Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1953, Blaðsíða 10

Fálkinn - 26.11.1953, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN lólnpíir úr basti Pappaliringur, vafinn mc<5 basti, er til margra hluta nytsamlegur. Nr. 1 á myndinni er pentudúksliringur. I liann notið þið pappa, 4 cm. breiðan og 15 cm. tangan og límið cndann á bastinu innan á pappann, um einn sentimetra frá endanum. Svo vefjið þið bastinu utan um papparæmuna, fast og fallega, þangað til aðeins 1 cm. er eftir að endanum. Nú beygið þið pappann saman í hring. Limið endana saman, þannig að pappinn verði tvöfaldur á einum sentimetra. Vefjið svo utan um kaflann sem eftir er og límið bastendanum að innan- verðu á hringinn. Mynd 2 sýnir ofurlitla „múffu“ á jólatréð. Hringurinn er gerður eins og áður, en nú er pappinn 11x8% sentimetrar. Þegar basthringurinn er fullgerður klippið ])ið hanka úr rauðum hrufu-pappír (,,krep“) 15 cm. langan og límið endana innan í hringinn. Klippið svo stykki af hrufu- pappír 8xlC cm. og vefjið það laus- lega saman, stingið því innan í hring- inn og lírnið það við hann. Mynd 3 sýnir vindlingabikar handa pabba. Hann er úr blikkdós, sem er 0 cin. há og 5 i þvermál. Basthring- urinn er hafður svo stór að liann falli utan að dósinni og gerður á sama liátt og Jieir fyrri. Svo er (lósin límd inn- an í. Ef þið hafið mislitt bast er það fallcgra. Mynd 4 sýnir nálapúða. Hringurinn í hann er 4 cm. hár og papparæman 20 cm. löng. Innan í hringinn þarf að setja dósarlok og líma það fast. Svo skerið þið út pjötlu, kringlótta og jafnstóra undirskál og þræðið það með sterku garni, % cm. frá jaðr- inum (5). Troðið vatti innan í pjötl- una og herðið svo þráðinn að og bindið saman endana og leggið púð- ann í dósina og límið hann fastan. SNYRTIBOUÐ OG STÓLL í BRÚÐUSTOFUNA. Basthring er líka hægt að nota í brúðustofuhúsgögn. Úr litlum hring, 3x11 cm. með botni úr hettu af með- alaglasi, má búa til pappírskörfu. Úr jafnstórum liring má búa lil kollustól (6). Sætið er pappahringur, á stærð við 5-eyring, fóðraður með pjötlu og límdur á. Rinso þvær hvetar fSjótar og auðveldar Rinso gerir mislita þvottinn skýrari og þann hvíta hvítari. Rinso þvælið losar óhreinindin algerlega — án 'þess að skemma! Notið ávallt Rinso, það auðveldar og flýtir fyrir yður við þvottinn. Fatn- aðurinn lítur betur út þegar Rinso er notað. Tilvalið fyrir þvottavélar og allan uppþvott Rinsó í allan þvott Svo getum við búið til snyrtiborð um leið. Klippið 10x6 cm. stórt pappa- spjald. Strikið það eins og sýnt er á 7. Klippið í pappann við A og B jafnlangt og örin sýnir og beygið pappann upp, eftir láréttu línunum. Þá er kominn spegillinn með tveimur brúnum. Beygið svo eftir lóðréttu línunum, þannig að spegiltinn líti út eins og sýnt er á 8. Á spegilinn límið ])ið gljáðan silfur- pappír, en skástrikaði hlutinn er vaf- inn með basti, og svo er spegillinn iímdur á gamalt tvinnakefli. Loks festið þið sirspjötlu á borðbrúnina á 3 vegu, sjá 9. — María hefir sett mér úrslitakosti, Friðrik. Hún segir að annað hvort verðir þú að fara af heimilinu eða ])á hún — og gúði minn — ég veit að þú skilur að ............ — Við skulum gleðja hann með því að spyrja hann hvað klukkan sé á nýja vatnsþétta armbandsúrinu hans! Vllið þér...? sjálfu sér? Þetta er vitanlega takmarkaður sannleikur. En staðhæfingin er á því byggð, að þegar herða skal stál að ákveðnu marki, er leiddur gegnum ])að rafstraumur, sem veldur því að frumeindirnar i málminum snúast svo :hart, að við núninginn hitnar stálið upp í 1000 stig C. á hálfri minútu. að milljónir barna og unglinga í Asíulöndum eru scld mnsali af foreldrum sínum til samvisku- lausra manna, sem þrælka þau? Afleiðingin verður að jafnaði sú, að unglingarnir rnissa heilsuna, and- lega og líkamlega og lenda á flakki, glæpum eða saurlifi. Á þennan hátt missir þjóðin vinnuafl fjölda unglinga og sekkur i enn meiri eymd en áður. — Um þessar mundir er verið að halda fund í Tokío, fyrir forgöngu Samein- uðu þjóðanna, til þess að koma á sam- iþykktum um að banna að þrælka börn yngri en 12 ára. Hærra hefir nú ekki verið stefnt að sinni. að sérstaka hæfni og kunnáttu þarf til að aka kappakstursbíl á beygjum? Ökumaðurinn þarf að þekkja bílinn út í æsar, vita um þyngd hans, hraða og hvort honum hættir til að skrika. Og varla eru nokkrir tveir vagnar til, sem hægt er að stýra eins, þó að þeir séu taldir sörnu tegundar. Jafnan þarf að draga úr hraða allra vagna i beygj- unum, því að ef það er ekki gert, skrikar billinn og við það tapast kannske það brot úr sekúndu, sem ríður baggamuninn í úrslitunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.