Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1953, Blaðsíða 12

Fálkinn - 26.11.1953, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA: Þeir elskuðu Skáldsaga eftir Anne Duffield. ráðahag! Fátæk eins og kirkjurotta í dag, prinsessa og milljónamæringur á morgun. — Hvað gengur að þér, Suzette? Suzette hafði hlustað á móður sína með fyrirlitningarsvip og'svaraði nú afundin: — Stundum liggur mér við að halda að ég sé sú eina í fjölskyldunni, sem hefi augu í hausn- um. Af öllum bjánum og flónum sem .... — Suzette! Hvernig dirfist þú . ...! En ofanígjöf móðurinnar missti marks. Suzette hafði rokið út eins og eldibrandur og skellt hurðinni eftir sér. SUZETTE TEKUR 1 TAUMANA. Rósalinda lá í rúmi sínu, örmagna og harm- þrungin. Hún var náföl og í birtunni frá nátt- lampanum komu baugarnir undir augunum skýrt fram, og rákirnar kringum munnvikin. Það hafði tekið mjög á hana að halda sér uppi þetta kvöld, en það hafði tekist, og meira að segja mjög vel. örvæntingin, þján- ingin af að sjá John aftur og yfirnáttúrulegur vilji hennar á því að komast yfir torfærurnar óbeðin og án þess að bregðast prinsinum, hafði í sameiningu gætt hana eins konar hrollkátínu, sem ókunnugir gátu vel haldið að væri ham- ingjukennd og lífsgleði. Hvorki gestirnir né fjölskyldan höfðu tekið eftir neinu óeðlilegu í háttalagi hennar um kvöldið. Hún var hin eiginlega húsmóðir i samkvæmi Agöthu þá eins og endranær, sá um að gestunum liði vel og að framreiðslan gengi greitt. Hún var stoð- in sem Greensfólkið gat ekki verið án. Á eftir var spilað bridge og Rósalinda spilaði betur en nökkru sinni áður, og það líkaði Green vel. En nú var ailt afstaðið og hún var ein. Og hugrenningarnar komu með einverunni og myrkrinu; örvæntingin og harmurinn fengu yfirhöndina aftur. John! Hvers vegna hafði hann komið aftur? Það var óréttlátt og grimmilegt. Hún hafði loksins sætt sig við þá tilhugsun að geta lifað án hans. Hún hafði öðlast þor til þess að horfa fram og von um að hún gæti fetað þá slóð sem hún hafði valið sér — samferða Ali prins. En nú! John hafði komið aftur og með nærveru sinni hafði hann tætt sundur grundvöllinn sem hún stóð á. Hún reyndi að sjá Ali í huganum, hugsa um hlýj- una og alúðina í framkomu hans og um fram- tíðaráform þeirra. En það var árangurslaust. Sviphreina, næma andlitið á John með gráu augun kom alls staðar fram og afmáði hina myndina. Þetta var brjálæði og hún vissi það, en engar skynsemisfortölur gátu drepið ást hennar til Johns. Og hún sem hafði sagt að ást hennar til hans væri dauð? Hún gat aldrei dáið. Það vissi hún núna. Hún hafði gert allt sem hún gat til að gleyma honum, hún hafði hatað hann og sett annan í hans stað. En þessir stuttu samfundir í dag höfðu sópað öllu 'þessu á burt. Bara að hann hefði aldrei komið aftur! En óskaði hún þess í raun og sannleika? Nú vissi hún þó að minnsta kosti að hann elskaði hana, 21. hniia tveir. og að hann hafði ekki ætlað sér að yfirgefa hana. — Iíann elskar mig! John elskar mig! .... Hún roðnaði við þessa tilhugsun. Hún bylti sér óþreyjufull í rúminu. Ef hún hefði aðeins beðið dálítið lengur .... ef hún hefði treyst honum .... Það var barið varlega á dyrnar og Suzette kom inn á tánum. Rósalinda reis upp við dogg. — Suzette, er eitthvað að? — Nei, hvers vegna sefurðu ekki, Rósa- linda? Eg sá að það var Ijós inni hjá þér. Klukkan er orðin yfir þrjú. — Eg er ekki syfjuð. En hvers vegna ertu ekki sofnuð sjálf? — Eg er heldur ekki þreytt. Suzette settist á rúmstokkinn. Hún var í rósrauðum slopp utan yfir náttkjólnum. Hár- ið var slegið og var eins og fögur umgerð um sólbrennt andlitið og stór gljáandi augun. Rósalinda, sem ekki hafði náð sér eftir eftir hvað henni varð bylt við að sjá Suzette þarna á þessum tíma sólarhringsins, horfði nú á hana og sagði ósjálfrátt: — En hvað þú ert falleg, Suzette! — Er ég það. Verst að enginn annar skuli taka eftir því, svaraði Suzette stutt. — En annars kom ég ekki hingað til að tala um sjálfa mig. — Til hvers komstu þá? — Æ, ég veit það varla .... En ég lá og var að hugsa um dálítið .... Hvers vegna ertu svona áfjáð í að halda áfram þessari vitfiri'ingu, Rósalinda? — Hvaða vitfirringu? — Að giftast Ali prins! Brúnu augun í Rósalindu urðu flöktandi. — Þú veist það vel sjálf .... Vegna þess að mér þykir vænt um hann. — Bull! Þér þýðir ekkert að reyna svona fyrirslátt við mig. Eg er ekki steinbiind — þó að hitt fólkið á heimilinu virðist vera það. — Heyrðu nú, Suzette .... — Þú mátt ekki segja að þú gerir þetta vegna þess að þú sért ástfangin af Ali prins! Heldurðu að ég viti ekki hvers vegna þú fórst að trúlofast honum, alveg upp úr þurru? Það er fúleggið hún Iris, sem á sök á þessu öllu! Eg veit ekki hvað gerðist en ég get lesið mest af því milli línanna, held ég. Þú gerðir þetta af þvi að þú máttir til að hylma yfir með henni á einhvern hátt, og svo stendur þú við orð þín af því að þú vilt ekki særa prinsinn. — Nei, þetta er ekki satt .... — Vertu ekki að ljúga, tók Suzette fram í. — Þú fórnar sjálfri þér. Einmitt þess háttar firrur tekur þú stundum í þig. 1 raun og sann- leika elskar þú Jöhn Midwinter út af lifinu, og hann þig. Jú, víst .... þú þarft ekki að taka fram í til að gefa skýringar, ég veit að þið hafið rifist, en þú ert jafn ástfangin af honum eftir sem áður. Hann kom hingað i dag til að hitta þig og sættast við þig, og þú hraktir hann auðvitað burt, af þvi að þú þóttist verða að efna það sem þú hefir lofað prinsinum. Æ, ég hefi enga samúð með svona hetjum eins og þú ert. — Þér skjátlast, Suzette, sagði Rósalinda. — Eg giftist Ali vegna þess að mig langar til þess. John er mér einskis virði framar. En allt í einu og án þess að Rósalinda gæti ráðið við það, glúpnaði hún fyrir rannsókn- araugum Suzette. Hún kastaði sér til baka í rúminu og reyndi að stöðva grátinn sem braust fram með sárum ekka. — Rósalinda! Suzette beygði sig niður að henni og lyfti grönnum líkama hennar upp í rúminu og strauk henni hárið. — Vertu ekki að gráta. Rósalinda þurrkaði sér um augun og leit upp. — Eg hélt að .... þú hataðir mig! — Enga vitleysu! Suzette sleppti henni og rétti úr sér. — Mér hefir þótt vænt um þig síðan við sáumst í fyrsta skipti. Þú ert göf- ugasta og heiðarlegasta manneskjan sem ég þekki. — En .... það hefir verið svo erfitt að skilja þig, muldraði Rósalinda í vasaklútinn sinn. — Eg veit að ég hefi verið níðingsleg við þig, sagði Suzette, — en við vildum báðar ná í sama manninn. Eg öfundaði þig — þú ert allt það sem ég gat aldrei orðið. Og ég hefi hatað allt þetta tilstand, mér fannst háðung að láta þig koma okkur á framfæri í samkvæmislífinu í Cairo. En það var ekki fyrr en eftir að John kom til sögunnar að ég lét gremju mina bitna á þér. Eg vildi ná í hann en hann vildi enga nema þig. Nú veistu það! — Eg hefi alltaf vitað það, sagði Rósa- linda. — En mér þykir vænt um að heyra að þér hefir þótt dálítið vænt um mig. — Þú virðist nú ekki beinlínis ánægju- leg samt, þarna sem þú liggur. Eg varð laf- hrædd þegar ég opnaði dyrnar og sá þig liggja þarna eins og liðið lík. Og í dag þegar við komum heirn .... — Nei, Suzette .... Rósalinda fór að gráta aftur. — Hlustaðu á mig, Rósalinda, sagði Suz- ette einbeitt. — Þú getur ekki haldið þess- um skrípaleik áfram. Það er fásinna! Prins- inn mundi verða fyrstur manna til að segja það. Hann mundi gefa þig frjálsa aftur undir eins og þú segðir honum sannleikann. Og hann mundi ekki hallmæla þér. Hann mundi alls ekki taka í mál að giftast þér ef hann vissi sannleikann. — En hann fær aldrei að vita neitt. — Þú játar þá að þú elskir John? — Eg víl ekki játa það, svaraði Rósalinda og nú vottaði fyrir brosi, — en mér er víst engrar undankomu auðið gagnvart þér. — En — ef þú elskar John, hvernig i öllum ósköpunum getur þér þá dottið í hug að gift- ast prinsinum? Hvers vegna viltu gera tvær manneskjur óhamingjusamar í stað einnar. Eða þrjár, ef því er að skipta því að vitan- lega kemst Ali prins að því sanna í málinu fyrr eða síðar. — Nei, þess þarf hann ekki, sagði Rósa- linda þrá. Brúnu augun í Suzette skutu neistum. — Það væri gaman að geta troðið ofurlítilli vitglóru í þig. — Hvernig ætlarðu að komast hjá því að hann fái að vita sannleikann? — Með því að koma aldrei upp um mig. Ali er besti vinurinn sem ég hefi nokkurn tíma átt, og ekkert afl í veröldinni gæti knúð

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.