum hvaðanæva af landinu. 500 lögregluþjónar stjórn- uðu umferðinni í nágrenni kirkjunn- ar, og veitti ekki af því, þar sem bókstaflega allir Edinborgarbúar voru komnir þangað til þess að sjá brúðhjónin. Hertoginn af Buccleuch, faðir brúðgumans, varði um 200 þús. krónum til undirbúnings hinnar há- iíðlegu athafnar. Jane ljauð öllum gestunum til veislunnar með hand- 'skrifuðum boðsbréfum. Veitt var kampavín og 100 kg. brúðkaupsterta. Brúðhjónin fóru í brúðkaupsferð til Korsiku eftir ósk brúðarinnar sjálfrar. ITún kærði sig ekki um að fara til Suður-Frakklands eða Ítalíu eins og aðallega tiðkast, þvi að lnin vikli forðast margmennið. Jarlinn af Dalkeith er talinn efni- legasti ungi maðurinn meðal breskra aðalsmanna. Hann er búhneigður og harðduglegur framfarasinni. Hann er glæsilegur á velli, ekki iaglegur, en liefir þó gengið mjög í augun á kven- fólkinu. Hann var um nokkurt skeið talinn sjálfsagður eiginmaður Mar- grétar prinsessu, og bresku blöðin höfðu ])egar slegið því föstu, að trú- lofun þcirra væri i nánd.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.