Fálkinn - 25.09.1953, Síða 10
10
FÁLKINN
För Andrées til
norðurpólsins
17. Á hverjum sleða er nær 200
kílóa þungi. Mennirnir þreytast fljótt
á að draga þá. í fyrstu draga þeir sinn
sleðann hver, en siðar verða þeir að
selflytja og hjálpast atlir að með sama
steðann. Og bráðum verða þeir að
nátta sig. Þeir tjatda á stórum jaka
og sofa allir í pokanúm. Þeir sjóða sér
mat um morguninn og taka svo saman
dót sitt og halda áfram. — Þeir reyna
að ferja sleðana yfir vakirnar á bátn-
um, en það er svo óliættusamt að þeir
hætta við það.
18. Strindberg cr matsveinn. Ilann
er ekki alltaf jafnheppinn með krás-
irnar. Hapn sýður súpu, sem hann á
bágt með að borða sjálfur. — Dag eftir
dag berjast þeir áfram. Stundum kom-
ast þeir ekki nema tvo kilómetra á
dag, þrátt fyrir allt stritið. Erfiðast er
að koma sleðanum yfir hrannahrygg-
ina. Og sleðarnir vitja bila í þessari
ófærð og þarf oft að gera við þá.
19. Hinn 25. júlí hálda þeir upp á
afmælisdag unnustu Strindbergs. Þeir
byrja daginn með að hrópa húrra fyrir
henni. Þeir strita allan daginn en eru
í l>esta skapi. Þeir halda veislu, fá
kaffi eftir matinn og taka upp flösku
með ávaxtasafa. Strindberg tekur sinn
skammt í dropatali, hinir skota flösk-
una að innan svo að ekkert verði eftir.
Daginn eftir lendir Strindberg í vök.
Það liggur nær að hann drukkni en
þeir ná í liann og „þurrka hann“.
Nóttina eítir koma tveir ísbirnir í
heimsókn. Stór og lítill. Sporin þeirra
sjást greinilega í snjónum morguninn
eftir.
20. Eftir margra daga erfiða ferð
hafa þeir aðeins nálgast markið um
fáéina kílómetra. Þeim kemur saman
um að fórna nokkru af vistunum, —
taka aðeins með sér mat til 45 daga.
Áður en þeir leggja upp l)orða þeir
eins og þeir geta í sig látið. — Næstu
nótt verða þeir að fara yfir 14 vakir.
Þeir eru enn i léttu skapi þrátt fyrir
mótlætið. Þegar þeir halda kyrru fyrir
skrifa þeir í dagbækur sínar hvað þeir
hafi séð og lifað. — Stundum skjóta
þeir ísbirni og Strindberg býr til
ýmsa rétti bæði úr ketinu og innmatn-
um. — Eitt kvöldið reynir Strindberg
að þvo sér aðra höndina með votum
sokk. En ])að gengur svo illa að hann
sleppir hinni.
HETJA. Framhald af bls. 11.
og tók varla eftir þvi sjálfur að farið
var að halla undan fæti hjá honum á
frægðarbrautinni. Sól hans gekk svo
íiratt til viðar að allir urðu hissa.
Fjörutíu og sjö ára lá liann fyrir dauð-
anum. Hann lá i rúminu sínu í húsi,
sem var veðsetl upp í mæni. Rollo var
cnn hjá honum en hann var of gamall
Maríumyndin felldi tár.
Antonia Giusto heitir hin unga, verðandi móðir, sem liggur í rúminu undir Mariumyndinni. Hún skýrir svo
í'rá, að hún hafi beðið Maríu mey að lina þjáningar sínar eitt kvöldið, og þá hafi tár hrundið af hvörmum
myndarinnar yfir rúminu og lent á enni hennar. Þegar blað eitt í heimabæ stúlkunnar á Sikiley hafði flutt
þessa frétt, streymdi fólk til þess að sjá myndina. Kirkjan hefir ekki ennþá sagt álit sitt á þessu.
til að geta látið hendur standa l'ram
úr ermurn, en þó lánaði hann Bert
peninga við og við.
Rollo annaðist uni að husgögníri
væru ekki tekin og áð matur væri á
heimilinu. Hann greip til örþrifaráða
lil að bjarga öllu við, eftir að Bert var
hættur að fá kaup, — því að hann
vissi að hann átti ekki langt eftir.
Bert saf uppi við hægindi í rúminu
og stárði á áhorfendahóp sinn, sem nú
var genginn svo samán að það var
aðeins einn maður eflir: Rollo.
Bert vissi að járntjaldið mikla
mundi falla bráðum.
Daginn sem Bert dó reyndi hann að
að tala. Hann reyridi að ségja nokkur
orð, en það var ómögulegt að heyra
hvað hann sagði. Rollo stóð við rúmið
og reyndi að varna tárunum framrás-
ar, hann tók í höndina á Bert og sagði:
„Það er fólk hérna úti, sem langar
til að sjá þig. Eg hefi ekki viljað láta
það koma inn því að læknirinn segir
að þú verðir að hafa næði. En nú . t..
nú getur ])að varla komið að sök, Bert?
Langar þig til að sjá vini þína — að-
dáendurna, einu sinni enn?“
Sjúklingurinn kinkaði kolli, gíaður.
„Mér datl það í hug,“ sagði Rollo.
;,Það hefir komið á daginn að þú hafð-
ir rétt fyrir þér. Fólk hefir ekki
gleymt þér, það hefir spurt um þig á
hverjum degi, og nú bíður hópnr í
stofunní."
Gamli þjónninn fór út og eftir dá-
litla stund kom hópurinn inn. Lík-
lega kringum tuttugu og firnrn manns
— ungir og gamlir......... Það var
skuggsýnt i sjúkraherberginu og Bert
sá fólkið eins og i þoku.
Það stóð þarna dálitla stund, en eng-
inn sagði neitt. Svo lét Rollo það fara
út aftur.
Og fimm mínútum síðar lokaði Bert
augunum fyrir fullt og allt. Hann gat
ekki sagt neitt áður en hann gaf upp
i) ndina.
Rollo fór. fram og sagði hópnum að
nú væri hann liðinn.
„Bert Wilson sagði alltaf að fólk
mundi muna hann til ])éss siðasta,"
sagði Rollo. „Eg gat ekki látið hann
deyja í meðvitundinni um beiskan
sannleikann. Og nú skal ég. gera það
sem í mínu valdi stendur lil að greiða
fram úr þessu. Fyrst um sinn skuluð
það hafa þakklæti mitt fyrir hjálpina.
Því að Bert Wilson fær aldrei að vita,
að þið voruð öll sönuin ....... rukk-
arar.“ . *
— Já, þér segið það, Madsen. Svei
mér ef ég held ekki líka að hann sé
full lítið soðinn!
— Pabbi, manstu í góða gamla daga
þegar þú fórst með mig á knattspyrnu
suður á íþróttavelli?