Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1953, Page 4

Fálkinn - 25.09.1953, Page 4
4 FÁLKINN e CHARLES CHAPLIN OG KONURNAR HANS FJÓRAR ,Þetta geri ég alilrei aftur,“ sagði li ann eftir skilnaðinn við fyrstu konuna. En hvernig fór .? 1. GREIN. liafði Charlie 7 pund á viku í kaup o{ A NDLITIÐ seni flostir Jiekkja i veröldinni er á Charlie Chaplin. Ilann er viðkunnaslur allra manna sem uppi hafa verið og ef til vill vinsælasli leikari, sem uppi liefir ver ið. Gg þegar fólk hefir ekki ástæðu til að tala um leikarann Chaplin þá getur það talað um einkamál Chaplins og stjórnmálastefnu Chaplins. Hin al- ræmda rannsóknarncfnd Mac Carthys hefir séð um það síðasta, með því að stimpla hann sem kommúnista og hafa við orð að hanna honum landvist i Bandaríkjunum (hann er sem sé ensk- ur ríkisborgari ennþá). Alltaf er hægt að tala urn Chaplin, enda væri hann dauður maður ef hætt væri að tala um hann. Þeir sem kynnst hafa Chaplin segja, að þeir gleymi umrenningnum og trúð- inum Chaplin þegar þeir tala við hann. Þá er hann fágaður og fyrirmannleg- ur, rödd hans róleg alvöruþrungin, og maður skilur hvers vegna liann hefir ógleymanleg áhrif — ekki sist á kon- ur. Og frá þeirri hlið Chaplins verð- ur fyrst og fremst sagt i þessari grein. Charlie Chaplin hefir verið kenndur við margar konur, og fjórum þeirra hefir hann kvongast. Þrjú fyrstu hjónaböndin urðu engin sæla, en svo er að sjá sem l>að fjórða ætli að fara vel, því að nr. 4 — Oona O’ NeiII virð- ist vera sköpuð fyrir liann. Chaplin er orðinn 03 ára en Oona er 24. Og þau Iiafa verið gift í 8 ár. Þau eiga þrjú börn sem heita Victoria, Michael og Josepiiine og þau leika öll i nýju myndinni- Limelight. Þar ieika iika iveir uppkomnir synir hans frá sam- búðarárum þeirra Litu Grey. í Limelight er draumsýn, sem getur minnst á æsku Chaplins sjálfs. Hann leikur þarna hlutverk Caiveros, mis- tæks listamanns scm heldur að hann sé öllum fremri. Hann hittir laglega dansmey Therezu að nafni (hún er leikin af ensku disinni Claire Bloom) i garði og fcr að stiga i vænginn við hana. Þan dansa saman i garðjnum, og manni dcttur í hug að svona hafi Chaplin verið þegar hann var ungur. Fyrst ást Chaplins. A fyrstu leikárum sínum fór Chaplin með skophlutvcrk í leikflokki Frcd Karno & Co. Og hann varð dauð-ást- fanginn í einni leikkonunni, Hetty Kelly. Charlie elti hana á röndum, spurði hana grútfeiminn hvort hún vildi ganga með sér í garðinum og dirfðist meira að segja að setjast hjá henni á bekk. Hennar vegna keypti hann sér fal- leg föt og reyndi að bera þau uppi eins og hann væri ekki viðvaningur. Hann kunni þessa list á leiksviðinu, en það var miklu vandameira að leika hana á götunum í Eastend i London, þar sem hann ólst upp, og þar gat hann átt von á að strákarnir létu ekki tækifærið ónotað til að erta hann og spotta. Allt þetta lagði hann á sig vegna Hctty Kelly — en árangurslaust. Hctty var leikkona og miklu hærra sett en veslings skoptrúðurinn, þó að hann væri mjög aðlaðandi i sjón. Hann var nefnilega fríður, með svart hrokkið hár, fölt andlit og hrún augu, sem virt- ust búa yfir raunalegum leyndar- málum. Lcikarar áttu góða daga í þann tíð og Hetty Kelly hafði um annað að hugsa en tvö raunaleg augu. Sjálfur taldi sig vel stæðan mann. Þetta var 1908. Édward VII. sat í hásæti Breta. Kvenfólkið sóttist eftir barðastóru höttunum, sem „Káta ekkjan" hans Franz Lchar notaði, og karlmennirnir gengu mcð hörðu cnsku stráhattana og í skelfing þröngum buxum. Bagtime-lögin voru landplága þeirra ára og enginn hvítur maður hafði heyrt nefndan jazz. Fólk vissi heldur ekki um neitt sem kallað cr kvikmynd. A stað sem kall- aður var Hollywood stóðu nokkrir bárujárnsskúrar í California-eyði- mörkinni, en nafnið Hollywood var ckki til á nokkrum landsuppdrætti. Einmana uppeldi. Var það endurminning dapurlegrar bernsku, sem endurspeglaðist í augum Chaplins? Hann mundi nístandi ein- stæðingskenndina frá því að foreldr- arnir voru í leikferðum — þau ferð- uðust um England og Frakkland — mundi fátæktina og volæðið eftír að faðir hans dó úr drykkjuskap — og gat aldrei gleymt baráttu móður sinnar við sjúkdóma og neyð. Charlie var 5 ára þegar hann kom á leiksvið fyrst. Sjö ára var hann í flokkinum Lancashire Lads, sem döns- uðu á tréskóm um allt Engiand. Heilsu móður hans fór hnignandi og hún var send á hæli. Það var ekki allt í sómanum með skólagöngu Charlies, hann kom „sem gestur" á skólana hér og hvar, milli þess að hann var að vinna fyrir sér. Hann var sendill hjá torgsölumönnum á Covent Garden, söng fyrir fólk sem stóð í bið- röðum við lcikhúsin og sápaði menn á í þessu gervi varð Chaplin heims- frægur. rakarastofu. Tiu ára var hann ráðinn að leikhúsi til að leika umkomulausan dreng, og það gerði hann svo vcl að fólk grét. Nú hafði hann svo gott kaup að þeir Sidney hálfbróðir hans gátu gefið með móður sinni á liælinu. Alla tíð þangað til hún dó í Hoollywood 1920 tók hann frá handa henni upphæð, mánaðarlega. Hann þráði að komast á leiksvið að fullu og öllu, og þegar hann var 19 ára fékk hann fasta stöðu hjá Fred Karno & Co. og var talinn efnilegur leikari. Chaplin fór með þessum flokki til Ameríku og þar var tekið eftir hon- um í hinum stærri borgum, á leiksýn- ingunum. Nú fékk hann tilboð frá Ilollywood. Hann tók því upp á von og óvon — honum fannst Iiollywood eins konar óskapnaður, enda var ])að lika í þá daga. Lífið í Hollywood. í Keystone Studio, en þar vann Chaplin fyrst, var farið í rjómaköku- kast, fyrvakrúsir hrundu yfir heimska lögregluþjóna, hreyflar duttu úr hif- reiðum, cldur logaði upp úr vösum manna, hús hrundu eins og spilahús og fólki var fleygt ofan í botnlausa drullupolla — allt þetta gerðist i ein- Eitt l'rægasta atriðið úr Chaplin-mynd er úr „Gullæðinu“ og sýnir Chaplin Chaplin og síðasta kona hans, Oona O’NeiIl. Hann var 55 og hún 16 ára þegar hann er að borða skóinn sinn. þegar þau giftust.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.