Fálkinn - 18.09.1953, Blaðsíða 9
FÁLKINN
9
Óttast breshi oðollinn vaxondi dhrif
Mountbotten-œttarinnor?
útum, sem ég var að læðast niður
stigann. Meðan ég stóð i ganginum
heyrði ég braka í einhverju ■— og ég
vissi að það var verið að opna eld-
húsdyrnar.
Eg hríðskalf frá hvirfli til ilja. Ein-
liver stóð bak við mig. Og svo hljóð-
aði ég. Hljóðaði og fleygði mér áfram
í áttina að dyrunum og opnaði upp
á gátt.
Fyrir framan mig sá ég ganginn,
helluiagðan. Eg bljóp út úr húsinu
og niður að hliðinu. Þegar ég leit við
um leið og ég lokaði hliðinu á eftir
mér, sá ég hann.
Karlmaður stóð í dyrunum og
horfði ó eftir mér.
Þegar hann leit við sá. ég andlitið
á honum í tunglsljósinu — það var
föit, djúp og dökk augu og hárið ó-
greitt niður á ennið. Það var voða-
legt að sjá hann.
Eg opnaði rnunninn og æpti einu
sinni enn. Og svo hljóðaði ég aftur
og lyfti höndunum og bandaði frá
mér. Hann færði sig nær mér og var
langstígur. Augu hans voru stór og
starandi.
Ailt í einu nam hann staðar — að-
eins fá skref frá nrér — stóð kyrr
og starði — og hljóp svo áfrarn fram-
hjá mér og hvarf út í myrkrið.
Eg gat ekki liætt að hljóða. Líklega
hefði ég fallið i ómegin ef ég hefði
ekki heyrt djúpa, rólega rödd bak
við mig. Við það þagnaði ég.
•— Hættið þér þessum hávaða! Hvað
er að?
Sterkir fingur gripu um úlnliðina
á mér og tvö dökk augu störðu á mig,
undrandi. Áður en ég vissi af hafði
ég tekið báðum höndum um hálsinn
á manninum.
— Svona, já. Þetta var betra. Jæja,
— hvaða læti voru þetta?
Eg reyndi að segja eitthvað, en ekki
varð annað úr því en stamandi
skjálfti. — E — draugur — nei, ég
— ég á við — maður — Tom ■— ha-
hann kemur á vettvang sinn aftur.
Mér hægði við hláturinn í gestin-
um. — Hvaða bull! Þér hafið vafalaust
liaft martröð.
Hann tók utan um mig og leiddi
mig heim að húsinu aftur.
Röddin var viðfelldin og mér fannst
öryggi í þvi að vita að hann hélt
utan um mig. Hann beið ekki eftir
því að ég byði honum inn, en fór með
mér inn í stofuna og kveikti á lamp-
anum á borðinu. Ennþá lifði í glæð-
unum á arninum, og hann tók nokkra
viðarkubba og lagði á eldinn, og inn-
an skamms fór að loga glatt.
— Nú skuluð þér setjast hérna og
ná yður eftir geðhræringuna, sagði
hann. — Og svo skal ég hita tebolla
handa okkur.
I ! " •'
EGAR hahn kom inn aftur með
tebakkann var ég búin að jafna
mig, því að ég fór að hugsa um hve
úfin ég væri.
— Iívar hafið þér heyrt allt þetta
bull — um drauga og morðingja?
spurði hann er hann var sestur í stól-
inn beint á móti mér ....
Eg sagði honum með semingi frá
öllu saman — frá byrjuninni, sem'
var bréfið frá Minu frænku og fram
að því að ég las póstkortin i skápnum.
— En hvað gat bráðókunnugur
maður verið að vilja hingað um miðja
nótt? spurði ég svo, til að afsaka mig.
Hann yppti öxlum. -— Hvað svo sem
hann liefir ætlast fyrir þá tókst yður
að minnsta kosti að gera hann laf-
Iiræddan, svo að hann lagði á flótta
þegar ég kom til sögunnar. — Það
skeður svo margt hérna á nóttinni,
bætti liann hátíðlega við.
Æ -— þetta hugmyndaflug mitt!
Hvað þekkti ég til þessa manns?
Hvernig gat liann vitað upp á hár,
hvar eldhúsið var hérna í kofanum?
— Hver eruð þér? stamaði ég.
Hann brosti iítið eitt og nú tók
ég eftir skugganum við munnvikið,
sem hafði gert andlitið dálítið þjösna-
legt.
— Eg er frændi ungfrú Bellu Sand-
ers, svaraði liann hægt og fast.
Eg setti bollann frá mér.
■—- Ó! Við sátum og horfðumst i
augu nokkrar sekúndur.
Hann stóð upp og skugginn af hon-
um náði yfir alla stofuna.
—■ Þér hafið ekkert að óttast. Eg
er alveg meinlaus. Eg myrði ekki
auralausar telpur. Og sannast að segja
myrti ég ekki hana frænku mina
heidur. Hún er, eins og stendur, i besta
yfirlæti hjá henni móður minni í
í Somerset. Annars er það ég, sem á
þennan kofa. Hún frænka mín gaf
mér hann.
Eg varð miður mín — vegna þess
hve mér létti. Eg hneig máttlaus nið-
ur í stólinn og grét.
Hann var svo skynsamur að liann
lét mig vera í friði. Mér létti við að
-gráta. Og nú tók ég ekker.t eftir að
barið var á dyrnar.
Eg lieyrði að einhverjir voru að
tala saman i ganginum. Og svo heyrði
ég hlátur, og ég heyrði að dyrunum
var lokað aftur.
— Þetta var morðinginn yðar, sem
kom aftur, sagði hann. — Eg liafði
rétt fyrir mér, hann hélt að þér vær-^
uð vitlaus. Þegar hann kom hingað
fyrst var hann að sækja ljósmóður-
ina því að konan hans var að ala
barn, og það var asi á honum og
hann vissi ekki að ljósmóðirin var
flutt liéðan.
Hann fór i frakkann og myndaði
sig til að fara.
— Eg hefi hugsað mér að lita hérna
inn í fyrramálið og sjá livernig yður
líður.
Eg fylgdi honum út. — Eg heiti
Angela Collins, sagði ég feimnislega.
Hann brosti. — Eg lieiti Thomas
Sanders, sagði hann. — Flestir kalla
mig Tom. Eg kom hingað í kvöld
til að heilsa nýja leigjandanum. Það
var að vísu seint, en ég man aldrei
hvað klukkan er. Þér þekkið mig von-
andi aftur þegar ég kem í heimsókn
í dagsibirtu.
Nei. Eg fékk ekkert tækifæri til að
gleyma Tom. Og fæ það ekki heldur
síðar. Eftir daginn á morgun heiti
ég frú Sanders -— og Bella frænka
kemur í brúðkaupið.
Ameríkumaður falaðist nýlega eftir
kauþum á — dómkirkjunni i Poitiers
í Frakklandi. En ekki varð af kaup-
unum, þvi að Ameríkumaðurinn setti
það skilyrði, að hann mætti nota
mynd af kirkjunni, sem sinni eign, á
miða á niðursuðudósunum sínum.
Hann selur nfl. alls konar niður-
suðuvörur.
#
Breal Holmes í New York er 11
ára og vegur 75 kiló. Hann þyngist
um 2%—5 kiló á mánuði og læknarn-
ir finna ekki nein ráð til að spyrna
á möti spikinu.
*
í Indlandi hirti fóllc tennur sínar
fyrir 3000 árum. Það notaði tann-
bursta, en að vísu voru þeir mjög
ófullkomnir.
ÞAÐ hafa vafalaust orðið gleðifregn-
ir fyrir Elisabetu Englandsdrottn-
ingu og Margréti systur hennar, þeg-
ar Butler, sem gegndi forsætisráð-
herraembættinu í veikindum Churc-
hills, gaf það til kynna í neðri mál-
stofu breska þingsins, að fhaldsflokk-
urinn hefði í hyggju að breyta rikis-
stjóralögunum frá 1937. Skv. þeim
lögum yrði Margrét prinsessa ríkis-
stjóri, ef Elísabeth félli frá, þangað
til Charles prins næði 18 ára aldri.
Ef Margrét losnaði undan þeirri
ábyrgð, sem lög þessi leggja henni á
herðar, mundu líkurnar til þess, að
hún fengi að eiga Peter Townsend,
vaxa stórum. Elísabet systir hennar
hefir og, að því er talið er, lengi liaft
mikinn áhuga á því, að lögunum verði
breytt þannig, að Philip maður henn-
ar verði útnefndur ríkisstjóri.
Þó að hægri menn á breska þinginu
muni vafalaust greiða lagabreyting-
unni atkvæði, verður mörgum það
vafalaust óljúft. Það er ekki vegna
þess, að þeir vilji koma í veg fyrir
áframhald á ástarævintýri Margrétar
prinsessu og Peters Townsend, heldur
vegna þess, að þeir liafa horn í siðu
Philips.
Nú er Philip, hertogi af Edinborg,
mjög vinsæll meðal almennings í
Bretlandi. Hvers vegna er liann þá
ekki jafndáður af breska aðlinum?
Að nokkru leyti stafar það af frjáls-
lyndi hans i skoðunum og frjálsmann-
legri framkomu, en einnig vegna þess
að hann er útlendingur, sem veitt hef-
ir verið borgararéttindi í Englandi.
Aðalástæðan er samt sú, að hann er
af Mounbatten-ættinni, náfrændi
Mountbattens jarls af Burma og skjól-
stæðingur hans frá öndverðu.
Mountbatten-heitið er upprunalega
þýskt og ættarheitið var Battenberg.
Battenbergarnir tilheyrðu þýska lág-
aðlinum og höfðu aðsetur í Darmstadt.
Ættin missti tignarheitið árið 1314.
en fékk það aftur 1851 fyrir tilstilli
stórhertogans af Hessen. Það var
Julia Theresa sem þá var sæmd tign-
arheitinu greifaynja af Battenberg.
Sonur hennar, Louis Alexander,
pólsk-þýskur að uppruna, varð síðar
enskur rikisborgari og góður vinur
og ráðgjafi Victoríu drottningu og eft-
irmanna hennar í hásæti Bretaveldis.
Hann varð einnig yfirmaður breska
flotans, en varð að láta af því embætti
snemma í fyrri heimsstyrjöldinni
vegna ahnennrar kröfu, þvi að Bret-
Louis Mountbatten.
Philip hertogi.
ar höfðu ekki gleymt liinum þýslca
uppruna hans.
Sonur hans, Louis Mountbatten,
sem nú er 53 ára, hefir verið þekktur
maður um 30 ára skeið. Hann giftist
Edwinu Ashley, barnabarni Sir
Ernst Cassel, sem lét 37,5 milljónir
dollara eftir sig, þegar hann dó 1921.
Þau hjónin liafa alltaf öðru hvoru
verið forsíðuefni heimsblaðanna, sið-
an þau giftust. Þau eru bæði glæsileg
á velli og vel gefin. Jarlinn, sem geng-
ur undir nafninu „Dickie“ var liátt-
settur maður í breska hernum á stríðs-
árunum, en var síðan gerður að land-
stjóra í Indlandi — hinum síðasta.
Nú er hann yfirmaður breska Mið-
jarðarhafsflotans. Edwina er af þýsk-
um, enskum, írskum, skoskum og
Gyðingaættum. Auk þess rennur
Indíánablóð í æðum hennar.
„Dickie“ vann sig mjög í álit á
slríðsárunum. Hann er snjall her-
stjórnandi, fljótur að lmgsa óg áræð-
inn. Einkum fór mikið orð af honum
í Burma, er hann var yfirmaður hers
Breta í Suðaustur-Asíu.
Enginn vafi er á því, að Moúnt-
battenhjónin liafa siður en svo reynt
að spilla fyrir því, að Philip og Elísa-
bet næðu saman. Breski aðallinn og
íhaldsmenn yfirleitt telja Philip líka
vera mjög undir áhrifum frænda
sins, en jarlinn er talinn vinstrisinn-
aður og eiga marga vini meðal vinstrj
manna. Edwina hefir heldur aldrei
verið boðin velkomin i hóp breska
aðalsins. Hún er aðeins skoðuð sem
metorðagjarn afkomandi þýsks fjár-
málamanns af Gyðingaættum. En lnin
hefir brennandi löngun til þess að
láta bera á sér, en jafnframt hefir
hún ætið haft ríka samúð með þeim,
sem hafa orðið undir i lífsbaráttunni,
og hefir unnið mikið i þágu góðgerða-
starfsemi í Bretlandi og í Indlandi.
Hægri menn i Bretlandi liálda þess
vegna að áðurnefnd lagabreyting
verði til þess að auka völd Mountbatt-
enættarinnar, og þá einku.m Louis
Mountbatten, sem hafi svo mikil á-
hrif á Philip liertoga. En ótti þeirra
er vafalaust að ýmsu leyti ástæðu-
laus. Louis Mountbatten hefir fasta
bólfestu á Malta og kemur aðeins í
Framhald á bls. 10.