Fálkinn - 25.09.1953, Side 13
FÁLKINN
13
Rósalinda leit upp. Augu beggja komu því
upp, sem hvorugt þeirra hafði viljað viður-
kenna ennþá. — Vildir þú gjarnan hafa bjarg-
að mér?
— Já.
— Eg vildi óska að það hefði verið þú . .. .
Svarið kom lágt, svo lágt að hún var ekki viss
upm hvort hann hefði heyrt það.
I sama bili komu Agatha og Suzette inn í
stofuna. John sneri sér að þeim og Rósalinda
fór fram til að taka á móti öðrum gestum,
sem Tew var að vísa inn úr dyrunum.
Hafði hann heyrt það? Hún vonaði að hann
hefði heyrt það, en um leið vildi hún helst
að hann hefði ekki heyrt það.
Samkvæmið var alveg eins og fyrri sam-
kvæmin, sem Agatha hafði haldið, ef til vill
svolítið fjörugra. Suzette var í bezta skapi
og fór ekki dult með hve hrifin hún var af
John. Iris og Agatha hugsuðu um prinsinn
— hvor á sinn hátt. Rósalinda var óróleg og
glöð í senn. Ungur liðsforingi, Francis, sem
var nýkominn til Cairo fór ekki dult með að
hann væri hrifinn af Rósalindu.
Suzette létti mjög við að sjá að Francis lét
sér hugarhaldið um Rósalindu. Þá hafði hún
John fyrir sig á meðan. Agatha var ánægð
líka. Ungi Francis var alveg mátulegur handa
Rósalindu. Flún vildi gjarnan að hún næði
sér í mann, þá yrði hún ekki fyrir Suzette.
Frú Green hafði sér til mikillar ánægju séð að
Suzette var að draga sig eftir John — og vildi
helst að Rósalinda sneri sér í aðra átt. John
væri tilvalinn handa Suzette. Af góðum ætt-
um, í ágætri stöðu, og Suzette hafði nóga
peninga handa báðum.
Eftir miðdegisverðinn var sest að á svölun-
um. Kveldið var hlýtt og lygnt, alstirndur him-
inn. Allir hvíldust í hægindastólum og dauft
var yfir samræðunum.
Rósalinda óskaði að það væri John en ekki
Francis, sem hjá henni sat. En John sat hjá
Suzette.
Nú kom svolítið svo að ljósin blossuðu allt
í einu upp á.kertunum. Rósalinda tók eftir að
John horfði á hana. Hún las spurningu úr grá-
um augunum á honum. Hjarta hennar sló
hraðar. Hún hélt að hún skildi hann, en var
ekki viss um það.
Gestir fóru snemma. Þegar prinsinn kvaddi
Rósalindu sagði hann: — Iris hefir spurt hvort
ég vildi ekki sýna henni pýramídana vandlega
og ég stakk upp á að við færum þangað í bíl
á morgun. Viljið þér ekki koma líka?
Rósalinda var á báðum áttum. Iris sá sér
færi á að líta til hennar án þess að prinsinn
tæki eftir. Hún vill að ég segi já, hugsaði
Rósalinda með sér. Annars verður kannske
ekkert úr því. Ekki getur hún farið ein með
honum ....
Rósalinda leit upp og sagði: — Jú, það vil
Hvar er einbúinn?
ég gjarna. Það verður gaman.
— Ágætt. Þá sæki ég ykkur klukkan þrjú.
Hann snei’i frá henni og gekk til dyra. Iiás
þrýsti hönd Rósalindu og fór á eftir honum.
Meðan Agatha og Suzette voru að kveðja
gestina fór Rósalinda út á svalirnar. Hún
hugsaði aðeins um eitt: — Hvers vegna hafði
John faiáð án þess að kveðja hana?
En þá stóð hann bak við hana. — Vei’tu sæl,
Rósalinda!
Hún leit við. — Eg hélt þú værir farinn.
Vei’tu sæll, John!
Brún og grá augu mættust og Rósalinda
sagði hikandi: — John, heyrðirðu það sem ég
sagði í kvöld?
— Já, kannske. Viltu endurtaka það? Var
það ertni?
— Eg sagði: Eg vildi óska að það hefði
verið þú ....
— Ó, Rósalinda ....
— Hvað er það? Hún hvíslaði orðin.
— Þetta, Rósalinda, sagði hann.
Nú fannst henni stjörnurnar dansa og jörð-
in ganga í öldum, því að John laut niður að
henni og kyssti hana. Ákaft. Svo hvarf hann.
Rósalinda vissi ekkei’t hverhig hún komst
inn í herbergið sitt og rúmið. Hún þrýsti
brennheitu andlitinu að koddanum og endur-
tók hvað eftir annað: — Hann kyssti mig!
John lcyssti mig!
ICITTY LEGGUR LAUNRÁÐ.
Ali pi’ins efndi loforð sitt um að. fara með
Ii’is og Rósalindu út að pyramídunum daginn
eftir. Þau komu við í Mena House og fengu
sér te úti í garðinum fagra. Prinsinn var kátur
og ræðinn, eins og menn yfirleitt eru þegar
þeir eru með kvenfólki sem þeir meta mikils.
Hin hvítklædda, hæga og háttpi’úða stúlka,
Rósalinda, og Iris duttlungafull og gefin fyi’ir
að láta taka eftir sér, voru báðar örvandi fé-
lagar, hvor með sínu móti. Báðar voru greind-
ar og vanar að umgangast kai’lmenn hispurs-
laust og með fullri einurð.
Ali leið vel í návist þeirra, en gat ekki var-
ist að hugurinn hvarflaði til Tamöru — og
kvennanna, sem umgengust hana, sætinda-
étandi sögusmettur, sem ekki höfðu áhuga
á neinu er gerðist utan heimilisins, og sem
ekki höfðu neitt takmark í lífinu nema að
giftast og eignast börn, og halda svo áfram
í sömu niðurlægingunni og mæður þeiri’a
og ömmur höfðu gert á undan þeim.
— Allah veri mér vitni! Eg má ekki gera
svona samanburð, hugsaði pi’insinn með sér
og blygðaðist sín. En það var ekki auðvelt
að komast hjá því. Þetta var viðfangsefni, sem
ekki var hægt að vísa frá sér, jafnvel þó að
hann i’eyndi um stund að gleyma skyldum
sinum með því að gefa sig allan að hóflausu
samkvæmislífi. Aðeins nokkrar vikur, hugs-
aði hann svo með sér. Hvers vegna skyldi
ég ekki njóta lífsins þessar fáu vikur, sem
eftir eru?
Iris var að hugsa um dálítið svipað. Að-
eins nokkrar vikur, og þá kæmi Fred að minna
hana á að hún væri öðrum bundin. En þang-
að til .... Það kom glampi í. x-afgul augun
á henni og rauðfarðaðar varirnar á hvítu and-
iitinu voru eggjandi er hún settist í bifi’eið-
ina aftur.
Rósalinda var hæg en föl, og beisk von-
brigði skinu úr brúnum augunum. Hún hafði
þótst svo viss um að John mundi hringja um
morguninn, éftir það sem skeð hafði kvöldið
áður. En hann hringdi ekki — og kom ekki
heldur.
Ali prins var mjög næmur fyrir skapbrigð-
um Rósalindu og sá að henni leið ekki vel.
Hann vissi ekki hvers vegna, en giskaði þó
á ástæðuna. — Bara að það hefði verið hann
.... Hann tók fastar um stýrið og i’eyndi að
hrinda hugsununum á burt. Hann varð að
reyna að koma Rósalindu í gott skap.
Það tókst líka. Þegar þau eltu leiðsögumann-
inn inn í dimmu göngin undir pyramídanum
var hún komin að þeirri niðurstöðu að pi’ins-
inn væri beti’i maður en John ....
Þetta varð alli’a skemmtilegasta ferð og
þegar prinsinn skilaði dömunum af sér fyrir
utan hið gamla heimili Rósalindu og stakk
upp á að þau skyldu fai’a í ferð aftui’, sam-
þykktu þær báðar.
Þetta varð byrjunin að fjölda af smáferð-
um og þau voi’u alltaf saman, þessi þrjú ....
Áhrif hljóðsiivs.