Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1953, Qupperneq 11

Fálkinn - 25.09.1953, Qupperneq 11
FÁLKINN 11 LITI.A SAGAN Hetja — til þess síðasta BERT WILSON var stórt nafn í sinni tið. Hann var sóunarsamur og hirðu- laus og tók gjöfunum sem lukkan stráði á liann eins og sjálfsögðum lilut. Þess vegna svíður mig er ég hugsa til hans. Hann var besti ná- ungi og átti ekki skilið raunirnar, sem lifið hafði fyrirhugað honum undir lokin. Foreldrar hans dóu þegar hann var tvítugur. Þau voru bæði leikarar, og .höfðu verið kunnug frægasta lista- fólki samtíðarinnar. Þau höfðu verið á leiksviði víðsvegar úti um land, end- anna á milli í Ameríku. Þau höfðu leikið þar sem olíulampar lýstu svið- ið, þau höfðu grætt mikið fé — og tapað þvi aftur. Þau voru bláfátæk þegar þau dóu. Allt sem þau létu Bert syni sinum í arf var ástin, bækurnár og þjónn sem hét Rollo. Rollo var reyndar meira en þjónn. Hann var hygginn ráðunautur, spek- ingur og .... hættuhemill. Hann var litill og hnellinn og hafði alist upp ineð foreldrum Berts. Þegar þau voru dáin átti Bert erfiða daga. Hann hafði verið mömmudreng- ur og pabbadrengur og nú var hann likasjur rekaldi á reginhafi, stýris- og áitavitalaus. Það var Rollo sem bjargaði. „Mér dettur ráð i hug, Bert,“ sagði hann. „Eg veit að þú átt ekkert til .... en sem betur fer hefi ég safnað svo- litlu. Eg lmgsa að það endist þangað til þú hefir fengið hlutverk á ein- hverju leikhúsinu.“ ^ Rollo þúaði Bert því að hann hafði þekkl hann síðan liann fæddist. Bert var ekki seinn að tgka þessu boði. „Þakka þér fyrir, Rollo,“ sagði liann. „Þú ert gull af manni — en þú skalt ekki tapa á þessu. Við skulum sigra, ef við hjálpum hvor öðrum.“ Þetta gekk eftir. Bert Wilson kom fyrir sig fótum, fékk stærri og stærri hlutverk, og Rollo var hjá honum með- an hann var að feta sig upp frægðar- stiga leiktiúsanna. Hann gleymdi aldrei Iive mikið hann átti þjóni sínum að þakka. Frægðin steig honum aldrei til höfuðs. Hálf- fertugur var liann orðinn einn af fræg- ustu leikurum, allir leikhússtjórar reyndu að ná í liann, og um skeið liafði hann hæstu launin, sem greidd voru leikurum í Bandaríkjunum. Hann var dáður og fólk bar liann á höndum sér. Stórmenni samtíðarinnar sóttust eftir að láta sjá sig með hon- um ,og ungu stúlkurnar af lieldra tag- inu sáu leikritin sem hann lék í, oftar en einu sinni. Svo skarst Rollo i mátið. „Bert,“ sagði hann einn morguninn, „mig lang- ar til að biðja þig um að gera mér greiða." „Gerðu svo vel,“ svaraði Bert bros- andi. „Hvað sem þú vilt!“ „Þökk fyrir!“ Rollo liikaði dátítið en svo sagði hann: „Eg ætla að biðja þig að liafa betri gát á peningunum þínum, Bert. Þú eyst þeim út á báða bóga, þú veist ekki hvers virði pen- ingarnir eru. Þú verður að muna að ÚTIKJÓLL. — Þessi mynd er af sérkennilegum útikjól frá Mont- signe tískuhúsinu. Hann er aðskor- inn og einfaldur, en herðasláið gefur honum sérkennilegan blæ. Herðaslá S?m þessi, voru mjög í tísku fyrir uokkrum árum bæði a kiólum og kápum, og virðast nú sem óðast að koma í tísku aftur. þú getur ekki lialdið svona dýrt heim- ili um aldur og ævi, og hyllin sem þú nýtur núna getur ekki orðið ævarandi. Þú verður að muna að ég var með foreldrum þinum í öllum ferðalögum þeirra, ég þekkti þau út og inn og vissi að þau voru ágætisfótk. Þau græddu líka vel um skeið. En þú veist hvernig þeim farnaðist að lokum .... þau dóu bláfátæk og vinalaus.“ Bert sat alvarlegur og kinkaði kolli. „Eg man það vel, Rollo,“ muldraði hann. „En það fer aldrei svo fyrir mér. Eg missi aldrei lýðhyllina, ég gleymist ekki — að minnsta kosti ekki fyrr en járntjaldið mikla er fallið. Fólk gleymir mér ekki .... það getur ekki orðið .... það má ekki verða .... “ „Þér tekst máske að lialda vinsæld- unum,“ Bert. „En væri samt ekki vissara að leggja eitthvað af pen- ingunum lil hliðar? Þú átt of marga vini eins og stendur, ýmsir þeirra eru ríkir, en ég veit að þeir bregðast þér á sömu stundu og þú þarft á hjálp þeirra að halda. Þeir gleyma þér undir eins og þér bregst frægðin.“ Bert hristi höfuðið. „Nú held ég að þér skjátlist, Rollo. Aðdáendur minir eru tryggir — þeir bregðast mér aldrei. Bíddu bara og sannaðu til ....“ Svo liélt Bert áfram uppteknum hætti, naut lifsins og velgengninnar, jós út peningum án jiess að fá nokkuð fyrir þá. Sníkjudýrin sem voru heima- gangar hjá honum fengu nóg að éta og drekka .... og oft bar það við að Bert varð að fá lánað hjá Rollo þegar liann var orðinn auralaus fyrir mán- aðarmótin. Hann naut lífsins meira en liollt var Framhald á bls. 10. Astflbrnsb 5. GREIN ÆVINTÝRIÐ ENDAR NÚ gerast mörg tíðindi i senn. — Skömmu eftir að barnið fæddist sagði Ali frá þvi að hann ætlaði i veiðiför til Afríku og hafa Ritu með sér. Þau lögðu þó ekki í ferðina fyrr en í mars 1951 og ráðgerðu að koma aftur í júlílok. En nú gerði Ali dálitið, sem Ritu líkaði ekki vel. Hann bauð með sér jiremur spilamönnum, ef ske kynni að hann langaði til að spila bridge! Þetta var veiðiför i lagi enda kost- aði lnin 100.000 sterlingspund. Leið- angurinn hafði tvær flugvélar, þrjá- tíu tjöld og fimmtiu burðarmenn. En eigi að siður gekk sumt skrykkjótt þarna suður í frumskógunum. Yasmin, dóttir þeirra Ritu og Ali, hafði verið falin forsjá enskrar hjúkr- unarkonu, sem bjóst ekki við að sjá húsmóðir sína fyrstu mánuðina. En einn góðan veðurdag var Rita komin — alein. Hún þreif barnið og fór með það og hjúkrunarkonuna á bak og lnirt, og sagðist vera að fara til Reno — hins fræga staðar vestra þar sem hægt er að skilja og giftast aftur svo að segja i hvellinum. Hún ætlaði sér að skilja við AIi og kæra hann fyrir „sálarpyntingar"! — Hvað var það sem mistekist hafði í kvennabósa- tækni hins svarta prins? Þé^ar Rita kom til New York rudd- ist heil torfa af blaðamönnum um borð í skipið. Hún sýndi þeim hring með heljarstórum demanti. — Eg veit ekki hvers virði hann er, sagði hún. En stór var hann. Blaðamennirnir vildu fá að vita hvort Ali hefði gefið henni gimsteininn, en Rita svaraði engu um það, og brosti. Eg veit að Ali gaf henni hann ekki, hvorki hann né neitt annað. Þegar luin var að kaupa sér fatnað i tiskuverslunum frægu i París, var Ali alltaf fokvondur yfir þvi að hún skyldi ekki lieimta 50% afslátt. Allar kvikmynddísir gælu fengið þennan afslátt, sagði liann. Rita dvahlist í Reno í sex mánuði, en hafðist ekkert að til að fá skilnað. Ilún er einkennileg að þvi leyti. Hún var að hugsa um að fara að leika aft- ur, en samdi ekki við húsbónda sinn. Hún sagði ástæðuna til að hún liefði farið frá Ali vera þá, að liann hefði of mörg járn í eldinum og hugsaði meira um samkvæmislífið en svo að hann gæti tryggt lienni og börnunum það rólega heimilislíf, sem hún þráði mest. Og hvað er að segja af Ali? Fyrst í stað virtist hann taka sér þetta nærri, telja það óvirðingu við sig — þann mikla mann! Rita var fyrsta konan, sem hafði farið frá honum. En svo fór hann von bráðar að skemmta sér á ný. Og það frétti Rita. Og þá steig hún skrefið og tók á- kvörðun. Hún þáði hlutverkið, sem henni hafði verið boðið i kvikmynd- inni „Trinidad“. Var hún afbrýði- söm, eða hvað? Nú var farið að orða Ali við ýmsar töfrandi konur. Blöðin notuðu stórt fyrirsagnaletur er þau sögðu frá því að Ali hefði sést með Joan Fontaine fjórum sinnum á tveimur vikum. En m Hhms MEÐ SKELFINGU. skömmu síðar giftist Joan — öðrum. Ali var lika nefndur í sambandi við hina frægu blökkudansmær Katherine Dunham. í Stokkhóhni varð hann hrifinn af Irene Lenker, sem var álján ára veitingamannsdóttir. En skömmu siðar situr hann suður við áliðjarðarhaf og dreypir á glösum með Lorraine Dubonnet, sem var 23. ára og erfingi að milljóna-auði. Næst fór liann að stíga í vænginn við grísku dansmeyna Irene Papa, en sagt er að þau liafi fljótlega orðið leið livort á öðru. 1 París liitti hann fallega stúlku frá Austurríki, sem heitir Heide Beer, og nokkrum dög- um síðar liitti hann ómótstæðilega vélritunarstúlku suður í Milano, Liane Zefferani heitir hún. Eftir á sagði hann það lygi að hann hefði nokkurn tíma séð hana eða talað við liana. í júlí 1952 lét Ali það fréttast að hann væri i þann veginn að fara til New York til að selja reiðhesta. Þeg- ar liann kom vestur fyrir pollinn sagði hann hins.vegar blaðamönnun- Framhald á bls. 14. • • ................................................................................ Ali hefir misst tvær konur og slas- ast svo að hann gengur við tvær hækjur. En samt má hann til að staulast á veðreiðabrautina til að fylgjast ineð hestunum sínum.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.