Fálkinn - 25.09.1953, Side 9
FÁLKINN
9
legu hrygglengju hinnar svikulu
hjartadrottningar hans og kenna
henni mannasiði.
Eftir nærfellt klukkustundar
varðstöðu fyrir utan portið hjá
signorinu Lehmann sér hann loks-
ins eign sína koma út í sólskinið,
ljóshærðari og bláeygari en nokk-
urn tíma fyrr. Án þess að mæla
eitt einasta óþarft orð til skýring-
ar bregður hann stafnum sínum
eins og sverði og hleypur tönnum
nístandi að brúði sinni.
Þegar Nella hefir tekið við einu
eða tveimur vandarhöggum og
hryðju af bölvi og ragni hefir rignt
yfir hana í þokkabót á einhverju
hrognamáli áttar hún sig loksins
og skilur að þessi fnæsandi dreki
muni hafa fengið hundaæði al-
veg upp úr þurru eða þá hitaslag
eða kannske og sennilega helst
hvort tveggja í sameiningu. Hún
bregður við skjótt og lyftir upp
pilsunum og neytir þess að hennar
kynþáttur hefir langa fætur og
styrka, og flýr nú með hvelfd
brjóstin niður strætið, en mann-
trítillinn kemur á eftir, og sakir
þess hve klofstuttur hann er verð-
ur hann að stíga tvö skref fyrir
hvert hálft annað sem hún stígur.
Þegar hún kemur inn á Corso
rennir hún blóðhlaupnum augun-
um í allar áttir til að finna lög-
regluþjón, en árangurslaust.
Sjálfsbjargarhvötin blæs henni
í brjóst hugmynd sem geti orðið
til bjargar. Hún herðir á sér,
hleypur á ská yfir torgið sem ligg-
ur að Corsonni og markar stefnu
á skandinaviska klúbbinn, sem er
þarna einhvers staðar langt inni
í völundarhúsahverfinu. Eina von
hennar að þessi fráskiptna stofn-
un geti að minnsta kosti veitt
'henni musteris friðhelgi og vernd
gegn hinum grimmustu allra ör-
laga.
Italinn, sem sífellt er að dragast
aftur úr hinni ótrúlega fótfráu
mey, sér hana hverfa inn í portið.
En nú hefir Nella skotið stiganum
aftur fyrir sig í 'átta 'hástökkum
og hin gamla og dygga fata-
geymslukona klúbbsins, signora
Pacifica, hefir hleypt henni inn
fyrir. Pacifica þýðir: sú sem frið-
inn semur.
Hin veraldarreynda völva er
einar fimm sekúndur að skilja
hvernig í öllu liggur. En í sömu
svifurrí og hún, hefir falið flótta-
konuna inni í herberginu sínu,
hefir Borgia-Piselli fundið hina
skandinavisku músarholu og
hringir dyrabjöllunni eins og vit-
laus maður.
Pacifica opnar varlega. Og
þarna stendur þessi litli hjörtum-
stelandi apaköttur, en nú rennur
slefan úr munnvikunum og hann
nær varla andanum fyrir mæði
og reiði. Hann kreppir hnefann að
barefli sínu og gengur fast að Cer-
berusi þeim, sem þarna stendur í
konulíki Pacificu og hvessir á
hana augun:
— Hvað hafið þér gert við kven-
manninn? gusast út úr honum. —
Eg á kvenmanninn! Því að úr því
að hún gónir á mig þá elskar hún
mig. Og úr því að hún elskar mig
— hvernig dirfist hún þá að leyfa
sér þá ósvífni að fara í skemmti-
ferð með ókunnugum karlmanni!
Komið þér með hana!
Þá brosir Pacifica mildilega ró-
andi, svona líkt og full skjóla af
köldu vatni getur brosað niður
eftir hryggnum á þeim, sem mest
þarf þess með en minnst kærir
sig um það:
—Hægan, hægan, herra minn!
Þetta fólk er norðan úr Skandín-
avíu. Og það getur gengið saman
án þess að elskast.
Signor Borgia-Piselli, sem eftir
öllum sólarmerkjum að dæma er
taugaveiklaður og öfgafullur dett-
ur allt í einu í hug, að til muni vera
annað heimsskipulag en hann hef-
ir vanist sjálfur, annar, byltinga-
kenndur skilningur á samvistum
karls og konu. Það lækkar í hon-
um drambið og hann verður lafin-
eyrður og reynir að bera í bæti-
fláka fyrir sig. Hann fer smám
saman að slá af því að hann eigi
fullan eignarrétt á konunni og
kemst loksins niður í 125 lírur,
en það er upphæðin sem vagninn
hefir kostað, frá Quirinal-jarð-
gongunum, þar sem hann missti
sjónar á þeim tveimur, sem hann
var að elta.
Innfædd réttarvitund hans ger-
ir sem sé kröfu til að honum séu
bætt að fullu þau efnislegu útgjöld
sem hann hafði vegna misskilings-
ins. Það verða norðurbyggjarnir
að sætta sig við, úr því að þeir
flytja sina ótrúlegu siði með sér
suður.
Pacifica fer nú inn til þess að
tilkynna flóttakonunni hina óhjá-
kvæmilegu kröfu fyrir því að
vopnahlé komist á. Eftir mínútu
kemur hún aftur og greiðir lausn-
argjaldið án þess að prútta.
En þá fer Borgia-Piselli að
gruna að hann hafi látið fórnar-
lamb sitt sleppa of billega.
— Signora, segir hann enn einu
— Eruð það þér, Madsen? Eg hél'f.
það væri kötturinn!
sinni og röddin titrar af alvöru
um leið og hann spyrnir hælnum
inn fyrir þröskuldinn. — Eg
gleymdi að ég hefi líka eytt 75
centimum í rauðan rósavönd sem
ég ætlaði að gefa henni af sálar-
göfgi minni. Hann var hálfu meira
virði en ég keypti hann af kunn-
ingja mínum. Mér dettur ekki í
hug að taka hærra verðið fyrir
hann, ég er enginn okrari.
Pacifica leggur líka þennan
aukaskatt fyrir skjólstæðing sinn.
Og Nella borgar þetta smáræði
með glöðu geði og er fegin að
sleppa úr ástarævintýri suður-
landa lífs og limaheil.
— Signora, segir Borgi-Piselli
hátíðlega og dregur hælinn á sér
út fyrir þröskuldinn um leið og
hann tekur við síðari upphæðinni.
— Aldrei hefir nokkur blómvönd-
ur verið mér dýrari en þessi.
Hjartablóð mitt dreyrði úr hon
um! Heilsið dömunni og afsakið
'þennan smá-árekstur. Aldrei hafa
tilfinningar nokkurs manns verið
göfgari en mínar. En heilsið og
segið að allt skuli vera afmáð og
fyrirgefið .... Ma o quélli
stranieri! — þessir útlendingar
eru sannarlega skrítið fólk, hver
getur áttað sig á þeim!
Þetta er engin lygasaga! *
VERÐLAUNAÞRAUT:
»Kínversha (tœgradvölin«
Verðlaun kr. 500.00
og kr. 200.00
45. 46.
Nú fer að fækka þrautunum, sem þið
eigið eftir að ráða. Aðeins nokkrar
þrautir eiga eftir að koma í blaðinu.
Ekki hefir ennþá endanlega verið
ákveðið, fyrir hvaða tima síðustu ráðn-
ingar þurfa að hafa borist blaðinu, en
ykkur sem hafið sent okkur ráðningar
utan af landi, viljum við segja það, að
við munum hafa tímann það rúman,
að auðvelt verði fyrir ykkur að koma
síðustu ráðningunum til Fálkans í tæka
tíð, áður en dregið verður um verð-
launin.
Hinum sem ekki hafa sent ukkur
ráðningar ennþá, en kynnu að hafa
hug á þvi, viljum við benda á, að ennþá
er nægur tími til að byrja. Aðeins ef
þið hafið öll blöðin sem dægradvölin
hefir komið i, getið þið þegar hafist
handa og sent okkur allar ráðningarnar
í einu lagi. Afgreiðsla Fálkans mun
þegar senda ykkur þau blöð, sem ykkur
kynni að vanta.
Við viljum þakka öllum sem sent
hafa ráðningar, og látið í ljós ánægju
sina yfir þessari skemmtilegu dægra-
dvöl, sem Fálkinn hefir tekið að sér
Hianj Casilc
Þetta er Wild West stjarnan Mary
Castle, sem nú er þekktasta leikkon-
an í kúrekamyndunum. Þessi mynd
er af henni í hlutverki sínu í Univer-
salmyndinni „The Lawless Breed“.
Duke Ellington — jazzkóngurinn.
Þó að Duke Ellington sé orðinn gam-
all í liettunni hefir honum tekist að
halcla vinsældum sínum óskertum.
Margir nýir keppinautar liafa komið
fram og margar nýjungar, en Duke
„endurnýjar sjálfan sig“ þó að nú hafi
hann verið frægur jazzsveitarstjóri 1
meira en 25 ár.
Engum datt i hug að liann væri fær
um að stjórna hljómsveit jægar hann
opnaði „The Cotton Cluh“ 4. des 1927.
Þess vegna létu forráðamennirnir
fiðluleikara standa fyrir framan
hljómsveitina, því að hún átti að gera
fleira en að leika jazz eftir duttlungum
Ellingtons. Hún átti að fylgjast með
skemmtikröftum á leiksviðinu, en
enginn treysti hinum unga svertingja
til að sjá um að hún gerði það. Þess
vegna var fiðluleikarinn settur hon-
um til höfuðs. En áður en mörg kvöld
liðu hafði Duke snúið slaghörpunni
við og tekið að sér stjórnina. Ilend-
urnar urðu að sinna hljóðfærinu, en
Duke notaði augnabrúnirnar, axlirnar
og hausinn til að hafa taumhald á
hljómsveitinni. í dag er fiðlarinn
gleymdur fyrir löngu en allir jazzvinir
takast á loft þegar Duke Ellington er
nefndur.
Hann hafði leikið lengi á píanó ])eg-
ar hann heyrði „ragtime band“ árið
1916. Þar þóttist hann liafa heyrt eitt-
livað alveg nýtt, og eftir að hann hafði
stundað nám ail-lengi hjá tónlistar-
kennara sem hét Henry Grant byrjaði
hann sjálfur sem atvinnumaður. Það
var í „True Reformers Hall“ í Was-
liington, og hann fékk 75 cent fyrir að
Framhald á bls. 14.
að kynna ofurlítið fyrir lesendum
sínum.
Kaupmönnum úti á landi viljum við
banda á að Kínversku dægradvölina
er hægt að panta hjá Leikfangagerðinni
Langholtsvegi 104 og hjá heildverslun
Vilhelms Jónssonar Miðtúni 50. Reykja-
vik.